Þjóðólfur - 02.11.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.11.1894, Blaðsíða 3
207 stærsta og mikilfenglegasta tombóla, er hér hefur verið haldin, enda varð lireinn ágóði af henni um 1200 krónur. Voru fjöldamargir góðir munir á tombólu þess- ari, að mestu leyti gjafir frá konum í fé- laginu og utanfélags, en nokkuð var keypt frá Leipzig og Kaupmannahöfn. Er tom- bóla þessi ljós vottur um, að miklu má koma áleiðis með einbeittum vilja og áhuga. Allir vinir háskólamálsins geta verið mjög ánægðir með þennan árangur, og væri nú stór minnkun að því, ef kariar og konur utan Reykjavíkur færu ekki dálítið að sinna máli þessu, þá er svo vel er byrjað. Geta ber þess, að sárfáir eða nær engir embættismenn bæjarins né þeirra skulda- lið og áhangendur létu sjá sig á tombólu þessari, en þess þurfti ekki með. Hún var fullvel sótt samt. Það er almenningsfylg- ið, hluttaka hinna mörgu, er mestu skiptir og mestu getur orkað í hverju sem er hér á landi, og hvervetua annarsstaðar, ef sam- tök og samheldni væri nógu öflug. Fjárkaupaskip mr. Franz’s fór héðan 30. f. m. með nál. 2900 fjár. Hefur hann alls keypt hátt á 10. þúsund hér á landi, alit íyrir peninga út í hönd. Hæsta verð 22 kr. fyrir úrvalssauði. Má þykja mikill hagnaður í viðskiptum þessum, og það sem meira er vert, að þessi sami fjárkaupmað- maður ætlar að koma hingað að ári og kaupa þá fé eingöngu fyrir peninga, eins og nú. Hr. Sigfús Eymundsson hefur ver- ið aðstoðarmaður hans við kaupin hér, og leiðbeint honum í því, enda var það hann, sem fékk þennan fjárkaupmann til að leita hingað til fjárkaupa og er það mikillar þakkar vert. Póstþjófnaðuriim. Þess hefur verið áð- ur getið í Þjóðólfi, að Einar Ólason (ekki Ólafsson) Eskifjarðarpóstur hefði verið sett- ur í varðhald, sem grunaður um pen- ingastuldinn, en nú segir „Austri“ 2. okt., að sýslumaður (Jón Johnsen á Eskifirði) hafi yflrheyrt hann og enga sök getað hjá honum fundið. Póststjórnin er því jafn- nær eptir sem áður fyrir þetta, og verður því að leita einhverra annara ráða til að homa í veg fyrir þetta sjaldgæfa og ískyggi- ólag, er alls ekki getur gengið svona til lengdar. Mundi nú vera meiri þörf á, að senda rannsóknardómara til að rann- saka þennan stórkostlega þjófnað, heldur en þá er sent var i hitt eð fyrra vestur á ísafjörð til að rannsaka embættisfærslu Skúla Thoroddsen. Jafnvel þótt árangur- inn af þessari póstþjófnaðarsendiferð yrði ef til viil lítill, þá mundí hún hvívetna mælast vel fyrir og þá hefði landstjórnin einnig nokkuð þvegið hendur sínar. Eeyn- andi væri einnig, að senda peningabréfin í læstum járnkössum litlum, með sérstakri töfraiæsingu og iyklum, er póstmeistarinn og viðkomandi póstafgreiðsiumaður hefðu einir í höndum, og samskonar Iyklar ættu einnig að fyigja kofíortunum, og póstar aldrei að hafa þá í höndum. Annars ætti að koma því svo fyrir hið bráðasta, að peningaseudingar hingað utan af landinu væru að eins póstávísanir. Það væri mik- ið hagræði, enda þótt peningar héðan út um land yrðu ekki sendir á þann hátt, sem þó væri æskilegast. Það hiýtur að verða hlutverk alþingis næsta ár m. fl., að athuga póstmálin, og gera ýmislegt auð veldara og tryggara en nú er, að því er sendingar og útbúnað snertir. Þess er brýn þörf. Eptirbreytxiisverður dugnaður. Það er allmikið, sem landbúnaði vor íslendinga hefur farið fram BÍðastliðin ár í húsabyggingum og endurbótum á túnum og engjum, og má þakka slíkar framfarir að miklu leyti búnaðarfélögunum og búnaðarskólunum, en það má lika þakka þær hverjum þeim bónda, er með forsjálni og atorku hefur starfað að því að endurbæta ábýlisjörð sína; þeir menn, sem þannig hafa varið ofnum og kröpt- um sínum til nytsamlegra jarðabóta, hafa unnið fósturjöröinni ómetanlegt gagn, og er verðugt að minningu þeirra sé haldið á lopti þeim til heiðurs og öðrum til eptirbreytni. Einn þeirra manna, er þannig hcfur varið kröpt- um sínum fyrir föðurlandið er bóndinn Loptur Oíslason á Vatnsnesi í Grímsnesi. Hann er fæddur að Hrauni i Heðallandi 9. des. 1829. Foreldrar hans voru hinn mikli þrek- og starfsmaður Gisli Guðmundsson og hin göfuglynda sómakona Ingibjörg Loptsdóttir hreppstjóra Jóns- sonar frá Langagerði í Hvolhrepp. Loptur