Þjóðólfur - 09.11.1894, Page 4
212
Nýprentaðar Helgidaga-prédikanir eptir Pál Sigurðsson fást hjá öllum bóksölum á landinu. Kosta heptar 3 kr. í bandi 4 kr. Sigurður Kristjánsson. Nýprentuð Landafræöi handa barnaskólum eptir Morten Hansen skólastjóra fæst hjá öllum bóksölum á landinu. Kostar í bandi 75 aura. Sigurður Kristjánsson. Nýprentað Smásögu-salii Dr. P. Péturssonar V. kostar hept 50 aur., innb. 60 aur. og fæst hjá öllum bóksölum á landinu. Sigurður Kristjánsson.
Brúkuð íslenzk frímerki og hréf- spjöld eru keypt fyrir hæsta verð. Verð- skrá send ókeypis og kostnaðarlaust. S. S. Rygaard. L. Torvegade 26, Kjöhenhavn C.
Verzlunin í Vesturgötu 12 selur: Grjön, hveiti, kaffi, kandis, púSursykur, export-kaffi, ágætar kartöflur danskar, lauk, kaffíbrauð, tebrauð, sveskjur, chocolade, te, pipar, gerpúíver, kanel, grænsápu, hvítsápu, handsápu, rjól, rullu, reyktóbak, vindla ódýr spil o. m. fl. Allt góðar vörur. Ágæt jólagjöf handa stúlku. Fallegt saumaborð úr palisandervið fæst keypt. Ritstj. vísar á.
Smáar blikkdósir kaupir nú þegar Rafn Sigurðsson. Hvít ær veturgömul með mínu marki: biti fr., standfjöður apt. bægra, stúfrifað vinstra, var mér dregin í Keykjaréttum í haust, og getur rétt- ur eigandi vitjað hennar til mín fyrir 11. maí næstk eða fengið andvirði hennar greitt að frádregnnm kostnaði, og nm leið skýrí mér frá heimild sinni að markinu. Laugarási í Biskupstungum 29-/io. ’94. Jóhann Bjarnason.
Nýprentað Búnaðarrit, áttunda ár, útgefendur Hermann Jónasson og Sœm. Eyjólfsson fæst hjá öllum bóksölum á landinu. Kostar kr. 1,50. Sigurður Kristjánsson.
Nýlcga er út komin Njáls saga kr. 1,75 Huld IV — 0,50 Eleilóra (Saga frá Winnipeg) . . — 0,65 Pást hjá öllum bóksölum á landinu. Sigurður Kristjánsson.
Fjármark Eyjólfs Erlendssonar á Hvítárholti í Ytrahrepp er: sýlt, hangandi fjóður apt. h., sýlt, hangandi fjöður apt. v.
Fundur í stúdentafélaginu annað kveld kl. 9 á hótel Reykjavík. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. FélagsprentsmiBjan.
90
Eins og niaður, sem er staddur í bersýnilegum lífs-
háska, telur sér í lengstu lög trú um, að ekki sé öll
lífsvon úti, eins kveikti hið sorgfulla augnaráð Valesku,
er hann elskaði svo heitt, veikan vonarneista í brjósti
Friðriks. Hann þóttist sjá það með vissu, að húu sam-
hryggðist honum, að einhver tilfinning hreyfði sér í
brjósti hennar, er hún sjálf ef vill til gæti ekki gert sér
grein fyrir, eða væri of dramblát til að láta í ljósi —
og hinum unga manni skjátlaðist ekki. Hann brosti
blíðlega og stuttur, ljúfur draumur leið um sálu hans.
Hann heyrði naumast hin hörðu orð föðursins, er stóð
þarna báireiður framrni fyrir þeim. En þá leit Valeska
aptur til hans hörkulega og öll arigurblíða hvarf úr aug-
um hennar á svipstundu, um leið og hún spurði föður
sinn: „Hefur þú þá gefið aðalsmanninum Augustow
samþykki þitt til þessa ráðahags?“ Stanislás játti því
og hin drambláta mær hneigði sig til sanninda um, að
þetta væri hennar vilji. Þá áttaði Friðrik sig aptur
og horfði þegjandi í gaupnir sér, því að nú hlaut hann
að kannast við, að hann hafði einskis framar að vænta
í þessu húsi.
„Og samt“ mælti hinn ástfangni, urigi maður með
áherzlu „og samt mun engum auðnast að njóta Valesku
Ostrowa nema mér einum, því að það er gömul trú
þjóðar vorrar, að sá maður, er ber á brjósti sinu heilan
91
mánuð rós þá, er ástmær hans hefúr áður borið, fái að
njóta stúlku þessarar að lokum, að eins einn geti tek-
ið hana frá honum og það sé bleiki maðurinn með sigð-
ina — dauðinn“.
Valesku brá allmjög við þessi orð Friðriks, en fað-
ir hennar virti hann fýrir sér frá hvirfli til ilja og mælti
allreiðulega. „Ef þér hafið í höndum yðar rós, er dótt-
ir mín hefur átt, þá krefst eg þess, að þér skilið henni
aptur nú þegar, þar eð þér teljið blóm þetta svo sérlega
þýðingarmikið. Þér hafið enga heimild til að halda sem
menjagrip þessari rós, sem eg er viss um, að dóttir mín
hefur aldrei gefið yður af eigin hvötum“. En Friðrik
lagði höndina á brjóst sitt, þar sem rósin lá fólgin og
mælti alvarlega: „Það hefur enginn rétt til að svipta
mig þessum dýrgrip, eg fékk hann sem borgun fyrir
hljóðfæraslátt minn“.
Nú var Stanislás Ostrowa .nóg boðið og hann
þrútnaði upp af reiði. „Þess vegna laumuðust þér inn
í hús mitt“, mælti hann, „nú er mér fullljóst, hvaða
þokkapilt eg hef hýst“, og í sama bili reiddi hann upp
svipuna, og sló með blýhnúðnum á hönd Friðriks, er hann
hélt á brjósti sér.
Friðrik stundi hátt við sársaukann, og blóðið foss-
aði úr undinni niður á brjóstvasann, þar sem rósin lá
fólgin undir.