Þjóðólfur - 10.05.1895, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.05.1895, Blaðsíða 2
86 trúlegt þeim, sem þekkja staðfestuna í þýskri pólitik síðan Caprivi fór. Á Englandi er komið upp sundurlyndi milli torya og bandamanna þeirra, og er svo að sjá, sem nú fari að rakna úr fyrir Roseberry. Jarðskjálpti mikill varð í Austurríkí og Ítalíu; bær í Kárnthen, Laibaéh, hrundi til grunna. Er þar af að segja hið vana- lega, að hús brotnuðu og menn meiddust og fengu bana, en þeir sem eptir lifðu eru öreigar. Friður milli Kína og Japan er á kominn. Kínverjar eiga að gjalda stórfé í herkostnað, Kórea á að fá að ráða sér sjálf, það þýðir, að Japanar mega ráða þar því sem þeir vilja. Japanar fá Liao-tanga; þar er kastalinn Port Arthur, allra virkja sterkast; ennfremur fá þeir eyna Formosa, þar eru námur miklar og hafnir góðar; þá eiga Kínverjar að opna 5 borgir fyrir öll- um þjóðum, og varast að fæla siðaða menn frá að taka sér bólfestu og reisa smiðjur í landinu. Það sýnir sig enn sem fyr, að Japanar eiga örugga foringja og harla kæna. Þeir flýttu sér að semja frið, áður en Evrópu- þjóðirnar skárust í leikinn, og friðuðu þær með því að opna þeim verzlun og atvinnu í Kína. Rússland var orðið æði langeygt eptir bita þar eystra, en hefur sjálfsagt ekki haft nóg lið til að skakka leikinn. Li Hung Sjang samdi um friðinn af hendi Kínverja. Fyrsta daginn, sem hann var í Japan, náði einhver hálfringiaður Japan í hann og rak í hann hníf. Þótti það illa orðið, þó að ekki væri sárið ólífissár. Þingvallafundarboð. Eptir ósk og bendingum margra ágæt- ustu manna landsins, þar á meðal nokkurra af blaðstjórum vorum, og almennum vilja allmargra kjördæma í vestur-, norður- og austurhluta landsins, þeirra, er oss er kunn- ugt um nú þegar, Ieyfum vér oss að boða almennan þjóðfund að Þingvöllum við Öxará 25. dag júnímánaðar í sumar kom- andi 1895 um hádegisbil. Skipun þessa fundar er ætlazt til að verði með sama hætti og Þingvallafundar- ins 1888, þannig, að í hverju kjördæmi séu fyrst haldnir hreppafundir, sem öllum þeim, sem kosningarrétt hafa, eptir hinum gildandi kjörskrám, gefist kostur á að sækja, og að þeir fundir meðal annars, kjósi full- trúa, einn fyrir hverja 5—10 kjósendur, er síðan mæti á almennum kjördæmisfundi, og nefni fulltrúa til þjóðfundarins á Þing- völlum, einn eða tvo, eins og alþingismenn eru úr því kjördæmi, er í hlut á. Aðaltilgangur þessa allsherjarfundar þjóðarinnar er sá, að hún sýni, að henni sé full alvara með að halda fram til sig- urs hálfrar aldar baráttu fyrir sæmd sinni, þjóðerni, landsréttindum og stjórnfrelsi út á við, og gagngerðum breytingum á iögum og landsstjórn inn á við, svo lifsöfl þjóðarinnar, andleg og líkamleg, fái þrifizt í akri sjálfstæðrar þjóðmenning- ar, og að hennar eigin vild. Verkefni hreppafundanna, kjördæmis- fundanna og þjóðfundarins er því eitt og hið sama: einbeitt, þjóðleg eining til fram- sóknar og fylgis með sjálfstjórnarmálinu fyrst og fremst, og því næst með hverju helzt af hinum þýðingarmeiri landsmálum, sem þjóðin vill leggja kapp á, að fá fram- gengt, til að hrinda högum sínum og hag- sæld í betra og viðunanlegra horf. Vér þykjumst mega treysta því, að sérhvert kjördæmi landsins, sem nær iigg- ur fundarstaðnum, verði fúst til að fjöl- menna fundinn á sagðan hátt, er hin fjar- lægustu láta ekki margfalt meiri torfærur og vegalengd sér fyrir brjósti brenna, enda skorum vér á hvern hugsandi ættjarðar- vin, að hann láti þetta mál til sín