Þjóðólfur - 08.10.1894, Qupperneq 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr.
Krlendis 5 kr. — Borgist
(yrir 15. .1011.
Uppsögn, bnndin við áramót,
ögild nema komi til útgefanda
iyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUE.
XLVI. árg.
Þeir sem enn sknlda fyrir
Þjóðólf eru átninntir um að borga nú
þegar. Gjalddagi á yfirstandandi árgangi
var 15. júlí í sumar.
Otlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 23. sept.
Ófriðurinn. Par var síðast lokið frá-
sögninni, er Kínverjum og Japansbúum
hafði lent saman, hvorirtveggja voru komn-
ir til Kórea, og beittust þar brögðum; það
hefur gengið í allt sumar, að herirnir hafa
haldið sig í rammlegum köstulum eða rek-
izt aptur og fram um landið og leitað sér
lágs, en alltaf hefur rignt niður sögunum
um afrek þeirra og ágæt hreystiverk, en
engar hafa þær reynzt sannar nema hin
síðasta. Sú segir, að þeir hafi átt orustu
á þeim stað er heitir Ping-yang og Jap-
anar unnið þar ágætan sigur. Kínverjum
er svo háttað, að þeir eru byggingamenn
miklir og allra manna hagastir á víggirð-
ingar og ef þeir hafa víggarða til að hlífa
sér, þá verjast þeir vel og láta hvergi bif-
ast, en eigi þeir leik á víðavangi eða slétt-
um velli, þá flýja þeir strax sem fætur
toga. Þessi orusta, sem hér segir frá,
stóð í tvo daga, og mátti lengi vel ekki
í milli sjá, hvorir sigra mundu; en hinn
síðara daginn gerðu Japanar svo harða
skothríð að varnarvirkjum þeirra Kinverj-
anna, að þau hrundu til grunna; skullu
þá á þeim kúlurnar, en riddaralið Japans-
manna lét ganga á þeim sverðin og hesta-
hófana; þá var Kínverjum öllum lokið og
rann hver sem mátti. Er svo sagt, að
þar hafi allir flúið utan sú sveit, sem kennd
er við Li-Hung-Sjang, æztan valdamann
hjá Kínverjum, hún veitti drengilegt við-
nám, og íéll þar hver maður í sínu rúmi. —
En Japanar höfðu sent mikið lið að baki
Kínverjum til þess að verja þeim flóttann,
var það gert svo dyggiiega, að enginn
maður komst undan, og urðu handteknir
nær 17 þús. manna, en Japanar fengu of
fjár, bæði í matvælum, vopnum og silfri.
Af Kínverjum féllu um 3000 manns, en
af hinum nokkur hundruð.
Litlu síðar, 18. sept., varð fundur með
þeim á sjó. Kínverjar sendu mikið lið á
Reykjavík, mánudaginn 8. október 1894.
12 stórum herskipum og 6 smáum norður
í land, tilþessað verja Japansmönnumleiðina
norður að Peking. Japanar sátu fyrir þeim á
9 stórskipum og 8 smáum; Kínverjar héldu
undan, er þeir sáu fyrirsátina, en hinir á
eptir, og þarna börðust þeir á siglingu;
svo lauk, að 4 af stórskipum Kínverja
sukku, en 3 brunnu til kaldra kola, en 7
stórskemdust, þó tókst þeim að skjóta lið-
inu á land og bjarga sér upp í ósa árinn-
ar Yalú. 4 af skipum Japana lestust, en
ekki meira en svo, að þau verða vigfær
eptir nokkrar vikur. Kunnugir menn segja,
að nú ráði Japanar öllum Gulasjó, en á
Kórea eru þeir ekki einvaldir enn þá, því
að í gærkveldi fréttist, að Kínverjar eigi
um 50,000 manna á víð og dreif um land-
ið, og Japanar hafa sent þangað mest af
því liði, sem heima var til landvarnar, ef
Kínverjar kynnu að ganga þar á land.
