Þjóðólfur - 01.02.1895, Side 3
19
ar í einum h6p, án tillits til merkja, og að þær
hafi yerið yirtar af þremur matsmönnum, áður en
þeim var slegið Baman í hópinn. Hvers vegna voru
þessar kindur ekki seldar sér eptir merkjum, eins
og hinar, úr þvi búið var að aðgreina þær í flokka
eptir merkjunum? Það hlaut að verða hæði rétt-
ara og ómaksminna, en að setja þessa einkennilegu
matsnefnd.
Eg vonast til þess, að hinn háttvirti greinarhöf.
afsaki þessar athugasemdir mínar og spurningar,
þar sem reynalan hefur sýnt mér, að ýmislegt er
skrifað um þessar mundir Zöllner til gyllingar og
afsökunar og mér til áfellis, sem ekki á víð nein
rök að styðjast.
Reykjavík 29. janúar 1895.
Björn Kristjánsson.
Hið íslcnzka krennfélag hélt fund
26. f. m. í minningu um, að félagsskapur
þessi kefur nú staðið eitt ár. Félagskon-
ur kér í bænum og á Seltjarnarnesi munu
nú vera á 6. hundrað. Á fundinum söng
kand. theoi. Gteir Sæmundsson einraddað,
nokkur lög, þar á meðal kvæðí Einars
Benediktssonar til kvennfélagsins, er fyrst
var sungið á fundi félagsins 17. nóv. f. á.
Ennfremur var leikið á hljóðfæri. Hannes
Þorsteinsson ritstj. talaði um háskólamálið,
er fyrst hefði vakið þessa kvennfélags-
hreyfingu, minntist á mótbárur þær, er
komið hefðu fram leynt og ljóst gegn
málinu og sýndi fram á, að þær væru
ýmist sprottnar af vanþekkingu eða mis-
skilningi m. fl. Ungfrú Ólafía Jóhanns-
dóttir og Þorbjörg Ijósmóðir Sveinsdóttir
töluðu og á fundinum og loks voru nokk-
ur félagsmálefni rædd.
Irnessýslu (Eyrarbakka) 17. janúar:
Tíðin er góð. Fjárpestin sögð í rénun
víðast (og er mál). Kvillasamt hér á Bakk-
anum; hefur taugaveiki verið viðloðandi
siðan í fyrra, alltaf einhver legið í henni,
og nú er nýdáinn Árni Álfsson skósmið-
ur, góður drengur og vinsæll. Aðrir hafa
ekki dáið úr heuni. Þrjú börn eru nýdáin
úr hálsveiki, sem er að stinga sér niður.
Sagt er, að bæði í þeim og Árna sál. hafi
lungnabólga riðið baggamuninn. Eyrbekk-
ingar vilja fá hinn setta lækni til þess,
að setjast hér að. En uppsveitamenn munu
þykjast hætt staddir, ef hann fjarlægist
þá meir en er. Marga heyri eg láta í
Ijósi eptirsjá eptir Guðmundi lækni, sem
nú hefur sótt um lausn frá embætti, og
er það von, því hans skarð er vandfyllt.
Þeir verða nú án efa látnir fylla það tveir
eptirleiðis.
Stöku sinnum hefur gefið á sjó hér á
Stokkseyri og hefur þá orðið vel vart, sem
ekki er venja hér á þessum tíma árs.
Aukalæknir. Oddur Jónsson, sem áð-
ur var aukalæknir í Dýrafirði, hefur verið
settur aukalæknir í Strandasýslu norðan-
verðri fyrst um sinn, um eitt ár.
Hval 30 álna langan rak á gamlárs-
dag á Bjarnanessfjöru eystra.
Aflabrögð. Austanfjalls (á Stokkseyri
og þar í grend) kvað vera kominn dá-
góður afli, mestmegnis ýsa, en þó nokkuð
af þorski.
