Þjóðólfur - 15.03.1895, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.03.1895, Blaðsíða 2
46 III. bekkur: 1. Þorkell Þorkelsson (200). 2. Hall- dór Hermaunsson (150). 3. Magnús Jóns- son (150). 4. Bjarni Þorláksson. 5. Sig- nrður Jónsson (150). 6. Bjarni Jónsson (150). 7. Ásgrímur Johnsen. 8. Jón H. Sig- urðsson (75). 9. Ólafur Jónsson (50). 10. Tómas Skúlason (25). 11. Einar Jónasson (50). 12. Ari Jónsson (25). 13. Sigfús Einarsson. 14. Matthías Einarsson. 15. Valdimar Friðfinusson. 16. Guðmundur Tómasson (50). 17. Valdimar Steffensen. 18. Þorvaldur Pálsson. 19. Matthías Þórð- arson. 20. Guðmundur Grímsson. II. bekkur. 1. Guðmundur Benediktsson (150). 2. Eggert Briem. 3. Kristinn Björnsson. 4. Guðmundur Bjariíason. 5. Kristján Thejll. 6. Hendrik Erleudsson. 7. Stefán Stefáns- son (100). 8. Kristján Linuet. 9. Karl Torfason. 10. Sigurður Sigurðsson. 11. Jón Ó. Rósenkranz. 12. Sigurður Guð- mundsson. 13. Ólafur Möller. 14. Sigurð- ur Kristján8son (75). 15. Jón Jóhannesson. 16. Böðvar Eyjólfsson (25). <17. Jón Brands- son (25). 18. Sigurður Helgi Sigurðsson. 19. Sigurmundur Sigurðsson. 20. Karl Finsen. Árni Sigurðsson iauk ekki prófi. 1. bekkur: 1. Rögnvaldur Ólafsson (50). 2. Stefán Björnsson. 3. Guðmundur Einarsson. 4. Jón ísleifsson. 5. Sveinn Björnsson. 6. Jó- hann Sígurður Jóhannesson. 7. Guðmund- ur Jóhanusson. 8. Lárus Halldórsson. 9. Engilbert Gíslason. 10. Páll Egilsson. 11. Lárus Fjeldsteð. 12. Hans Bjarnason. Í3. Björn Magnússon. 14. Ólafur Þorláksson. 15. Vernharður Jóhannsson. 16. Guðmund- ur Þorsteinsson. 17. Sigurjón Markússon. 18. Ásgeir Ásgeirsson. Kvennfélagið. 26. f. m. var stofnuð kvennfélagsdeild fyrir Strönd og Voga með 32 meðlimum. Forseti deildarinnar var kosinn húsfrú Ingibjörg Sigurðardóttir á Kálfatjörn, og í stjórn með henni hús- frú Arndís Sigurðardóttir á Brunnastöðum, Sesselja Ólafsdóttir yfirsetukona, húsfrú Jó8efína Jónsdóttir í Stóru-Vogum og ung- frú Guðrún Árnadóttir í Hábæ. Þá er og stofnuð kvennfélagsdeild á Húsavík með 14 meðlimum; forseti deild- arinnar er húsfrú Elísabet Jónsdóttir, skrif- ari ungfrú Herdís Jakobsdóttir og féhirðir húsfrú Sveinbjörg Laxdal. — Mælt er að kvennfélagsdeildin á Húsavík ætli að leika sjónleiki, og eigi helmingur ágóðans að renna í deildarsjóð, en hinn helmingurinn til styrktar barnaskólahússbyggingu. n. Þingvallafundur. Að því er séð verð- ur af ýmsum bréfum, er „Þjóðólfiu hafa borizt nú með póstum, virðist almenning- ur yfir höfuð vera hlynntur Þingvalla- vallafundi í vor, og eru því miklar líkur fyrir, að fundurinn verði haldinn, enda bæri það vott um frámunalegt dáðleysi og rænuleysi landsmanna, eí fundarhaldið fær- ist fyrir. Vestfirðingar hafa í hyggju að halda eins konar fjórðungsfund á Kolla- búðum 6. júní (sbr. auglýsingu hér aptar í blaðinu), og er auðvitað ekkert á móti því. Sá fundur getur ekki gert Þingvalla- fund óþarfan, heldur miklu fremur stutt að því, að hann verði haldinn. Sjónleikir. Að undanförnu hafa sjón- leikir verið haldnir á tveim stöðum hér í bænum samtímis, bæði í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs og í Goodtemplarahúsinu. Um leikina hjá Breiðfjörð hefur áður verið stuttlega getið hér í blaðinu. Um næstliðna helgi var þar leikið „Æfintyri á gönguför1 eptir Hostrup, og verður það leikið aptur næstu daga, en með niðursettu verði. Fyrir hinum leikjunum hafa Goodtemplarar stað- ið. Eru það 4 smáleikir, er þeir hafa leikið, nefnil. „Frúin sefuru, Fölkið í húsinu“, „Nr. 10lu og „ Valbœjargœsinu (Valby- gaasen) eptir Erik Bögh. Hafa hinir tveir