Þjóðólfur - 16.04.1894, Page 2

Þjóðólfur - 16.04.1894, Page 2
70 og þar á meðal nafn vors fræga samlanda Leifs Eiríkssonar. Bygging þessi er rétt andspænis Iðnaðarbyggingunni hinum meg- in vatnsins. Á milli þeirra fyrir enda vatnsins eru tvær byggingar, og á milli þeirra má sjá önclvegisbygginguna eða Stjórnarbyggingu sýningarinnar. Bygg- ingar þessar eru Rafmagnsbyggingin og Námabyggingin. Námabyggingin er í „í- tölskum renaissance" stýl og fremur óbrotin en þó smekkleg, engir turnar en að eins lágar burstir og bogar yfir dyrum og gluggum. Rafrmagnsbyggingin er þar á móti mjög skrautieg með 10 háum fer- strendum turnum með gylltum hvelfingum efst, og korinþiskum stólparöðum fram með hliðunum; á henni eru stórir glugg- ar, svo á kvöldum, þegar hún er í ljóma af rafmagnsljósum innan frá er hún mjög fögur að sjá af eynni. Fyrir norðan Illinois- og Fiskiveiða- byggingarnar er stórt svæði, sem á er fjöldi smærri bygginga. Þær eru byggðar af ýmsum þjóðum og ríkjum Bandaríkj- anna. Stýllinn, sem þær eru byggðar í, er eins margbreyttur og byggingarnar eru margar, og er einkennilegur fyrir það land, sem byggingin er frá. Eggert Ólafur Briem sýslumaður, r. af dbr. er andaðist 11. (ekki 12.) f. m. (sbr. 13. tbl. Þjóðólfs) var fæddur á Kjarna í Eyja- firði 15. okt. 1811. Foreldrar hans voru: Gunnlaugur Guðbrandsson Briem kamme- ráð, sýslumaður í Eyjafirði, er síðar bjó á Grund (f 1834) og Yalgerður (f 1872) -syst- ir Páls Arnesens rektors og þeirra syst- kyna -Árnadóttir prests í Holti undir Eyja- fjöllum Sigurðssonar prófasts sama staðar Jónssonar. Móðir frú Yalgerðar var Krist- ín Jakobsdóttir stúdents á Búðum vestra Eiríkssonar systir Jóns sýslumanns á Espi- hóli, föður Jóns sýslumanns Espólíns. Faðir Gunnlaugs Briems var Guðbrandur prestur á Brjámslæk, er fórst sviplega í Rauðs- dalsskörðum 5. marz 1779 Sigurðsson prests á Brjámslæk (f 1767) Þórðarsonar, og er sá karlleggur réttast rakinn til III- huga Guðmundssonar merkisprests í Múla á síðara hluta 16. aldar. Móðir Gunnlaugs Briems og síðari kona séra Guðbrands var Sigríður (f 1835) Jónsdóttir prests á Gils- bakka (f 1771) Jónssonar prests samastað- arEyjóIfssonar prests á Lundi Jónssonar, en móðir séra Guðbrands var Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Svefneyjum og síðar á Látrum Ólafssonar föðursystir Eggerts varalögmanns Ólafssonar, og bar Eggert Briem sýslumaður nafn hans. 1831 var Eggert Briem útskrifaður úr Bessastaðaskóla samtímis Konráði Gísla- syni; er einn þeirra, er þá útskrifuðust: séra Jón Brynjólfsson nú uppgjafaprestur á Hala í Holtum enn á lífi og elztur nú- lifandi stúdent úr Bessastaðaskóla. Eptir skólaveru sína var Eggert um hríð skrif- ari hjá föður sínum, og að honum látnum var hann um tíma settur fyrir Eyjafjarð- arsýslu 1834, en sigldi til háskólans ári síðar og tók þar aðgöngupróf (examen artium) með 2. einkunn, en annað lær- dómspróf 1836 og hlaut hann þá ásamt Jörgen P. Havsteen (síðar amtmanni) ágœt- iseinkunn í því prófi og þótti laglega gert af 2 íslendingum sama árið, enda einkunn- in allsjaldgæf. Voru þeir stúdentar, er hana fengu nefndir „innkallaðir", sakir þess, að þeir að afloknu prófi voru kvadd- ir á fund háskólakennaranna, er hrósuðu þeim fyrir ástundun og dugnað við námið. — 1841 tók Eggert próf í lögfræði með 2. einkunn, var því næst á skrifstofu Hoppes stiptamtmanns um tíma, var settur fyrir Rangárvallasýslu 1843 og fyrir ísafjarðar- sýslu 1844 og fékk veitingu fyrir henni árið eptir. Bjó hann þar á Melgraseyrj. 