Þjóðólfur - 05.10.1894, Síða 2

Þjóðólfur - 05.10.1894, Síða 2
186 Ný bók. Söngbók hins íslonzka stúdentafélags, Oefin út af félaginu. Rvík 1894. 103 bls. 8. ísafoldarprentsm. Fregnin um, að bók þessi væri í vænd- um, hefur fyrir löngu borizt vestur um haf til Ameríku, og var þá þegar skirð ófædd og kölluð: „Brennivínsbókinu. Er svo að sjá, sem sá er boðaði vestanblöð- unum tilkomu þessa óskapnaðar hafi ímynd- að sér, að kvertetrið mundi kollvarpa þeim litla snefil af siðgæði, er enn væri til hjá Austur-íslendingum, gera æskulýðinn ær- an og umhverfan með hugfangandi „Bakk- usarijóðum“, og svæfa þannig samvizku manna með dillandi vinsöngvum, en marg- hryggbrjóta aila bindindishreyfingu hér á landi og þvergirða fyrir það um aldur og æfi, að áfengisbann verði lögleitt hér o. s. frv. Það mátti ekki minna vera. En nú er kverið komið fyrir almenningssjónir og virðist engan veginn svo geigvænlegt, eins og sumir hugðu. Að vísu eru þar all- margar svo nefndar drykkjuvísur, en flest- ar áður kunnar og á margra manna vör- um t. d. vísur Páls Ólafssonar, sem flest- ar eru snilldarlega ortar, og Ijóðagerð vorri miklu fremur til heiðurs en vanvirðu, og sama má segja um margt fleira, sem vant er að telja í drykkjukvæðaflokknum. Það getur verið skáldskapur í þeim engu síður en í annarskonar kvæðum. Kvæðunum í bókinni er skipt í flokka: 1. Ættjarðarkvæði. 2. Alþýðuvísur. 3. Und- ir berum himni. 4. Manvísur. 5. Tækifær- iskvæði o. fl., 6. Veizlukvæði. 7. Drykkju- kvæði. 8. Gamankvæði og stökur. Það er fjölskrúðugasti flokkurinn, og eru þarýms ný kvæði og áður ókunn, þar á meðal eitt eptir Hannes Hafstein; „Þá Kakali gerð- ist konungsþjón“ o. s. frv., einkennilegt kvæði í sinni röð, ennfremur gamankvæði eptirsamaum Eirík hinn rauða og annað um Snorra Sturluson eptir H. Hafstein og dr. B. Ólsen(?), ennfremur eitt frumkveðið gamankvæði um mánann eptir Steingrím Thorsteinsson, og tvær þýðingar eptir sama höf. Önnur kvæði í þessum flokki eru kunnari t. d.: „Frá Höfn er karlinn kominn heim“; „Þó deyi aðrir dánumenn“ ; „Fyrst allir aðrir þegja“ o. s. frv., öll eptir H. Hafstein, sem á langflest kvæði í bók- inni. Eru þaumerkt „á“. Af kvæðum eldri skálda eru flest tekin eptir Stefán Ólafs- son. Þar eru og allmörg eptir Jónas, Bjarna, Matthías og Steingrím, þó einna flest eptir Steingrím, þar á meðal nokk- ur meðal hinna beztu kvæða hans, sem allir kannast við. Nokkur kvæði eru þar og eptir Benedikt.G-röndal, Grím Thomsen, Kristján Jónsson, B. M. Ólsen o. m. fl. Yfir höfuð virðist valið á kvæðunum hafa tekizt vel, þá er þess er gætt, að þau eru valin mestmegnis með tilliti til þess, að þau séu sönghæf og fjörug lög við þau, og má því ekki gera ofstrangar kröfur að því leyti eða ætlast til þess, að þau séu úrval af íslenzkum skáldskap yf- ir höfuð. Það var alls ekki tilgangur fé- lagsins, að gefa út þess konar allsherjar sýnisbók, heldur að safna saman í eina heild þeim kvæðum, sem sérstaklega eru fallin til þess að örfa saklausa skemmtun á mannfundum, kvæðum,sem fremur bæruvott um gleði og garnan en sorg og alvöru lífs- ins, eða yfir höfuð samkynja kvæðum, sem stúdentafélög víðsvegar um heim gefa út og mjög tíðkast, án þess nokkur hneyksl- ist á. Þess vegna ber mest á gaman- og gieðikvæðunum í söngbók þessari. Einn höfuðkostur bókarinnar er þó ó- talinn og það eru hin mörgu gömlu tví- söngslög og þjóðlög, sem prentuð eru apt- an við bókina og þannig varðveitt frá glötun. Hefur séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði, sem er mjög söngfróður maður unnið mest að því, og er mikillar þakkar vert. Gömul þjóðkvæði eru fjársjóðir, sem vér eigum að vernda frá glötun, en þau lifa bezt á vörum þjóðarinnar með því ^að lögin séu kunn og varðveitist. Alls eru 69 lög prentuð í bók þessari, og