Þjóðólfur - 22.02.1895, Side 2
34
þingi sé afaráríðandi, og eigi hafl verið í
annan tíma meiri þörf á að kanna vilja
þjóðarinnar heldur en einmitt nú. „Þjóð-
viljinn ungi“ er fundarhaldinu hlynntur
og „Fjallkonan" að nokkru leyti, en vill
heldur láta halda fundinn í Beykjavík, og
er það kynlegt, því að ekki getum vér
séð nokkra ástæðu til þess, að fundurinn
sé betur settur hér en á Þingvöllum,
nema síður sé, enda má ganga að því
vísu, að svo framarlega, sem almennur
undirbúningsfundur verður haldiun, þá
verður það á Þiugvöllum en ekki í Reykja-
vík.
Þótt, skoðanir manna um fundarstaðinn
séu lítt skiptar, þá getur verið, að menn
verði ekki á eitt sáttir um, hvernig heppi-
legast sé að velja til fundarins, eu það er
mjög mikilsvert að komast að fastri niður-
stöðu í því, svo að kosningarnar fari ekki
á ringulreið og í handaskolum. Lang-
bezta aðferðin að voru áliti er sú, að
fyrst séu fundir haldnir í hverjum hreppi,
svo fjölsóttir sem unnt er, og þar velji
hreppsbúar einn mann fyrir hverja 5—10
kjósendur; þessir hreppafulltrúar velja svo
aptur á almennum fundi í kjördæminu
1—2 fulltrúa (eptir tölu þingmanna) til
að sækja Þingvallafund með umboðsskrá
eða almennum yfirlýsingum frá kjördæmis-
fundinum. Bn tii þess að slík umþoð
hefðu verulega, almenna þýðingu, væri
mjög æskilegt, að fulltrúar, sem valdir eru
á hreppafundunum kæmu á kjördæmis-
fundina fram með einhverjar ákveðnar
yfirlýsingar frá öilum þorra kjósenda í
hreppi hverjum, er gætu legið til grund-
vallar fyrir þeim ályktunum, er menn vildu
gera á kjördæmafunduuum og síðan á Þing-
vallafundi og alþingi. Aðalatriðið er, að sem
flestir einstaklingar þjóðar vorrar fái kost
á að greiða sitt atkvæði um það, sem alla
þjóðina varðar mestu, og að hreyfingin komi
neðan frá, frá hjartarótum fjöldans. Þess
hefur hingað til eigi ávallt verið gætt,
eins og ætti að vera, að leita álits al-
mennings í öllum hinum stærri málum, og
afleiðingij af því hefur orðið sú, að al-
þýða manua hefur orðið skeytingarlaus og
áhugalaus, og að sjálfstæðishugur hennar
og framfaradugur hefur dofnað og veikl-
azt. En svo má ekki verða. Ef þjóð-
fulltrúarnir eiga ekki öruggan bakhjall í
þjóðinni, verða þeir einnig linir og hik-
andi í framsókninni, hörfa ef til vill smátt
og smátt aptur á bak, og gefast svo upp
að lokum, og er þá illa farið, því að bar-
áttan er svo alvarleg og erfið, að það
þarf mörg ár, ef til vill áratugi til að ryðja
sér jafnlanga braut áfram, eins og menn
hafa hopað langt aptur á bak á einu ein-
asta ári. Framsóknin er nfl. dálítið örð-
ugri og seinfærri en undanhaldið. Menn
verða vel að gæta þess.
Það getur vel verið, að sumir fram-
sóknarmenn vorir telji það hálfgert hættu-
spil, að leita álits almennings svo ræki-
lega, sem hér hefur verið lauslega drepið
á. En vogun vinnur og vogun tapar. Og
hálfaumingjalegt væri það afspurnar, að
vér ekki kveðum harðar að orði, ef þjóð-
in hlypi nú undan merkjum í helztu áhuga-
málum vorum. Vér erum þess fuilvissir,
að allur þorri íslendinga er svo skynsam-
ur, að hann athugar rækilega, að það
skiptir afarmiklu, hvað gert verður ein-
mitt nú, og að það sé fremur lítilmann-
legt að láta dönsku stjórnina vefja oss um
fingur sér, eins og trafi, og þegja, þá er
hún skipar oss það. Af þakklæti við hana
fyrir lipurð og eptirlátssemi í málum vor-
um ættum vér naumast að gera það. Að
minnsta kosti ættum vér að muna „niður-
skurðinn“ næstl. haust, á stjórnarskránni,
eptirlaunamálinu, háskólamálinu, imests-
kosningarmáliuu o. fl.
