Þjóðólfur - 18.05.1894, Blaðsíða 2
90
ekki hér neinnar skýringar við. Höfundur
þess mun vera Gunnlaugur Helgason, sá
er ritaði bréfið í „ísafold“ 5. þ. m.
Ullarvinnuvéíar.
Frétzt hefur, að hvor sýslan við aðra
norðanland9, Skagafjarðar- og Eyjafjarðar-,
hafi afráðið að koma á fót uilarvinnuvél-
um innan sinna takmarka, við Sauðá, og
ölerá (Oddeyri). Sýslunefndirnar þar taka
lán til þessa, og verða þannig sjálfsagt
fyrstar til að nota hlynnindalán þau er,
fjárlögin nýju leyfa að veita til slíkra fyr-
irtækja.
En hér sunnanlands, þar sem greiðari
samgöngur eru, mildara loptslag o. fl. gerir
það enn líklegra, að slíkt fyrirtæki geti
borið sig, hér er naumast orði yrt að slíku.
Er þó hér víða kostur á svo góðum vatns-
krapti á hentugum stöðum, að það er
naumast annarsstaðar eins, því síður
fremur.
Slíkar verkvélar mundu líklega hvergi
á landinu eins vel settar eins og við Varmá
í Mosfellssveit. Ber til þess margt. Áin
flytur nóg vatn til að hreyfa allstórfengi-
legar vélar allt árið, og hán er svo vörm
allt til sjávar, að hana leggur aldrei ísi,
svo að vélarnar gætu gengið jafnt vetur
sem sumar, þar sem margar aðrar smá-ár
botnfrjósa á vetrum, eða því sem næst.
Heitu uppspretturnar, sem Varmá mynd-
ast af að mestu, eru svo vatnsmiklar, og
ætíð jafnörar, að það eitt vatn nægir, þó
aðrar rásir, er í ána falla, þverri. Áin
rennur alstaðar í stöðugum farvegi, sem
því nær ekkert getur breytzt.
Vélarnar væru bezt settar á landi jarð-
arinnar Varmá, sem er þjóðjörð. Þar hlýt-
ur vegur sá, er frá Rvík verður lagður
norður á leið, að liggja um. Skammt er
þaðan til góðrar lendingar við sjó og skipa-
legu (á Leiruvogi). Sjóleiðin til Rvíkur
mun vera nálægt því míla, en landveg
lítið eitt lengra. En við Rvík eru, eins
og allir vita, samgöngur miklar og tiltölu-
lega greiðar nú orðið frá öllum nærliggj-
andi héruðum, fara þó vonandi sífellt
batnandi. Næsta nágrenni við staðinn er
Kjósarsýsla, sem er landbúnaðarhérað.
Geta má þess, að áin rennur með mikl-
um halla, sumstaðar með fossum, svo að
vatnstilleiðslan að vélunum yrði mjög auð-
veld. Staður þessi er því í öllu tilliti svo
vel fallinn til slíkrar notkunar, sem hér-
lendis mun verða bezt á kosið, og er grát-
legt til þess að vita, að slíkt framboð frá
hendi náttúrunnar skuli vera ónotað, og
því hryggilegra, þess lengur sem enn dregst
að nota það.
Mann þykist eg einnig þekkja, sem
fær mundi eða vel fallinn til ullarverk-
smiðjustjórnara, ef hann kynntist því, er
þar að lýtur, eða fengist til að gefa sig
við því, sem eigi er ólíklegt. Það er hinn
liðmannlegi verksnillingur og völundur
Eiríkur öuðmundarson, bóndi i Miðdal,
maður á bezta aldursskeiði (nál. hálf-þrí-
tugur). Hann mundi eigi þurfa langan
tíma til að læra það, er að ullarverknaði
lýtur.
Eu — hver framkvæmir? Máske sýslu-
nefndin í Kjósar og öullbringusýslu fari
nú að verða framkvæmdarsöm: fari að
dæmi Skagf. og Eyfirðinga, útvegi lán til
að koma fyrirtækinu á fót, og styrkja
efnilegan mann utan (helzt til Noregs)
til að læra það, er að ullarvinnuvélaiðnaði
og stjórn lýtur?
B. B.
-j- Jóhann Kristján Briem r. af dbr.
prófastur í Hruna, er andaðist 18. f. m.
(sbr. 20. tölubl. Þjóðólfs) var fæddur á
G-rund í Eyjafirði 7. ágúst 1818. Er ætt
foreldra hans rakin að nokkru í 18. tölubl.
