Þjóðólfur - 14.12.1894, Page 4

Þjóðólfur - 14.12.1894, Page 4
232 Góð vasaúr og úrfestar hefur til aölu Magnús Benjamínsson, Beykjavík, Veltusundi 3. Fimm króna seðill hefur týnzt á, götum bæjarins. Skilvis finnandi skili honum á skrifstofu „Þj6ð61fs“ gegn fundarlaunum. ííýkoniið til J. P. T. Brydes verzlunar í Reykjavík: Kartöflur. Flórmjöl. Alexandramjöl. Sagómjöi. Rismjöl. Kartöflumjöl. Sagógrjón stór og smá. Semúlugrjón. Kaffibrauð. Biscuet. Sukkulade. Encore Whisky fi. 1,60. Igætt RauðTÍn fl. 1,10 Munntóbak. Reyktóbak, margar tegundir. 10 tegundir af Vindlum frá 4,00—11,75. Hálstau: Hanchettur. Flibbar. Kragar. Manchettskyrtur. Slipsi. Tvisttau. Dowlas. Piqué. Drengjaföt og Kápur. Svart Klæði. Yfirfrakkaefni og m. fl. Stúr JÓLABAZAR tii sýnis. Nýprentiiðar Helgidaga-prédikanir eptir Pál Sigurösson fást hjá öllum bóksölum á landinu. Kosta heptar 3 kr. í bandi 4 kr. Sigurður Kristjánsson. yýprentað Smásögu-safn Dr. P. Péturssonar V. kostar hept 50 aur., innb. 60 aur. og fæst hjá öllum bóksölum á landinu. Sigurður Kristjánsson. Kýprentuð Landafræöi handa barnaskólum eptir Morten Hansen skólastjóra fæst hjá öllum bóksölum á landinu. Kostar í bandi 75 aura. Sigurður Kristjánsson. Jólaborö! er llka hjá Eyþór Felixsyni, Austurstr. 1, og selzt allt á því með 20% afslætti. Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar hefur: Ljóðmæli eptir Steingrím Thorsteinsson• Kosta í skrautbandi kr. 4,50; í kápu kr. 3,00. Einkar hentug jólagjöf. Almanak 1895 á 12 aura, og margar nýj- ar, góðar útlendar bækur, sem vert er að lesa. Yíirlýsing. Hér með yfirlýsum við undir- skrifaðir því, að við höfum aldrei séð Guðmund Hannesson í Keflavík drekka vín, eða haft hug- mynd um, að hann hafi neytt víns, siðan hann kom í stfikuna „Vonin“ nr. 15, og apturköllnm við hér með sem dauð og ómork þau orð, er við kunnnm að hafa talað í þá átt í beitutúr á síðasta hausti. Þessa yfirlýsingn er honnm heimilt að birta í einhverju opinberu dagblaði. p. t. Keflavík, 28. okt. 1894. TLelgi Helgason. Sveinn Ingvarsson (handsalaö). V itundarvottar: Sigurður Jónsson. Jóhann Bergsteinsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstelnsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 68 rowa og opnaði hún hann hálfhissa. En undrun henn- ar jókst enn meir, er hún sá, að í honum voru mörg pólversk gullgyllini og hjá þeim lá ein visnuð, rauð rós. Við þá sjón streymdu tárin af hinum dauðadöpru augum hennar. Hún var sannfærð um það með sjálfri sér, að þetta væri sama rósin, sem hinn ungi söngsnillingur Friðrik hafði fyrrum hjá henni fengið, og að hann hefði borið hana á brjósti sér til þessa dags, því að eitt einasta orð var skrifað á pappírsmiðann, er hið visnaða blóm hvíldi á og þetta orð var: Chopin. „Friðrik Chopin!u mælti Valeska lágt og hneig um leið í ómegin niður á stólinn. Margbreytilegar draumsjónir svifu nú fram fyrir hugskotssjónum hennar, allur æfiferill hennar, hamingja og heiður, óhamingja og vonbrigði lífsins og að lokum, sem skínandi verndarengill, ímynd tónskáldsins Chopins. „Friðrik! eg elska þig, eg elskaði þig, án þess að vilja kannast við það, en ofmetnaður minn varð, því miður, yfirsterkari röddu hjarta míns, og þess hef eg síð- ar mátt þunglega gjalda“. Hin deyjandi mær talaði þessi orð í hálfum hljóðum og um leið og hún lauk upp augunum, rétti hún fram báðar hendurnar, svo sem hún vildi að skilnaði þrýsta hinum trúfasta ástvin að hjarta sér, en lét þær aptur falla niður í hálfgerðu fáti og roðn- 99 aði lítið eitt, því að ungur maður nokkur lá á knjám fyrir fótum hennar, og þrýsti hinum hvítu, köldu hönd- um hennar að hinum titrandi vörum sinum og þessi ungi maður var Friðrilc Ctiopin, er svo staðfastlega og innilega hafði elskað hana og elskaði enn, svo að hann hafði sent henni félausri og einmana, það sem hann hafði grætt á samsöngnum, en var nú sjálfur kominn til þess að sjá hana enn einusinni, áður en dauðinn hrifi haria burtu og líkklæðin hjúpuðu ásýnd hennar. Það mátti ekki heldur seinna vera, þvi að engill- inn með sýprnsviðargreinina (o: dauðinn) gaf engan frest lengur og hin gljáfögru gullgyllini gátu nú ekki hjálp- að hinni ógæfusömu Valesku til lífsins, þau urðu að eins til að greiða kostnaðinn við jarðarför hennar, ogj fyrir þau var einnig keypt mikill fjöldi blómkerfa, einkum úr hvítnm rósum og ljómandi fagur minnisvarði reistur á gröf hennar, og sáust lengi merki hans í kirkjugarð- inum í Wola; mátti sjá á honum upphafsnóturnar á öðrum hluta hins stórkostlega sorgargöngusöngs, sem er eitthvert hið fegursta af verkum hins mikla tónskálds. Á hverju hausti, þá er grafir hinna framliðnu eru skreyttar af ástríkum höndum, lá ljómandi fögur „centi- folie“ (einskonar rósategund) á leiði Valesku, en eng- inn blómhringur, ekkert blómakerfi, það var að eins ein rós, af táradögg vökvuð rós, en hefði þessi rós getað

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.