Þjóðólfur - 15.06.1894, Page 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fjnrir 15. júli.
TJppsögn, kundin við Aramöt,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
ÞJOÐÓLi’UE.
XLYI.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 16. maí 1894.
Veðuráttufar og vorgróði er alstaðar í
bezta lagi, akrar alsánir og grundir og
skðgar í snmarskrauti; veturinn og vorið
hefur verið eitt hið blíðasta, sem komið
hefur nú á síðari árum. Drepsðttir hafa
engar gengið nú í ár, mannskæðar, þð að
á atöku stað hafi skotið upp kóleru (í
Portúgal) og bólunni (t. d. hér í Danmörku).
Jarðski'álptar hafa orðið allmiklir á
Orikklandi. Þar létust um 200 manna,
og jafnmargir særðust. í Venezuela kom
og jarðskjálpti mikill nýlega, og er sagt
að um 10,000 manna hafi týnzt. Þar liafa
opt áður verið umbrot og eldgangur í
jörðu.
Það sem mest hefur verið rætt og
hugsað í norðurálfunni í vetur, er sam-
dráttur Rússa og Frakka, og fyrirætlanir
þeirra. Það telja allir víst, að engir fast-
ir sáttmálar séu milli þeirra, en ýmislegt
þykjast blöðin geta ráðið af aðgerðum
þeirra og ýmsum atvikum. en valt er að
henda reiður á slíku. Eg skal þó geta
þess, að fullvíst er að Frakkar fái Rúss-
um flotastöð í Miðjarðarhafinu einhverstað-
ar á norðurströnd Afríku, og spá blöðin,
að það sé ætlan þeirra að ná Sardínarey
og Sikiley handa Frökkum, on Dardanella-
vígi og síðan Miklagarði handa Rússum
— með tímanum. Crispi hefur látið það
uppi, að sterkari varna og traustara liðs
þyrfti á þessum eyjum báðum, en það líður
víst dagur og vika, þangað til að því verður
fram komið, því aðítalíaer, einsogkunn-
ugt. er, í mjklnm kröggum; þó vill Crispi
fá 248 miijðnir lira til herkostnaðar, og
það árlega hér eptir; sagði hann í ræðu
sinni, að ekki væri það til annars en að
tryggja friðinn, og að tortryggnin vœri
bezta tryggingin fyrir frelsi og sjálfstœði
víkjanna. Það er í fyrsta sinn að svo
bert er talað.
Annars sýnist svo sem ítalir hefðu
annað við fé sitt að gera, en að fleygja
því í hervarnir; það er alkunna, að hvergi
í norðurálfunni nema á Rússlandi einu,
er fáfræði meðal almennings jafnmikil sem
þar, vinnubrögð lítilfjörleg og öll í molum,
allur auður og mestallt landið í höndum
Reykjavík, föstudaginn 15. júní 1894.
aðalsmanna og auðkýfinga; fyrir þá vinn-
ur alþýða fyrir lítið kaup og illa aðbúð,
og lifir við sult og seyru; skattheimtu-
menn ern þar svikulli og ósvífnari en í
öðrum löndum, og stappa nærri tollheimtu-
mönnum Rómverja.
Sikileyjarbúar eru harðgervari og meiri
fyrir sér en frændur þeírra á meginland-
inu og hafa löngum þolað illan ójöfbuð og
yfirgang; þeir urðu til þess að kveða upp
úr með uppreistinni í vetur, sem áður er
getið, og vöktu athygli heimsins á Ítalíu
og volæði hennar; nú er uppreistin bæld
niður með byssustingjum og eyjan í her-
kvíum, en engra aðferða er getið af stjórn-
arinnar hálfu til að ráða bót á því, sem
aflaga fer.
í ríki Franz Jósefs hefur tíðum verið
agasamt; þar eru margar þjóðir og ólíkar,
en stjórnarstefna forn og úrelt. — Það
hefur áður verið sagt frá óeirðum Tékka
í Bæheimi og samsæri þeirra. Síðan hafa
orðið óeirðir og uppþot í Ungverjalandi;
orsökin var þar sem annarstaðar kúgun
auðkýfinga og ókjör bænda og vinnumanna.
