Þjóðólfur - 15.06.1894, Blaðsíða 2
110
atkvæði, og loks lögin um skaödbætur írskra leigu-
liða, sem út er byggt.
Gegn öllum þessum mikilvægu málum hafa apt-
haldsmenn snúizt öndverðir, og efri deild hefur
skorið sum þeirra niður; stjðrnin setti hart á m
hörðu, og starfar sem ððast að því að fá þjððina
til að afnema lávarðadeildina; um það eru nú fund-
ahöld og kappræður um endilangt England.
Yerzlunarráðgjafinn sagði af sér í gær; hann
var riðinn við félag, sem varð gjaldþrota og úr-
skurður um málsókn út af því lá undir embættis-
mann, sem hann átti yfir að segja. Hann hét
Mundella og var öruggur liðsmaður; er sagt að
burtför hans verði stjórninni hættuleg.
En Rosebery er hvergi hræddur, og segist muni
halda málum sínum til streitu, meðan hann hafi 2
atkvæði fram yfir mótstöðumenn sína.
Frá Danmörlcu er fátt að segja. Þingmenn
renna um landið þvert og endilangt og heyja leiða-
mót, en alþýða skellir við skolleyrunum og vill hvorki
heyra né sjá politík. — Hörup flutti erindi fyrir
gömlum kjósendum sínum nýlega; ámælti mjög
sáttamönnum og tiltækjum þeirra, kvað grundvall-
vallarlögunum hrundið, en bráðabyrgðarlögin og
aðferð ráðaneytisins samþykkta og staðfesta. Hafn-
aði haiúi kosningu, og sagðist ekki hleypa sér í
það forað, sem politíkin danska væri um þessar
mundir. — Er sú tala að ágætum höfð.
Alveg er óvíst, hvenær Estrup fer, en sagt er,
að hann vilji sjá, hvernig kosningar falla í sumar,
og fara, ef þær ganga honum í vil!
Á Frakklandi láta stjórnleysingjar við og við
til sín heyra, en gera þó lítil spell. — Carnot ætl-
ar ekki að bjóða sig fram við næstu forsetakoBn-
ingu, segja blöð hans. Casimir-Perier, ráðaneytis-
forseti er talinn að standa næstur embættinu. —
Annars fara þaðan litlar sögur nú sem stendur,
en opt stendur þar styr og rimma um lítinn hlut.
1. maí héldu jafnaðarmenn hátíðlegan að vanda
með fundahöldum, flokkagöngum og ræðuhöldum,
en friðsamlega og skipulega. Alstaðar var krafizt
8 stunda vinnudags, en frekast í Austurríki, þar
nrðu verkföll æði mikil; allir heimtuðu skemmri
vinnutíma og hærra kaup, barnfóstrur, auk heldur
aðrir. í mörgum löndum er farið að ræða um 8
gtunda daginn á alþingum, síðan er Bretar hófu
það, t. a. m. í Noregi og Svíþjóð.
Heimssýningar eru haldnar 3 í sumar: í Madrid,
Lyon og í Antwerpen, hún þykir bezt.
Konungur vor er farinn til baða i Þýzkalandi,
og hefur talið Friðriki syni sínum ríkisstjórn að
vanda.
Alix, prinsessa af Hessen, sonardóttir Viktoríu
drottningar er heitin Nikulási, elzta Byni Bússa-
keisara. Ekki er hann kallaður efnismaður.
Englendingar eru hræddir við Indverja. Á
stóru svæði voru þar öll tré smurð einhverri feiti;
svo var og 1857, áður en uppreistin mikla hófst;
nú er Bent þangað lið.
Rétt í þessu berast fregnir af nihilista samsæri
í Rússlandi og þvi ákaflega víðtæku. Ekki eru
þær fregnir nákvæmar og mun sagt þaðan síðar.
Viðauki 3. júní. Samsærið gegn Rússakeisara
hefur verið kæft í fæðingunni, og mörgum varpað
i dýflissu. Skammt frá járnbrautinni, er gengur
frá Witebsk til Orel er höfðingjasetur nokkurt, þar
sem keisarinn dvaldi venjulega nokkra daga við
heræfingar. Þar er og kirkja og hana ætluðu
samsærismenn að sprengja í lopt upp, þá er keis-
arinn væri þar staddur. Var þegar byrjað að grafa
göngin til sprenginganna. Samsæri þetta virðist
hafa verið allalvarlegt og víðtækt.
Á Frakklandi eru enn einu sinni orðin ráða-
neytisskipti. Casimir Perier er farinn frá, en
Dupuy hefur aptur myndat lýtt ráðaneyti.
Háskólakennari nokkur i Miinchen dr. Quid-
de hefur gefið út dálítinn pésa um Kalígúlu og
keisara-æði, og þykjast menn sjá, að þar sé sneitt
að Vilhjálmi keisara allberlega. Eru sum þýzk blöð
óð og uppvæg út af þessu og vilja láta draga
höfundinn fyrir dómstólana.
Látin er hin naínkunna sænska skáldkona Ma-
rie Sophie Schwarz, er hefur ritað margar skáld-
sögur, sem þykja mjög skemmtilegar, einkum kvenn-
fólki.
Hversu allt má sjá núna í Wien.
