Þjóðólfur - 27.04.1894, Blaðsíða 1
Árg. (EO arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
íyrir 15. jdll-
Uppsögn, bundin viö áramót,
ógild nema komi til útgeíanda
fyrir 1. október.
ÞJÓÐOLFUK.
XLYI. rtrg.
Þingkosningamar næst.
III.
Þá, kemur Eyjafjarðarsýsla. Þar munu
kjósendur varla fara að skipta um þing-
menn. Jón Jónsson í Mála er vel gáfaður
maður, mjög vel máli farinn og áhuga-
maður, og yfirhöfuð einna mestur atkvæða-
maður þingmanna úr bændaflokki. Klem-
ens sýslumaður Jónsson var nýr á síðasta
þingi og er því ekki fullséður enn. Hann
er föðurlandsvinur og frjálslyndur í betra
lagi. skörulegur í máli, framgjarn og
fylginn sér. Sagt er, að Stefán Stefáns-
son kennari á Möðruvöllum muni bjóða
sig fram í Eyjafirði, og höfum vér gott
áiit á honum sem þingmannsefni. Má
segja um hann og Klemens, að þeir séu
„báðir góðir“, og að þingmannssætið sé
vel skipað af hvoruru, sem það hlýtur.
í Skagafirði munu flestir vera á eitt
sáttir um að kjósa hinn gamla þingmann
sirin Ólaf umboðsmann Briem, enda er
hann einn meðal hinna alira nýtustu þing-
manna, bæði glöggskyggn og gætinn; hefur
hann jafnan verið valinn í margar vanda-
samar nefndir, og lýsir það trausti því, er
samþingismenn hans hafa borið til hans.
Það er því enginn vafi á því, að Skag-
firðingar muni endurkjósa hann. Um hinn
þingmanninn, Jón Jakobsson cand. phil. á
Víðimýri, er nokkru öðru máli að gegna.
Hatrn virðist ekki svo bráðnauðsynlegur
á þingi. Hann virtist ekki hafa neitt sér-
legt áhugamál fram að flytja á síðasta
þingi, nema um afnám grísku og latínu í
lærða skólanum, enda talaði hann allsnjallt
í því máli. Önnur mál lét hann að mestu
leyti afskiptalaus, talaði mjög sjaldan og
lét yfir höfuð lítið á sér bera. Var svo
að sjá, sem hann ætti ekki heima á þeirri
„pólitisku41 samkomu, enda mun hann hafa
litið smáum augum á þingstörfin yfir höfuð,
Því að maðurinn er fremur einrænn og
einstæður í skoðunum sínum, og eflaust
betrl söngmaður en „pólitikus11. Skag-
firðingar gætu því eflaust sent einhvern
áhugameiri, liprari og fjölhæfari mann til
þings en hann. Sýslumann þeirra, Jóhannes
Ólafsson, er mun gefa þar kost á sér,
þekkjum vér ekki að öðru, en að vér höf-
Reykjavík, fíistudaginn 27. apríl 1894.
um heyrt hans „að góðu einu getið“.
Hann er miög vinsælt yfirvald, og því
ekki ólíklegt, að hann hafi allmikið fylgi
til kosninga.
Húnvetningar munu varla hafa öðrum
líklegri á að skipa, en hinum sömu þing-
mönnum, er síðast voru: Þorleifi Jónssyni
cand. phil. og Birni Sigfússyni. Hinn
8Íðarnefndi er eflaust allvel skynsamur
maður, en heldur mikill hreppa-pólitikus
og nokkuð þröngsýnn, eptir þvi sem ráða
mátti af afskiptum hans af sumum þing-
málum síðast, en þetta getur lagazt með
tímanum, og munu Húnvetningar því gera
réttast í að senda hann aptur á þing.
