Þjóðólfur - 31.05.1895, Page 1
Árg. (EO arkir) kostar 4 kr
Erlendis 5 kr.— Borgist
fyrir 15. J41I.
Uppsogn, bnndin við 6.ramót,
dgild nema komitilútgefanda
fyrir 1. okt.óber.
ÞJÓÐÓLFUR
XLYII. árg. ReykjaTík, fðstudaglnn 31. niaí 1895. Nr. 26.
Y firlýsing.
Ritstjóri þessa blaðs íinnur sér skylt
að lýsa því yfir, að augiýsing í síðasta
tölubl. „Þjóðólfs", nr. 25, 24. þ. m., með
fyrirsögninni „Þakkarávarp11, sem rituð er
undir nafni nokkurra frakkneskra skip-
brotsmanna, er innkomin í blaðið án þess
athugað væri innihald hennar, og hefði
hún alls eigi verið tekin, ef ritstjórinn
hefði gætt þess, er faldist undir hinni
meinlausu fyrirsögn. Ummæli greinarinnar
um aðbúnað frakkneskra skipbrotsmanna,
er dvöldu á „hótel Reykjavík“ fyrir nokkru
síðan, er eptir því, sem eg hef fullvissað
mig um, einber uppspuni og ómaklegur
rógur, sem sjálfur fullvel ber með sér,
hvaðan og af hverri rót muni runninn. Því
fer svo fjarri, að Iýsing níðgreinar þess-
arar á hreinlætinu í matartilbúningnum á
„hótel Reykjavík“ nái nokkurri átt, að
það er þvert á móti alkunnugt hér í bæ,
að einmitt það „hótel“ er talið standa
framar öllum öðrum sölustöðum hér í bæn-
um i matargerð, og hafa ýms félög sér-
staklega af þeirri ástæðu kosið að hafa
þar samkomur sínar.
Ritstj.
Þingvallafundurinn
verður lialdinn
föstudaginn 28. júní næstk.
Samkvæmt bréfi frá Benedikt sýslu-
manni Sveinssyni til ritstjóra Þjóðólfs ds.
8. þ. m. kveðst hann fallast á, að fundur-
inn hefjist ekki fyr en hinn 28. júní sam-
kvæmt fuudarboði því, er fyrst var birt
hér í sunnanblöðunum frá honum sjálfum,
þingmönnum ísfirðinga og Pétri á Gaut-
löndum. Við þessa lipurlegu tilhliðrun frá
Benedikts hálfu, verður því ekki að tala
um annan fundardag en hinn 28., en hinn
25. fellur burtu af sjálfu sér. Það er því
mjög heppilegt, að þessi tvíveðrungur í
fundarboðaninni hefur þannig lagazt svo
sáttsamlega, því að þess meiri von er um,
að fundurinn komi að tilætluðum notum,
þá er lítilsháttar formleg ágreiningsatriði
eru ekki gerð að kappsmáli meðal þeirra
manna sjálfra, er eiga að haldast í hendur
í framsóknarbaráttunni, því að það er afar-
áríðandi, að þeir surdrist ekki, heldur haldi
sem fastast hóp. Það var þvi mjög heppi-
lega ráðið af Bened. Sveinssypi að sam-
þykkja hinn 28. júní sem fundardag. Með
því eru menn leystir úr öllum vafa, að
því er daginn snertir, og Vestfirðingar,
sem eflaust koma með strandferðaskip-
inu hinn 26., geta þá verið á fundinum,
sem er fullkomlega nauðsynlegt. Þeir eru
liðsmenn góðir, sem ekki má vanta á þessa
samkomu.
Að vísu verður tíminn mjög naumur
til hátíðabrigða á Þingvöllum, eins og B.
Sv. hafði hugsað sér upphaflega, er hann
boðaði fundinn hinn 25. júni, en við því
verður ekki gert. En þótt tíminn sé stuttur
mætti halda þar ræður í minningu 50 ára
afmælisins, skreyta tjöld með fánum o. s.
frv. Það er þó betra en ekki, að þess
verði á einhvern hátt minnst, aðhiðendur-
reista alþingi hefur nú staðið hálfa öld,
þótt stórkostlegt liátíðarhald geti ekki orð-
ið því samfara.
