Þjóðólfur - 17.05.1895, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.05.1895, Blaðsíða 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr KrlendÍB 5 kr.— Borgist (yrir 15. júll. Uprsögn, bnndin viö Aramót, ógild nema komi tilfttgefanda fyrir 1. október. Þ J 0 Ð Ó L F U R XLYII. árg. Reykjayík, föstudaginn 17. maí 1895. Nr. 24. Stjórnarskrármálið. (SiJurl.). Það hefur löngum verið talað um, hversu óeðlilegt og óviðurkvæmilegt það væri, að kosningarréttur væri bundinn við ókveðna gjaldanpphæð. Sakir þessa ákvæð- is hefur mikill fjöldi manna farið á mis við þau réttindi, er allir, sem ráða sér siálf- ir, hafa jafnar kröfur til, og af þessu fyrir- komulagi hefur sprottið megn óánægja, eins og eðlilegt er, þá er menn eru farnir dálítið að vakna til sjálfsmeðvitundar, og krefjast meiri hluttöku í almennum mál- um, en hingað til liefur átt sér stað. Úr þessum galla á kosningarlögunum á hið nýja stjórnarskrárfruravarp að bæta, því að samkvæmt því er kosningarrétturinn ekki bundinn við ákveðna gjaldaupphæð. Ef menn að eins gjalda eitthvað til al- mennra þarfa, hversu lítið sem það er, þá er rétturinn fenginn. Fátæklingurinn, sem að eins greiðir 2 kr. til sveitar, verður að þessu leyti jafnrétthár sem auðmaðurinn, sem greiðir svo hundruðum króna skiptir. í því eru hin almennu mannréttindi meðal annars fólgin, að atkvæði fátæklingsins sé jafngott og gilt sem auðmannsins. í þessu er fólgin stórmikil breyting til batnaðar, er hlýtur að hafa þýðingarmiklar afleið- ingar í för með sér. Þá mun og enginn geta neitað því, að deildaskipun þingsins sé dálítið eðlilegri og hagkvæmari samkvæmt hinu nýja stjórn- arskrárfrumvarpi, heldur en sú skipun sem nú er. Fáir munu syrgja það, að kon- nngkjörni flokkurinn liverfi af þinginu, enda er það algerlega óhæfilegt fyrirkomu- lag, að úrslit hinna þýðingarmestu mála þjððariunar skuli eins og nú stendur vera komin undir þyí; hvort aidursforseti í efri deild er konungkjörinn eða þjóðkjörinn, eða undir hlutkesti við forsetavalið. Það er svo frámunalega samvizkulaust og óvið- urkvæmilegt, að engu tali tekur, og það er einn aðalkostur við hjð nýja stjórnar- skrárfrumvarp, að það kippjr þessu full- komlega í rétt og eðlilegt horf, með því einfalda ákvæði, að allir þingmenn séu þjóðkjörnir. Þetta, sem hér hefur verið stuttlega drepið á, eru allt miklir höfuðkostir við hið nýja stjórnárskrárfrumvarp, en eins og geta má nærri eru afarmörg þýðingar- miki! atriði í frumvarpinu ótalin. Það getur ekki komið hér til greina að rita nokkurn ítarlegan samanburð á hinni nú- gildandi stjórnarskrá og hinni endurskoð uðu, því að það væri nóg efni í stóra bók, og svo ættu aðalatriðin að vera mönnum kunn af hinum mörgu ræðum, er haldnar hafa verið um málið á öllum þingum meira og minna síðan 1881. Sumir þeirra, er þykjast vilja málinu vel, hafa jafnvel látið í veðri vaka. að sóma þjóðarinnar og málinu með sé borg- ið, ef þingið í sumar samþykkir einskonar þingsályktun eða yfirlýsingu til stjórnar- innar, að vér höldum fast á kröfum vor- um o. s. frv. En slík yfirlýsing væri í rauninni harla þýðingarlítil og litlu betri en ekki neitt, því að hún sýndi ekkert annað en það, að stjórniu hefði algerlega unnið taflið, en að fulltrúar þjóðarinnar vildu fóðra fráhvarfið með þessu. Gagn- vart stjórninni yrði þetta hér um bil