Þjóðólfur - 21.12.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.12.1894, Blaðsíða 2
234 löngum útgjöldum, því ef hann einhverra hluta vegna ekki geti staðið í skilum eitt ár, þá sé allt tapað, bæði ábyrgðin sjálf og það fé, er hann sé búinn að leggja í þetta. Einmitt af því, að margir hafa látið þetta fæla sig frá að tryggja líf sitt, hafa einstöku lífsábyrgðar „félög“ í lögum sín- um sneitt hjá þessum og öðrum ákvörð- unum, er óviðfeldnastar hafa þótt. Eitt af þeim félögum, er mest hafa gert til þess að gera lífsábyrgðina sem hag- kvæmasta og ábatasamasta ábyrgðareig- endum, er hið enska lífsábyrgðarfélag „Star„, er nú hefur unnið í meira en 50 ár og hlotið slíka útbreiðslu og álit, að það, að dómi þeirra, er halda út ritum um slíkar stofnanir, stendur fremur öllum þess háttar félögum að stjórn og fyrirkomu- Iagi. Upphaflega var „Star“ stofnað af ensk- um mannvinum, er vildu gefa fátækling- um kost á, að tryggja líf sitt þannig, að allur gróði stofnunarinnar rynni til þeirra aptur, og að þeir, þó þeir einhverra hluta vegna ekki gætu haldið áfram að greiða iðgjöldin, þá fengju þeir aptur það fé, er þeir þegar hefðu greitt. Nú eru lög félagsins þannig, að 9/10. partur af ágóðanum rennur til þeirra, er ábyrgðir eiga hjá félaginu. Erfingjar manns, sem um nokkur ár hefði borgað af lífsábyrgð sinni, en yrði svo einhverra hluta vegna að hætta, fá við dauða hans öll hin innborguðu iðgjöld með rentum. Maður, sem hefði tryggt sig fyrir upphæð, er ætti að borgast honum út eptir vissan árafjölda, en sem t. d. ekki borgaði iðgjöld sín uema helminginn af tímanum, mundi að honum liðnum fá út- borgaðan helminginn af hinni ákveðnu upphæð. Pó maður, sem hefði tryggt líf sitt í „8tar“ fyrirfæri sér að tveim árum liðn- um, borgar félagið alla upphæðina, og sé ábyrgðin veðsett öðrum manni, borgar fé- lagið hana út, þó maðurinn fyrirfæri sér strax; þess vegua er lífsábyrgð í „Star“ miklu betri trygging fyrir Iáni, en lífsá- byrgð í öðrum félögum. Af því að „Star“ gefur „bonus á bonus“ eða rentureutur vex upphæð sú, er maður tryggir sig fyrir, því meira sem maðurinn lifir lengur. Mað- ur, sem um tvítugsaldur tryggir líf sitt fyrir 2000 kr., mundi um fimmtugsaidur eiga hjá félaginu 3000 kr., ef haun lætur „bonus“ leggjast við ábyrgðina. Menn, sem lítið fé hafa undir höndum, en seinna eiga von á meiri fjárráðum og ekki vilja draga að tryggja líf sitt, geta tryggt sig þannig, að þeir fyrstu 5 árin borga rúman helming af hinum ákveðnu iðgjöldum, en þar á eptir nokkru hærri iðgjöld en hin vanalegu. Samkvæmt lögum „Stars“ þurfa þeir, sem komuir eru yfir þrítugt, engin auka- iðgjöld að borga, þótt þeir flytji í aðrar heimsálfur eða breyti lífsstöðu. Lán geta menn tekið hjá félaginu sjálfu, þegar ábyrgðin er orðin nokkurra ára. Auðvitað eru margir svo fátækir, að þeir ekki geta tryggt líf sitt, þótt þeir fegnir vildu, en flestir geta þó tryggt líf barna sinna, og á þann hátt hjálpað þeim til að eignast lífsábyrgðir, sem eru mjög ódýrar, en sem þeim geta komið að miklu haldi, þegar þau eru orðin fullorðin. Ólafía Jóhannsdóttir. Samsöng héldu þeir hr. Steingr. John- sen og hr. kand. Geir Sœmundsson hér i bænum 15. og 16. þ. m. með aðstoð söng- félagsins frá 14. jan. 1892. Frk. Sigríður Jónsdóttir (Péturssonar) og frk. Ásta Svein- björnsson léku undir á hljóðfæri. Var það allt hin bezta skemmtun, en þó ekki jafn- vel sótt, sem ætla mætti. Lög þau, er sungin voru, voru flest einkar falieg, sér- staklega „Aften paa Loggienu eptir P. Heise og brot úr hinum heimsfræga söngleik „Faustu eptir frakkneska tónskáldiðCharles Gounod, er Geir söng hvorttveggja ein- raddað, ennfremur brot úr „Röverborgen", sönglcik eptir