Vonandi er, að forsetar alþingis, eink-
um hinn ötuli framsóknar- og f'orvígismað-
ur Benedikt Sveinsson láti ekki lengi
dragast að gefa út áskorun um fundar-
hald á Þingvöllum í vor skömmu fyrir
alþing. Það þarf að blása duglegu í Gjall-
arhorn til að vekja fólkið.
Fyrsta aukadeild kvennfélagsins
hefur verið stofnuð í Keflavík. Er þannig
skýrt frá því í bréfi þaðan 17. þ. m.:
„Hinn 13. þ. m. var haldinn hér í
Keflavík almennur fundur að tillilutun
fröken Ól'fíu Jóhannsdóttur úr Reykjavík.
Tilgangur fundar þessa var sá, að reyna
að stofna hér auhadeild hins íslenzka
hvennfélags. Fröken Ólafía hélt snjalla
ræðu á fundi þessum og skýrði frá aðal-
tilgangi félags þessa o. fl. Að ræðunni
lokinni innti hún fundarkouur að því,
hvort nokkrar þeirra væru fáanlegar til
að gangast fyrir myndun slíkrar auka
deildar; árangurinn varð sá, að 17 konur
gáfu sig fram á fundinum sem stofnendur.
Hinn fyrsti fundur aukadeildar þessarar
verður að líkindum haldinn inuan skamms
til þess að velja forseta, sem talið er
víst, að verða muni héraðslæknisfrú Anna
Thoroddsen“.
Tvö ný kvennablöð hafa verið stofnuð
hér á landi um nýárið, hvorttveggja mán-
aðarblöð fyrst um sinn. Kom annað
þeirra út á Seyðisfirði 8. jan. og nefnist
Framsókn. Á það að ræða um kjör og
réttindi kvenna, vekja áhuga þeirra á
landsmálum m. fl., er þar að lýtur. Það
er því jafnframt „pólitiskt" blað. Einna
et'st á dagskrá virðist það setja bindindis-
málið, helzt algert aðflutningsbann, enda
eru útgefendur þess húsfrú Sigrídur Þor-
steinsdóttir, kona Skapta Jósepssonar rit-
stjóra „Austra“, og ungfrú Ingibjörg dóttir
þeirra, allt áhugamikið bindindisfóík. —
Hitt blaðið, er nefnist blátt áfram Kvenna-
blaðið, verður gefið út hér í Reykjavík af
húsfrú Bríet Bjarnhéðinsdóttur (konu Vald.
Ásmundarsonar ritstjóra ,,FjaIlk.“). Kom
1. tölublað þess út í gær. Jafnvel þótt
það eigi að stefna í sömu átt sem „Fram-
sókn“, að því er framfarir kvennþjóðar-
innar snertir, þá er þó sá rnunurinn, að
„Kvennablaðið“ ætlar að skipta sér iítið
af „pólitík“, heldur af heimilislífinu, barna-
uppeldi, iðnaði kvenua o. s frv., samfara
„heilræðum sem í hag koma“, skemmti-
sögum m. fl. Að öðru leyti mæla blöðin
bezt með sér sjálf, þá er þau fara að
sýna sig, og er því óþarft að spá neinu
um þau, eða gizka á, hvort betur verði
úr garði gert. Það er voriandi, að þau
sofni ekki í reifunum, heldur verði kvenn-
þjóð vorri til gagns og sóma langa hríð.
Viðkunnanlegra hefði oss þótt, að „Hið
isleuzka kvennfélag“ hefði átt þátt í út-
gáfu þessara blaða, en svo mun ekld vera,
enda þótt þau bæði muni vera stofnuð
óbeinlínis sakir áhrifa þeirra, er kvenn
félagshreyíingin hér á landi hefir vakið.
Sjónleiklrnir. I fyrra kveld var
„Frænka Charley’s" enn leikin í leikhúsi
W. Ó. Breiðfjörðs. Hefur ýmsum leikend-
unum farið allmjög fram, síðan það var
leikið fyrst. Auk Ólafs Thorlaciusar og
"Sigurðar Maguússonar, er báðir leika eink-
ar vel, má geta þess, að ungfrú Gunn-
þórunn Halldórsdóttir, er leikur hina réttu
frænku, gerir það rnjög vel og kemur
mjög snyrtilega og eðlilega fraiu. í þetta
skipti söng hr. Júlíus Jörgeusen vísur
nokkrar, nýlega ortar af ungu skáldi, all-
kunnu, og birtum vér þær hér til sýnis,
með því að þær eru einkennilegar og fela
í sér græzkulaust háð og orðaieiki um
apturfarir, apturhald, stjórnarsinna o. fl.,
eins og flestir munu skilja, er lesa vís-
urnar með nægilegri athygli:
Víkin öll var reyfð í reyk,
rumdu hundrað púðurskot,
krakki hló í koti hverju