Þjóðólfur - 14.12.1894, Side 1
Árg (CO arkir) kostar 4 kr
Erlendis 5 kr.—Borgist
fyrir 15. jflli.
þjöðOlfue.
Uppsðgn, bnndin við áramót,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
XLTI. árg. Reykjayík, föstudaginn 14. desember 1894. Nr. 58.
jeg fylli nú flokkinn þeirra,
sem framliðinn harma þig.
t
Bergsteinn Jónsson
súðlasmiður.
Þú unnir ei erfiljóðum,
þú áleizt þau barnaspil,
en dálitlu kærleiks-kvæði
kveðja þig samt jeg vil.
Jeg minnist svo margra stunda,
sem með þér jeg gleði naut
frá því að fyrst við kynntumst
á fagurri æsku braut.
í Hlíðinni fögru forðum
í fyrstu við kváðumst á
og fundum hvor að hjá öðrum, —
og ekki var hlífðin þá!
Um aðfinningar hvor annars
við áttum svo skipti máls,
það virti hvor vel af öðrum
þó væri skoðunin frjáls.
Þú samur varst æfi alla:
þú að hinu skakka fannst;
en mannlega er mönnum varið:
þú misskilning opt þér vannst.
Að fylgja fram inu sanna
þú fastlega lézt þér annt. —
En alhliða sannleik engum
mun auðið að skýra grannt.
Þú nnnir og öllu fögru
og undir ei blettum þar:
í ljóðum og söng og smíðum
þín smekkvísi nákvæm var.
Þú virtir og vildir ið góda
— en vegna ins góða sjálfs —
og samvizkan sagði upp lögin
af setningum manna frjáls.
Hjá sjálfum þér eins og öðrum
hið ófullkomna þú sást,
að umbótum huga hneigðir
og hafðir á framför ást.
Og þú hafðir þína skoðun
á því, sem að framför laut.
Og sjálfstæður flestum fremur
þú fórst þína eigin braut.
En brautin þín er á enda, —
og áður en varði mig
En farðu nú vei, minn vinur!
til víðsýnis æðra’ en hér.
Jeg kveð þig í bráð, og bið þig:
Brag þennan forlát mér.
Br. J.
V estur-flutningar.
Svolátandi hugvekja frá nafnkenndum
Yestur-íslending var „Þjóðó!fi“ send með
síðustu póstskipsferð:
Loksins er svo komið, að menn eru
orðnir steinhissa af fylkisstjórninni í Mani-
toba, hvað fólksflutninga af íslandi snert-
ir. Það er líka öll von, því opt hefur
mátt álíta þrælslegt, að gera þangað út
legáta upp á kostnað örsnauðra manna í
fylkinu, en tólfunum kastar þetta ár,
þegar peninga- og atvinnuleysi er eins
hörmulegt og nú á sér stað. Mikill fjöldi
fólks á margfalt minna en ekki neitt, og
sífellt eru menn að laumast úr einum stað
í annan vegna skuldabasls, og skilja þá
allopt eptir tómhendar fjölskyldur, sem
ekkert vita, hvað borgið getur lífinu til
næsta máls.
í þetta sinn hefur ekki Dominionstjórn-
in borið við, að kosta einu ,centi‘ til agents-
heimsendingar, og er það þó, eins og allir
vita, hennar mark og mið að reyna að
ná íslendingum, eins og öðrum, til þess,
að rækta þessar óbyggðir í Kanada og
auðga ríkið. Hún sér náttúrlega, að fólk
hefur ekki nokkurn skapaðan hlut hingað
að gera, þar sem hundruð og þúsundir
manna standa blásnauðir og vinnulausir í
landinu og verða að biðja um brauð af
ríkisins fé.
En Greenway-stjórnin fer ekki að því.
Hún lætur það eptir sig liggja, að senda
tvo þessa þokka-pilta sína heim til íslands
í ár. Er það ti! að „Ieiðbeina“ vestur-
förum? Jú, svo segir hún. Og útvegar
hún .þeim svo atvinnu þegar hingað kem-
ur, eins og útflutningsstjórarnir heima
auglýsa? Ekki alveg. Það er eitt af
stjórnar agenta brellum. Oss hér vestra
er ekki kunnugt, að fylkisstjórnin gefi
einn einasta málsverð hungruðum innflytj-
anda, því síður að hún sjái honum fyrir
eíns dags vinnu. Ef þeir fá nokkra hjálp,
þá kemur hún vanalega frá eðallyndum
landsbræðrum þeirra, er eitthvað geta af
mörkum látið.
Það var allhart að fá vinnu hér í bæn-
um Winnipeg síðastliðið ár, enda var þá
almenn umkvörtun frá öllum hlutum ríkis-
ins. Þess vegna voru — eg skal sérstak-
lega nefna íslendinga — menn nálega alls-
lausir á haustnóttum og stórskuldugir fyrir
heimilisþarfir eptir síðastl. vetur. Nú í
sumar hefur verið hálfu minni vinna og
langtum lægra kaup, svo að það má
nærri geta, hvernig efnahagur landa muni
standa um það vinna byrjar næstkomandi
sumar. — íslendingar hafa sjálfsagt tekið
eptir því, bæði af blaðaskekklunum, sem
hér eru gefin út (Hkr. og Lögb.) og svo
af bréfum og frásögnum heim, að Vestur-
íslendingar eru í frekara lagi hreyknir og
hólgjarnir og þykjast vera vaxnir upp úr
seyrunni heima. En nú er svo komið, að
enda gort-blaðið „Lögberg“ verst allra
mannaláta, nema það sem það flytur vega-
seðla til og frá, til þess að koma Sigtryggi
sínum á framfæri, sem það veit fullvel,
að ekki muni fá að fara heim í smölun
næsta ár, því sannleikurinn er sá, að Green-
way skiptir alla tið um agenta heim, til þess
að geta launað sem flestum íslenzkum
aífeceJa-smölum sínum, seinustu hlaupin.
Það liggja tveir við dyr hans núna, sem
menn eiga víst, að muni verða sendir heim
næst. Það eru félausir menn, eins og
hinir, og leiða allar matvonir sínar til
Mr. Gtreenway’s.
Ef íslendingar væru svo efnum búnir,
mundu þeir hafa farið í hundraðatali heim
í ár, því allur ffóldinn er Uásnauður og
sáróánœgður. Viturlegra teldi eg það af
alþingi íslendinga, að fá mann hér að
vestan — sem ekki væri kostaður af vestan-
stjórnum til að segja ósannindi um land-
kosti og gæðin í Kanada — til að halda
fýrirlestra hingað og þangað á íslandi,
heldur en kasta fé út til jafn hranalegs
fyrirtækis og járnbraut er.
Winnipeg, í okt. 1894.
J. E. Eldon.