eru flest þeirra íslenzk. Vér ímyndum oss, að bók þessari verði vel tekið af löndum vorum, því að marg- ir eru þeir, sem unna „græskulausu gamni“ og geta litið á það óskökkum augum, án þess að hneykslast, þótt einhverjar hend- ingar séu ekki að þeirra skapi. Allir hafa einhverntíma ungir verið, og flestir haft einhverja skemmtun af saklausu gamni á yngri árum. Þó er það alllíklegt, að ein- hver náungi á næstu grösum, „andi fúlt“ gegn kveri þessu, og skrifi „lystugt" um skaðsemi þess „fyrir fólkið“, en ekki mun stúdentafélagið taka sér það nærri. Það syngur þá í kór síðustu vísuna á bls. 59 og drekkur skál mannsins með mestu ánægju. Skagafirði 18. sept. „Nú er heyskap- urinn á enda og hefur verið góður. Tíð- in hefur verið hin ágætasta í sumar sem hugsast má. Hey allt af þornað eptir hendinni, og eru heyin því bæði mikil og góð, þar sem grasvöxtur var einnig með bezta móti. Blíðan og hitinn hefur verið svo mikill, að elztu menn segjast varla muna slíkt. Eins hefur verið til sjáfar- ins, landburður af fiski að kalla má. Slík ár eru veltiár, og líkindi til, að mönnum liði vel og hefðu hugfast að búa sig uud- ir hin lakari. En það er einn agnúi á, og það er verzlunin. Að vísu getur mað- ur ekki kallað hana vonda, vegna þess, að lágt verð er á útlendri matvöru, en það er svo margt, sem þessir tímar út- heimta auk matvörukaupanua, og skuldir eru því almennt mjög miklar, og ástæð- urnar því alls eigi glæsilegar hjá bænd- um. Verzlunarskuldirnar eru eitt hið stœrsta böl þjóðarinnar. Að hitta kröpt- ugt ráð til að minnka þær, væri að mínu áliti miklu meira virði en öll stórpóiitík, sem allt af er verið að klifa á. Verð á kjöti er 12—18 au. pd. eptir þyngd skrokksins. en fáir sem engir geta náð í hæsta verð, því að allt vænsta féð fer í pöutun. Þorri manna verður að sætta sig við að fá 12 a. fyrir pund hvert. Markaði ætla kaupmenn að halda hér í sýslu og taka að eins það fé — sauði og algeldar ær — sem vega 100 pd. minnst, og gefa llA/2 e. fyrir pd. í lifandi þunga kindarinnar eða 11 kr. 50 au. fyrir 100 pd. kind, og er það lágt verð, eptir því sem nú er sagt, að útlit sé með fjársölu í Englandi eða Skotlandi. Heilsufar hefur ekki verið hið bezta í sumar. Hér hefur geugið þungt kvef eink- um í börnum með langvinnum hósta. Eng- ir dáið það eg man, nema Björn bóndi í Svartárdal, sem dó úr kirtlaveiki að sagt „Fyrir 40 árum“. Herra ritstjóri! í 44. tölubl. Hjóðólfs Ji. á. teljið þér tvimælalaust, að Ólafur Sigurðsson í Ási andmæli með réttu frásögninni í ritgerð minni í 13. árg. í Tímariti bókmenntafélagsins. Ijó hann hafi alið allan aldur ainn í Skagafirði, þarf hann þar fyrir eigi að vera kunnugri kjörum og lifnað- arhætti alþýðu þar fyrir 40 árum en eg, sem þá var að alast þar upp. Eg bygg, að samkvæmt uppeldi mínu og öllum lífskjörum á þeim árum, hafi eg staðið töluvert nær þeim hluta alþýðunnar, er eg lýsi,en það er hinn fátækari hluti almúgans, og átti þvi fullt svo góðan kost á að þekkja lífs- og hugsunarbætti hans, sem dannebrogsmaðurinn. Hann var ríkra manna, og sjálfsagt alinn upp við sæld og sólskin lífsins. Vera má að vísu, að hann hafi gett sér sérstakt far um að kynna sér hag og lifnaðarhætti íátæklinga, en aldrei hef eg þó heyrt þess getið. Um greind hans og gætni sem rithöfundar hygg eg ekki hægt að dæma. Bg man ekki til, að ritvcrk svo teljandi sé liggi eptir hann, nema ritgerð þessi. í þessu máli finnst mér eigi þýðingarlaust að gæta þess, hvor okkar vilji frem- ur rita án hlutdrægni. í eptirmála ritgerðar minn- ar fer eg þessuin orðum: „Sá hefur þó tilgangur minn verið, að lýsa lifi almúgans, einkum hins fá- tækari hluta hans, svo rétt sem mér var unnt, án þess að vilja lofa eða lasta“. Hafi eg fylgt þessu

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.