Þjóðólfur - 21.12.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.12.1894, Blaðsíða 3
236 Bér og sínum einkum með yefnaði, því yefari var hann einhver hinn bezti hér á landi á sinni tíð. Voðir eptir hann fengu hrðs á sýningu í Englandi, að vitni frú Sigríðar Magnússon. Iðjusamari mað- ur en hann mun vandfundinn. Góðsemdarmaður var hann mikill og vildi öllum hjálpa í hverju því, er hann mátti, og horfði hvorki í tima fé né fyrirhöfn, er hann mátti bágstöddum lið veita. Elestum Ijósmæðrum var hann snjallari til hjálpar sængurkonum í neyð, og fleira var honum vel gefið, en það bezt, að hann i baráttunni gegn þungu andstreymi lífsins t. d. fjárskorti og vanheilsu, hélt glaðlyndi sínu, rósemi, þolgæði og þreki til dauðans, enda var hann ráðvendnis- og trúmaður. — Jón sál var slikur maður, að aliir, sem honum kynntust á lífsleið hans, munu hljóta að minnast hans með hlýjum huga. Hann var kvongaður frændkonu sinni Ingibjörgu Guðlaugsdóttur frá Yxney á Breiðafirði, Jónssonar prests Matthíasson- aa. Börn þeirra: Guðrún, heyrnar- og mállaus dð i Kaupmannahöfn; Kristján, Guðmundur nú í Englandi og Þóra Ingibjörg á tJtskálum. Kunnugur. Nýtt skáld. í október síðastliðnum flutti „ísafold11 greinarstúf í blaði sinu um söngbók okk- ar stúdenta. Ekki þarf að bendla herra ritstjór- ann við grein þessa, hann á víst ekki mikið i henni, það stendur neðan undir henni „Criticus11. En þótt það sé þannig auðséð, að ritstjórinn á ekkert í grein þessari, þá virðist oss stúdentum eigi ólikiegt, að höfundurinn sé meira en lítið skyidur honum, meira að segja svo likur honum, að hægt væri að villast á þeim. Þessum herra þykir söngbók vor ekki illa skip- uð að drykkjuljóðum, „þó fieirum hefði verið á að Bkipa“, má ætla að komið hafi höfundinum til hug- ar, því að hann getur ekki á sér setið að koma með eina ærlega drykkjuvísu, auðvitað eptir sjálfan sig. Það var leiðiulegt, að bókin skyldi vera kom- in út, er þessi visa varð heyrum kunn, þvi að ætla má, að söngbókarnefndin hefði gert það höfundin- um til heiðurs að taka vísu þessa í bókina. Héðan af er ekki hægt að bæta úr þessu að fuliu, og fellur oss stúdentum það þó illa höfundarins vogna. En það getur hanu huggað sig við, að vér munum halda uppi vísu hans, og með því að félagið var svo heppið að ná i sæmilegt lag við vísuna, þá höf- um vér sungið hana nokkrum sinnum á fundum vorum, og munum einnig gera það framvegis við og við. í annan stað getum vér og huggað höf- undinn með því, að efiaust verður vísan tekin upp í söngbókina, éf hún verður gefin út öðru sinni. Þeir, sem ekki hafa séð vísu þessa, vildu eflaust fá að heyra hana. Hún er þannig: „Drekka, drekka, drekk’! | Drekka allar stundir, | Drekka nótt og nýtan dag, | Drekka meðan maður getur rennt niður“. Anlicriticus. ——<=»-* 3-o«e*-<c.- Pundin mannstoein. í haust var eg einn dag á gangi hér fyrir ofan bæinn; sá eg þá í fiagi rétt hjá mér höfuðkúpu; eg tók kúpuna og sá undir eins, að hún var af manni. Litlu siðar gróf eg þar niður (sem kúpan var) og fann mannsbein. Hjá beinunum fann eg hálf-kúlumyndaða brjóstnál með þremur festum niður úr, sem enduðu í dálít- illi aflangri plötu. Engar sagnir eru til um bein þessi, en trúlegast þykir mér, að þau séu síðan um svartadauðann 1402—3. Ekkert fémætt fann eg annað hjá beinunum, hvorki fataleifar eða trjáa. Vaði í Skriðdal 12. nóv. 1894. Stefán Þórarinsson. Fyrirspurnir og SYÖr. 1. Er það rétt, að réttarbændur taki sem sína eign öll þau iömb, sem fyrirfinnast ómörkuð í fyrstu aðalrétt, sem ekki ganga út meðan á réttarhaidinu stendur, og síðan að fara með þau heim til sín, á þann hátt, að slcera sum þeirra samstundis, og geyma hin til