Þjóðólfur - 08.10.1894, Blaðsíða 3
191
Fjórða læknisliérað (embætti Hjart-
ar keit. Jónssonar) er veitt s. d. Davíð
Sch. Thorsteinsson héraðsiækni á Brjáms-
læk.
Yalþjóí'sstaðarprestakall er veitt af
konungi 14. f. m., séra Þórarni Þórarins-
syni í Mýrdalsþingum samkv. kosningu
safnaðanna.
Heiðursmerki. Júlíus Havsteen amt-
maður heíur verið sæmdur heiðursmerki
dannebrogsmanna 12. f. m., en Ólafur Hall-
dórsson skrifstofustjóri í ísl. stjórnardeild-
inni hefur fengið riddarakross.
Prestkosning er um garð gengin á
Eíp í Hagranesi og hlaut kand. Sveinn
Guðmundsson kosningu. Auk hans voru
í kjöri: séra Sigurður Jónsson á Þöngla-
bakka og cand. theoi. Björn Blöndal (frá
Kornsá).
Mannalát. 6. f. m. andaðist að Sauðagerði
á SeltjamarneBÍ hjá J6ni syni sínum Helga Páls-
dóttir ekkja séra Björns Jónssonar, er síðast var
prestur á Reynivöllum (f 1867) 76 ára gömul.
Hún var dóttir Páis bónda á Fjalli í Reykjadal
Bjarnasonar sterka á Laxamýri Jónssonar á Lundi
í Fnjóskadal Þorsteinssonar á Hallgilsstöðum, en
móðir Helgu var Sigríður öuðbrandsdóttir frá Sult-
um í Kelduhverfi PálBsonar á Víkingavatni Arn-
grímssonar sýslumanns á Stórulaugum Hrólfssonar,
sýslumanns Sigurðssonar sýslumanns Hrólfssonar
sterka Bjarnasonar. Helga heit. var góð kona og
guðhrædd.
6. f. m. andaðist að ökrum í Hraunhrepp Svdn-
björg Halldórsdóttir ekkja Sigurðar bónda Bene-
diktssonar, er drukknaði í febr. 1892. Var hún
áður gipt Magnúsi Hallbjarnarsyni frá Skutulsey.
Með síðari manni sinum Sigurði átti hún einn son,
Jón, er nú býr á Ökrum. Faðir Sveinbjargar var
Halldór á Litlu-Yxnakeldu, Einarsson á Hróbjarg-
arstöðum Pálssonar á Moldbrekku Péturssonar, en
móðir Sveinbjargar var Ingibjörg Erlendsdóttir frá
Þrengslabúð undir Jökli, Bergssonar prests í Nesi
í Aðalreykjadal Magnússonar.
Húnavatnssýslu 22. sept.: „ Tíöin hefur
verið hin ákjósanlegasta í sumar hér á Norðurlandi,
lengst af þurkur, en stöku vætudagar innanum til
tilbreytni. Heyslcapurinn þvi afbragð að vöxtum
og gæðum. Féð almennt með fleira móti nýkomið
af heiðunum feitt og fullt. Zöllners pöntun tekur
mestan hluta sauða, einkum austan til úr sýslunni,
en góðu auga lítum vér til markaðanna ensku, og
vart mun skorta fé það, er kaupa átti. Verðið er
að vísu eigi mjög hátt, ll1/,—12 aura pundið í
kindinni, en látum það vera.
Einkennileg dauðsfóll 3 hafa orðið í Blöndudal;
2 systkyn, Jón og Engilráð, börn Jóns á Þremi,
urðu nær bráðkvödd með mjög stutta millibili í
sumar, þó víst ekki af sama sjúkdóm, og nýlega
varð sunnlenzkur maður, Þorsteinn að nafni, bráð-
kvaddur á Bollastöðum. Þramahjón, sem nú eru
gömul og hröm orðin, hafa þannig séð á bak 2
börnum sínum uppkomnnm í sumar, og 1 syni fyr-
ir nokkrum árum, öllum framúrskarandi duglegum,
en eptir liflr einn sonur ungur og heilsutæpur. —
Annars fremur heilbrigði.
Dugnaður og framtaksemi sýslunga í hirhju-
byggingum er framúrskarandi. Verið að byggja
kirkju á BlönduóBÍ, og nýbúin Auðkúlukirkja, vígð
9. þ. m. með áheyrandaflokk, sem taldi 400 sálir.
(og líkar kirkjnbyggingar kvað vera í Skagafirði);
já, og þessi musteri eru byggð í ýmsum stýlum,
sem ölluru heimsins byggingarmeisturum hefur enn
eigi hugkvæmzt.