[Bréf til Þjóðólfs frá. Hans Krticzka friherra yon Jaden i
Yínarborg, ds. 11. maíj.
Um þetta Ieyti eru 4 sýningar haldn-
ar hér í borginni, og þótt þær séu smáar og
standi að sumu leyti skamma stund, þyk-
ir samt almenningi allmikið til þeirra
koma.
Hin aíþjóðlega listaverlcasýning hefur
að geyma málverk og listasmíði Þjóðverja,
Englendinga, Frakka, Ungverja, Spánverja,
HoIIendinga, Belgja, Ameríkumanna og
Norðmanna, og þessi verk sýna greinilega
hinn einkennilega mismun þjóðernanna.
í Belvedere, höll nokkurri í frakknesk-
um stíl, er haldin sýning á öllu því, sem
Franz Ferdinand erkihertogi aí Este hefur
safnað á ferðum sínum í ýmsum iöndum
1893.
í lok aprílmánaðar var haldin hér í
borginni eins konar skrautgöngusýning, er
æztu aðalsmenn og keisarahirðin efndu til.
Hún átti að sýna innreið Karls 6. Þýzka-
landskeisara og Elisabetar drottningar hans
1713. í sambandi við þetta voruhaldnar
heræfingar í sama sniði, eins og tíðkaðist
á þeim tímum. Sakir hinna skrautlegu
búninga varð kostnaðurinn að meðaltali
um 2000 kr. fyrir hvern, sem tók þátt í
hátíð þessari, er var haldin 3 kveld, ásarat
8ýningu hinna iburðarmiklu búninga, reið-
tygja og tveggja keisaravagna, sem enn
eru til frá þeim tímum (1713.); ennfremur
var sýnd gömul fallbyssa o. fl.
í hinni svonefndu„Rotunde“ í skemmti-
garði borgarinnar, þar sem heimssýningin
1873 var haldin, voru sýnd allskonar
fœðu-efni, og nauðsynjavörur, og var að-
sók mikil að þeirri sýningu. í „Rotunde“
geta komizt fyrir yfir 50,000 manns, enda
er hún stærsta bygging í heimi næstPét-
urskirkjunni í Róm. Aðsóknin á þennan
skemmtistað er jafnan mjög mikil, eink-
um sakir bjórsöluhúsanna og veitingastað-
anna, þar sem allskonar ágætar vínteg-
undir eru á boðstólum, og það spillir ekki
ánægjunni, að forkunuar fríðar stúlkur í
margbreytilegum búningum ganga um beina.
Glóður drykkur, er fögur hönd réttir að
manni, bragðar ágætlega!
Nú sem stendur eru hér 25 Lapplend-
ingar, er sýna sig fyrir bæjarbúum.
Frá Steiermark (Styria). Laugardag-
inn 28. apríl fóru 7 menn frá Graz að
kanna hellinn „Lucloch“, sem er lítt kunn-
ur, og luktust þeir inni í helliuum af snögg-
legu vatnsflóði. Varð þeim ekki bjargað
þaðan fyr en að 9 dögum liðnum, þrátt
fyrir það þótt mörg hundruð manna og
herlið, er keisarinn sendi, gerði sitt ítrasta
til alla þá stund. Af því að flestir ætluðu, að
þeir mundu ekki framar á lífi, var mikill
fögnuður manna 7. maí, þá er loksins
tókst að bjarga þeim öllum heilum á hófi,
en þó mjög að þrotum komnum; ótal hrað-
fréttir voru sendar í allar áttir til að
flytja tíðindin, klukkum var hringt og
hvítir fánar dregnir upp. Það varð að
sprengja hellinn með „dynamit" um 80
fet langt niður. Því miður er móðir eins
þeirra, er inniluktir voru, orðin vitskert
af ótta og áhyggjum.
Holdsveikilæknirinnj dr. Edv. Ehlers,
sem áður befur verið getið um kemur
hingað til Rvíkur með skipinu „Bothniau
16. júlí, ferðast um Glullbringusýslu
og önnur héruð við Faxaflóa til 26. s. m.,
en því næst um Árness- og Rangárvalla-
sýslu til 14. ágúst, að hanu fer með
„Thyra“ vestur og norður um land- í
för með honum verða C. T. Hansen að-
stoðarlæknir á hermannaspítalanum, er á
að annast um töku Ijósmynda á ferðinni,
ennfremur dr. Neisser nafnkenndur húð-
sjúkdómalækuir og háskólakennari í Bres-
lau og Eickmuller frakkneskur læknir.
Læknir nokkur í Vínarborg, Lorand að
nafni, mæltist einnig til að vera með í
förinni ásamt fleirum en fengu ékki, af
því að dr. Ehlers hugði, að erfitt yrði að
fá gistingu fyrir svo marga menn. ís-
lenzka ráðaneytið, er hefur látið sjer mjög
annt um þessa för, hefur fyrirskipað að
telja skuli holdsveika menn hér á landi
og boðið prestuuum að gefa Ehlers skýrsl-
ur um þessa veiki. Til raunsókna þess-
ara hefur Ehlers fengið 3000 kr. styrk af
ríkissjóði og auk þess hefur hið samein-
aða gufuskipafélag veitt honum vilyrði
fyrir ókeypis fari með skipum þess fram