Þjóðólfur


Þjóðólfur - 29.03.1895, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 29.03.1895, Qupperneq 3
59 otar fram sinni totu, án þess að gæta þoss, hvað ríkið í heild sinni hefur naest gagn af. Þegar á þessu þrefi stóð sem hæst kom frumvarp frá stjórninni til þeirrii laga, sem kölluð eru „byltingalögin“. Þau eru stíluð gegn þeim mö inum og þeim hugmyndum, þeim ritum, sem álítasfc skað- leg fyrir góða skipun mannfékgsins. Þann- ig eru lagðar þungar refsingar við því, að trúa ekki á guð og ódauðleik sálarinnar. Kptir þeim lögum ættu rit Friðriks mikla að gerast upptæk, sumt af ritum Shillers og Kants o. s. frv. Stjórnarblöðin hlakka yfir þvi, að rit Nietzches verði gerð upp- tæk, að hin og þessi rit Heyses og Haupt- manns verði óalandi, ef lögin ná fram að ganga. Það voru ekki mikil líkindi til þess fyrst, en nú eru menn hræddir um, að stjórnin kaupi katólska flokkinu til fylgis við sig. Hann hefur löugum legið á því laginu, að selja atkvæði sín fyrir ófrjáls- legar ráðstafanir, t. d. viðvíkjandi skól um o. fl. Margir hafa barizt dreugilega móti þessum miðaldabrag; gamlir prófessorar, sem allt af hafa fylgt stjórninni. stúdent- ar og vísindamenn hafa mótmæit lögunum kröptuglega. Ög þá hafa sósíalistar ekki legið á liði síuu, því vitanlega eru lögiu stíluð móti þeim einkanlega. Við þá glímdi Bismarck einna mest og móti þeim berst stjórnin enn í dag. Um daginn t. d., sendi hermálaráðgjafinn þá skipun til allra þeirra vinnustöðva, sem hann hefur yfir að ráða, að þaðan skyldu tafarlaust allir rekuir, sem grunaðir væru um að vera hlynntir sósíalistum! Eitt frjálslynt blað í Berlíu lét þessi orð fylgja skipuninni í blaði sínu: „Þessi ráðstöfun stjórnarinnar verður sósíalistum, að liði, ekki síður en aðrar!“ Af þessu „vona;. eg að sjáist, að aptur- haldið á sér öruggt skjól undir vængjum stjórnarinnar þýzku. Og þess verður varla langt að bíða, að eitthvað þessu líkt komi fram á þingi Dana, því að um mörg ár hefur ekki komið svo fram frumvarp á Þýzkalandi, það er horft hefur aptur, að það^hafi ekki endurfæðzt í verri og vesalli mynd í húsinu rauða við rústirnar af Kristjánsborg. Á Englandi og Ungverjalandi heldur lítill meiri hluti frjálslyndra manna bar- daganum uppi. Á Ungverjalandi eru klerk- ar mjög liðsterkir og hafa traust og fylgi hins gamla keisara, sem gefur nauðugur samþykki sitt til nokkurrar nýbreytni. Hann iét dragast */a &r fríi því, að aíþingi hafði samþykkt hjónabandslögin og til þess, er hann samþykkti þau. Og þá sagði hann ráðaneytinu upp, enda þótt meiri hluti þiugsins vildi ekki annað hafa. En enginn treytist að leysa Wekerle aí hólmi, nema sá sem fylgdi skoðunum hans í öllu. — Á Englandi skilar framförunum áfram hægt og seint, en stjórnin á við svo ramm an reip að draga, að hún verður að láta ýms af áhugamálum sínum dragast aptur úr, til þess að geta setið við stýrið. Rosebery er hættulega sjúkur nú sem stendur. Nýlega er þar látinn Lorð Bandolph Churchill (Randólfur af Kirkjubóli). Hann var um eitt skeið (1880—86) einn hinn efnilegasti og glæsilegasti yngri manna á þingi Breta. Hanu hóf bardagann við 4. mann, en svo lauk, að hann varð foringi Toryanna, er hann hafði breytt svo stefnu þeirra, sem honum sýndist. Hann varð svo ráðgjafi, en sagði af sér eptir nokkra mánuði, og fór til útlanda. Hinir ráð- svinnu Englendingar hristu höfuðið yfir gröf hins Iéttúðuga manns, sem