Megnastar urðu óeirðirnar við Theiss.
Þar eiga land aðalsmenn, sem sitja vest-
ur í Wien í sukki og sællífi, en láta ráðs-
menn sína stýra búum sínum; féð vill eyð-
ast fyrir þeim i höfuðborginni, og heimta
því æ meira og meira af ráðsmönnum
sínum, en þeir kúga það af bændum.
Jafnaðarmenn eru alstaðar á ferð, og ná
þar beztum tökum, sem ástandið er verst,
og í riki Austurríkiskeisara eiga þeir
ramman flokk, sem ekkj sparar að blása
að kolunum. Nú stendur yfir í Ungverja-
landi allsnörp rimma um borgaralegt hjóna-
band milli ráðaneytisins ungverska (Weker-
le) og framfaramanna annars vegar, og
kaþólskra biskupa og aðalsmanna hins
vegar; þykir Ungverjum sem keisarinn og
Kalnoky reru á borð með biskupum og
urðu afarreiðir, lá við að þeir berðu bisk-
upana, en blöðin hótuðu uppreist. Laga-
frumvarpið var samþykkt með miklum at
kvæðamun í neðri deild, en efri deild
felldi það. — Báðum aðilum er vorkunn:
Hjónavígslan er sakramenti hjá kaþólsk-
um raönnum, og þeim er það guðníðsla
að láta aðra hafa nokkur afskipti af því
en kirkjuna og hennar þjóna, en auk þess
Nr. 28.
sem í öðrum löndum hefur ráðið úrslitum
þessa máls, þá stendur svo á í Ungverja-
landi, að þar eru margvísleg trúarbrögð,
og prestarnir bítast um brúðhjónin ogsíð-
an börnin, og það margopt hneyxlanlega;
því vildi stjórnin hrinda í lag með þessu
frumvarpi, sem fór fram á, að ekki þyrfti
prestslega hjónavígslu til Iöglegs hjóna-
bands, en æfinlega borgaralega vígslu.
Sjálfsagt hefur stjórnin sitt mál fram inn-
an skamms, enda hefur klerkalýðurinn
kaþólski í Frakklandi og Þýzkalandi fyrir
löngu látið undan í þessu máli.
Á Englandi á stjórnin við ramman
reip að draga; hún hefur margt í takinu,
en öll stefna hennar og aðgerðir miða að
því, að rýmka um réttindi manna og efla
sannarlegt mannfrelsi. Eg skal nefna hér
stuttlega í einu störf hennar og fyrirtæki,
sem hún hefur á prjónunum, þó að á sum
þeirrra hafi verið drepið í fyrri frétta-
pistlum.
Það mál sem Gladstone hélt fastast
fram í seinni tíð, og baráttan milli hans
og apturhaldsmanna snerist um, var sjálf-
stjórn Ira þ. e. að þeir hefðu þing og
stjórn fyrir sig, sem óháðastir Englandi,
en lytu þó sama konungi; því máli fylgir
hin núverandi stjórn, en fer nokkuð aðra
leið: Hún fer fram á að bæði Skotar og
Waleslmar fái líka heimastjórn, segir, sem
satt er, að þinginu enska berist svo mörg
mál, að þau verði hvorki rædd né hugsuð
til hlitar, enda skorti opt þekkingu á
öðrum en þeim sem snerta England sjálft.
Fyrst um sinn fer hún ekki fram á meira,
en að föst nefnd og fjölmenn skozkra þing-
manna sé stofnuð; á hún að fjalla um mál
Skotanna og undirbúa þau áður en þau
eru lögð fyrir þingið.
írar una því illa, að hlé varð á sókn
í máli þeirra af hálfu stjórnarinnar, og
hafa gengið undan merkjum hennar all-
flestir, en það ætla glöggir menn, að þessi
aðferð muni greiða því götu.
Þá er frumvarpið um 8 stunda vinnu-
dag í námum og verksmiðjum. Það hefur
vakið mikla hreyfing um allan heim, og
skal ger af því sagt síðar.
Enn er kosningarlagafrumvarpið: one
man one vote þ. e. enginn meira en eitt