Þjóðólfur - 07.12.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.12.1894, Blaðsíða 2
226 III. (Niðurlag). Auk þess, sern hér hefur verið drepið á, minnist höf. á tvö verkefni, er hann ætlar að bráðum muni leyst verða, og gera miklar breytingar og byltingar. Ann- að er notkun þess kraptar, er fólginn liggur í kolum, á anuan betri og áhrifa- meiri hátt en með því að brenna þeim. Við það eyðist mestur hluti aflsins til ó- nýtis. Leysing þessarar gátu er eigin- lega fólgin í því, að breyta kraptinum beinlínis í rafmagn, í stað þess að fram- leiða fyrst kita. Síðara verkefnið er fólg- ið í því, að nota megi til manneldis nær- ingarefni þau, er jurtaríkið hefur að geyma t. d. venjulegt gras. Eins og þau nú koma fyrir eru þau ómeltanleg fyrir menn, en einhverja handhæga aðferð má eflaust finna til að ná þessum næringarefnum úr jurtunum og gera þau meltanleg. Sú upp- götvun mundi verða jafn þýðingarmikil sem fundur nýrrar heimsálfu, eða nýrrar jarðar, er væri óbyggð en full af matvæl- um. Þá gætum vér ókvíðnir horft fram á fjölgun mannkynsins á jörðunni um Iang- an aldur. Að 8Íðustu getur höf. þess, að rann- sóknir þessa tíma hafi nú þegar snúizt að þessu öllu, er hér hefur verið minnzt á, og að vér sjáum nú þegar, að þessar gát- ur verði leystar, og jafnvel hvernig það verði gert. En þó hyggur hann, að ailar líkur séu til þess, að áður en þær séu leystar verði ný verkefni tekin til athug- unar og nýjar stórkostlegar framfarir fyrir- sjáanlegar, er engan hafi enn órað fyrir eða í nokkurs manns huga komið. Stofnun Fornleifafélagsins. Á gömlu blaði „Fjallkouunuai“ sé eg þess getið, að eg hafi verið fyrsti frum- kvöðull þess, að þetta félag var stofnað. Þar þess mun ekki annarstaðar við getið, en sá, sem bezt vissi það, Sigurður Vig- fússon, er látinn, skal eg leyfa mér að staðfesta þessa setning blaðsins. í Almanak mitt árið 1879, 8. nóv., hef eg skrifað þetta: „8. nóv. stofnað Forn- leifafélagið. Eg upphafsmaður, lét mín ekki við getið, fékk ei heldur kosningu“. Eg hafði nokkrum sinnum ymprað á stofn- un þvíliks félags við Sig. Vigfússon, sem þá bjó hjá mér, og tók hann því vel, og þótti þó ólíklegt, að það fengi góðan byr hjá bæjarmönnum. Þar næst hreyfði eg því máli við prófessor Fiske, sem þá var í Reykjavík og hvatti hann mig annað hvort að rita um málið eða boða til fund- ar. Nú fór eg og hvatti Sigurð til að undirbúa ræðnkoru, en hét honum full- tingi próf. Fiskes og mínu. Hann vildi að eg héldi fyrstu ræðuna; ekki vildi eg það, helður bauðst til að bjóða vissum málsmetandi mönnum heim „upp á glas af toddy“. Þetta fór fram, og fyrir áeggjan mína mælti svo Sigurður fyrir málinu, og jafnframt prófessóripn. Þó skal þess getið, að sá, sem fyrst og skörulegast greip hug- mynd þessa var Árni landfógeti, og hans lempni og viturleik var það eiukum að þakka, að svo greitt og laglega gekk með þessa stofnun. Þeir lektor Melsteð og Bergur sál. Thorberg o. fl. helztu menn bæjarins tóku og ljúflega þátt í mál- inu. En úr því Sigurður stóð upp að tala um þetta heiðraða féiag, hef eg enga hlut- deild átt í því síðan, neraa hvað eg jafn- an hef með ánægju fylgt þess aðgerðum. Matth. Jochumsson. Póstafgreiðslumaðurinn á Höfða (Benedikt Rafnsson) hel'ur sent „Djóðólfi" dálítiun greinarstfif, þess efnis, að með ummælunum i 46. tölubl. um póstþjófnaðinn sé varpað grunsemd á 3 menn, nfl. póstafgreiðslumennina á Höfða og Djfipa- vogi og Eskifjarðarpóstinn. En eins og það heíur jafnan verið fjarri ætlun vorri, að drótta nokkurri óráðvendni að nokkrum einstökum póstafgreiðslu- manni, alla leið frá Reykjavík til Höfða, þótt vér höfum minnst á þetta alvarlega málefni, eins get- um vér alls ekki séð, hvernig póstafgreiðslumaður- inn í Höfða hefur orðið svo viðkvæmur út af um- mælunum um þetta í 46. tölubh, því að það liggur í augum uppi, að þá er peningasendingar héðan frá Reykjavik hafa hingað til verið sendar beina leið til hlutaðeigandi póstafgreiðslumanna, þá getur þjófnaðurinn átt sér stað á öllu hinu milluinliggj andi svæði, t. d. einhversstaðar á millum Reykja- víkur og Höfða, en hitt er annað mál, að eptir- leiðis verður líklega hægt að sjá á hverjum milli- stöðvum þjófnaðurinn er framinn, þá er póststjórn- hefur nfi nýlega (samkvæmt