Að Guðjón Guðlaugsson verði endur-
kosinn, sem þingmaður Strandamanna, telj-
um vér engum efa bundið. Hann reynd-
ist mætavel sem nýr þingmaður í fyrra,
og þótt sumum hinna konungkjörnu í efri
deild þætti hann lítt mjúkmáll i ræðum
sínum, verður honum það trauðla til for-
áttu fundið, því að þess ber að gæta, að
hann rökstuddi jafnan vel orð sín, svo að
hinum „lærðu“ veitti ekki svo létt að hrekja
hann. G-uðjón er einn þeirra þingmanna,
er mun eiga allmikla framtíð fyrir sér og
með aukinni reynslu og æfingu mun hann
betur fylla sæti sitt, en flestir aðrir bænd-
ur á þingi, einkum sakir þess, hve mik-
inn áhuga hann hefur á þingmálum og
hversu annt hann lætur sér um að rækja
fnlltrúastarf sitt sem dyggilegast. Sam-
fara góðum hæfileikum hlýtur slikur áhugi
að bera góða ávexti.
ísfirðingar kjósa auðvitað hina sömu
sem fyr, Shúla Thoroddsen og séra Sigurð
Stefánsson í Vigur. Hvorugur þeirra mun
hafa brotið af sér hylli kjósenda sinna að
neinu leyti, enda munu það ekki vera nema
örfáir menn, sem eitthvað munu leitast við
að spyrna á móti þeim við kosningarnar,
ekki af „pólitiskum“ ástæðum, heldur af
,prívat‘-hatri. En það má líklega ganga að
því vísu, að slíkar tilraunir verði árang-
urslitlar. Eða hverjum skyldu þessir fáu
andstæðingar hafa á að skipa sem þing-
mönnum í stað hinna gömlu! ? Það er
alkunnugt, að Skúli Thoroddsen er mesti
framfaramaður, ódeigur og einbeittur, hver
sem í þlut á, en lipur til samvinnu og
Nr. 20.
hefur verið valinn í flestar mikilvægustu
nefndir þingsins. Séra Sigurður er alvan-
ur og reyndur þingmaður, talar liðugt og
all áheyrilega og er manna skjótastur og
liprastur í heppilegum andsvörum (repliker)
gegn andmælendum sínum. Hann hefur
tekið mikinn og góðan þátt í flestum stór-
málum, er þingið hefur fjallað um á síð-
ari árum. Það er að miklu leyti honum
að þakka, að lækkun eptirlaunanna á síð-
asta þingi varð svo mikil, sem hún varð,
því að hann var flytjandi þess máls í efri
deild og aðalformælandi þess (ásamt séra
Sigurði Jenssyni) gagnvart hinum konung-
kjörnu, sem stranglega mótmæltu jafn-
mikilli lækkun, Sem þeir nafnarnir fóru
fram á.
Barðstrendingar munu ekki hafa öðr-
um líklegri á að skipa en hinum forna
þingmanni sínum, Sigurði próf. Jenssyni.
Hann er að vísu enginn fyrirtaks mælsku-
maður, en sjálfstæður í skoðunum, einarð-
ur og þéttur fyrir og lætur iítt fleka sig,
en er þó vel þokkaður á þingi sakir sam-
vizkusemi sinnar, stillingar og gætni.
Þær fréttir hafa hingað borizt, að
Dalamenn muni jafnvel ætla að hafna
þingmanni sínum, séra Jens Pálssyni, og
það hefur jafnframt heyrzt, að sýslumaður
þeirra, Björn Bjarnarson, ætli að bjóða sig
fram og muni hafa allmikið fylgi. í ein-
lægni viljum vér segja Dalamönnum, að
misráðin munu þau skipti þeirra, séu þau
fyrirhuguð, því að séra Jens er að mörgu
leyti mjög nýtur þingmaður, áhugamikill
um framför landsins, og einkar velviljað-
ur. í öllum samgöngumálum, bæði á sjó
og landi, hefur hann t. d. verið fremstur
í flokki. Það var að vísu fundið að fram-
komu hans á þingi 1891, að hann flygi
nokkuð hátt og héldi oflangar ræður, en
þetta hefur stórum lagazt, því að á þing-
inu í fyrra voru ræður hans miklu styttri,
gleggri og betur fluttar en áður, og það
verður alls ekki sagt með rökum, að hann
hafi barizt fyrir neinu óframkvæmanlegu
eða of háfleygu, eins og sumir apturhalds-
menn eru vanir að nefna það, er þeir
sjálfir hvorki geta fylgzt með né vilja
styðja. En þar sem svo sýnilegar fram-
fáfir koma í ljós hjá manni eptir að eins