Þjóðólfur


Þjóðólfur - 30.11.1894, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 30.11.1894, Qupperneq 1
Árg (00 arkir) kostar 4 kr. Erlendia 5 kr.— BorgiBt fyrir 15. júli. Þ J 0 Ð 0 L FIIR. Uppsögn, bnndin yi9 úraniðt. ðgild nema komi til útgefand a iyrir 1. oktðber. XLYI. árg. Reykjarík, föstudaelnn 30. nóreniber 1894. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 10. nðv. Alexander III. Hann sýktist í sumar og var ófær til stjórnarstarfa; í baust fór hann suður á Krím, og settist að í sumar- höll sinni Livadíu. Þar lézt hann 1. nóvember. Hann var ríkastur og víðlendastur þjóð- höfðingi á jörðinni. Hann átti vald á lífi og eignum fjórtánda hluta mæltra manna. Hann gat ráðið stríði og friði á þessari jarðarhálfu; allir þjóðhöfðingjar vildu eiga hann fyrir vin og smjöðruðu fyrir honum á allar lundir; Frakkar, hin dramblátasta og glæsilegasta þjóð í heimi auðmýkti sig fýrir honum, forkólfur frelsisins í Evrópu skreið að fótum harðstjórans, lýðveldið bað um molana af borði einvaldans. Bismarck járnkanslarinn, sem tróð alla undir fótum, taldi það lifsnauðsyn fyrir Þýzkaland, að vingast við hann; ungi keisarinn gerði honum það til geðs, að hleypa niður toll- um .á rússneskum varningi, sem seldur er til Þýzkalands, og það með aðstoð jafnað- armanna og eldrauðra vinstrimanna, sem hann hatar meir en sjálfan óvininn, enda þótt hinir þýzku þegnar Rússakeisara kveini undan oki hans. „Drottning hafs- ins“, England, slakar svo mikið til við hann, sem henni er auðið, án þess að skerða viröingu sína. En — hvar sern þessi vold- ugi maður fór og hvenær sem var, var hann aldrei óttalaus. í Pétursborg, höf- uðstað ríkisins, þorði hann varla að vera, þar var hættan mest, og þar var faðir hans drepinn. Hann dvaldi því lengst af í höll sinni í Gatschina, skammt frá höf- uðborginni, eða hjá tengdaforeldrum sín- um í Danmörku. í höll hans faldist lög- gæzlumaður í hverju skoti, . aldrei steig hann svo eitt fótmál, að ekki væri leið hans könnuð áður og alskipuð varðliði. í Gatschina skipti það þúsundum, og ef hann ók sér til hressingar, stóðu hópar at bændum æfinlega með fram veginum og hrópuðu húrra og óskuðu honum langra líídaga. En — það voru altsaman dular- klæddir löggæzlumenn! Þessi hvildarlausa lífhræðsla hlaut að koma einliversstaðar niður, og hún kom ^iður bæði á þegnum hans og sjálfum honum. Eins og óvinsælum mönnum jafn- an verður, var hann tortryggur, og sá þar landráð og fjörráð við sig, sem ef til vill var einlægt og drengilegt frjálslyndi, og þá var hann grimmur og miskunarlaus, þó að hann væri hversdagslega og að upp- lagi gæfur og góðlyndur, — enda fjölgaði útlögum ákaflega á hans rikisstjórnarárum. Sjálfur fór hann ekki varhluta af áhrifum hennar. Svefnleysi tók að sækja á hann og matarlystin þvarr; hann var manna hraustastur og heilsugóður fram á hin síð- ustu ár, en þá tóku taugarnar að bila, hann mátti ekki við geðshræringum né mikilli áreynslu. í sumar fékk hann mátt- leysi í báða fæturna, og varð að aka hon- um áhægindi; að banasæng hans söfnuðust allir ættingjar hans, þar á meðal sonur hans, dauðvona af brjóstveiki. Það er sagt, að hann bar vel kvalirnar og hólt ráði fram í andlátið. Kona hans sat hjá honum löngum, og því undi