síðasttöldu þótt skemmtilegastir, enda voru þeir yfir höfuð vel leiknir. Sérstaklega lék ungfrú Stefanía Guðmundsdóttir mjög vel þjónustustúlkuna í „Nr. 101“ og þó enn betur „Línu“ í „Valbæjargæsinni“. Var það einróma álit manna, að henni hefði tekizt þar ágætlega, enda hefur hún fá- gæta leiklistargáfu og leikur yfir höfuð allt vel. Auk hennar lék hr. Borgþór Jósepsson verzlunarmaður einna bezt, sér- staklega piparsveininn í „Nr. 101“. Jón Jolinsen sýslumaður í Suðurmúla- sýslu hefur beðið landshöfðingja um lausn frá embætti, en með því að þeir gallar voru á, að umsókninni fylgdi hvorki læknis- vottorð né umsóknarbréf til konungs, verð- ur lausnin ekki veitt svo fljótt sem ella mundi. Prestkosning í Mýrdalsþingum varð ólögmæt sakir þess, að helmingur kjósenda sótti ekki kjörfundinn. Þar voru í kjöri: séra Gísli Kjartansson í Eyvindarhólum, er fékk 40—50 atkv., og séra Magnús Björnsson á Hjaltastað, er fékk 4 atkv. Óvenjuleg veðurhiíða hefur verið nú á degi hverjum langan tíma, og sömu ágætistíð er nú að frétta um land allt. — Frá útlöndum hafa hins vegar borizt þær lausafregnir eptir hvalveiðamönnum o.fl., að þar hafi verið ómunaharður vetur, frost mikil og snjóar. Séu þær fregnir áreiðan- legar, má búast við, að póstskipinu seinki í þetta skipti, sakir lagnaðarísa í Eyrar- suudi. Slysfarir. 8. f. m. drukkuaði maður ofan um is á Akureyrarhöfn, Kristján Bjarnason að nafni frá Geldingsá. 14. s. m. drukknuðu á Eyjafirði 2 menn af Árskógsströnd, Vigfús Maguússon frá Kálfskinni og Hólm Þorsteinsson frá Litlu- Hámundarstöðum. Voru þeir alls 5 á bát, en 3 varð bjargað. 24. s. m. drukknaði 16 ára gamall piit- ur frá Reynivöllum í Suðursveit, Steindór Björnsson að nafni; hafði hann gengið þar á fjöru, en áll liggur millum hennar og lands, og fannst hattur hans og stöng á ísskör í álnum samdægurs, en daginn eptir var lík hans slætt þar upp. ý Hinn 25. febr. andaðist í Hrappsey á Breiðafirði húsfrú Hlíf Jónsdöttir (frá Helgavatni Ólafssonar), kona Skúla óðals- bónda Sivertsen, á sjötugsaldri, eptir 8 vikna legu. Börn þeirra hjóna eru: frú Katrín kona Guðmundar Magnússonar læknaskólakennara, Ragnhildur og Þor- valdur, sem nú býr í Hrappsey. Hlíf heit. var merkiskona í sinni stétt, vel metin og vel að sér ger. Árnessýslu (Biskupstungum) 1. marz: „Yet- urinn hefur verið afbragðsgóður það sem af er, sauðfé víðast lítið geflð síðan á miðþorra, og er það nýlunda; sýnist veturinn þannig ætla að bæta það, Bem sumarið var óhagatætt; það var ákaflega votviðrasamt bér, eins og annarstaðar sunnanlands, er því taðan almennt hrakin og flthey létt og ekki vel verkað. — Bráðapestin kom hér eins og víðar í haust; hfln mun hafa drepið alla í sveitinni 500 —600 fjár, og er það að tiltölu minna, en í mörg- um öðrum sveitum; mest drap hún hér á einum bæ um 90 fjér; það var í Skálholti, en þar er líka tvíbýli, á mörgum bæjnm drap hún Iítið eða ekkert — Af framförum hjá oss Tungnamönnum er lítið að segja; — það brennur nú viða við. Félög hafa samt fjölgað hér árið sem leið, og ef dæma ætti eingöngu eptir fjölda félaganna, sem hér eru nfl í sveitinni, þá værum vér líklega allra manna mestir „félagsmenn". Félögin eru víst sjö að tölu. Fyrst oru þrjú lestrarfélög; það þykir kannske skrítið að hafa 3 lestrarfélög í einni sveit, en það er aðgæt- andi, að hér er allur félagsskapur örðugri en í flest- um sveitum öðrum, þar sem sveitin skiptist í 5 kirkjusóknir og er þar að auki klofin að endilöngu af TungufljótiJ sem er mikið vatnsfall og illt yfir-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.