Þjóðólfur - 01.02.1895, Blaðsíða 1
Árg. (GO arkir) kostar 4kr.
Erlendie 5 kr,—Borgist
fyrir 15. júli.
Uppsögn, bnndin vií 4ram6t,
ógild nema komi tilútgefanda
fyrir 1. oktftber.
ÞJOÐÓLFUE.
XLYII. árg.
Reykjayík, fðstndaginn 1. febrúar 1895.
Nr. 5.
„Þjóðólfur“ kemur út tvisvar
í næstu viku, þriðjudag og föstudag.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 14. jan.
Itússland. Það er í frásögur fært, að
diginn áður en Nikulás II. Rússakeisari
og Alix drottning hans giptust, gengu
þau í búðir og keyptu varning í búið, og
fylgdi þeim ekkert gæzlulið. Þá urðu
Rússar liissa. Það var og skömmu síð-
ar, að keisarinn ók í vagni sínum og þau
drottning bæði, og voru fylgdarlaus, þá
kastaði maður bréíi í vagninn til keisar-
ans og var þegar tekinn af löggæzlumönn-
um. Keisari tók upp bréfið og las; en á
því stóð, að sá maður þóttist hafa orðið
fyrir rangindum og skaut máli sínu til
keisarans. Síðan bað keisari þá láta laus-
an manninn og sagði á reiði sína, ef hon-
um væri nokkurt mein gert fyrir þetta
tiltæki, og hét að láta rannsaka mál hans.
Enn er það af hinum unga keisara að
segja, að hann sendi Finnum ljúfa kveðju
sína og hét þeim vináttu sinni fullkominni,
og síðan eru Finnar miklir vinir hans.
Þá gerði hann orð Oúrlw Póllandsstjóra
og kvaddi hann heim; þann dag var svo
mikill fögnuður í Varsjövu, að náiega var
enginn kofi svo aumur, að ekki væri hann
prýddur ljósum. Gúrkó var harður mað-
ur og refsingasamur og svo grimmur, að
hann lét berja marga menn til blóðs fyrir
litlar sakir eða engar, og aldrei fékk nokk-
ur maður landsvist aptur, er kominn var
til Síberíu, þó að sannaðist sýkna hans.
0g þó var kona hans miklum mun verri.
Um hans daga óð hver þorparinn uppi í
Póllandi með yfirgangi og rangindum, ef
hann á annað borð var rússneskur. Sá
heitir Schuvalow, er kemur fyrir Gtúrkó.
Hann er maður forn í skapi og mildur.
Hyggjá Pólverjar hið bezta til skiptannna.
Sá atburður gerðist suður í landi, í
fyrra sumar, að katólskir menn viidu byggja
sér kirkju, en fylkisstjórinn bannaði; þeir
reistu kirkjuna eigi að síður. Þá fór til
einn herforingi með litla sveit Kósakka og
vildi rífa niður kirkjuna. Er sú saga miklu
lengri og ljótari, en hér verði sögð. Er
það ekki að orðlengja, að þegar er Kósakk-
ar fengu svigrúm og liðveizlu níddust þeir
á bændum; féllu sumir fyrir vopnum en
sumir voru kvaldir og pyndaðir til bana;
en konur þeirra og mæður og dætur léku
þeir svo herfilega, að engin dæmi eru til
annars eins á síðari öldum. Síðan var
höfðað mál móti þeim, er eptir lifðu og
þeir dæmdir til Síberíu-vistar. Þá var
keisara sendur dómurinn til staðfestingar,
og fylgdi þar með erindi frá fylkisstjóra
og eggjaði hann staðfestingar. Keisari
gerði þau úrslit þessa máls, að hann ó-
nýtti dóminn og bað engan vera svo djarf-
an að sýna sér bréf sýslumanns. Af þessu
verki varð hann mjög frægur um allan
heim.