taka, og leggi sinn skerf fram til þess, að þjóð- in sýni, að hún sé því vaxin, að lypta merki þjóðlegrar sjálfsmeðvitundar, ein- drægnis og staðfestu á hinum fornhelga stað Þingvelli, svo hátt á þessu ári, sem er 50 ára afmæli hins endurreista alþingis, að hinar menntuðu nágrannaþjóðir veiti frelsisframsókn hennar og iögmætum kröf- um meira athygli, en að undanförnu, og hrindi af henni sjálfri ámæli fyrir þjóð- lega deyfð og þrekleysi, sem er hið hættulegasta vopn í höndum andstæðinga hennar. Héðinshöfða 29. marzmán. 1895. B. Sveinsson. Atligr. ritstj. Eins og við er að búast mun mörgum þykja allkynlegt, að tvenn Þingvallafundarboð eru nú þegar birt, sitt með hvorum fundardegi, en ástæðurnar fyrir þvi eru í stuttu máli þær, að höfuð- forvígísmaður sjálfstjórnarbaráttu vorrar, Benedikt sýslumaður Sveinsson, liafði ekki gætt þess, að ákveða fundardaginn, er hann gaf ísfirzku þingmönnunum heimild til að boða fundinn, en hefur svo ekki eptir á getað sætt sig við 28. júní, er þeir settu sérstaklega með tilliti til strand- skipaferðanna. Þá er oss barst þetta fundarboð frá Ben. Sv. með „Thyra“ síðast, var hitt þegar birt, og þótti oss þá óviðfeldið að gera rugling í málinu með þessu, og birt- um það því eigi, en þá er B. Sv. ritar oss nú með síðasta pósti, að tvö fundar- boð séu komin, og skorar á oss, að birta sitt, þá var ekki unnt að draga fjöður yfir þennau tvískinnung, úr því að „ísafold“ hefur þegar birt það hér syðra og ganga má að því vísu, að það sé komið bæði í „Austra“ og „Stefui“. Að vísu verður því ekki neitað, að svona lagaður misgáning- ur meðal fundarboðendanna er fremur óheppilegur og veitir mótstöðumönnum fundarins stundarglaðning, en ei að síður virðist ekki hundrað í hættunni, þótt menn búi sig undir, að fundurinn verði haldinn 25. júní, en honum verði svo frestað um 2—3 daga. Það veldur að eins ofurlítilli bið fyrir fulltrúana og ekki öðru. Að reiða sig á strandferðaskipið, er hingað á að koma 26. júní (tveimur dögum fyrir hinn síðar ákveðna fundardag), getur verið varhugavert sakir hafíss og annara tálm- ana, er fyrir kunna að koma, og mun því í öllu falli vissara, að fulltrúarnir geri ráð fyrir, að funduriun hefjist 25. júní og hagi ferðum sínum eptir því, þá er annars er um svo tæpan tíma að tefla, en auðvitað fara rnenn þá á mis við hagræði það og sparnaðarauka, er hafa má af sjóferð, og verður það einkum óþægilegt fyrir Yest- firðinga. Það ssm hér skiptir mestu er, að menn leggist á eitt með að liðka þetta og sporua við því, að fundurinn farist algerlega fyrir, eða þá mjög óhönduglega, sakir þessa formgalla við fundarboðið, enda er alls eugiu ástæða til þess, aö menn firrtist við þetta, eða hsetti við að velja fulltrúa á fundiun, því að í sjálfu sér skiptir það ekki mjög miklu, hvenær fund- uriun verður haldinn á tímabilinu 25.—29. júní. Aðalatriðið er, að fundurinn verði vel sóttur og þjóðinni til sóma. Það væri líka alger skömm að því, að láta vind- þurkaða stjórnarsinna og apturhaldsseggi fagna því, að fundurinn færist fyrir sakir þessa lítilsháttar tvíveðrungs í fundarboð- aninni. Frá Seyðisíirði er Þjóðólfi ritað 1. þ. m.: „Hafís er nú hér úti fyrir öllu Austur- landi; varð fyrst vart við hann hér í byrj- un f. m., um sama leyti og „Thyra“ var á ferðinni, og liefur hann síðan verið á reki fram og aptur og tafið mjog fyrir kaupskipsferðum og siglingum; þó munu nú öll þau skip komin hingað, sem von

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.