Þjóðólfs, þar sem minnst er á Eggert sýslu-
mann bróður hans, og er því óþarft að taka
það hér upp aptur. Þá er Eggert var út-
skrifaður úr skóla 1831, fór hann að kenna
Jóhanni bróður sínum dálítið í skólalær-
dómi, en þá er faðir þeirra lézt 1834 var
það ráð tekið, að Jóhann skyldi sigla til
Danmerkur ásamt Eggert og dvelja þar
hjá elzta bróðurnum Jóhanni Gunnlaugi,
er þá var aðstoðarprestur í Bjerregrav í Vé-
bjargastipti, en þá er þangað kom gat hann
ekki tekið haun, og dvaldi Jóh. Kr. þá í
Höfn um veturinn í skjóli Páls Árnasonar
(Arnesens) rektors, móðurbróður síns, er
vildi að Jóhann lærði læknisfræði, enda
byrjaði hann á því þá um veturinn, en þar
eð hann var alls ekki hneigður fyrir það
nám, skýrði hann loks móðurbróður sínum
frá, að annaðhvort vildi hanu prestur verða
eða ekkert ella, og varð svo að vera, þótt
Arnesen líkaði það miður, því að hann var
maður örlyndur og ráðríkur. Fór nú Jó-
hann heim til íslands aptur sumarið 1835
eptir eins vetrar dvöl í Höfn. Yar þá sótt
um skóla fyrir hann á Bessastöðum en
fékkst ekki, og var hann svo næsta vetur
(1835—36) til kennslu hjá Ólafi Pálssyni
(síðar dómkirkjupresti), er þá var skrifari
hjá Bjarna amtmanni Thorarensen á Frið-
riksgáfu. Haustið 1836 settist hann í
Bessastaðaskóla og var útskrifaður þaðan
með góðum vitnisburði 1841, dvaldi þá
fyrri hluta sumarsins hjá Steingrími biskupi
í Laugarnesi, unz liann sigldi til háskól-
ans ásamt Yilhjálmi Finsen, er verið hafði
rekkjunautur hans í skóla, var s. á. skrif-
aður í stúdentatölu og tók annað lærdóms-
próf árið eptir með 2. einkunn. Byrjaði
hann þá að lesa guðfræði og hlustaði á
fyrirlestra þeirra háskólakennaranna Clau-
sens, Hohlenbergs, Engelstofts og Marten-
sens, en sakir heilsubrests og efnaleysis
hvarf hann aptur heim til íslands, sumar-
ið 1843, og var þá svo heppinn, undir
eins og hann sté af skipi í Reykjavík, að
Þorkell Hoppe stiptamtmaður bauð honum
skrifstofuþjónustu hjá sér, og var hann
þar á stiptsamtsskrifstofunni, unz hann
fékk veitingu fyrir Hrunaprestakalli 26.
apr. 1845, sóttu þó margir á móti og þar
á meðal einn Páll Melsteð fyrv. sögukenn-
ari, er þá var embættislaus. 18. maí þá
um vorið var séra Jóhann prestvígður af
Steingrími biskupi, ásamt séra Magnúsi
Hákonarsyni og séra Sigurði Gunnarssyni
(á Hallormsstað) og voru þeir hinir síðustu,
er biskup vígði, því að hann andaðist tæp-
um mánuði síðar (14. júní). 1848 var
séra Jóhann skipaður prófastur í Árnes-
sýslu, en sleppti því embætti 1861, tók
Steindór son sinn sér til aðstoðarprests
1873, en lét algerlega af prestsskap 1883.
Hann var sæmdur riddarakrossi danne-
brogsorðunnar 1874. Hann var kvæntur
Sigríði Stefánsdóttur bónda í Oddgeirshól-
um Pálssonar prests á Þingvöllum bróður
séra Jóns þjóðskálds á Bægisá Þorláksson-
ar, en móðir Sigríðar var Guðríður Magn-
úsdóttir lögmanns á Meðalfelli Ólafssonar,
systir Finns Magnússonar. Voru þau hjón
séra Jóhann og Sigríður fjórmeuningar að
frændsemi (frá Gunnlaugi Ólafssyni í Svefn-
eyjum, sbr. 18. tölubl. Þjóðólfs). Af börn-
um þeirra eru á lífi: séra Steindór í Hruna
eptirmaður fóður síns og frú Ólöf kona
séra Valdimars Briems á Stóranúpi, er
séra Jóhann 61 upp og kostaði til skóla-
lærdóms.
géra Jóhann Briem var mikill vexti,
fríður sýnum og höfðinglegur. Var hann
jafnan mjög mikils metinn og bar margt
til þess. Hann var einkar stilltur í fram-
göngu og spaklátur, ljúfur og lítillátur við
hvern sem var, glaðvær og skemmtinn í
viðræðum og fróður um margt. Hann var
mjög ástsæll af sóknarfólki sínu og öðrum
út í frá, er nánari kynni höfðu af honum.
Hann var mjög góður prédikari og lét sér
mjög annt um menntun og uppfræðingu