Mannalát. 25. f. m. andaðist á sjúkra-
húsinu hér í bænum Karítas Þórðardöttir
(hreppstjóra i Móum Runólfssonar og Ást-
ríðar Jochumsdóttur systur séra Matthíasar)
23 ára gömul.
Aðfarauóttina 27. f. m. andaðist hér í
bænum úr brjóstveiki Ouðrún Ouðmunds-
döttir (bæjarfulltrúa á Hól Þórðarsonar)
kona Árna Zakaríassonar næturvarðar,
efnileg kona á bezta aldri.
Póstskipið Laura kom hingað í gær.
Hafði verið fulla 6 daga í Færeyjum. Far-
þegar með því voru: Guðm. Kristjánsson
skipstjóri, Barthels verzlunarmaður, Jón
Ólafsson frá Bigg-garði, er sigldi til lækn-
inga í haust, ennfremur mr. Franz fjár-
kaupamaðurinn enski, er hér var síðastl.
12
hungurkvalirnar æstust að eins; honum varð flökurt, og
sár snarandi kom fyrir bringspælina; maðurinn, sem
skilaði boðunum fyrir hann, kom út; hann gekk þegjandi
fram hjá Bjarua, og stefndi út fyrir bæ.
„Fæ eg nokkuð?“ kallaði Bjarni á eptir honum.
Maðurinn gaut til hans hornauga, og svaraði: „Það
held eg frá, þér er óhætt að fara upp á það“.
Hann gat ekki vitað, að Bjarni kæmi inn.
Bjarni hímdi litla stund enn upp við stofuþilið;
honum fannst fokið í öll skjól. Hann gaut gráðugu
hornauga inn um stofugluggann; hann óskaði sér að eins>
að hann væri orðinn Grettir eða Ormur eða einhver
ógurlegur jötunn, til þess að hann gæti tekið með valdi,
þó ekki væri nema einn smáfisk, til þess að svala hungri
sínu. Honum flaug varla konan og börnin í hug; að
eins þessi skerandi, knýjandi tilfinning sjálfs hans —
og annað ekki.
Svo kom prestskonan út; hún skyggndist um og sá
Bjarna standa upp við þilið; hann kastaði kveðju á
hana; hún tók því og svaraði:
„Hví kemurðu ekki inn?“
Bjarni svaraði, að hann hefði engin boð fengið um
það, sér hefði verið sagt, að hann mundi ekki fá neina
líkn hér.
Prestskonan lét hann fara inn með sér, og fór með
9
í sömu sporunum og horfði ofan í jörðina; það var orð-
ið koldimmt; hann stóð þar úrræðalaus; hugsunin var
sljó og döpur; hann fann það eitt, að hann komst ekki
lengra; hann staulaðist út að fjárhúsinu þar utan til á
túninu: það var bundið aptur; haun leysti tappabandið,
og fór inn; hann setti stein á hurðina að innan; þar
voru nokkurar kindur inni, og vel hlýtt í húsinu.
Hann fleygði sér upp í jötuna, og hafði höfuðið í
heyinu í tóttardyrunum. Ósegjanlegleg værð og vellíð-
an kom yfir hann; ylinn af kindunum lagði um hann
allan; hann hugsaði ekkert, en gleymdi sér og sofnaði
skjótt.
Hann dreymdi ekki annað um nóttina en stór föt
full af feitu keti, sem hanu mátti borða úr nægju sína.
Enn þá var hann maður með eðli sínu réttu.
Yillidýrið, sem hungrið skapar úr manninum, var
ekki vaknað í honum enn.
Um morguninn, þegar var hálfbjart eða svo, vakn-
aði Bjarni við það, að einhver var bölvandi að hrista
fjárhússhurðina, og ná henni opinni. Tókst það skjótt,
og kom inn Sigurður og maður af næsta bæ. Kindurn-
ar voru rekstur, sem átti að fara bæ frá bæ, og ætlaði
maðurinn að taka þær.