Þjóðólfur - 13.04.1894, Side 3

Þjóðólfur - 13.04.1894, Side 3
67 einn af þeim mörgu, er fyrir nokkrum árum fór til Ameríku, en undi sér þó ekki nema lítinn tima við Edens-gæðin (!) þar vestra. Hann kom því aptur heim til ættjarðar sinnar, ásamt föður sínum (Þor- steini Sigurðssyni á Löndum), er var með i förinni, og naut hér rósamra lifdaga til æfiloka að öilum virtist. Á hæinn Þiljuvelli í Norðfirði hljóp snjóflóð þann 5. eða 7. þ. m, Þar búa 2 bændur og misstu þeir meiri hluta eigna sinna, 30 gemlinga, 19 ær og 1 hest. Ekki sakaði fðlkið, sem inni var, en bændurnir báðir lentu í flóðinu, komst annar úr því sjálfur, en hinum var bjargað meðvitundarlaus- um, en óskemmdum, þó raknaði hann við aptur. Á Höskuldsstöðum í Breiðdal hljóp einnig snjó- skriða, er stöðvaðist við bæinn. Á eptir snjóílóð- inu kom vatnsflóð afarmikið. Skall það á snjó- hrönninni og kastaðist svo til hliðar. Er það al- mennt álit, að hefði ekki snjóskriðan hlaupið á undan og stöðvazt við bæinu, myndi vatnsflóðið hafa sópað honum öllnm á burt. Ekkert tjón varð þó að þessu, nema það braut þak af hlöðu og mölv- aði glugga úr timburhúsi og fylltist það af vatni. — Á bæ þennan hefur aldrei hlaupið svo menn viti fyr en nú. Síldarafli er góður á Reyðarfirði og fiskur er þar nokkur líka; hér er og dálítill reytingur af fiski, en talsverður úti fyrir. Strandasýslu (Árneshreppi) 17. febr.: „Næst- liðið sumar var ágætlega góð tíð þangað tíl í miðj- um ágúst, að skipti um til illviðra; þó mun hey- skapur hafa orðið í meðallagi og hvergi hey úti til muna. Haustið var eitthvert hið versta með sjógæftir, svo afli varð hér enginn svo teljandi sé, og lítur þvi báglega út með bjargræði hér í sveit- inni, einkanlega hjá þeim, sem aðallega verzluðu á Reykjarfirði, nokkru skárra hjá þeim, sem verzl- uðu á Skagaströnd, því þar fá þeir borgaðar „prósentur", 6 af hundraði, en hér á Reykjarfirði hefur matvara öli verið seld í fyllsta verði, og þykir hart undir að búa, því maturinn heitir ekki mönnum ætur: rúgur með miklum sandi og óþverra, mjöl ennþá verra af sandi, þvi það hafa menn ekki ráð með að hreinsa að neinu, en rúginn eru menn að reyna að sigta á mjólkursigti og verður því eptir grófasti sandurinn. Hveitið er fullt af pödd- um, og þetta allt eins dýrt, eins og óskemmdur matur, og má heita merkilegt, að kaupmönnum skuli svo haldast uppi að okra þannig á svikinni vöru. Á Borðeyri höfðu verið pöddur i hveitinu, en þar var það undir eins sett niður til muna, bæði það sem áður var selt og það, sem framvegis selst“. Akranesi 5. apríl: „Síðan í miðjum marz hafa hér verið, eins og Björn á Öxl hafði átt að segja „sólarlitlir dagar“: drungalegt lopt og dauða- þögn í sölum, sem komið hefur til af ýmsu, svo sem óstöðugri veðuráttu, og veikindum, sem hvor- tveggja hefur kastað deyfð og hindrun á framkvæmd- ir manna, enda mun sjósókn vera hér óvana strjál, sem um þessar mundir er aðalstarf plássmanna, eins og í öðrum veiðistöðum hér við land; 3—4 sinnum hefur verið almennt róið síðan um páska, 27. og 28. f. m. og 3. þ. m., en þá aflast talsvert af smáýsu og stútungi, allt upp i 70 í hlut. Áð kveldi þess 3. þ. m. komst „dekkbátur“ Böðvars kaup- manns fyrst út til fiskjar, eptir að hafa legið hér nokkurn tíma ferðbúinn á höfninni. Þykir mönn- um sá útvegur hér nokkuð lítill, þar hann er sá eini, sem héðan gengur. EinB og áður er ávikið, gerði Inílúenzan hér, eins og víðar talsvert vart við sig og lagðist mjög þungt á almenning, en vægara á börn innan 12—14 ára, enda hafa nú sem komið er dáið úr veikinní í þessu prestakalli 14 manns, flest eldri konur, meðal hverra ein var merkiskonan Quðný Jónsdóttir kona dannebrogsmanns P. Ottesens á Ytra-Hólmi. Einnig má geta þess, að á tæpri viku dóu þrjár systur, sem allar voru á sjötugs aldri, og loksinB kona, sem var 102 ára. Eins og geta má nærri, í fjölmennu plássi, í svona almennum veikindum, hafði okkar nýi læknir 01. Pinsen mikið að gera, enda sinnti hann þeim starfa með stakri alúð og umhyggjusemi, og gerði sér mikið far um, að bæta böl