Þjóðólfur - 09.11.1894, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. Júlt.
Dppsögn, bnndin við áramftt,
ðgild nema komi til útgefanda
tyrir 1. oktðber.
Þ J 0 Ð Ó L F U E.
Reykjayík, tostudaginn 9. nóyember 1894.
Nr. 53.
XLYI. árg.
Nýir kaupendur
að
47. árgangi „ÞjóðólfsÉÍ 1895
fá
ókeypis í kaupbæti:
1. Sögusafn Þjóðólfs Y. 1893, 144 bls.,
með 11 skemmtisögum.
2. Sögusafn Þjóðólfs VI. 1893, 134 bls.,
(þar á meðal hin ágæta saga eptir séra
Jónas Jónmson: Magnúsar þáttur og
G-uðrúnar).
3. Sögusafn Þjóðólfs VII. 1894, sem
verður fullprentað um árslok.
Alls ókeypis um 400 bls., er mundi
kosta 3 kr. eptir venjulegu bókhlöðuverði.
Auk þess geta nýir kaupendur, ef þeir
óska, fengið 1. og 2. hepti sögunnar af
Þuríði formanni og Kambsránsmönnum,
fyrir 1 kr. bœði heptin, en ekki verður
hún send, nema sú borgun fylgi pöntun-
inni. Það geta engir átt kost á að eign-
ast þessa fróðlegu sögu, nema kaupendur
pjóðólfs.
Allir kaupendur að næsta árgangi fá
ókeypis 3. hepti sögunnar, er verður prent-
uð á næsta vori.
Þeir, sem safna 10 nýjum áskrifendum
og standa skil á andvirði frá þeim í rétt-
an gjalddaga, fá auk fylgiritanna og sölu-
launa: tvo árganga Þjóðólfs, 1892 og
1893, innliepta.
Þeir nýir kaupendur, er borga
næsta árgang blaðsins fyrirfram eða um
leið og þeir panta hann, fá ókeypis síðasta
fjórðung þessa yflrstandandi árgangs (frá
októberbyrjun til ársloka), ef blaðið er
pantað og borgað fyrir 31. desbr. þ. á.
Hvalveiðamennimir og hvalleifalögin,
Eptir Fr. Q.
(Niðurlag). Frá upphafi hefur þetta hval-
leifamál ekkert launungarmál verið. Það
hefur opinberlega verið rætt á fundum
heima í héraði, ennfremur á sýslufundi og
síðast borið upp á kjörfundi.
Væri nú annars nokkuð á móti því,
að landar vorir sæktu betur kjörfundi en
opt hefur tíðkazt? Það er að vorri hyggju
staður, sem menn eiga að láta skoðanir
sínar í Ijósi ekki síður en hvar annars-
staðar. Þar geta menn í tíma mælt með
og móti þeim málum, sem af fulltrúunum
eiga að berast fram á alþingi og gerast
þar að lögum.
Þegar einn eða tveir eða máske eng-
inn úr heilum héruðum kjördæmisins mæta
á kjörfundi, um hvað ber það vott?:
pólitiska deyfð og áhugaleysi á öllum
landsmálum. Glagnvart þessum héruðum
hvílir eðlilega langt um minni skylda á
fulltrúunum, þau hafa ekkert áhugamál
lagt þeim á herðar, engan valið til al-
þingis; það er eins og þeim standi á sama,
hvað gert er. Svo koma þessir menn
stundum eptir á með einhverja aðfinningu
við eitthvert lagasmíði, án þess að hafa
mínnstu hugmynd um tildrög frumvarps-
ins, og sannast þá einatt á þeim „Opt fer
sá villt, er geta skal“.
Eru nú þessi hvalleifalög eins ónauð-
synleg og höf. gefur í skyn? Vér svör-
um þessari spurningu neitandi. Yér höfum
lög, sem banna oss alla illa meðferð á
skepnum vorum, og telst það ekki undir
illa meðferð á þeim að láta þær eta ban-
vænt fóður, af hverju þær bráðdrepast?
