Þjóðólfur - 18.05.1894, Blaðsíða 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr.
ErlendiB 5 kr. — Borgist
tyrir 15. júll.
TJppsögn, bundin viö áramót,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
ÞJOÐOLFUE.
XLYI. árg» Reykjayík, föstudaglnn 18. maí 1894. Nr. 23.
Frá Ameríku.
I.
Ekki fer Ameríka varhluta af óblíðu
náttúrunnar, þar sem ekki er snjórinn, þar
eru stórrigningjar með þeim veðurbiljum,
er nálægt sópa öllu með sér og hin afar-
löngu og vatnsmiklu fljót sópa öllu með
sér í vatnavöxtum, er þau flæða margar
milur út yfir löndin, og drepa bæði menn
og fénað; en í snjóplássunum er eldi-
viðarskortur, heyleysi og hordauði skepna,
eins og á íslandi, t. d. hér vestur í Pem-
binafjöllunum eru hríðar tíðar með grenj-
andi frosti. Unglambadauði er hér nógur,
því ær eru látnar bera á einmánuði.........
Pað er annað en vit, að taka land fjarri
járnbrautum, skóglaus og án veiði, því
eldiviðarleysi getur drepið heila byggð á
einum vetri. Eins er varasamt með vatn-
ið, því víða skortir það í jörðinni, þótt yfir-
borðið sé stórt. . . . Mér finnst „Lögberg"
þurfi ekki að stökkva hátt, þótt blað í
Reykjavík segi, að á sléttum í Canada
„btenni og frjósi“, þar sem mesta heyleysi
í Þingvallanýlendunni stafar af sléttueld-
um, hríðum og frostum, því nýlendan brann
hálf að vorinu og heyskapurinn varð því
nær enginn. Það eru illa farnir menn, að
vita ekki um sléttueldana. . . . Það væri
gaman að fá að vita hjá Canadamannsmöl-
unum, hvað þeir vildu setja í veð fyrir
vellíðun þeirra, er þeir með fortölum ginna
vestur, því þá er til Winnipeg kemur, er
féð komið í réttina og smalar lausir og fá
8itt kaup á markaðinum. Er eg hræddur um,
að smalar reyndu til að smeygja ábyrgð-
inni fram af sér og yfirgefa safnið........
Menn heima gera sér miklu glæsilegri
vonir um Ameríku en þeim finnst hún upp-
fylla, þegar vestnr kemur. Að ginna menn
af fósturlandi sínu álít eg illt verk, eins
og það er gott verk, að styrkja þá, sem
vilja fara, og fyrir þeim þarf ekki að halda
burtfarartölur. Ekki trúi eg því, að
stjórnin leggi hinn mikla kostnað til út-
flutninga af íslandi af eintómum bróður-
kærleika og það til marks, að| innlend-
um þyki eigi mikið til íslendinga koma, er
það, að þegar 3 íslendingar fórust við
jarðgangnagröpt í Winnipeg, sagði verk-
stjórinn, að nóg væri af ísl. í borginni.
Fáir tala að vísu svo; en y-fir höfuð hafa
Islendingar minnst álit í Canada af öll-
um þjóðflokhim, sem þar eru saman komnir.
Canadamenn virðast hafa Indíana-smekk,
og þar í finnst mér liggja mismunur þeirra
og Bandamanna, og gerir það ekki svo
lítinn mannamun.... íslendingar eru dreifð-
ir um Canada og Bandaríkin, og hrósa
flestir því landi, sem þeir hafa sezt að í,
og eins þeir, sem flosna upp rétt á eptir.
. .. . Mikið gengur hér á með vínsölubann,
og milljónum dollara með því sviptur rikis-
sjóður, sem aptur kemur niður á alþýðu
í skattahækkun, en vín einlægt selt í pukri.
En þetta telja bindindisfélögin heiðurs-
krans á höfðum sínum.
n.
Winnipeg 18. febr. 1864.