Daumðrk. Margur hélt hér á árun-
um, þegar stríðið við stjórnina stóð sem
hæst, að öllu mundi lokið, þegar Estrúp
færi, þá kæmi friður og fullsæla og vinstri
menn í ráðaneytið og alla æztu sessa; nú
er hann farinn og það alfarinn, en hægri
menn sitja við stýrið enn og sitja fast;
Hörup og Edvard Brandes, foringjar hinna
„rauðu“ á þingi, segja af sér þingmennsku
og gefa upp alla vörn; meira en helming-
ur allra vinstri manna á þingi gera samn-
ing við stjórnina og gefa Estrúp synda-
kvittun, áður en hann fer, og fá ekkert í
staðinn, nú fylgja þeir hægri mönnum, af
því að hinir hreinu vinstri menn vilja
ekkert við þá eiga, kalla þá liðhleypur og
öðrum háðungarnöfnum. Þannig skilur
Estrúp við. Hann hefur staðið í móti
meiri hluta þjóðarinnar í 19 ár; þegar
hann tók við, voru vinstri menn nær ein-
ráðir, þegar hann fer frá, ráða hægrimenn
einir öllu, en hinir eru sjálfum sér sund-
urþykkir og algerlega kúgaðir. Orsakirn-
ar til þessa eru fyrst og fremst, að ráða-
neytið hefur haft til að bera framúrskar-
andi kjark og vitsmuni; það hefur beitt
öllum leyfilegum tækjum og — það sem
sem meira hefur hrifið — óleyfilegum, til
þess að hafa sitt mál fram, það hefur sett
þjóðinni lög, sem enginn mátti skapa henni
nema þingið, rekið þingið á brott, þegar
Nr. 48.
það vildi ekki segja já og amen við öllu,
sem það vildi vera láta, en fór öllu sinu
fram, eins og enginn hefði í móti því mælt,
þannig er féhirzlan tæmd og allt gekk í að
víggirða Kaupmannahöfn móti Þjóðverjum,
en þeir brosa í kampinn og segjast taka
víggirðingar og alltsaman. Það þarfekki
ennað en lita í þýzkt blað frá í vetur,
setningin stendur í þeim öllum. Stjórnin
fjölgar lögregluliði og herliði, þegar ókyrð
kemur á lýðinn út af öllum þessum til-
tektum, launin hauda þeim tekur hún úr
ríkissjóði, þingið mótmælir, en það er rek-
ið burt. Þingmenn fara um borg og bý
og búa til snjallar tölur um ranglæti stjórn-
arinnar. Stjórnin vann en þeir — og þar
er önnur ástæðan — bara töluðu! Og nú
þegar Estrúp er farinn, segja þeir, að
Nellemann hafi alltaf verið aðalstoð og mátt-
ur stjórnarinnar, og meðan hann sitji á
ráðgjafastóli, sé ekkert við hana eigandi.
Hin nýja stjórn undir forustu Reedz-
Thott er skipuð dyggum hægrimönnum,
það hafa að eins orðið mannaskipti, ekki
stefnuskipti við burtför Estrúps; sést af
af því, að Nellemann eraðalmaðurinn í henni.
Þeir sem létu af stjórn um leið og Estrúp,
voru Ooos og Bdhnson og í stað þeirra
komu Lúttichau (Lyttikov) kammerherra
og ríkur jarðeigandi, hann varð fjármála-
ráðgjafi ístað Estrúps; — Thomsen, „kall-
aður hershöfðingi“, hann er hermálaráð-
gjafi í stað Bahnsons — og Bardenfleth í
staðinn fyrir Goos kennslumálaráðgjafa.
Hann var á skrifstofu í einni stjórnar-
deildinni, og ekki hátt settur, varð stipt-
amtmaður, gegndi því embætti í 8 daga,
og varð þá ráðgjafi. Hann er sonur
Bardenfleths, sem einu sinni var stiptamt-
maður á íslandi, og er ungur maður.
Kosningar til landsþingsins (efri deild-
ar) eru nýgengnar um garð og unnu
vinstri menn 3 ný kjördæmi.
Marmarakirkjan er nú fullger. Friðrik
V. byrjaði á henni 1749. Struense lét hætta
við hana og lá hún í rústum þangað til
1873, að Tietgen stórkaupmaður tók við
henni og lét byggja hana á sinn kostnað.
Það er veglegt hús — að utan. En mar-
marakirkja heitir hún, af því að hún átti
upphaflega að vera úr marmara.