Þjóðólfur - 27.04.1894, Blaðsíða 3
79
af hvaláti fjárins, því t. d. bar ekkert á
fjárdauða í Eyrardal, frá í sumar og þar
til nú, að féð hafði komizt í hvalþjós í
fjörunni, sem stórstraumurinn hafði þýtt
ofan af, enda sýnist sú skoðun manna hafa
við gild rök að styðjast, að féð drepist af
hvaláti, þar ekkert ber á neinni óáran í
skepnum, nema við þennan fjörð, þar sem
allar fjörur eru þaktar af rotnuðum hval-
þjósum, svo mesti viðbjóður er um að gauga
eða ríða. En þó ekki hafi til muna borið
á þessum fjárdauða fyr en nú í sumar, er
náttúrlegt; það hafa ekki í ómunatíð held-
ur komið jafnsterkir og langvarandi hitar,
sem i sumar, svo við það varð rotnunar-
ólgan í hvalþjósunum enn bráðgerðari og
stórkostíegri en áður. Haldi þessi fjárdauði
áfram, lítur ekki út fyrir annað en að fjörður
þessi verði sauðlaus. Það væri víst reynandi
fyrir hreppsnefndina að fyrirbjóða Amlie
næst, þegar hann fer að veiða, að sleppa
nokkurri þjós af sinni eigin lóð. Þannig
voru samningar gerðir við þann, sem sagt
er að setjist að við Seyðisfjörð, og gekk
hann að þeim“.
t Kristín María Eggertsdóttir
dáin 6. apríl 1894.
Áður var í húai þessu hlýtt
svo hreint, og fullt af blíðum sólarljóma,
þó úti væri veðurhljóðið strítt,
ei vantaði’ inni frjálsa gleði hljóma;
því börnin léku létt í kringum borðið,
þar leiddi’ og kætti blessað móður orðið.
Bn nú er inni ömurlegt og kalt
á arni slokkinn fagur lífsins eldur,
og þar sem ljósið áður fyilti allt,
er orðið dimmt og sungið ekki heldur;
í staðinn fyrir kæti og kvikan hlátur
er kominn í húsið þungur barna grátur.
Því hún er burt, sem áður var þeim ailt,
hin elskuríka móðir þeirra er liðin,
já, hún er burt, og hjarta það er kalt,
sem hjörtum öðrum veitti sælu’ og friðinn,
og börnín standa stúrin kringum borðið,
þau stara, og þrá hið ljúfa móður orðið.
En aldrei kemur aptur þessi rödd
að eyrum þeim, sem misstu hennar forðum,
nei, aldrei verður særða sálin glödd,
eins sætum hreim og fylgir móður orðum,
því svalið ykkur, blessuð börn á tárum,
þau bölið mýkja, draga verk úr sárum.
Já, grát þú maður göfugt ektasprund
því góða konu áttu vist að trega,
sem reyndi þér að stytta hverja stund,
og studdi þig svo blítt og eIBkulega,
hún vann svo göfugt verk, sem aldrei gleymist
hún vann til þess, að nefmð hennar geymist,
Jónat. Þorsteinsaon.
Mannalát. 16. þ. m. lézt i Stykkishólmi
Ejörtur Jónsaon héraðslæknir af afleiðingum in-
flúenzaveikinnar. Hann var að eins 53 ára að aldri
— fæddur á Krossi í Landeyjum 28. apríl 1841 —
sonur Jóns prests Hjörtssonar, síðar á Gilsbakka og
fyrri konu hans Kristínar Þorvaldsdóttur prófasts
Böðvarssonar. Hann var útskrifaður úr skóla 1862
með 1. einkunn, tók próf á læknaskólanum 1865
með 1. einkunn, var settur héraðslæknir í syðra
læknisumdæmi Yesturamtsins s. á. og fékk veitingu
fyrir þvi 1867. Hann var tvikvæntur. Pyrri kona
hans var Hildur (f 1878) Bogadóttir sýslumanns
Bjarnasonar Thorarensen, en hin síðari Ingibjörg
dóttir Jens rektors, Sigurðssonar. Hjörtur læknir
var gáfu- og fjörmaður, skemmtinn og glaðlyndur.
18. þ. m. andaðist af afleiðingum inflúenzaveik-
innar séra Jóhann Kristján Briern r. af dbr. fyrr-
um prófastur og prestur í Hruna á 76. aldursári.
Hann var yngstur barna Gunnlaugs kammeráðs
Briems og eru þau nú öll látin. Helztu æfiatriða
þessa merkisprests verður síðar getið hér í blaðinu.
30. f. m. andaðist Ásdís Gísladóttir kona
Þórðar fyrv. alþm. ÞórðarBonar á Bauðkollsstöðum
66 ára, velmetin merkiskona.
