Þjóðólfur - 09.11.1894, Page 3

Þjóðólfur - 09.11.1894, Page 3
211 fornöld hét Kalauria), hér um bil á sama stað þar sem hið skrautlega Poseidons- ttusteri forðum stóð, en Demosthenes var grafinn þar í einni aukabyggingu musteris- ins, og það þykir fornfræðingnum næg sönnun fýrir því, að þetta sé einmitt beinagrind hins mikla mælskumanns og einskis annars(!). Hæsti byggður blettur á jörðunni er Búddaklaustrið Hauie í Tíbet. Þar búa 20 munkar 16,000 feta hátt yfir sjávar- mál. Hæsta fjall á íslandi (Öræfajökull) er að eins rúm 6000 fet á hæð. Einkennilegt safn á miíjónaeigandinn Coates í Boston. Hann er 83 ára gamali og hefur aldrei á æfi sinni látið nokkurt læknislyf inn fyrir sínar varir, og er þess vegna hraustur og fjörugur, þrátt fyrir aldurinn. En hann hefur safnað saman öllum læknislyfjum, er honum hefur verið ráðlagt að neyta, og eru það 1370 öskjur fullar af „púlveri og pillum“ og yfir 2000 meðalaglös. Hvað kostar eitt fallbyssuskot i Úr fallbyssu, er vegur 220,000 pund, kostar hvert skot: 800 pd. af púðri hér um bil 1700 kr., skotfleygur (,,projektiI“) 1800 pd. að þyngd um 2000 kr., silki utan um hvellhettuna um 80 kr., eða samtals um 3780 kr. Það er nál. 4°/0 árleg renta af 100,000 kr. höfuðstól. Nú ber þess að gæta, að fallbyssur eru ekki endingar- góðar, þvi án mikillar viðgerðar verður ekki hleypt fleirum skotum en 90 úr sömu fallbyssunni, og optast nær verður hún algerlega óhæf til notkunar eptir svo mörg skot, og hefur þá ekkert frekara gildi en hver annar gamall málmur. Þá er hver fallbyssa kostar upphaflega um 400,000 krónur, þá bætist ennfremur við hinn áður umgetna kostnað við eitt skot, 4444 kr. fyrir slitið, svo að eitt einasta fallbyssu- skot kostar í hvert sinn 8224 krónur. Greiðasala. Hér eptir seljum við undirskrifuð allan greiða, án þess þó að skuldbinda okkur að hafa allt ti!, er menn kymiu að æskja. s-/ii. ’94. Anna Magnúsdóttir, Öndverðarnesi. Oudmundur Vigfússon. Norðurkoti. Óþrjótandi birgðir til sölu af hin- um ágæta vatnsstígvélaáburbi, sem er al- þekktur að gæðum um land allt. Rafn Sigurðsson. íslenzk frímerki kaupi eg með hœsta verði. Skildingafrí- merki ættu allir að selja mér, því enginn gefur jafnhátt verð fyrir þau. Austurstræti 5. Ólafur Sveinsson. Eg hef nokkra hríð þjáðzt af tauga- veiklun og óhægð fyrir brjósti; þess vegna fór eg að nota hinu nafnfræga Kína-lífs- elixír hr. Waldimars Petersen’s, og á eg elixírnum að þakka, að eg hef að mestu leytí náð heilsu minni apiur. Háholti 18. apríl 1894. Þorsteinn Bjarnason. Kína-Iífs-elixírinn fæBt hjá íiestum kaupmönn um á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lifs-elixir eru kaupendur beðnir að líta vel v. p. eptir því, að —F standi á flöskunum'í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Yaldemar Petersen, Prederikshavn, Danmark. Beizli. Bg hef síðastl. sumar fengið lélegt heizli í staðinn fyrir mitt eigið beizli, sem var með tvístönguðu höfuðleðri og tveimur koparhringjmn hvoru megin, stðrum koparstengum og ðlartaumum. Misgrip þessi ðskast lagfærð hið allra fyrsta. Eyrarbakka 1-/n. ’94. Ouðni Jönsson, verzlunarmaður. 92 Valeska æpti af ótta og horfði náföl á Friðrik, því að nú hugði hún, að hann mundi ráðast á föður hennar. Þetta sá Friðrik á svip hennar og mælti með harmþrungiuni rödd: „Verið þér óhrædd. Mig svíður meir í hjartað en höndina. Eg sé, að von mín hefur látið sér til skammar verða. Sómatilfinningin býður mér að hverfa héðan. En eg skila yður ekki rósinni aptur í þetta sinn. Þó mun sá dagur vissulega koma, þá er eg afhendi hana aptur Ostrowa-ættinni með þeirri hendi, sem nú er blóðug í dag“. Og að svo mæltu gekk hann burtu úr þessu húsi, er hann ekki steig framar fæti í, eptir þá harðneskjumeðferð, er hann varð þar að þola. * * * Það liðu nokkur ár, þungbær þrautaár í sögu Pól- verja. Uppreisnin 1830 hafði mikla óhamingju í för með sér fyrir laudið. Margir mikilsvirtir auðmenn, einkum auðugir aðalsmenn höfðu rnisst eignir sínar, og þar á meðal Ostrowa-ættin. Hún missti öll auðæfi sín í uppreisninui. Þá er hér var komið var Wladislaw Augustow ekki enn kvæntur Valesku, og þá er hún varð nú allt í einu fátæk, þótti hinum hégómlega lausingja ekki lengur neitt í hana varið og vílaði ekki fyrir sér, að svíkja heit sitt. Hinir aðrir biðlar þessarar fyrrum auðugu aðals- mannsdóttur drógu sig einnig í hlé, því fremur sem 89 ann, og lýsti fyrir lienni með brennandi orðum, eins og honum var lagið, hversu heitt hann elskaði hana. „Valeska Ostrowa!“ mælti hann hárri röddu „þótt eg sé lítt auðugur maður, þá hef eg tvær hendur, er tryggja mér glæsilega framtíð, og eg á einnig hjarta, gagntekið af hreinni, innilegri ást, en Wladislaw von Augustow er ekki einlægur gagnvart yður, og ástin hans hefur alls ekki djúpar rætur“. „Hvernig getið þér fullyrt það?“ var kallað með dimmri röddu og í sama biii gekk faðir Valesku, Stan- islás Ostrowa, snúðulega með reiðisvip inn í herberg- ið. Hann var einmitt að koma keirn til sín úr skemmti- reið, og hafði heyrt síðustu orð Friðriks. „Wladislaw hefur í dag beðið dóttur minuar, og enginn maður hef- ur framar neinn rótt til að leita ráðahags við hana. Innan skamms verður Valeska Ostrowa eiginkona þessa mikilsvirta, auðuga höfðingja“. Það brá fyrir eiuskon- ar undarlegum ljóma í augum Valesku. Annað veifið sýndist svo, sem hún væri alihreykin og ánægð yfir þessu bónorði, en er hún leit til hins unga manns, er virtist taka sér þessa harmafregn mjög nærri, brá allra snöggvast nokkrum skugga á andlit hennar, og þessi dapri þunglyndissvipur, er ávallt var svo undursamlega fagur í augum Friðriks, lýsti sér allt í einu í andlits- dráttunum.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.