þvi, sem póstmeistarinn hefur sjálfur skýrt oss frá) gert þá heppilegu breyt- ingu á þessu, að allar peningasendingar þangað austur eru aðgættar á hverjum póstafgreiðslustað, t. d. fyrst allar í Hraungerði, svo allar i Oddai þær er austar eiga að fara, o. s. frv. alla leið aust- ur að Höfða. Þá fyrst verður likiega hægra að sjá, hvar hið gruusama svæði er, en það hefur ekki verið unnt, samkvæmt hinni fyrri reglu. Þá er höf. gramur yfir því, hvernig póststjórn- inni hafi farizt við Einar Ólason Eskifjarðarpóst, og vildi ekki láta geta þess opinberlega En það gat^ ekki verið neitt launungarmál, að rannsókn var fyrirskipuð gegn honum, enda var þeBB óðar getið í blaðinu síðar, eins og sjálfsagt var, að eng- ar líkur hefðu komið fram gegn honum, og svo er ekki meira um það. Að póstafgreiðslumanninum hefur farið líkt og hr. Friðrik Möller á Eskifirði í vor, að taka heldur djúpt í áTÍnni með óþörfum harðyrðum, getum vér virt á hægra veg, með þvi að það mun að eins sprottið af augnabliksgremju og viðkvæmri vandlætingasemi fyrir hönd pósta og póstafgreiðslumanna, en ekki af neinum illum hvöt- um. Og þess vegna höfum vér tekið aðalinnihald greinarinnar á þennan hátt, en ekki prentað hana i heilu lagi, enda hefðum vér þá svarað henni öðru- vísi með viðbótar-athugasemdum, sem flestir greinar- höfundar munu heldur vilja vera lausir við. Bitstj. Skagaflrði 11. nóv.: Hin sama veðurblíða hefur haldizt, síðan eg skrifaði síðast, hér í Skaga- firði. Haustið hefur verið mjög gott, allt fram að byrjun þessa mánaðar; þá brá til austanáttar með miklum stormi og talsverðum kulda. Nfi er blíðu- tíð komin aptur. Fjárheimtur fremur slæmar í haust, og síðan fé var tekið í hús hefur bráðapestin verið mjög skæð í lömbum og veturgömlu fé. Engir reynt bólusetningu. Verzlun var með betra móti í haust hér á Sauð- árkrók, eptir því sem verið hefur undanfarin ár. Kjöt frá 12—18 a. pd., mör 18 a.. gærur 23 a. pd. í lifandi þunga kindarinnar var pundið á 9—12 a. eptir vænleik kindarinnar. Fiskiafli hefur verið ágætur hér í haust, þegar gæftir hafa verið, og eru hlutir vist orðnir nokkuð háir, en mein er að þvi fyrir sjávarbændur, hvað fiskurinn er nfi í lágu verði. Þó er hann vist mestmegnis lagður blautur inn í verzlanirnar, og undarlegt virðist það, að sjómenn selja hér sveita- bændum fiskinn við talsvert hærra verði eu þeir fá fyrir hann í verzlunum. Tíðarandinn styður að því, að allt gangi gegnum greypar kaupmönnum, en drepa öll viðBkipti milli sjávarbóndans og sveita- bóndans, og er þó miður heppilegt, að þau viðskipti deyi alveg fit. Þau hafa verið og eru holl. Árnessýslu 20. nóv. [Búðarstuldur. — Þingtiðindin. — Dömar um alping- — Stðra málið.—Tryggvi, Þorlákur og Guðjón.—Vínsölubannið]. Síðan eg skrifaði „Þjóðólfi" síðast hefur fátt borið til tíðinda; þó má geta þess, að aðfaranótt 15. þ. m. var brotizt inn i verzlunarbúð Hansons kaupmanns á Eyrarbakka. Hafði þjófuriun brotizt inn um kjallaraglugga og komizt með þeim hætti í búðiua og tekið þar, að sagt er, 10—20 kr. úr skfiffu og litilsháttar af tóbaki. Ókomið upp, hver verkið hefur unnið. Nfi eru kvöldvökur byrjaðar fyrir Iöngu i sveit- inni, og er þá vanalegt á öllum betri bæjum, að einhver haldi fólkinu vakandi mcð sögulest.ri eða öðrum fróðleik. 1 Þetta sinn hafa alþiugistíðiudiu frá í sumar orðið fyrst fyrir, því margir eru um að vilja ná í þaui áður en þau eru komin í blöð eða þá orðin ólcsandi af óhreininduin, sem opt vill verða. Allmisjafnir eru dómar um þingið í sumar, eins og við er að bfiast. Einnig ganga ýmsir dagdóm- ar um þingmenn okkar nú ekki siður en að undan- förnu og er slíkt ekki lastandi, séu þeir á rökum byggðir. Eg heyri t. d., að Bumum þykir hinn 1. þingmaður okkar hafa farið óheppilegum orðum um stjórnarskrárfrumv., þegar hann talaði í því máli við fyrstu umræðu. En þar þeir hinir sömu hafa séð á þingtíðindunum, að slíkt hafði engin áhrif á málið cða atkvæðagreiðslu um það, þá er ekki að fara frekara fit í það atriði. Þá er „stóra málið“ eða „stóra frumvarpið", sem blöðin kalla, sem tálsvert hefur verið rætt um, og eru ýmsar skoðanir um það, eins og eðlilegt er. Þ6 er því ekki að leyna, að ailmargir hér efra að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.