7. þ. m. andaðist Vigdís Jónsdóttir (bónda í
Kaldrananesi í Mýrdal Jónssonar) merkiskona i
Gunnarsholti á Eangárvöllum, systir Ársæls bónda
í Höskuldarkoti í Vogum.
Settur iæknir. Tómas Helgason cand.
med. hefur verið settur til að þjóna 4. læknishér-
aði (í stað Hjartar heit.) og fór hann vestur í
Stykkishólm með „Thyra*1 22. þ. m.
Samsöngur. „Söngfélagið frá 14. jan. 1892“
hélt samsöng hér i bænum 20. og 22. þ. m., og
var sú skemmtun dável sótt síðari daginn, en mið-
ur hinn fyrri.
Á sunnudaginn kemur heldur félag þetta aptur
samsöng með nýju „prógrami“ og verða þá sungin
öll hin beztu lög, sem æfð hafa verið í félaginu
síðan það hófst. Það sem afgangs verður kostnaði
á að ganga til þess að votta stofnauda þess, hinum
þjóðkunna söngsnilling, hr. söngkennara Steingr.
Johnsen, viðurkenningu, og efumst vér ekki um, að
bæjarbúar vilji leggja sinn skerf til þess, með því
að sækja vel þessa skemmtun.
Leiðrétting. Samkvæmt nákvæmari frétt-
um hét sá maður Jón, er drukknaði með Páli And-
réssyni 11. þ. m., en ekki Ásgrímur (sbr. síðasta
tölubl. Þjóðólfs). Af þeim 3, sem druknuðu i fyrri
skipskaðanum á Eyrarbakka 7. þ. m., var að eins
einn kvæntur (Sigurður Árnason), en hinir tveir
ókvæntir.
Ollum þeim, er fylgdu konu minni
Kristínu Eggertsdóttur til grafar, eða
á aunan hátt heiðruðu minningu lienn-
ar við útförina, yotta eg hér með, fyrir
mína hönd og annara vandamanna
hennar, inniiegasta þakklæti.
Reykjavík 24. apríl 1894.
Helgi Jónsson.
Jiiltt llorÞorgl fyrir eiuhleyp-
an mann er til leigu nú þegar. Semja má við
Einar Ingimundarson, SkálholtBkoti.
Málaflutningsmaður.
Undirritaður tekur að sér að flytja mál
og semja samninga, útvegar lán gegn veð-
rétti og gefur lögfræðislegar leiðbeiningar.
Mig er að hitta kl. 12—3 í húsi Ólafs
gullsmiðs Sveinssonar nr. 5 í Austurstræti.
Reykjavík 6. apríl 1894.
Halldér Bjarnason
cand. juris.
Skófatnað af flestum stærðum
úr bezta efni og með nýjasta lagi
hefur
Jón Brynjólfsson
(skósmiður).
12 Bankastræti 12.
Gott liertoergi í
miðjum bænum fyrir einhleypan mann fæst
til leigu frá 14. maí næstk. Ritstj. vís,ur á.
JXTý cTragltista er til sölu i
Bankastræti 12, hjá Jóni Brynjólfssyni.
Eitt liortoorgi með aðgang að
eldstó óskast til leigu nú þegar. Ritstj. vísar á.
TlnnílvrM * stúdentafélaginu anuað-
H 1111(111T1 kveld, kl. 9 e. m., ú liótel íslaud.
1 U.llUU.1 Kosin millibilsstjórn.
Hið bezta kaffi geta menn fengið, með
því að brúka ,
Fineste skandinavisk
Export Caffe
F. Hjorth & Co.
i Kaupmannahöfn,
er fæst hjá kaupmönnum.
Kína-lífs-elixír.
Eg hef verið mjög magaveikur, og hef-
ur þar með fylgt höfuðverkur og annar
lasleiki. Með því að brúka Kína-lífs-elixír
frá hr. Waldemar Petersen í Friðrikshöfn
er eg aptur kominn til góðrar heilsu, og
ræð eg þvi öilum, er þjást af líkum sjúk-
dómi, að reyna bitter þennar.
Eyrarbakka 23. nóv. 1893.
Oddur Snorrason.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestnm kaupmönn-
um á Islandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lifs-elixír eru kaupendur beðnir að líta vel
v. P.
eptir því, að standi á flöskunumjí grænu lakki,
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kinverji með glas i hendi, og flrma-
nafnið Yaldemar Petersen, Frederikshavn, Danmark.
Kirkjuréttur, 2. útg. aukin og endurbætt,
er til sölu á skriístofu Þjóðólfs.
Hail einhverjir kaupendur „Þjóðólfs“
fengið ofsend blöð af þessum árgangi, eru
þeir beðnir að endursenda þau sem allrafyrst,
einkum 7., 8., 9. og 10. tölubl.