Fr. Kuhlau, er þeir Gteir og Steingr. sungu báðir, en ekki virtust á- heyrendur kunna að meta lög þessi að verðleikum. Annað lag eptir P. Heise („Af Helligtrekongersaften“), er Geir söng sér- lega vel, vakti aptur á móti mikla eptir- tekt. „Sángaren pá Vandring11 eptir T. W. Naumann, er hr. Stgr. Johnsen söng mjög vel að vanda, var og einkar fallegt lag. Ennfremur má nefna lagið eptir Mendels- sohn-Bartholdy (,,Herbstlied“), mjög fallegt, er þeir Steingr. og Geir sungu báðir, og nýtt lag eptir Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Edínborg, er Stgr. söng einn. Að eins eitt lag var sungið með íslenzkuin texta („Heyrið morgunsöng á sænum“). Hið fagra lag H. Kjerulfs við „Brudefærden i Hardanger“ var enn sungið að nýju marg- raddað á þessum samsöng. Par feilur svo aðdáanlega saman lagið og skáldskapurinn. Yfirleitt var samsöngur þessi eiuhver hinn bezti, er hér hefur verið haldinn, bæði að því er snerti val laganna og meðferð þeirra, enda eru þeir Steingr. og Geir söngmeun miklir og þaulæfðir. Húsbruni. Af Seyðisfirði er „Þjóðólfi“ ritað 25. f. m.: Öll verzlunarhús Gránu- félagsins á Vestdalseyri brunnu til kaldra kola í gær (24. nóv.), ásamt nálega öllu því, er í þeim var. Eldurinn hafði komið upp í vöruklefa inn af búðinni; var þar steinolíutunna á stokkum, sem eldurinn þegar læsti sig í; snarpur sunnanvindur stóð og á húsið og varð því eigi við ráðið, og stóð húsið allt eptir litla stund í björtu báli; að eins mjög litlu varð bjargað af kramvörum úr búðinni, svo og nokkru af búsgögnum og fatnaði úr íveruhúsinu, sem áfast var við búðina. Sökum hvassviðris- ins læsti eldurinn sig þegar í „pakkhúsin“ öll, er voru 4 að tölu, og brunnu þau öll á skömmum tíma, ásamt tveimur geymslu- húsum og hjalli. í húsum þessum voru mjög miklar vörubirgðir: kornvara, salt- fiskur, kol, timbur o. fl., og varð að eins litlu af því bjargað. Nærri lá, að veitinga- húsið og tvö „pakkhús", er standa hjá því, brynnu og, því viudurinn stóð beiut á þau, enda kviknaði tvisvar í veitingahúsinu, en fyrir næga mannhjálp og ötula frammi- stöðu sýslumanns, A. Tuliniusar, urðu hús þessi varin með vatnsaustri og blautum seglum, en mjög mikiar skemmdir urðu á veitingahúsiuu. Hefði eigi tekizt að verja hús þessi, er hætt við, að enn fleiri hús hefðu brunnið. Kolabingurinn hefur brunn- ið í allan dag, og er nú nýbúið að slökkva í honum. Alls munu brunnið hafa vörur og hús fyrir nokkuð á aunað liundrað þúsund krónur. Síldaralli var mikill á Reyðarfirði og nokkur á flestum fjörðum þar eystra, nema á Seyðisfirði. Gufuskipið „Cimbria“ hafði þegar seint í f. m. farið 3 ferðir til Hull með nýja síld í ís, fyrir kanpm. 0. Wathne. - ■■ ---------------------- Eptirmæli. 2. dag ágúBtm. síðaBtl., andaðist á Útskálum Jón Matthíasson kaupmanns í Reykjavík, Jðns- sonar prcsts í Arnarbæli Matthíassonar. Hann var fyrrum hreppstjóri í Mosfellssveit, og bjð 11 ár í Suður-Gröf fremdarbúi með sóma og dugnaði; jarðabætur vann hann þar miklar og umfram sveit- nnga sína samtímis, og fór prýðisvel með búpening sinn, enda veitti búnaðarfélag suðuramtsins hon- um heiðurslaun fyrir þann dugnað. Honum grædd- ist þó lítt fé fyrir þá sök, að hann tvisvar íylgdi sveitungum sínum að því örþrifaráði, að skera nið- ur allt sauðfé af hræðslu við fjárkláðaun. Niður- skurðarstefnan var þá ofan á. Prá Gröf fór hann að Laxnesi í sömu svoit, en er hann hafði búið þar skamraa stund seldi haun bú sitt, og varði miklum hluta þess, til að kosta mál- og heyrnar- lausa dóttur til náms í Kaupmannahöfn, með þvi misjafnt orð lék þá á hinni innlendu heyrnar- og málleysingja kennslu. Eptir það vann hann fyrir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.