1848 var honum veitt Eyjafjarðarsýsla og fór þá að búa á Espihóli. 1858 fekk hann Rangárvallasýslu en fór þangað ekki og fékk Skagafjarðarsýslu 1861, og þjón- aði henni unz hann lét af embætti 1884 eptir 40 ára embættisþjónustu. Hann þjón- aði Húnavatnssýslu sem settur 1876 og fékk s. á veitingu fyrir henni en fékk árið eptir leyfi til að vera kyrr í Skaga- firði. Bjó hann þar fyrst á Hjaltastöðura en síðar á Reynistað, unz hann fluttist til Reykjavíkur, er hann fékk lausn. Hann var sæmdur riddarakrossi dannebrogsorð- unnar 1880. Á þjóðfundinum 1851 sat hann sem þjóðkjörinn þingmaður fyrir Ey- firðinga og hlaut þá sæmd að vera valinn sem 3. maður (ásamt Jóni Sigurðssyni og Jóni Guðmundssyni) til að bera fram ósk- ir fundarins fyrir konung, en hann var kyrsettur heima. Eggert sýslumaður var hæfileikamaður mikill, gáfumaður og vel að sér ger. Hann var t. d. ágætlega vel að sér í reikn- ingslist, og hefir sú gáfa gengið einkenni- lega í arf til flestra eða allra sona hans. Hann var mjög vinsælt yfirvald, sakir mannúðar sinnar, lipurleika og réttsýni. Hann var frumkvöðull þess, að Skagfirð- ingar lögðu á sig 2 aura skatt af hverju lausafjárhundraði til að brúa ár þar í sýslunni, og hefur það borið mikinn ávöxt, eins og raun hefur á orðið. Yfirhöfuð var Eggert sýslumaður mesti sæmdarmaður, sem hann átti kyn til. Af 7 börnum Gunnlaugs kammeráðs, er nú að eins einn sonur á lífi: hinn æruverði prestaöldungur Jóhann Kristján Briem prófastur í Hruna, nú rúmlega hálfáttræður. Með konu sinni Ingibjörgu Eiríksdóttur (sýslumanns Sverrissonar), er andaðist 1890 átti Eggert sýslumaður 19 börn og lifa 11 þeirra: 8 synir og 3 dætur, en 2 dæt- ur dóu uppkomnar, Kristín kona Y. Clae- sen verzlunarstjóra á Sauðárkrók og Val- gerður. Það má með sanni segja, að Eggert sýslumaður hafi haft sjaldgæft barnalán, því að það mun fágætt, að jafn- mörg börn hafi jafnvel lánazt. Syniruir eru: Eiríkur prestaskólakennari, Guun- laugur verzlunarstjóri í Hafnarfirði, Ólafur stúdent, umboðsmaður á Álfgeirsvöllum, Halldór kennari á Möðruvöllum, Páll sýslu- maðurRangvellinga, Sigurður cand. polit., Eggert cand. jur. málafærslumaður og Vil- hjálmur, er vígðist prestur til Goðdala í gær. Dæturnar eru: Elín forstöðukona kvennaskólans á Ytriey, Jóhanna kona séra Einars Pálssonar á Hálsi í Fnjóska- dal og Sigríður ógipt M a n n a 1 á t. Hinn 21. f. m. andaðist Jakób Bösin- karsson óðalsbóndi í Ögri. Hann var fædd- ur í Æðey 23. júní 1854 og voru foreldr- ar hans: Rósinkar bóndi í Æðey (t 1891) Árnason bónda samastaðar Jónssonar sýslu- manns á Reykjanesi við ísafjörð Arnórs- sonar og Ragnhildur Jakobsdóttir, sem enn er á lífi. Jakob sál. kvæntist 1878 Þuríði Ólafsdóttur, ekkju Hafliða bónda Halldórssonar í Ögri bróður Gunnars í í Skálavík og liflr hún mann sinn. Þeim varð þriggja barna auðið. Jakob sál. var var einhver mesti duguaðarbóndi á Vest- fjörðum, hýsti prýðilega ábúðarjörð síua, er lengi mun bera þess menjar, og var yfir höfuð fyrirmynd bænda þar vestra og þótt víðar væri leitað. Hann gegndi lengi oddvitastörfum í Ögurhreppi og fórst það ágætlega úr hendi. Um næstl. mánaðamót andaðist í Stykk- ishólmi ekkjufrú Anna Magdalena Thorla- dus (fædd Steenbach), ekkja Árna kaup- manns Thorlaciusar, háöldruð merkis- kona.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.