Þjóðólfur - 02.11.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.11.1894, Blaðsíða 2
206 stöðu, að þar sem algerlega vantaði lög frá alþingi í þá átt, þá hefði hún ekkert vald til að „skikka“ hvalveiðamanninn, tii að umgirða sína ióð, eða að banna hon- um, að láta hval reka framvegis út frá veiði- stöð hans á annara manna lóðir. Þegar sú varð raunin á, að sýslumaður eða sýslu- nefnd hafði ekkert vaid í fyrr greindu efni, hvað gat þá heilbrigðisnefndin gert? Ekk- ert enda voru gerðir hennar smáar nú sem optar. Þegar í upphaíi vildi lirepps- nefnd vor koma samkomulagi á milli alira hreppsbúa og hvalveiðamannsins Th. Atnlie, og krafðist þess einungis, að hann tæki að meiru eða minna leyti þátt í skaðanum, en þegar ailar sáttatilraunir reyndust á- rangurslausar, þá var tvennt fyrir hönd- um, sem var annaðhvort, að sitja þegjandi, eptir sem áður, undir þessu ánauðaroki, eða beiðast laga frá voru háttvirta alþingi, sem friðaði eign vora frá yfirvofaudi eyði- leggingu framvegis. Hið síðara var í einu hljóði tekið, bænar- skrá samin til aiþingis og undirrituð af hér um bil öllum gjaldendum hreppsins. Á síðasta kjörfundi ísfirðinga til alþingis- kosninga, var því næst í heyranda hljóði skorað á vora háttvirtu þingmenn af hrepps- nefndaroddvita Súðavíkurhrepps, að bera þetta hvalleifamál fram á alþingi, sem eitt aí mestu velferðarmálum héraðs vors. Þann- ig eru nú tildrög þessa máls (hvort þykir ljúft eða leitt) og sér hver heilvita maður, að „örettir“, þar sem hann kennir Skúia Thoroddsen beinlínis um þetta lagasmíði, gerir alveg saklausum manni illkvittnisleg- ar getsakir, en af hvaða rótum þær eru spunnar skulum vér láta ósagt. Aðferðin er lúaleg. (Niðurl. næst). Suður-Þingeyjarsýslu 8. okt. [Tiðarfar. _ Heyskapur. — Skipstrarul.—Verzlun.—Prestar og læknar. — Skuldir. — Hvalveiðar]. Þetta sumar hefur verið eitt hið allra bezta, sem komið hefur í manna minnum. Að vísu var vorið þurviðrasamt og brunnu því tún á sumum stöðum, en útengi spratt víðast vel og sumstaðar ágætlega; nýting varð framúrskarandi og heyskapur í bezta Iagi yfirleitt. T. d. skal eg nefna, að í Arn- arnesi í Kelduhverfi heyaði bóndinn hátt á 4. hundrað hesta af heyi og hafði hann auk sín að eins 1 vinnumann og 2 kvenn- menn. Mestur heyskapur á einni jörð mun hafa orðið á Möðruvöllum í Hörgárdal: um 1700 hesta útheys og 600 hesta af töðu. Engin veruleg rigning hefur komið á þessu sumri eða hausti og ekki muna elztu menn eptir jafn stöðugum hitum og í sum- ar. Me3tur varð hitinn 1. júlí 20° E. í skugganum móti hafgolunni út við sjóinn og uin 40 móti geislanum. Þó hefur hann verið án efa meiri í framsveitunum. Sil- ungur ærðist í vötnum, óð upp að löndun- um og var tekinn, en sumur varð blindur og drapst. Eigi vita menn dæmi slíks. Þetta myndi allt þykja þess vert, að haldið væri á lopti, ef það væri komið frá Ameríku. — Hvalur var róinn í land að Bakka á Tjörnesi skömmu fyrir höfuðdag og er mælt, að málaferli sé í vændum út af þeim feng. Fiskiskúta norsk strand- aði á Húsavík nokkru síðar og lék grunur á, að svo hefði tekizt til með vilja og vit- und skipstjóra. Einar sýslum, Benedikts- son hélt próf í málinu, en ekkert sannað- ist, og var svo skipshöfninni leyfð brott- för. Dálítið af fiski var í skipi þesSu og var hann seldur ásamt skipinu við opin- bert uppboð. Horfðust menn þar að vanda öndverðum augum og fór allt með geipi- verði. Ekki þykir verzlunarlagið sem allra hagfeldast í sýslunni. Innanlands viðskipti svo