Þjóðólfur - 07.07.1894, Blaðsíða 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. Júll.
ÞJÓÐÓLFUE.
Uppsögn, bundin við áramót,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
XLYI. árg. ReykjaYÍk, laugardaginn ?. júlí 1894. Xr. 32.
Þingkosnínga-úrslitin.
Varla verður það með sönnu sagt, að
hinar nýafstöðnu alþingiskosningar bendi
á nokkurn verulegan framfarahug þjóðar-
innar eða nokkra fasta stefnu í hinum
Þýðingarmestu þjóðmálum, því að þar sem
skipt hefur verið um þingmenn, hafa þeir
víðast hvar orðið efri, er hneigzt hafa að
íhaldsstefnunni, og fæstir munu þeir mikl-
ir framsóknarmenn. Þeir eru 7 alls nýju
þingmennirnir og hefur að eins einn þeirra
(Tryggvi Gunnarsson) setið áður á þingi,
en hinir 6 eiga nú í fyrsta skipti að skopa
skeið fram á vígvöllinn, og varðar það
miklu, hve vel þeir duga við fyrstu at-
rennuna. Betur að þeir yrðu ekki lin-
hlaupa, eu reyndust einbeittir, ódeigir og
framgjarnir, þá er á hólminn er komið.
Tíminn leiðir í Ijós, hvernig hver einstak-
ur reynist, og er því réttast að spá ekki
neinu um það. En svo mikið er eflaust
óhætt að segja, að vendilega mun fram-
sóknarflokkurinn þurfa að búa um hnút-
ana, til þess að helztu og merkustu mál
vor detti ekki öll í mola og verði full-
komlega svæfð á þinginu 1895, því að
eptir því sem þingið verður skipað, mun
nokkur hætta á ferðum í þvi efni. E»að
er ekki að eins stjórnarskrármálið, sem
hér er átt við, heldur ýms önnur mikilvæg
mál, er hafa verið á dagskrá þjóðarinnar
á undanförnum þingum, og ekki öðlazt
samþykki stjórnarinnar.
Af þjóðkjörnum þingmönnum, er eiga
sæti á næstu þingum, eru 10 bændur eða
réttur þriðjungur, 3 embættislausir búandi
menntamenn, er talizt geta til bænda-
flokksins, og 17 embættismenn. E»á er þar
við bætast 6 konungkjörnir, sem allir eru
embættismenn, þá verða embættismennirn-
ir á þinginu alls 23, eða fullir a/8 og er
auðsætt, að sá flokkurinn ræður lögum og
lofum. Auðvitað er sá hópur ærið mislit-
Ur> bæði rauður og hvítur og jafnvel grænn
6ða allavega flekkóttur. Allmargir hinna
beztu og færustu manna þingsins eru þó
af þessum flokki. Ekki verður því neitað.
En samt sem áður er allóheppilegt, að
bændaflokkurinn getur ekki verið öflugri
eða betur skipaður á þingi; þar þarf að
vera valinn maður í hverju rúmi, og bænd-
ur, sem ekki eru færir að skipa sæti sitt
viðunanlega, eiga alls ekkert erindi á þing.
Pótt „ísafold" flytji þá kátlegu kenningu,
að ekkí sé að ræða um neina stéttaskipt-
ing á þingi, því að það sé allt almúgi(!),
þá ímyndum vér oss, að allur þorri em-
bættismanna á þingi þakki kærlega fyrir
þau „kompliment“ og þykist alls ekki
vera af því sauðahúsi, að minnsta kosti
æztu burgeisarnir. Pótt „ísafold“ hræri
opt mörgu saman í graut, þá mun henni
vart takast að hræra höfðingjunum saman
við almúgann. Sú grautargerð verður að
eins á pappírnum, og ekkert annað. Jafn-
vel sjálfur ritstjóri „ísatoldar“, sem þó er
af alþýðu-bergi brotinn og hefur ekki borið
giptu til að „lesa sig upp til prófs“, hvað
þá heldur upp í embættisstigann, hefur
með öllu atferli sínu sem blaðamaður á-
þreifanlega sýnt og sannað, að hann á
ekkert sammerkt við almúgann, annað en
það, að hann er skapaður í kross og hag-
ar sér stundum, eins og hann hefði litla
menntun öðlazt.