hann bezt, svo var og þegar hann dó; þá leið yfir hana, og á þeim dögum varð hún grá- hærð. Það segir sig sjálft, að hinir frægustu læknar hafi stundað keisarann, en þeir urðu auðvitað ekki á eitt sáttir. Banamein hans er talið að hafa verið: Nýrnaveiki; bjartað of stórt. Alexander III. fæddist 10. marz 1845; hann var ekki borinn til rikiserfða, en 1865 dó bróðir hans Nikulás, og þá stóð hann næstur til arfs. Skömmu síðar kvænt- ist hann Dagmar Danaprinsessu, heitmey liins dauða ríkiserfingja. Það er sagt, að hann hafi ekki haft mikið ástríki af föður sínum, hinum svallsama Alexander II., og hafi hlotið þunga áminningu, ef hann lót í ljósi skoðun sína á einhverjum hlut; fóru sögur af ósætti þeirra feðga. Af þessu hefur það líklega verið, að menn vonuðust góðs af honum, bjuggust við að fá frjálslyndan og staðfastan keisara þar sem hanu var. fin það var öðru nær en að þær vonir rættust. Við dauða föður síns '1881 tók hann ríkisstjórn, og sýndi þegar, að hann var hinn rammasti aptur- haldsraaður. Hann hafði um sig aptur- faramenn og enga aðra; klerkar höfðu hin mestu áhrif á hann, hvort þau hafi verið góð eða ill, getur sá bezt borið um, sem þekkir Gyðingaofsóknirnar, og Alslaf- ar hafa kúgað Pólverja og Þjóðverja miklu nceira en nokkurntíma áður, jafn- vel Finnar hafa fengið að kenna á stað- festuleysi keisarans, allt rikið hefur sopið seyðið af því, að hann hefur ekki haft sjálfstæðar skoðanir, heldur látið stjórnazt af miðaldalegu klerkavaldi og þröngsýnum aðli, sem skildi svo illa tákn tímanna, að hann var sannfæiður um, að auðið væri að drepa niður frelsishugmyndum um aldur og æfi með kúgun og hervaldi. Keisarinn var góðmenni, en gáfumaður var hann ekki; um hans daga hefur land- búnaði farið stórkostlega aptur; faðir hans slakaði á ófrelsisböndunum, hann herti á þeim, um hans daga var enginn sjálfstæð- ur maður óhultur í húsi sínu, prentfrelsi og samvizkufrelsi varla til; liann var kallaður vörður friðarins, en það var ekki honum að þakka, heldur vanmætti lands- ins eptir tyrkneska stríðið, og atfylgi Giers utanríkisráðgjafa, að Evrópa logaði ekki i ófriði. Það er nóg að minna á að- farir Rússa í Búlgariu, til þess að sýna, að hann gaf nægilegt ófriðarefni. Eins og aðrir stjórnendur Evrópu jók hann her sinn stórkostlega og greiddi fyrir samgöngum með járnbrautasmíð og skurðagrepti. Nikulás II., liinn ungi keisari Rúss- anna, er algerlega óreyndur. Menn segja hann vel uppalinn og fróðan í stjórnvís- indurn; það er og sagt, að hann hafi feng- ið margt að sjá, sem einvaldar fá aldrei að líta, að hann hafi séð ok og áþján bænda og svik og lygar embættismanna; menn kalla liann jafnvei frjálslyndan. Eu það sama var sagt um Alexander föður hans, áður en hann varð keisari, og allir vita, hvernig þær spár hafa ræzt. — Heit- mey hans heitir Alix, prinsessa frá Hessen, fríð kona og sköruleg; hún tók „trú rétta“, með öðrum orðum grísk-katólska, áður en hún settist í drottningarsæti, en ekki vildi hún bölva sinni fyrri trú, og svo fór eptir langt þref, að hún hafði sitt fram. Meðal þeirra Rássadrottninga, sem hafa afneitað barnatrú sinni, er Dagmar Danakonungs- dóttir, en ekki er annars getið, en að

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.