þeirra, sem liðu, þar til hann lagðist sjálfur i luugnabólgu, en er nú í apturbata. Það er annars ánægjulegt fyrir okkur Akurnes- inga, að minnast á okkar stuttu aukalæknasögu, þar eð heita má, að við höfum verið svo heppnir, að fá hvert ljúfmennið eptir annað, eins og t. a. m.: Þorgrím, Ólaf, Björn, og siðast nú Ólaf Finsen, sem flestir viðkomandi munu vilja halda framvegis, og vonum vér fastlega, að veitingarvaldið verði við þeirri ósk vorri, þar eð eg tel víst, að báðir partar muni verða á eitt sáttir“. Útlendar fréttir. Á Norðurlöndum er allt tíðindalítið, því að það er naumast í frásögur færandi, að Danir hafa nú góða von um, að þeim auðnist að búa til fjár lög, því það er enn óséð, hvernig fer. Það lifir í koluuum hjá Norðmönnum, en lítið gerist þar sögulegt með flokkunum. Þjóðverjar hafa nú bundið enda á verzl- unarsamning sinn við Rússa og una menn vel málalokum og þykir Caprivi hafa far- izt vel. — Á Frakklandi og Ítalíu hafa ó- aldarmenn reynt að fremja spellvirki, en lítið hefur þeim orðið ágengt. Þeir eru nú vargar í véum og eru allir keyrðir í fangelsi, þeir er til verður náð. Á Englandi eru þau tíðindi orðin, að Gladstone liefur sagt af sér ráðgjafastörf- um, og verður þar slíkt skarð fyrir skildi, að seint mun fyllast. Sá sem tók við flokksforustu af Glad- stone heitir Harcourt og þykir hann dug- andi maður. Forseti í ráðaneytinu varð sá maður, er Roseberry heitir. Hann er maður á bezta aldri, Iávarður að tign og stórauðugur. Þó er hann frjálslyndur og vinsæll er liann af alþýðu, síðan hann kom sáttum á með kolanemunum og námueig- endum í vetur. Hann hefur lýst yfir því, að hann mundi halda sömu stefnu í írska málinu sem Gladstone, og snúast í móti efri málstofunni, ef hún héldi uppteknum hætti. í Brasilíu hafa uppreistarmenn misst öll skip sín. Þykir því líklegt, að bráðum muni lokið ófriðinum. Munu nú og flest- ir fúsir friðarins, sem von er. Slysfarir. 4. febr. varð úti unglings- piltur frá Gestsstöðum í Steingrímsfirði. 28. f. m. drukknaði 1 Norðurá skammt frá Arnarholti Árni Jónsson frá Flóðatanga — Stykkishólmspóstur frá Arnarholti —; hröklaðist í vök þar í ánni. Nafni hans Árni Gíslason vestanpóstur fór á undan yfir ána og komst klaklaust yfir. Bruni. 30. f. m. brann hús á Búðum vestra, eign Eyjölfs kaupmanns Þorkels- sonar í Reykjavík, vátryggt sölubúðarhús með nokkrum vörum í, er ekki voru vá- tryggðar nema að nokkru leyti. Skipstrand. Aðfaranótt 7. þ. m. strand- aði á Býjaskerjumskipið „Franciske", hlaðið salti til kaupfélagsins í Garðiuum. Mönn- um varð bjargað. Skipkomur. Kaupför eru nú farin að koma til verzlana hér. 8. þ. m. kom „Jo- hanne“ til Brydesverzlunar og hinn 9. „Ragnheiður“ til Christensens verzlunar. Gufubáturinn „EIín“ hófhinarreglulegu ferðir samkv. áætluninni 10. þ. m.til Borgar- ness og Straumfjarðar, en hafði farið áður nokkrar aukaferðir í byrjun þ. m. Settur prófastur í Norður-Múlapróf- astsdæmi er séra Einar Jónsson á Kirkju- bæ, í stað Sigurðar prófasts Gunnarssonar á Yalþjófsstað, er þaðan flytur í vor til Helgafells, og er talið mjög líklegt, að hann verði þá þegar prófastur Snæfellinga. í kjöri um Glaumbæ eru: séra Hall- grímur Thorlacius á Ríp, séra Jónas Jón- asson á Hrafnagiii og séra Tómas Björns- son á Barði. Aflabrögð. Það hefur ræzt vel úr með afla hér við ílóann síðan 6. þ. m., einkum hér á Innnesjum, en þó hefur hann verið miklu tregari síðustu dagana. í syðri veiðistöðunum hefur og aflazt allvel. Apt- ur á móti er fiskilaust á Miðnesi og í Höfnum, og verður vertíðin þar afar-bág- borin að þessu siuni, því að bezti afla- tíminn þar er nú úti. Austanfjalls — á Eyrarbakka og Stokkseyri — kvað hafa aflazt mjög vel næstliðna viku, að miklu leyti þorskur, en minna af ýsu. — Þilskip, sem inn eru komin, hafa sárlítið aflað. Mauutjón varð á Eyrarbakka 7. þ. m., drukknuðu 3 menn, en 7 var bjargað af Magnúsi Magnússyni í Túni á Eyrarbakka, er optar hefur bjargað mönnum úr lifsháska og hlotið verðlaun fyrir. Þeir, sem drukkn-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.