Það er engin furða, þótt „ísafold“ velti
vöngum og sé nokkuð hleinagleið út af
þvi, að ekki tókust fyrirhuguð þingmanna-
skipti í tveimur kjördæmum sérstaklega.
Litlu verður Vöggur feginn. Það lítur
svo út hjá „ísafold", eins og einhver æðri
máttur hafl verndað hana og landið í heild
sinni gegn einhverju voðatjóni, er hvort-
tveggja hefði verið búið, ef þessir menn
hefðu nú komizt á þing. Það er hvorki
meira né minna. Það hlýtur því að vera
álit „ísafoldar“, að þessir menn hefðu mátt
sín mjög mikils á þingi, ef þeir hefðu
komið miklu illu til leiðar, landinu og
„ísafold" til óbætanlegs hnekkis. En úr
því svo giptusamlega tókst til í þetta sinn,
að svo varð ekki, þá er „mikið líklegt“,
að „ísafold“ hafi „mikið gott“ upp úr þess-
um kosningum, er tókust „mikið vel“ frá
hennar sjónarmiði. Hún má því vera
„mikið ánægð“ við hin „mikið heppilegu“
og „mjög mikið æskilegu“ úrslit, þar sem
um svo „mikið áríðandi" málefni var að
tefla,. sem framtíðarheill „ísafoldar", því
að það er þó í rauninni „mikið minna“ í
það varið, hvernig landinu farnast, heldur
en henni, eins og skáldið sagði: „velferð
landsins er varaskeifa, verði ekki öðru
til að dreifa“.
Frá Chicagosýningunni.
Eptir P. M. Clemens.
vm.
í samgöngufæra-byggingunni er svo
ótal margt merkilegt, að eg veit ógerla,
hverju helzt ætti að lýsa. Sýningin er
ákaflega víðtæk, enda hafa flest lönd í
heiminum eiithvað til sýnis. Hér má sjá
hina skrautlegustu og vönduðustu járn-
brautarvagna, sem boðlegir eru tignustu
stórhöfðingjum, og lélega reiðinga, gyrta
á hryssur fjalla-búanna, og allt þar á
milli: líkingar af hinum rammgervustu
og hraðfleygustu eimskekkjum og saman-
reyrðum bambúsflekum Kínverja, sem
þeir nota fyrir skip, og allt þar á
milli. Nálægt öðrum enda byggingarinnar
er kafli úr stóru línu-skipi sýndur. Reyk-
háfur þess nemur við þak byggingarinnar.
Innan í því eru hin skrautlegustu herbergi
skipsins og vantar þar ekkert, sem veitt
getur hægindi. Þar eru rafurmagnsljós,
,fortepiano‘, lestrarsalur með bókasafni,
reyki-herbergi með dúnmjúkum legubekkj-
um og allt þar eptir. Annar stærsti mun-
urinn næst skipi þessu er stór gufuhamar:
rétt líking af hinum stærsta gufuhamri í
heimi, sem er í Bethlehem Pa.; hann stend-
ur á miðju gólfi og nemur við mæni
byggingarinnar, hann er 91 fet á hæð.
Hann er hafður til að slá til fallbyssur
og brynjuplötur herskipanna. Skammt frá
þessari gífurlegu sleggju eru sýndir smíðis-
gripirnir, sem hún hefur unnið. Einn af
þeim er ,nickel‘-stál plata 10r/2 þuml. á
þykkt; annar er fallbyssa 36 feta á lengd.
Æði mikið er sýnt í þessari byggingu af
smá-gufubátum, einkum skemmti-bátum,
sem knúðir eru með vatns- eða olíu-gufu-
afli; hinir síðari eru mjög farnir að tíðkast,
enda hafa þeir marga kosti fram yfir hina
fyrri. Bátar þessir eru eigi svo dýrir,
sem margir hyggja. Einn af hinum vönd-
uðustu með gufuvél með þriggja hesta afli
kostar að eins 1250 doll.— Þýzkaland hef-
ur í þessari, sem í flestum hinum bygg-
ingunum, stærstu sýninguna, og eru mun-
irnir einkum líkingar af brúm og af hin-