Bryggjan á BlönduóBÍ er komin nokkuð á leið.
Einar á Hraunum var við hana með nokkra menn
í sumar um tíma, þar til eigi varð haldið lengra
að sinni, ýmsra orsaka vegna, en hálfnað er verk
þá hafið er. — Nú vonumst vér eptir brúnni á
Blöndu að sumri, og þráum hana.
Vér ökum obs yfir þinginu í sumar, þykir dýrt
að snara út 30—40 þúsundum fyrir 5—6 þýðing-
arlitil frumvörp; flestir telja „stóra málið" hum-
bug eitt, og það er það, eins og stendur, en hvað
agentinum tekst að túlka þein ensku, þegar þing-
ið hefnr lofað fé, er óséð.
26. septFjártökuverð í verzlunarstöðum hér:
12, 14, 16 og 18 aura, kjöt með vigtuninni 25—
34, 34—40, 40—46 pd. og síðast þar yfir. Mör 18,
tólg 23, haustull 38 a. pd. Markaðir reynast ver
en vænzt var. Yfir 10,000 sauði sendir pöntunar-
félagið í heild eptir sögn“.
Singers saumavélar komnar aptur
nú með „Laura“ í
verzlun Sturlu Jénssonar.
80
rannsaka hin djúpu leyndarmál tónanna og klæða þá í
dýrðlegau búning.
Margir dáðust mjög að hinum unga manni, sakir
hinnar sönnu, íþróttlegu snílldar og hugfangandi töfra-
krapts, er einkenndi hljóðfæraslátt hans, og margir, er
hlustuðu á hann, hafa í kyrþey eflaust ímyndað sér, að
nafn þessa frábæra söngsuillings mundi einhvern tíma
verða á margra vörum, enda var þess heldur ekki
langt að bíða, því að óðar en hann var orðinn fullnuma
á söngskólanum hreif hann í einni svipan hjörtu áheyr-
endanna á söngförum sínum og var örskjótt frægur
orðinn.
Friðrik — svo hét hinn ungi maður — hafði þá
ekki hugann á öðru en íþrótt sinni. Sönggyðjan ein
átti sér þá bústað í hjarta hans. En svo var það eiu-
hverju sinni á fögru sumarkveldi, er hann var nær
tvítugu, að hjarta hans varð gagntekið af ómótstæði-
legu, æðra afli, eins og áður er á vikið.
Þetta kveld var iogu og blíða og þá var það, að
Friðrik gekk fram hjá hinum fagra skemmtigarði við
höfðingjasetrið Ostrowa og raulaði sorgbiítt þjóðlag
fyrir munni sér. Þá leit hann þar í fyrsta sinni í hinu
ilmandi laufi yllitrjánua hina undurfögru ásýnd Valesku
Ostrowa, og varð þegar í stað svo hrifinn af hinni
töfrandi fegurð meyjarinnar, að hann átti brátt enga
77
Það er sagt, að í gamla daga hafi verið siður hjá
heiðarlegum .íslenzkum bændum að lofa krökkunum að
ólmast og láta öllum iilum látum alla föstuua, og hýða
þau síðan ærlega á föstudaginn lauga. Hérienda „fína“
fólkið fer nokkuð líkt að með gólfteppin sín. Það lætur
safnast í þau ryk og dust allt árið, en eiuhvern góðan
veðurdag að vorinu rifur það þau upp og ber þau eins
og harðfisk; ber úr þeim allt syndarykið, sem hefur safn-
azt í þau á árinu. Náðug frúin fylgdi sömu regiu.
Einn góðan dag um vorið var kommóðan, legubekkur-
inn og stóllinn drifin veg allrar veraidar út um dyr;
gólfteppið var rifið upp til að gefa þvi ærlega, íslenzka
langafrjádagsráðniugu.
En út við vegginn, þar sem kommóðan hafði staðið,
lá nistið rétt uudir brúninni á gólfteppinu. Það hafði
auðsjáanlega dottið upp af kommóðunni, og þokast svo
inn undir brúnina á gólfteppinu, þegar verið var að ýta
henni til.
Frúnni varð ekkert nema hún sagði: „My good-
ness!“
Svo tók hún nistið og skoðaði. Demantarnir voru
allir og glóðu, eins og þeir áttu að sér. Drengurinn
hafði ekki gleypt einn einasta.
í því kom maður hennar inn.
„Heyrðu góði minn!“ sagði frúin, „ekki nema að