Þjóðólfur - 10.05.1895, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.05.1895, Blaðsíða 1
Árg (CO arbir) liostar 4 kr. Erlenilis 5 kr,— Borgist fyrir 15, J411. Dppsögc, bundin við áramöt. ögild nema komi tilútgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÓLPUR. XLYII: árg. Reyk.jayík, föstudaginn 10. maí 1895. Nr. 22. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn ‘23. april. Danmörk. Kosningar fóru fram til neðri deildar 9. apríl. Svo fóru þær, að mótstöðumenn stjórnarinnar unnu sigur. Þeir voru í minni hluta á þinginu í vet- ur eptir aprílsættina í fyrra. Nú sitja á þingi 53 hreinir vinstrimennj 8 sósíalistar, 27 miðlunarmenn og 26 hægrimenn. Mótstöðuflokkurinn ræður fyrir 53 at- kvæðum, stjórnarflokkurinn líka fyrir 53; sósíalistarnir 8 ráða því úrslitum mála, en það er alveg vist, að þeir fara ekki að slást í lið með hægrimönnum, og má telja þá vísa liðsmenn vinstrimanna. Þessi kosningarúrslít komu öllum á óvart, og það því heldur, sem stjórnar- flokkurinn hafði beitt ýmsum illræmdum sem réttmætum brögðum til þess að tryggja sér sigurinn. Hann hafði breytt kjördæma- ökipan á þá leið, að hægrimönnum var bætt við eða teknir vinstrimenn og sósía- listar frá þeim kjördæmum, sem flokkarnir höfðu staðið nokkurn veginn jafnt að vígi við síðustu kosningar. Þar á ofan höfðu þeir sett kosningardaginn að eins viku eptjr þingslit, og þótti mörgum þingmanni súrt í brotið. Hægriroenn voru lika ör- uggir og væntu sér glæsilegra úrslita. En á kosningadagskveld kváðu þeir við annan tón. Svo að segja öll Kaupmanna- höfn var gengin úr greipum þeim, gamlar, traustar hægri-hetjur lágu í valnum víðs- vegar um allt land, ráðgjafar urðu að hníga fyrir skröddurum og skóurum, æzti höfðingi Danahers, sjálfur berserkurinn Bahnson ]á fallinn fyrir uppgjafadáta, og í sjálfri Kaupmannahöí'n gengu prófessorar með rifna brók af glimuvellinum. Um endi- langa Danmörk skein á hvíthærða, borða- lagða öldungana í valnum. — Það er siður að setja þing í nokkra daga þegar eptir kosningar til að prófa kjör- bréf og kanna liðið. Menn draga sig sam- an í flokka, kjósa sér foringja og þetta nokkuð. í þetta sinn urðu flokkarnir 4, eins og fyr er sagt. Af öllum mótstöðu- mönnum stjórnarinnar (Hörupsmönnum og Bergsliðum eða Högsbrosliðum) varð ein fylking undir forustu Högsbros, og kallaði sig „ Venstre Reform-Partietu. Af mönn- um í 8tjórn þess flokks má nefna J. C. Christensen, barnakennara frá Stadil, Jens Buslc, józkan bónda, gamalreyndir Hörups- menn báðir tveir; einn er Alberti, mála- flutningsmaður við hæstarétt, sá er steypti Hörup við næstsíðustu kosningar, kænn maður og kallaður ekki allur, þar sem hann er séður; Peschke-Köedt (les Kjutt) er einn, stækur óvinur tolla; hann er kaup- maður og situr nú á þingi í fyrsta sinn. Um kveldið 9. apríl átti konungur fund við ráðgjafana og er sagt, að Reedz-Thott hafi viljað segja af sér, en kóngur skipað honum að bíða til hausts, að minnsta kosti. Hvað satt er í þessu, veit eg ekki. Foringi þeirrar deildar löggæzluliðsins, sem heitir siðferðisgæzlan, Korn, skaut sig fyrir skömmu. Það þóttu hin mestu tíð- indi hér í borginni, og grunaði menn strax, að eitthvað meira en minna væri á seyði. Þóttust haf'a veður af, að eitthvað óleyfl- legt ætti sér stað eða hefði átt sér stað í þeirrí deild. Þannig