Nú ættu menn hér sunnanlands aðfara
að hraða sér og taka að velja fulltrúa á
fundinn, því að það er vafalaust að hann
verður haldinn. Eyfirðingar og Þingey-
ingar hafa nú þegar fyrir nokkru boðað
til funda til að vetja fulltrúa, og þá er
þetta er ritað munu fulltrúakosningar vel
á veg komnar eða jafnvel um garð gengn-
ar í hinum fjarlægustu sýslum. Það ger-
ir minna til, þótt fulltrúar þeirra viti ef
til vill ekki með vissu, hvor fundardagur-
inn eigi að gilda, en í öllum sýslum hér
nærlendis geta menn frétt það nógu
snemma, að fundurinn verður hinn 28. en
ekki 25. júní, og hagað ferðum sínum
eptir því.
Þingmaniiskosiiing í Gullbringu- og
Kjósarsýslu í stað séra Þórarins heit. Böð-
varssonar á að fara fram 15. júní næstk.
Hefur heyrzt, að allmargir muni verða til
að sækja um það embætti, jafnvel sex alls,
en þó óvíst um helminginn, þá Guðraund
Einarsson í Nesi, Þórð hreppstjóra á Neðra-
Hálsi og Þórð Thoroddsen héraðslækni,
en hinir 3, sem taldir eru vissir að bjóða
sig fram eru: Björn Bjarnarson búfræðing-
ur á Reykjahvoli, Hannes Hafstein land-
ritari og Magnús Th. Blöndal (Sigfússon)
kaupm. í Hafnarfirði (bróðir Björns alþm.
í Grímstungu). Hver þeirra mun bafa all-
mikinn flokk til fylgis. Ætti Þjóðólfur að
leggja nokkuð til málanna við þessa auka-
kosningu væri það bending til kjósend-
anna að fjölga ekki embættismönnum á
þingi, því að það er sannarlega ofmikið
af þeirri stétt þar nú sem stendur og í
öðru lagi viljum vér benda þeim á, að
heimta ötvírœðar yfirlýsingar afþingmanna-
efnunum i aðalmálum vorum, ekki að eins
í samgöngumálinu, sem allir munu vera
samdóma um, heldur sérstaklega í þeim
málum, sem stjórninni er mest áhugamál
að drepa, svo sem stjórnarskrármálið, há-
skólamálið, eptirlaunamálið o. m. fl., en
framar öllu ættu þó kjósendurnir að leggja
mesta áherzlu á það mál, sem eflaust kem-
ur fyrir þingið í sumar og haft getur af-
armikla þýðingu, ef rétt er með farið, en
það er Skúla-málið í sambandi við allar
aðgerðir landsstjórnarinnar í því, og hinn
feikimikla kostnað, er Iandssjóði hefur þeg-
ar verið bakaður að raunalausu, auk þess
sem í vændum er. Kjósendur ættu því
sérstaklega að taka mest tillit til þessa
máls, eins og nú stendur, því að kjósi þeir
einhvern, er fylgir stjórnarflokknum í því
máli, og ekki vill hlífðarlaust víta aðgerð-
ir landstjórnarinnar, þá sýna þeir með því,
að þeim stendur alveg á sama, hvernig
með þá er farið, og hvernig fé landssjóðs
er varið. Það væri harla slysalegt, ef
þessi aukakosning yrði til þess að efla
flokk þeirra á þingi, er líklegastir eru til
að verja atferli stjórnarinnar í þessu máli
og fleirum.
Úr sveitinni.
(Fréttabróf úr Bjarnarfirði 25. apríl).
[llejskapur, tíðarfar, liafís. — Höfrungadráp, kákarlsaöi. —
BráJapestin. — Ileilsufar. Oddur læknir. — Saratök, blaðakanp.
— Po'stgöngur. — Skúla-málið, — Stjornarskrárbaráttan og há-
skdlamáliJ. — Járnbrautir á íslandi].
Heyskapur var í sumar í góðu meðal-
lagi, enda var tíðin ágæt, og það fram til
veturnótta, en úr því, og fram yfir nýár,
var umhleypingasamt, optast með bleytu-
kafaldi af norðri; skipti þá um aptur til
sufinanáttar með leysingu, og mátti heita
eins og bezta sumarveðurátta, allan febr.
og framan af marz, stöðugar sunnan- og