hafði not- ið lífsins í stórum teigum, svo að hann dó fyrir örlög fram, en það kemur þeim saman um, að enginn hafi verið betur að sér ger en hann, um þá hluti, er honum voru sjálfráðir. Banmörk. Nú stendur kosningarimma sem hæst um alit land. Hægrímenn og „liðhlaupar“ fylgjast að málum. Annars er hér tiðindalítið; öllu stjórnarskrárþrasi er slegið í dúnalogn, og er nú ekki um annað talað á þingi en tolla og lítilsverð hreppamái. Veturinn hefur verið æðiharður eptir því sem hér er um að gora. ís á öllum sundum og snjór og klaki yfir allt og enga vinnu að fá. Margur hefur átt illa búð og soltið heilum sultinum. En góðgerða- semi hefur líka verið eptir því. Blöðin og einstakir menn hafa safnað fé handa fátæku fólki. í hverjum bæjarhluta er staður, þar sem hver getur fengið mat, sem hafa vill ókeypis, einu sinni á dag. Þá eru og stofur hingað og þangað^um borgiua, þar sem fátæklingar geta setið í hita. Allt það fé, sem til þessa fer, hafa eiustakir menn gefið og er það stórmikið alls, því að margar þúsundir eru mettar á hverj- um degi. Noregur og Svíþjóð. Það harðuar á lmútuuum þeirra baudamanna ennþá. Ráða- neytij Stangs sagði af sér eptir kosning- arnar, — Oscar konungur fór til Kritt- janiu og ætlaði að fá einhvern til þess að stofna ráðaneyti, en enginn vildi verða til þess. Og svo lauk, að Oscar konung- ur fór heim erindisleysu; hefur því Nor- egur enga löglega stjórn sem stendur. Það hefur ekki skort heitingar og stór orð af beggja hendi, einkum Svía, og Norð • menn ganga hópum saman i herinn frí- viljugir. Hvað úr þessu verður er ekki gott að vita. — Björnstjerne Björnson hef- ur lagt til, að málið yrði lagt í dóm danskra lögspekinga, en það hefur ekki fengið neinn byr. Stríðið. Japanar vinna hvern kastal- ann af Kínverjum á fætur öðrum. Fyrir- liðarnir flýja eða drepa sig, til þess að falla ekki í hendur kinversku stjórnarinn- ar, því að þá er þeim dauðinn vís. Nú er Li Hung Sjang sendur til Japans og á hanuað ná friði fyrir alla muni. Látinn er hinn ítalski sagnaritari Cesare Cantu á 89. aldursári. Er hann einkum kunnur fyrir hina ágætu mannkynssögu sína, er snúið hefur verið á flest höfuðmál Norðurálfuunar, þar á meðal á dönsku nokkuð styttri. Skáldið Leopold v. Sacher- Masoch í Austurríki er einnig nýdáinn. Skúli Tlioroddsen alsýknaður í hæstarétti. Með póstskipinu bárust nú þær fréttir, er landsstjórninni og hennar sinnum munu þykja fremur óþægilegar, að hæstiréttur hefur með dómi 15. f. m. algerlega sykn- að hr. Skúla Thoroddsen sýslumann af þeim ákærum, er hann var borinn. Hann þarf einu sinni ekki að borga málskostnað, nema einn áttunda hluta. Hitt allt á hið opinbera (landsjóður) að greiða, og er lag- lega varið landsins fé á þann hátt, eða hitt þó heldur. Það var að eins einn formgalli, sem hæstiréttur hafði fundið að, það, að ekki sást afbókunum. hvort setja mátti[ Sigurð „skurð“ á vatn og brauð. En þetta þótti svo lítilsvert, að það nam ekki neinum sektum. Málfærslumaður Skúla fyrir réttinum, Rée að nafni, ungur maður, varði málið snilldarlega, og hefur orðið frægur fyrir. Fór hann ómjúkum orðum um hinn setta rannsóknardómara Lárus Bjarnason, og verður síðar minnst á það nokkru nánara. Allir þeir, er stutt hafa málstað Skúla og vítt framkomu land- stjórnarinnar gegu honum muuugleðjast yfir þessum málalokum, enda er sigur

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.