sama, eins og íslendingar segðu: „Oss þykir myndarlegra og viðkunnanlegra afspurnar að lýsa því yfir, að vér viljum þetta, en vér nennum ekki Iengur að berjast neitt fyrir því að fá það, viljum ekki kosta ein- um eyri til þess, og samskonar yfirlýsingu ætlum vér að samþykkja á hverju þingi langt, langt fram á 20. öld. Það er svo ósköp fyrirhafnarlaust og kostar ekki neittM. Yér viljum geta þess hér, sém ekki tjáir að dylja, þá er ritað er um þetta mál, að aðalmótspyrnan gegn því, að minnsta kosti hjá alþýðu, mun eiga rót sína að rekja til þeirrar skoðunar, að hin nýja stjórn verði landinu miklu dýrari en sú sem nú er, og að ekki sé tilvinnandi að hafa aukaþing til að fá þessa breytiugu. Þetta er sá Akkillesar-hæll, sem fjöldi manna hefur bitið sig fastan í, til að koma mál- inu fyrir kattarnef, af því að þeir hafa ímyndað sér, að þarna væri auðveldast að veita því banasárið. Það þarf nfl. ekki annað en að segja alþýðu, að eitthvað sé kostnaðarsamt, til þess að gera hana frá- hverfa því. Um það, hvað menn fái í aðra hönd, er opt minna hugsað. Einkum hefur verið lögð mikil áherzla á það, hversu athugaverð eptirlaun ráðgjafauna gætu orðið, þá er opt yrðu ráðgjafaskipti, og vér skulum játa, að menn hafa nokk- uð til síns máls í þessu efni í fljótu bragði. En þá er þetta er betur íhugað, virðist oss að auðvelt sé að koma þessu svo hag- anlega fyrir, að landssjóður hefði enga aukabyrði af ráðgjafaeptirlaunum. Það er auðvitað, að ráðgjafarnir (sem ekki þurfa að vera fleiri en tveir) verða að hafa góð laun, meðan þeir eru við, en svo ættu það að vera lög, að þá er embættismaður yrði ráðgjafi (sem optast mnndi verða, að minnsta kosti fyrst um sinn), þá væri embætti hans þjónað fyrir vissa þókn- un, meðan hann væri ráðgjafi, en er hann færi frá, tæki hann aptur við embætti sínu, og ætti þá ekki heimtingu á frekari eptirlaunum, en því embætti fylgdu að lög- um, svo að þjónusta hans í ráðgjafa- embættinu væri ekki rétthærri til eptir- launa en þjónustuár hans í öðrum embætt- um. Þessari reglu hefur t. d. opt verið fylgt í Danmörku, að þvi er ráðgjafa snertir. En þá er því væri svo fyrir komið, að embættismenn, sem yrðu ráðgjafar, fengju engin sérstök eptirlaun fyrir þá þjónustu, þá sjáum vér ekkert á móti því, að em- bættislausir menn (t. d. kaupmenn eða jafnvel bændur) sem yrðu ráðgjafar færu frá án nokkurra eptirlauna, þá er þeir hefðu góð laun meðan þeir væru ráðgjafar, og er embættismenn sem ráðgjafar, fengju enga ívilnun fyrir samskonar þjónustu. Við þetta spöruðust öll sérstök ráðgjafa- eptirlaun, og er þá þeim þyrni úr vegi rutt. Vér vitum ekki til, að nein uppá- stunga í þessa átt hafi fyr komið í ljós opinberlega, eða að reynt hafi verið að íeysa nokkuð úr þessari spurningu um ráðgjafaeptirlaunin, og þó mun það atriði hafa verið og vera einhver hinn helzti ásteytingarsteinn í augum alþýðu, og það sem hún mest hefur rekið augun í og verið hræddust við i sambandi við kostn- aðinn af hinu fyrirhugaða nýja stjórnar- fari. (Takmarkið er auðvitað að fá af- numin öll eptirlaun embættismanna, en það kemur ekki beinlínis þessu máli við). Þá er þess er gætt, að amtmannaem- bættin hlytu að sjálfsögðu að leggjast niður samkvæmt hiun^i nýju stjórnarskrár- / breytingu, þá mun kostnaðurinn við æztu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.