sem engin og kemur það að sumu leyti tii af því, að sjómenn láta hvern ugga á blautfi8ks-salthúsin, sem þar geng- ur,en seljasvo landbændum smákóðin fyrir hærra verð, heldur en málsfiskurinn er tekinn á salthúsunum. Síðan taka þeir all- ar nauðsynjar í búðinni og landvöruna: smér og tólg með uppsettu verði. Síðan „Influenzan“ gekk um garð, hafa margir kvartað um vesöld, sem stafaði af afleiðingum hennar. Einkanl. hefur kvenn- fólkinu Iiðið báglega; hjartveiki ogmóður- sýki kvelur nú flestar konur í staðinn fyr- ir flugur og sendingar fyrrum. Kaffieyðsla virðist stöðugt fara vaxandi í Norðurlandi og er þó kaffið blandað með alls kyns ó- þverra, svo varla fæst nú lengur drekk- andi bolli, nema rétt á stóku stað. Held- ur fer og víunautn í vöxt. Þó sjást ekki ýkja-opt ölvaðir menn, heldur er það sop- ið svona jafnt og get eg ekki séð, að slíkt skaði, nema efnalega. Prestar eiga náðuga daga hér í sýslu. En læknarnir síður. Hjá þeim er stöðug- ur húsfyllir og fá þeir naumast notið svefns né matar. — Það þykir yngri mönnum kynlegt, að flestir prestar eru einna fá- tækustu bændurnir í hreppunum og er það heldur en eigi takandi til greina, þegar ræða er um, að fækka þeim dálítið. — i Ekki finnst sumum gleggri mönnum af- rek þingsins mikil, og heldur sanna þá skoðun, að gagnið vegi ekki á móti kostn- aðinum, sem af aukaþingunum stafar. Fé var í betra lagi í haust og var mikil fjársala hér til kaupmanna, auk þess, sem bændur sendu á eigin ábyrgð í kaup- félagið. Líklega er það ekki nákvæmlega rétt, sem Sæmundur Eyjólfsson segir í skógar för sinni, um verzlunarslculdir Þingeyinga. Kaupfélagið, sem hefur 2 hundruð þúsund króna umsetningu, skuldaði við síðastl. nýár 5—7 þúsundir fyrir utan fyrirl. vör- ur, sem bændur tóku eptir nýárið og við Húsavíkurverzlun voru skuldir mjög litlar hjá mörgum og alls engar. Sú verzlun gefur 5% »f skuldlausum reikningi og keppast því allir við, að kvitta sig við liana. Norðmenn hafa sótt í sumar til hvala- dráps austur í örímseyjarsuud og segjast sjómenn sjá verulegan þurð á hvalnum. Hvar skyldi þetta lenda? Húnavatnssýslu 12. okt.: Heyskap- ur varð í sumar með betra móti hér um stöðvar, með því, að bæði var grasvöxtur víðast góður og nýting hin bezta. Haustið hefur það sem af er verið rigningasamt. — Fjársalan hefur verið talsverð hér í sýslu í haust. Austurhluti sýslunnar er í pönt- unarfélagi Skagfirðinga, sem skiptir við Zöllner & Yídalín. Frá því voru seud nál. 7800 fjár á einu skipi, sem tók það á Sauðárkróki. Sama skipið er nú nýlega komið á Borðeyri eptir fé frá verzlunar- félagi Dalamanna; í þvi er vesturhluti Húnavatnssýslu, svo að með því skipi fór og nokkuð af fé liéðan úr sýslu. Hér keypti einnig Englendingurinn Franz all- margt fé, tóma sauði, veturgamla og eldri; verðið á þeim var H a. puudið í kind, sem vóg 100—115, 12 a. pundið í kind, sem vóg 120—135, en 13 a. pundið í þeim sauðum, sem vógu 140 pd. og þar yfir. Fjármarkaði fyrir Franz þennan héldu þeir umboðsmaður Benedikt Blöndal og alþing- ismaður Björn Sigfússou. Yfir höfuð voru menn ánægðir með þessa sölu, og væri mikilsvert, ef menn ættu kost á annari eins fjársölu framvegis. Sláturtaka er og talsverð á Blönduósi; þar er verð á kjöti 12. 14. 16. 18 og 20 a. pundið eptir þyngd skrokkanna, mör 20 a., gærur 23 a. pundið. Tomböla „liins íslenzka kvennfé- lags“, er haldin var 27.—29. f. m. til á- góða fyrir Háskólasjóðinn, var einhver hin

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.