næstu réttar, til þess að lömbin geti ekki fundið sínar réttu mæður? Er þessi að- ferð rétt, samkvæmt Jónsbókarlögum, eða eru það lög, sem réttarbændur taka sér sjáifir? Svar: Réttarbændur hafa enga heimild til að taka ómerkinga í fyrstu aðalrétt, til þess að varna því, að mæðurnar geti leitt sig að þeim. og því síður er þeim leyfilegt að skera þá þegar i stað eptir fyrstu rétt. Þessi aðferð réttarhænda verður því að skoðast lögleysa eða ójöfnuður, sem sveita- bændur ættu ekki að láta óátalið, 2. Eg léði manni hest í sumar fyrir ákveðna borgun hvern brúkunardag. Er það rétt af þeim, sem fékk léðan hestinn, að draga frá hinni um- sömdu borgun til min það, er hann kann að hafa kostað til hestsins þá daga, er hann brúkaði hann, t. a. m. borgun fyrir hagbeit, iiutning úr haga og i o. s. frv.? Svar: Nei. 3. Erum við, sem vinnumenn, skyldir að leggja okkur til kaffi i verið, fremur en við bæinn, þar sem þsð er plássvenja hér, að húsbændur fæði hjúið. Svar: Vinnum. í vist hjá húsbónda er ekki skyldur að leggja sér til kaffi, þótt hann sé í veri, en að hann geti krafizt kaffi optar en tvisvar á dag mun hæpið, svo að vilji hann hafa það optar verður það að vera á hans kostnað. 4. Hefur hreppsnefnd leyfi til að leggja 6 álna hreiðan hreppsveg yfir tún manna með valdi, og jafna síðan kostnaðinum niður á gjaldendur hrepps- ins að þeim fornspurðum? Svar: Já, það getur hreppsnefndin gert, ef nauð- syn krefur. 5. Presti ber að messa 12 messur á ári á einni sóknarkirkju sinni, en messar þar ekki utan svo Bem 3—4 sinnum; er þó ungur og heilsugóður. Ber sóknarmönnum að borga honnm gjöldin eins fyrir það ? Svar: Sóknarmenn verða eins að greiða presti lögboðin gjöld, þótt hann vanræki messugerðir, en sjálfsagt virðist, að sóknarmenn iáti ekki slíkt hirðuleysi óátalið og kæri prest fyrir kirkjustjðrn- inni, ef hann heldur uppteknum hætti. Prédikanir í dómkirkjunni um hátíðirnar. Þorláksmessu, kl. 5: doeent Jón Helgason. Aðfangadagskveld, kl. 6: kand. Filippus Magnússon. Jóladaginn, hámessa: biskupinn. S. d., kl. 5 (dönsk messa): docent Jón Helgason. Annan jóladag: dómkirkjupresturinn. Sunnudaginn milli jóla og nýárs: lektor Þórhallur Bjarnarson. Gamlaárskveld: kand. Sæm. Eyjólfsson. Nýársdag: dömkirkjupresturinn. Landsbankinn verður lokaður frá mánudegi 24. þ. m til föstudags 4. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Samkvæmt liirini endurskoðuðu regiu- gerð bankans, 28. gr., verða vextir inn- færðir í viðskiptabækur, þegar þær næsta skipti eptir 14. janúar verða sýndar í bankanum. Tr. fciunnarsson. -j- Hérmeð tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að minn elskadi eiginmaður Þorvarður Helgason leylár í Keflavik andaðist 14. þ. m. Keflavík 14. desember 1894. Kagnliildur Cluðmundsdóttir. Úr og klukkur. 1 verzlun E. Þorkelssonar í Austurstræti nr. 9 í Reykjavík: silfur-anker- og cylinderúr af beztu tegund í 8 og 15 steinum frá 24—50 kr.; nikkel- anker- og cylindeiúr frá 16—22 kr.; stofu- og skips- klukkur frá 5—18 kr.. Birgðir af fallegum úrkeðj- um og hornkössum og m. fi. Úr og klukkur selt með fleiri ára ábyrgð, og viðgerð fljótt og vel af hendi leyst. Rauður foli 2 vetra(?), mark: hlaðstýft apt. hægra, blaðstýft fr. vinstra, er í óskilum á Hólmi. Gott, nýtt kindakjöt fæst í verzlun Finns Fhmssonar. „Piano“-verzIun „Skandinavien“, verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22. Kjöbenhavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5 °/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gömul hljóðfæri tekin í skiptum. Verðskrá send ókeypis. ■ II-——II ...... n. m . I---f—1-^^— J

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.