komust blöðin að því, að kerlingarnar, sem hóruhús halda, hafa gefið sumum af siðgæzlumönnum stórar fé- gjafir. Blöðin urðu uppvæg og heimtuðu, að nefnd yrði sett til að rannsaka málin, en það hefur ekki fengizt ennþá. í dag fréttist, að Korn hefur drcgið undir sig fé úr sjóði, sem hann átti yflr að sjá. Þýzkaland. Þar hefur gengið mikið á um þessar mundir. Rétt eptir að bylt- íugalögin voru komin fram, varð Bismarck 80 ára. Og það var eins og vant er, þegar eitthvað er um Bismarck að gera, að þá lilaupa Þjóðverjar upp til handa og fóta. Borgirnar kepptust um að gera hann að heiðursborgara, konur og meyjar sátu við að baldíra handa honum sessur og hæg- indi og ýmislegar aðrar dýrindisgjafir. Menn þeirra og feður sendu honum ávörp og lukkuóskir, en ungu mennirnir fengu sér nesti og nýja skó og heimsóttu gamla manninn í stórhópum. Hafði hann nóg að gera þá dagana, að halda ræður yfir öll- um þeim mannfjölda. Sjálfur keisarinn hélt þangað með ógrynni liðs og hélt stóra hersýuingu honum til sæmdar. Bismarck gerði veizlu í móti honum og mæltu þeir hvor fyrir annars minni, hann og keisar- inn, en getið er þess, að Bismarck hafl talað heldur stuttaralega. En nú er að geta þess, að fulltrúar þjóðarinnar sátu á alþingi og ræddu vanda- mál fólksins. Þá stakk forsetinn upp á því, að þingið skyldi fara og „gratúlera11 Bismarck. Þá varð þröng á þingi. Sögðu sumir, að hann væri þess full- maklegur, höfundur hins þýzka ríkis og reisandi hins germanska þjóðernis, sögðu að hann hefði leyst hinn fornþýzka þrótt og þrek úr læðingi og veitt þjóðinni trú á mátt sinn og hamingju. Þá urðu til andsvara sósíalistar, vinstri- menn og katólskir menn (Centrum). Sögðu þeir, að það mundi sitja illa á sér, að fara að veita þeim manni veg og sóma, sem hefði misþyrmt Pólverjum, leikið Hannover hart, þeim manni, sem hefði ætlað að keyra undir sig katólsku kirkjuna, og kirkja sósíalista, þessum forneskju-ribbalda, sem aldrei hugsaði um annað en sjálfan sig. Hann væri öndvegishöldur kúgunar- innar og andófsins í Evrópu; hann hafi legið eins og mara á Þýzkalandi, vakað yíir því eins og gammur, að enginn fengi að reyna sig, til þess að hann einn gæti setið að krásinni, allir hafi orðið að binda skóþvengi hans til þess að komast nokkuð áfram. „Þess vegna eigum vér nú svo fáa sjálfstæða menn á Þýzkalandi; vér sjá- um hér hvergi herðimenn með karlmanns- lund, heldur tómar hirðsnáka-klikkur". I Þetta sögðu þeir og margt fleira. Svo fór, að tillaga forseta var felld, og lá við, að allur þingheimur berðist. — Þessum úrslitum þingsins var tekið með miklum fögnuði af hinum frjálslyndari mönnum um alian heim. En keisarinn lét sór fátt um flnnast og skrifaði Bismarck samstundis og bað hann hugga sig við, að allir höfðingjar og allar þjóðir Þýzka- lands hef'ðu á honum ást og virðingu. í því bréfi lýsti hann þungri þykkju sinni til þingsins og tók mjög illa á þessu verki. Sneiddi hann svo mjög að því, að mörg- um ofbauð. Af byltingalögunum er það að segja, að þau voru samþykkt við aðra umræðu fyrir atfyigi katólska flokksins, en ekki vita menn ennþá, hvað stjórnin hefur gefið honum til fylgis sér. Annars heyrist nú, að keisarinn ætli að láta frumvarpið falla og snúa sér að sósialistum einum, og er það vel

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.