Það getur þó ekki verið þrautalaust fyrir
aumingja dýrin. Svo framarlega sem fé
vort hefur nú drepizt af óheilnæmu hval-
áti, þá er það eina nóg siðferðisleg skylda
þings og þjóðar fyrir því, að lög þessi séu
rétt og skynsamlega samin, án þess að
tekið sé tillit til efnatjóns. En ef hins
vegar einhver gæti vísindalega sannað, að
rotnaðar hvalleifar væru alls ekki sak-
næmar, hvar sem lægju og gerðu þvi
hvorki mönnum né skepnum mein, þá eru
lögin skaðleg og ósanngjörn, eins og höf.
kemst að orði, og ættu aldrei að ná stað-
festingu. Ennfremur vaknar hjá oss þessi
spurning: Eru þessi lög eins skaðleg fyrir
hvalveiðamenn hér uppi og almenning,
eins og höf. virðist vera að sýna fram á?
Er ekki lagaákvæði frumvarpsins þannig,
að hvalveiðamenn megi engar hvalleifar
láta reka út frá veiðistöðvum sínum á
annara manna lóðir, að viðlagðri 200 til
2000 kr. sekt? Þá geta lögin að engu
leyti komið í bága við það, að þeir haldi
áfram sinni sömu rausn við sveitunga sína,
þeim er jafnheimilt að gefa sem að selja,
enda mundi engum lifandi manni detta
sú fávizka í hug, að kæra þá fyrir það,
einungis að þeir ekki sleppi hvalleifum
út frá veiðistöðvunum sjálfum, svo reki
á annara manna lóðir í stórhrönnum
mönnum og skepnum til skaða. Þetta er
meining laganna, en þessi lög sem fleiri
má hártoga á ýmsan hátt, af þeim sem
svoleiðis eru gerðír, eða hver mundi vera
svo heimskur að ætla sér að koma fram
ábyrgð á hendur hvalveiðurum fyrir það,
þótt blóð, lýsi og grútur renni í sjóinn,
sem er alveg eða að mestu leyti hverfandi
þá kemur út fyrir Iandsteinana; grúturinn
leitar til botns, en lýsið og blóðið dreifist
og hverfur, og aldrei sjást þess glögg
merki, að þessar hvalleifar séu á fjörum
vorum, eða mundi höf. treysta sér til að
sanna, að lýsis- og blóðblettir í fjörum eða
á sjó væri hvalleifar fremur en eitthvað
annað úr þorski eða einhverju öðru dýri.
Að gera ráð fyrir svo miklu þjófapakki,
að það gæti komið ábyrgð á hendur hval-
veiðamönnum með því að stela frá þeim
hvalleifum, finnst oss vera þungar get-
sakir að raunalausu; slíkur þokkapiltur
(eða piltar) þyrftu þó að hafa fleiri í fé-
lagi með sér, hann kæmist þó ekki af
með minna en tvö ljúgvitni sér samhljóða,
sem væru fús á að vinna hiklaust rangan
eið; slik fúlmennska er engum manni ætl-
andi. Hvað mundi nú hinn heiðraði höf.
segja til þess, ef einhver náungi skyti því
að honum, að lög sams konar sem þessi
væru gildandi í Noregi? Mundi ekki
svarið verða, að Norðmenn í því sem öðru
stæðu langt fyrir ofan okkur íslendinga,
og væru fyrir löngu búnir að útrýma
öllum skrælingjaskap? Svo vitur yrði
hann þó karlinn!
Þessi lög eiga eptir núverandi ástandi
í sveit vorri mjög vel við, og kunnum
vér voru háttvirta alþingi þakkir fyrir
aðgerðir sinar í því efni.
Ennfremur má telja þessum lögum það
til gildis, að þau gefa engum manni upp-
hvatning til að kæra hvalveiðamenn að
raunalausu; enginn græðir einn eyri í
sinn vasa á því, og ber það ljósan vott
þess, hvað alþingi vort hefur álitið þessi
lög nauðsynleg, og hins vegar, hvað það
gæti verið skaðlegt, að slík lög gæfu ein-