.... Hér eru eins daufir timar og hugs-
azt getur, og mjög ljótt útlit; hér hafa
mörg hundruð manns lifað meira og minna
á bæjarstjórninni í vetur; svo hefur hún
þótzt gera góðverk, sem í sannleika er
smánarlegt, að láta moka snjó og höggva
skóg fyrir 50 cent á dag; á því getur þó
einhleypur maður lifað, en með því að
kaupa alls ekkert nema að borða og þar
sem það er ódýrast, En nú er bezta rúsín-
an á botninum. Hér eru gangstéttar úr
timbri, þær á að byrja að rífa í vor og
láta í staðinn stétt úr „sements“-steypu;
þessi steypa útheimtir mikið af smámuldu
grjóti, sem stjórnin er að láta þessa bless-
aða þurfalinga vinna að fyrir umsamið
kaup: 50 cent fyrir 1 „yard“; það er 42
kúbikfet, og getur varla nokkur brotið
„yard“ á dag, og borgar kaupið hvergi
nærri fataslitið. 8vo lítur út, fyrir vinnu-
leysi í vor, svo glæsilegt er það fyrir íslend-
inga að koma hitt þó heldur. Það er þó einn
„mannsmalinn“ á leiðinni heim til ykkar.
Eg lái þeim að skrökva að ykkur, en
ekki að fara, því þeim er vel borgað;
einum, sem fór í fyrra var borgað 7600 kr.,
og margur hefur lotið að minna.........
Eg vildi, að eg væri horfinn heim að
eins til að halda tölu á móti vesturfara-
„agentunum“; eg treysti mér vel að reka
á þá stampinn........ Kr.
IH.
Arnesbyggð, 28. des. 1893.
B. L. Baldwinson segir í fyrirlestri
þeim, sem hann hélt heima í fyrra og birti
seinna i „Landnemanum", að 1 dollar í
Canada sé betri en 4 krónur á íslandi.
Menn vita þó, að þeir menn heima, sem
hafa 2 kr. á dag, geta lifað góðu lífi, og
jafnvel þó þeir hafi ekki nema 1 kr. 50 a.
á dag.
Hvernig stendur þá á því, að þeir sem
fá 50 cent á dag við að moka snjóinn í
Winnipeg, Igeta ekki lifað góðu lífi á 50
centum, þó þeir hafi fyrir fjölskyldu að
sjá, eins og margt er ódýrt nú? Mun
Baldwin ekki hafa sagt nógu mikið hér,
eins og ef til vill víðar í fyrirlestri sínum ?
Væri ekki þarfara fyrir íslenzku agent-
ana hér vestra, að reyna nú eitthvað að
sjá þeim löndum sínum borgið, sem hingað
eru komnir og ganga um göturnar í Winni-
peg allslausir, heldur en að koma sér inn
undir hjá stjórnunum, til að vera sendir
heim til þess að draga fleiri lauda sína í
eymdina hingað vestur? Munu agentarnir
ekki sjá meiri skort á meðal landa sinna
í Winnipeg í vetur, heldur en þeir sáu
síðastl. vetur hjá löndum sínum heima?
Eða munu þeir hafa komið á nokkurt það
heimili á íslandi í fyrra, þar sem hvorki
var til biti né sopi og ekkert nema ves-
öld og kuldi? O. H.
* * *
Athgr. ritstj. Fyrsti bréfkaflinn, er hér
birtist, hefur verið sendur Þjóðólfi norðan
úr Þingeyjarsýslu, en sá, er sendi, hefur
gleymt að setja dagsetningu bréfsins, sem
kaflinn er tekinn úr, og hvar það sé rit-
að, en af bréfinu sjálfu má ráða, að það
sé ritað einhversstaðar í Pembina. Bréf-
kafli þessi birtist þó ekki í heilu lagi, eins
og oss var sendur hann, því að vér höf-
um sleppt úr honum alllangri klausu um
prestana þar vestra og kenningar þeirra.
Er þar farið lítt vingjarnlegum orðum um
„Sameininguna", séra Jón og séra Friðrik
og sagt, að séra Níels sé „sárfátækur í
stólnum" o. s. frv., en vér ætlum, að þeir
prestarnir, einkum séra Jón, hafi nú feng-
ið „nóg á sína könnu“ héðan að heiman,
þótt ekki sé meiru bætt við að sinni. —
Miðkaflinn, er hér birtist, er tekinn úr
bréfi frá manni í Winnipeg til föður síns
hér í Reykjavík. — Síðasta bréfið er tek-
ið eptir „Heimskringlu" 17. marz, og þarf