flutt- ist með foreldrum sinum út í Árnessýslu og ólst upp hjá þeim, þar til hann var 23 ára, svo varð hann vinnumaður 5 ár, en byrjaði búskap vorið 1858, byggði nýbýli þar sem nú heitir Hólabrekka i Grímsnesi, græddi þar upp tún, umgirti og sléttaði að nokkru, og byggði traðir gegnum það þvert, svo þegar hann fór þaðan 1868, var það orðið laglegt. býli. Þaðan flutti hann að VatnB- nesi í sömu sveit. Sú jörð var þá að dómi þeirra, er til þekktu því nær kominn í eyði. Bærinn lé- legasta kreysi í þeirri sveit, og hrundi meiri hluti bæjarhúsa um vorið, er Loptur kom þangað, túnið þvi nær allt mjög þýft og komið i órækt, enginn nýtilegur faðmur af túngarði, og jörðin yfir höfuð undirokuð og eyðilögð af ágangi af annara fénaði, bæði vegna landslags liennar og óskynsamlegra skilmála fyrverandi eigenda hennar. En Loptur bóndi hefur keypt hálfa jörðina og áunnið henni tryggileg réttindi, sléttað þvi nær allt túnið, sem er að stærð 14 dagsláttur, umgirt það, byggt traðir heim að bænum yfir 100 faðma, byggt upp snotran bæ og heyhlöðu, og öll fénað- arhús í góðu lagi, bætt engjar mikið með fram- ræzluskurðum og hlaðið garð til varnar fyrir þær 300 faðma á lengd. Grjót til byggingar hefur hann fiutt að langa vegi og erfiða og byrjaði fyrst- ur i þvi byggðarlagi að kljúfa grjót með fleygum. t-__Allur frágangur á þessum^verkum hans er snilld" arlegur og hefur hann, sem er íremur efnalitill unn- ið þetta að mestu, sem ein-yrki og mun nú óhætt að telja Vatnsnes eitt hið snotrasta býli i Grims- nesi. 1874 keypti hann vagn af hinu danska land- búnaðarfélagi íyiir 180 kr. og gaf félagið honnm helming andvirðisins eða 90 krónur að verðlaunum fyrir dugnað hans. 1880 veitti landshöfðingi hon- um 100 krónur af fé þvi, sem ákveðiö var til efl- ingar búnaði, sem styrk tii að kaupa jarðabóta- verkfæri, og áiið 1885 hlaut hann 160 króna heiðursgjöf af styrktarsjóöi K.ristjáns konungs hins IX. íyrir iramúrskarandi dugnað i búnaði. Enn fremur kefur Guðrún Sigurðardóttir i Eyvík, sem á hálfa jörðina VatnsneB gefið honurn vandaðan steinhring, sem heiðursviðurkenningu fyrir jarða- bætur þær, er hann hefur unnið á landeign henn- ar. Loptur bóndi er þrikvæntur. Fyrsta kona hans hét Jóhanna dóttir Þorkels bónda Jónssonar og Katrínar Bergsveinsdóttur frá Haga i Grímsnesi. Þau giptust árið 1859, bjuggu sarnan i 7 ár og eignuðust 3 börn. Önnur kona hans hét Bagnhild- ur dóttir Tómasar bónda Sigurðssonar og Sigriðar Einarsdóttur á Varmahiíð undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu sarnan i 12 ár og eignuðust 2 börn. Þriðja kona hans keitir Hargrét systir Kagnhildar, er hann átti fyr. Þau hafa átt saman 3 börn og er eitt af þeim á lifi; alls á hann 3 sonu á liíi, sinn eptir hverja konu. Loptur ei eindreginn iélagsmaður, tryggur i lund, reglumaður og gestrisiun, fjör- og þrekmað- ur hinn mesti, gáfaður og skáldmæltur. 25+9. Þrjár fyrirspuruir uieð sTÖrum. (Skýring við „ísafoldu). 1. Hvernig stendur á hinum mikla úlfaþyt i „ísafold“ siðast út af heybrunanum, er minnst var á i „Þjóðólfi“ svo kurteislega f Svar: Hann stafar af þrennu, er ritstjóra „ísa- foldar“ gramdist svo sárt: a) af því að brunans var getið opinberlega, en ritstjórinn skammast sín fyrir, að það skyldi brenna hjá honum, jafnmiklum heyverkunarfræðing. Hann kann nfl. að blygðast sín fyrir almenningi, ekki ber á öðru; b) af því að nefnt var fjós áfast(U) við ibúðarhús hans, en ekki pakkhús. Honurn er meinilla við þetta fjósnafn i sambandi við höllina hans, og þó hefur hann byggt fjósið sjálfur, áfast við kana, en iðrast sjálfsagt eptir það; c) af því að minnzt var á spámannsanda „ísafoldai"1. RitBtjórinn er ntt. svo spéhræddur, að hann heldur, að allir séu að draga dár að sér. Hann skilur engiu lofsyrði um blaðið, nema þau komi frá vissum mönnum, sem hann vcit að eru af Bama sauðahúsi og hann sjálfur, t. d. allir stjórnarsinnar og „þess loiðis“ fólk. 2. Af hverju skyldi ritstjóri „ísafoldar“ hafa verið svona hróðugur af því, að slökkviliðinu var ekki blásið saman til að slökkva eldinn? Svar: Af því að hann vildi láta bera sem minnBt á þessu, og sogist því ekki hafa misst

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.