Þjóðólfur - 26.10.1894, Qupperneq 3
£03
Sjálfsmorð. Stúlka frá Ballará á
Skarðsströnd, Guðrúa að nafni, drekkti
sér fyrir skömmu. Hún var ættuð héðan
að sunnan.
Heybruni. í fyrra dag varð vart við reykj-
arsvælu í nýbyggðu fjóai, áföstu við íbúðarhós
Bjarnar ritstjóra JónsBonar, en þar var hey geymt,
sem hann átti. Var þá þegar brugðið við og hey-
ið rifið upp. Sást þá, að það var mjög brunnið og
neðst i því kom upp eldur, svo að heyið logaði,
er þvi var fleygt út. Brann þar eða ónýttist um
2 kýrfóður. Með því að logn var, varð ekki meira
tjón af þessu, en hættulegt gat það orðið svona
niðri í miðjum bænum, hefði ekki verið tekið eptir
þessu í tíma, eða veður verið hvasst. Aðvörunin
í „ísafold“ 1. sept. þ. á., um eldsvoðahættu af illa
hirtu heyi hér í bænum, virðist því hafa verið rit-
uð með spámannsanda.
Herra ritstjóri Þjóðólfs!
Eg veit naumast, hvernig eg get nóg-
samlega þakkað ritstjórum Reykjavíkur-
hlaðanna fyrir umburðariyndi sitt og
kurteisi hingað til mér sýnda; en hér
eptir vænti eg þess, eins af „Fjallkonunni"
sem öðrum, að eg sé ekki borinn fyrir
ótímabærum áætlunum umraflýsingReykja-
víkurbæjar, né að svari mínu sé tekið fyr
en eg fer að kveinka.
Rvík, 25'/io. ’94.
Frímann B. Anderson.
Einar Benediktsson
eand. jur.
flytur mál, innheimtir skuldir, gefur lög-
fræðislegar leiðbeiningar. Heima frá ki.
12—2 og 5—7.
Adr.: „Yinaminni“, Reykjavík.
Stor Fortjeneste.
Solide Personer af enhver Stand
kan opnaa en maanedlig Fortjeneste paa
200—300 Kroner veð Overtagelse af en
Agentur. Billet mrk. 1355 bedes hurtig
indsendt til
Wilh. Bluhme’s
Annonce-Bureau.
Köbenhavn K.
Brúkuð íslenzk frímerki og hréf-
spjöld eru keypt fyrir hæsta verð. Verð-
skrá send ókeypis og kostnaðarlaust.
S. S. Rygaard.
L. Torvegade 26, Kjöbenhavn C.
Fundur í stúdentafólaginu
annað kveld kl. 9 á kótel Reykjavík.
Brúkuö íslenzk frímerki
kaupir háu verði Ólafur Sveinsson gullsm.
í Reykjavík.
Ungur maður reglusamur, æfður í skript
og reikning, biður einhvern góðan kaupmann að
kenna sér verzlunarstörf frá 14. maí n. k. Nánari
uppl. hjá ritstj. þessa blaðs.
| „Piano“-verzlun j
„Skandinavien“
verksmiðja og sölubúð
Kongens Nytorv 22, Kjöbenhavn.
Verksmiðjunnar eigið smíði áþamt !j
verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. !l
^ I
Birgðir af Orgel-Harmonium.
Er allt selt með 5 °/0 afslætti gegn
borgun í peningum, eða
gegn afborgun.
Gömul hljóðfæri tekin í skiptum.
Verðskrá send ókeypis.
Íi=T=i=T=i=r=a=T=igí3
^t=i=t=i=t=EtSI
^=1=1=1=1=1=1=1=1=31
88
að Valeska sagði hvorugum þeirra frá því, hversu djarf-
mannlega hinn ungi söngsnillingur hafði látið henni ást
sína í ljósi, eða hvað þeim hefði þá á milli farið. Hvers
vegna þagði hún um það ? Áleit hún Friðrik svo lítils-
háttar, að hún teldi hann ekki maklegan þess, að gefa
honum nokkurn gaum, eða óttaðist hún, að honum yrði
þá bannað að stíga fæti inn fyrir húsdyr föður hennar?
Mundi það hafa hryggt hana, að geta ekki framar hlust-
að á hljóðfæraslátt hans, eða sjá hann ekki? Það var
erfitt að vita. Hún var dularfull í allri sinni töfrandi
fegurð.
Friðrik hafði nánar gætur á henni, og eins og þurt
blóm sýgur í sig daggardropann, eins hreif hann til sín
hvert augnatillit Valesku, til þess að geta þýtt það sér
í vil, því að hann þráði svo heitt, að ná ástum hennar.
Opt virtist honum svo, sem sorgblítt þunglyudi lýsti sér
í svip hennar, er hún hlustaði á hljóðfæraslátt hans,
og hann varð þá frá sér numinn af fögnuði, eins og
hann hefði himin höndum tekið, en þá er hann ætlaði
að kynna sér nánar tilfinningar hennar, og fá hana til
að láta þær í ljósi, með einhverjum viðkvæmum ástar-
orðum til hans, þá horfði hún á hann þóttafullum aug-
um, og hratt honum kuldalega frá sér.
Svo var það einhverju sinni, að hann herti upp hug-
85
unum og bað svo innilega. „Gefið mér að eins eina rós
fyrir hljóðfæraslátt minn í kveld!“
„Hvað á þetta að þýða? mælti Valeska í hálfgerðu
fáti og það kom um leið þóttasvipur á hana, „en ef
Wladislaw sæi yður núua, burt með yður, burt!“
„Hann elskar yður ekki“ hélt Friðrik áfram með
skjálfandi röddu, „trúið þér konurn ekki, treystið þér
honum ekki, látið þér œig fá rauðu rósina, eg er ekki
ómaklegur þessarar gjafar, eg hefi að eins gott í hyggju,
því að — eg elska yður“.
„Hvílík dirfska, að láta sér þetta um munn fara
við hefðarstúlku11, mælti Valeska, og átti bágt með að
koma orðum að því.
„Eg get með réttu haft fulla djörfung til, að láta
yður ást mína í Ijósi“, mælti Friðrik stillilega, „mér
standa margar dyr opnar til heiðurs og hamingju; það
hefur verið sagt“, bætti haun við og brosti, „að lista-
mennirnir gangi við hönd kouunga“ og svo bað hann
Valesku að nýju auðmjúklega: „Neitið mér ekki um
rósina, eg ætla að geyma haua dyggilega, sem dýrmæt-
an menjagrip“.
Friðrik, sem nú vissi varla í þennan heim né ann-
an sakir ofstækis geðskræringanna, ætlaði að hrifsa rós-
ina, en Valeska sneri sér snöggt við, og við það féll