Þjóðólfur - 19.10.1894, Síða 2
198
ingjalegra, sem Sigfús hefur víst séð það
sjálfur — því hann mun þó læs á prent
— að „ísafold" fór mörgum niðrandi orð-
um um þingmennsku hans, en í Þjóðólfi
(22. tbl. þ. á.) var þess að eins getið, að
harla ósennilegt væri, að Yestmanneying-
ar sendu hann aptur á þing, þá er þeir
hefðu þar á eyjunum allálitlegt þingmanns-
efni. Það var allt og sumt, og gat sann-
arlega ekki minna verið, úr því Sigfús
var nefndur á nafn. En svo verður mað-
urinn óður og uppvægur og labbar ógn
bljúgur og auðsveipur í ísafold með mygl-
aðan greinarstúf, er á að vera stílaður
gegu mér, og á að sýna fram á, hversu
illa mér hafi farizt við hann(!). Og vesl-
ings maðuriun! En nú er því svo varið,
að þótt Sigfús segði allt satt um, að eg
hefði beðið hann um, að vera hlynntan
styrkveitingunni til safnsins, þá væri það
enginn vansi fyrir mig, því að það var
sjálfsögð skylda mín, úr því að eg hafði
sótt um styrkinn, að láta ekki persónu-
lega óvildarmenn mína og rógbera utan
þings, sem ávallt voru á þönum til að
fella þetta, vera þar eina um hituna.
Með því að það mun hafa verið al-
kunnugt í fyrra, hverjum Sigfús fylgdi
dyggvast, og hversu sjálfstæður hann var
í atkvæðagreiðslu, hefði það verið sama
sem að fara í geitarhús að leita ullar, að
snúa mér til hans í þessu máli, og eg lýsi
hann hér með beinan bsannindamann að
því, að eg hafi nokkru sinni beðið hann
að vera mér fylgjandi, en það getur vel
verið, að eg hafi einhvern tíma lauslega
minnzt á þetta Safnsmál við hann, án
þess að víkja einu einasta bænarorði til
hans. Og svo lætur þessi maður eins og
eg hafi verið að biðja hann um einhverjar
náðargjafir(f) Heyr á endemi! Eg hef
aldrei hvorki fyr né síðar beðið nokkurn
einstakan mann eða landssjóð um neinar
gjafir. Þessi styrkur, sem eg sótti um,
var framhaldsstyrkur til að leysa af hendi
áður byrjað verk, verk, sem fyrv. þing-
maður Vestmanneyinga aldrei gæti leyst
af hendi til eilífs nóns, hversu mikill mað-
ur, sem hann kann að vera. Hér er því
um enga gjöf að ræða, heldur að eins um
ofurlitla, laklega borgaða atvinnu, sem
bæði er heilsuspillandi og vandasöm, þótt
einstök lubbamenni hafi rennt blóðugum
öfundaraugum til hennar.
Mér er öldungis óskiljanlegt, að jafn-
mikill meinleysis- og ráðvendnismaður, sem
eg hygg að Sigf. Á. sé, hafi farið ótil-
knúður að hlaupa með þessa vitleysu í
ísafold. Hann hlýtur að hafa verið flek-
aður til þess af öðrum, því að það er vart
hugsanlegt, að hann hafi ætlað sér að
breiða yfir meinlokurnar í þingmennsku
sinni, með þessu frumhlaupi gagnvart mér.
Hafi einhver vinur hans ráðlagt honum það,
þá hafa það verið sannnefnd Lokaráð, er
hann ætti að varast eptirleiðis. Varla
getur það heldur verið, að hann hafi í-
myndað sér, að honum mundi ganga bet-
ur að komast á þing aptur, ef hann nudd-
aði sér upp við ísafold, sem skammaði
hann, en hreytti hnútum til mín, sem gat
hans að litlu. Eg skal þá segja honum
eitt skipti fyrir öll, að það mun vera
herfilegur misreikningur hjá honum.
Frammistöðu hans á þingi í fyrra var
yfir höfuð þannig varið, að óskiljanlegt er,
að nokkurt kjördæmi sendi hann þangað
aptur, þótt hann sé brjóstgóður(i) og
standi til bóta(!) einsoghann sjálfur seg-
ir. Mér kemur til hugar ein vísa „frá
almennu sjónarmiði“, er ort mun hafa
verið á þingi í fyrra um einhvern Fúsa:
Fát kom á hann Fúsa miun
feiminn varð hann drengurinn
er „kjörgripurinn“ kom ei inn
„kómiskur" í sniði.
Öll rugluðust atkvæðin
hann augum gaut um þingsalinn
og vissi hvorki út né inn
frá almennu sjónarmiði.
