Þjóðólfur - 29.03.1895, Blaðsíða 4
60
hans hinn glæsilegasti, — að vera dæmd-
ur í undirrétti frá embætti og til að greiða
allan málskostnað, en vera aisýknaður í
hæstarétti. Ritstjóri ísafoldar verður nú
að gefa hæstarétti einhverja „ráðningu(!)“
fyrir tilvikið.
Póstskipið „Laura“ kom hingað loks
í fyrri nótt, 15 dögum á eptir áætlun.
Hafði ekki getað lagt af stað frá Kaup-
mannahöfn sakir ísalaga, fyr en 15. þ. m.
Með því komu: Gísli ísleifsson cand. jur.,
Sigurður Pétursson cand. jur., Friðrik Jóns-
sou kaupmaður, N. P. Nielsen .verzlunar-
maður, Eyþór Felixson kaupmaður, Thor
Jensen kaupmaður af Akranesi, Björn
Guðmundsson múrari og Q-uðjón Sigurðs-
son úrsmiður frá Eyrarbakka.
Próf í lögum við háskólann hafa tek-
ið: Gísli ísleifsson (í annað skipti) og
Sigurður Pétursson (frá Sjáfarborg)^ báðir
með 1. einkunn.
Dáin hér í bænum 23. þ. m. ungfrú
Jórunn ísleifsdóttir (f prests í Arnarbæli
Gíslasonar) rúmlega tvítug, eptir langa
legu í lungnatæringu, siðprúð og efnileg
stúlka.
Grufuskipið „Agderu (frá Kristjaníu),
er kom hingað vestan af ísafirði i næstl.
viku, lá hér veðurteppt þangað til í fyrri
nótt, að það lagði af stað til útlanda. Með
því fór til Vestmanneyja Jón Magnússon
sýslumaður.
Slysfarir. Frétzt hefur, að 2 menn hafi
druknað af skipi í lendingu við Þykkva-
bæ í Rangárvallasýslu.
Um sama leyti varð úti 4 ára gamalt
barn frá Dagverðarnesi á Rangárvöllum;
hafði verið sent að næsta bæ, Koti, og var
ekki fundið, er síðast fréttist.
Veðurátta hefur verið mjög storma-
söm síðan urn næstl. helgi og gæftir því
alls engar.
Aflabrögð. Á föstudaginn var (22. þ. m.)
fékk Erlondur bóndi Erlendsson á Breiða-
bólsstöðum á Álptanesi 40 í hlut af þorski
og ýsu vestur á Sviði, en ekki reru aðrir
þann dag, enda var sjóveður illt, og lenti
Erlendur suður í Hvassahrauni. Síðan
hefur ekki gefið á sjó.
Allskonar kramvara
óvanalega ódýr kom nú með „Láru“
í verzlun Sturlu Jónssonar.
Hinn eini ekta
Brama-Ijífs-Bllxír.
(Hellbrlgðis matbitter).
í þau 20 ár, sem almenningur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér í
fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim.
Honum hafa hlotnazt hæstu verðlaun.
Þegar Brama-lífs-elixir hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þol,
sálin endurlifnar og fjörgast, maður verður glaMyndur. hugraklmr og starffús, skiln-
ingarvitin verða nœmari og menn hafa meiri ánægju af gæðum lífsins.
Enginn bitter hefur sýnt betur að hann beri nafn með rentu en Brama-lífs-
elixír, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis-
nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim.
Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem
fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir:
Akureyri: Hr. Carl Höepfner.
----Gránuf'elagið.
Borgarnes: Hr. Johan Lange.
Dýrafjörður: Hr. N. Chr. Gram.
Húsavík: Örum & Wuljf’s verzlun.
Keflavík: Tl. P. Dtms verzlun.
----Knudtzon’s verzlun.
Reykjavík: Hr. W. Fischer.
—— Hr. Jón O. Ihorsteinson.
Raufarhöfn: Gránuf'elagið.
Sauðárkrókur: ----
Seyðisfjörður:--------
Siglufjörður:---------
Stykkishólmur: Hr. N. Chr. Gram.
Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. fírgde.
Vík í Mýrdal: Hr. Ealldór Jónsson.
Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögsson.
Einkenni: Blátt Ijón og gullhani á einkennismiðanum.
Mansfeld-Búllner & Lassen,
hinir einu, sem húa til hinn
verðlaunaða Brama-lífs-Ellxír.
Kaupmannahöfn, Nörregade 6.
í verzlun J. P. T. BRYDE’S í Reykjavík
er nýkomið með „Laura“:
Kartöflur. Apeisinur. Brjóstsykur. Kaffi. Kandis. Melis. Exportkaffi.
Margar tegundir af Vindlum frá 6,00—12,50 pr. kassa.
Rjóltóbak. Munntóbak. Reyktóbak.
Encore Whisky fl. 1,60.
Steinoliumaskínurnar „Primus“.
Gólfvaxdúkur.
Stórt úrval af allskonar vefnaðarvörum (Manufactur).
Santal the pd. 2,00.
Allt selst mjög ódýrt gegn peningaborgun.
INT-Úl meö „Lanra" hef pg fengið talsvert af tilbúnum
shófatnaði, sem selst með mjög vægu verði: Karlmannsskór með skrauthnöppum 9 kr.
Kvennskór með skrauthnöppum 7 kr. Barnaskór frá 1,50 til 4,00.
Jón Brynjólfsson, Bankastræti 12.
IX. S. X7-. XDi-trtens I3>illei'.
Fortrinlig styrkende, oplivende og regulerende Middel for en svækket og træg
Mave, udmærket ved Forstyrrelser i Underlivsorganerne> Leversygdomme, Haemorr-
hoidebesværligheder etc.
Attesteret og anbefalet af 12 af Kristianias förste Professorer og Læger. Anvendt
i de sidste 25 Aar af Professorer og Læger og anbefalet som et billigt og uskadeligt
Middel. Bestanddelene angivne.
Leveres i originale, fabrikmærkede og med Brugsanvisning forsynede Æsker á
1 Krone. Faas i de fleste Apotheker i Skandinavien.
Apoteker I. Sell, Kristiania, Norge.
Enefabriitant.
„Þjóðólfur“ kemur út tvisvar í næstu viku, þriðjudag og föstudag.
Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. —'Félagsprentsmiðjan.