Enn er það að segja, að hann létti
ánauð af Gyðingum að nokkru. Og vænta
menn nú af þessum hlutum, að liéðan af
muni daga yfir Rússlandi, og fyrir því er
svo ýtarlega af þeim sagt. Þess óska
allir einhuga, að keisarinn vilji setja niður
klerka og ríki kennilýðsins rússneska og
þarnæst rýmka ritfrelsi. Annars taka menn
nú að gera ráð fyrir því, að Nikulás keis-
ari muni kveðja til þings, áður en langt
um líður, en ekki er það á öðru byggt
en því er nú var sagt.
Eg sá Nikulás keisara, er hann kom
til Hafnar í sumar. Hann er hár maður
vexti og ekki gildur. Breiðleitur hið efra
og kinnbeinamikill sem aðrir Slafar en
mjöleitur hið neðra og klippt í tjúgu skegg-
ið. Hann er þungbrýnn nokkuð og alvar-
legur, en þó liggur sá svipur um augun
og munninn, sem jafnan búi hann yfir
nokkurri glettni eða háði. Hann er fríður
maður og höfðinglegur.
Frnkkland. Ferdinand Lesseps er dauð-
ur og stóð á níræðu. Hann var lengi vel
frægastur maður um allan heim og lof
hans á hverri tungu. Frökkum var hann
ástfólgnari en nokkur annar af kinum
mörgu ágætismönnum þeirra, enda sögðu
þeir, að þar mætti sjá skörungskap og
framkvæmdarsemi hinnar frönsku þjóðar,
þar s'ein hann væri. Starf hans er svo
kunnugt, að því skal ekki lýst hér, og
Panamamálið er öllum í fersku minni.
Hann var orðinn svo hrumur,“að hann
þekkti engan mann, og aldrei fékk hann
að vita af því, að hann hafði verið dæmd-
ur.
Eitt féglæframálið er komið upp á
Frakklandi enn, og þetta sinn meðal blaða-
manna. Þeir hafa tekið mútur til þess að
mæla fram með skaðræðismálum, og að
auk kúgað fé út af mörgum manni, sem
þeir vissu eitthvað misjafnt um. Við það
mál eru bendlaðir margir hinna helztu rit-
stjóra í París. Þá komst líka upp um
félag eitt, að það hafði farið með mútum
og svikum til þess að græða fé. Fer þar
nú margur krossaður oflátinn í betrunar-
húsið.
Þá var það, að einn tiginn hormaður
var sakaður um landráð, hann hafði sýnt
annari þjóð áríðandi skjöl, frönsk, sem eng-
inn mátti sjá; málsóknin var leynileg, og
var hann dæmdur sannur að sök og því-
næst í útlegð, og skyldi aldrei eiga apt-
urkvæmt.
Þýzkaland. Frá því var sagt síðast,
að Vilhjálmur keisari setti þá Caprivi og
Eulenberg af völdum og tók í staðinn átt-
ræðan öldung og skrifara hans. Auðvitað
hefur keisari gert það til þess, að sýna að
hann héldi sjálfur um stýrið enekki ráðgjafar
hans, því að Schillingfurst (Skildingafursti)
þessi er um áttrætt og hefur ekkert látið
til sin heyra. Og þó hefur nú staðið hin
harðasta rimma á alþingi þeirra Þjóðverj-
anna um frumvarp stjórnarinnar, sem stfl-
að er á móti „byltingamönnum“. Þykir
öllum frjálslyndum mönnum það ganga of
nærri borgaralegu frelsi, og einkum ham-
ast jafningjar móti því. Margar greinar
gerast með þeim Þýzkalandskeísara og
þegnum hans, þær er hér verða eigi ritn-
ar, en einkum þykir þeim hann gjarn á
sjálfræði og einveldi og hafa sig helsti
frammi. T. d. býður liann öðru hvoru
til sín þingmönnum og „agiterar" fyrir
sínum áhugamálum; hann hélt t. d. um
daginn langan fyrirlestur um bardagann
við Yalúfljótið og sjóhernað og sjóflota
þjóðanna nú á dögum. Hann endaði ræðu
sína svo: „Eg veit þið gerið það nú fyr-
ir mig að gleðja gamla manninn hann Bis-
marck á 80. afmælisdaginn hans, og veitið
þetta lítilræði til flotans!“
Lítilræðið skiptir hundrað miljónum
króna.