H. Þ.
Ýtlendar fréttir. Með gufuskipinu
„Monarch", er hingað kom 13. þ. m. bár-
ust nokkur útlend blöð til 8. þ. m. Af
ófriðnum miUum Kínverja og Japana er
fátt nýtt að segja, en búizt var við því
á hverri stundu, að Japanar gengju á
land í Kína; eru Kínverjar lafhræddir við,
að Japanar komist alla leið til höfuðstað-
arins Peking, og láta sér því mest um-
hugað, að búast þar sem bezt um, því að
nú er ekki lengur að tala um sókn, held-
ur að eins um vörn af þeirra hendi. Tíu
þúsundir Kóreumanna hafa hlaupið úr liði
Kíuverja og í lið með Japönum, og rnælt
er, að í Kínaveldi sjálfu liggi við upp-
reisn, og jafuvel við því búið, að keisar-
inn verði settur frá völdum, en Norður-
álfumenn, sem þar eru búsettir, kváðu
vera í allmikilli hættu, því að gremja
landsmanna bitnar á þeim. Þess vegna
hafa Englendingar og Frakkar, og jafnvel
Kússar sent herskip þangað austur til
verndar samlöndum sínum þar, en talið er
vist, að þeir ætli ekki að skipta sér af
ófriðnum fyrst um sinn, heldur lofa
Japansmönnum að jafna á Kínverjum. Jap-
anar halda mjög leyndum fyrirætlunum
sínum, og eru skip þeirra á flökti hingað
og þangað um Gulasjó, svo að Kínverjar
vita ekkert um, hvar þeir muni leggja
að landi. En við einhverjum stórtíðindum
búast menn á hverri stundu.
Rússakeisari er jafnan mjög veikur, og
hefur verið fluttur suður á Grikkland sam-
kvæmt læknisráði. Ætlar hann að dveija
á eynni Korfu fram eptir vetrinum. Hann
hefur aldrei orðið jafngóður eptir „inflú-
enzuna" í vetur, eu einkum kvað það vera
nýrnaveiki, sem hann þjáist af og jafnvel
talað um, að hann hafi fengið aðkenningu
af slagi (apoplexi), en sum blöð bera það
til baka.
Þingið i Danmörku var sett 1. þ. m.
Forseti í fólksþinginu er Högsbro gamli,
sem fýr, en í landsþinginu varð H. Matzen
háskólakennari forseti í stað Liebe hæsta-
réttarmálafærslumanns, er hafði verið for-
seti þess nál. fjórðuug aldar, en baðst nú
undan kosningu. Matzen er rammasti
hægri maður og höfuð-grjótpáll þeirra.
Árnessýslu 8. október.: Iléðan er fátt að
frétta. Slátturinn gekk hálf-illa framan af hj á all-
mörgum og skemmdust töður nokkuð, j)6 ei til stórra
muna, þar á móti varð síðari hluti sláttarlns frem-
ur góður og munu heybyrgðir vera í góðu meðal-
lagi.
Nú síðastl. hálfan mánuð hafa gengið sífeldar
rigningar og er komið ómunamikið vatn á allt lág-
lendi hér eystra, enda eru vegir orðnir annaðhvort
lítt færir eða öfærir með öllu. Mest ber þó á
þessn í Flóanum, þvi heita má, að ófært sé eptir
póstveginum frá Ölfusárbrú og að Þjórsá, svo nú
myndi mega fullyrða, að ef brú væri komin á hana
á brúarstæðinu, að mjög miklir örðugleikar væru
á að nota brúna vegna vegleysis að henni, einkum
Flóa megin. Reyndar er annar vegur til um Fló-
ann að neðanverðu og væri ekki ómögulegt að fara
hann til að komast að brúnni. Vegur sá, er hér
um ræðir liggur niður með Ölfusá, ofan á Eyrar-
bakka, þaðan austur með sjó, og upp „ása“, síðan
upp með Þjórsá að hinni fyrirhuguðu brú. Fyrst
og fremst munar fullum degi eða meir, að fara
þessa síðar nefndu leið, en slíkt væri samt ekki
frágangssök væri um góðan veg að ræða, en nú
er það síður en svo, því á honum eru allmiklar
torfærur. Tel eg samt Óseyrarnes-brú, eða mela-
veginn einna lakastan á þessari leið, þvi hann er
nú að kalla ófær. Samt sem áður mundi mega
gera hann brúklegan, ef nægilegt fé væri fyrir
hendi, og kunnátta væri til að vinna heppilega að
vegagerðinni. Hið síðarnefnda kann nú að vera
fyrir hendi! En þar sem sýslan á að kosta þetta
eingöngu, er varla hugsanlegt, að viðgerðin verði
nema kák, þar sem umferðin um veg þennan hefur
aukizt stórum síðan brú kom á Öifusá.
Hið eina, sem bætt getur úr vegleysum þess-
um, er að fá veg austur á milli brúnna á ánum,