Þjóðólfur - 07.06.1895, Blaðsíða 3
107
Mannalát. Hinn 24. apríl andaðist á
Oddeyri við Eyjafjörð séra Tómas Þor-
steinsson uppgjafaprestur á 81. aldursári.
Hann var fæddur í Eyvindarholti undir
Eyjafjöllum 7. desember 1814. Poreldrar
hans voru Þorsteinn bóndi (síðar í Núpa-
koti f 1840) Magnússon Einarssonar á
Leirum Oddssonar, og Katrín (f 1843) Tóm-
asdóttir frá Eyvindarholti Magnússouar
Filippussonar. Er sú ætt fjölmenn þar
eystra. Þrjár systur séra Tómasar gipt-
ust prestum: Agnes séra Benedikt Egg-
ertssyni Gudmundsen í Vatnsfirði, Guðlaug
séra Páli Jónssyni Matthiesen í Arnarbæli
og Sigríður séra Bergi prófasti Jónssyni í
Yallanesi. Séra Tómas kom í Bessastaða-
skóla 1834, og var útskrifaður þaðan 1841,
fór þá að Hítardal til Þorsteins prófasts
Hjálmarsen og kvæntist 8. sept. 1842
stjúpdóttur hans Margréti Kristínu Sig-
mundsdóttur snikkara Jónssonar systur
Lárusar prófasts Johnsen, er síðast hélt
Skarðsþing. Haustið eptir [1843] var hann
vígður aðstoðarprestur til séra Jóns Gísla-
sonar r. af dbr. að Breiðabólstað á Skóg-
arströnd, og þjónaði hjá honum til vors-
ins 1847, er séra Jón lét af prestskap.
Eptir það þjónaði hann Staðastað nokkra
hríð fyrir Hannes Árnason prestaskóla-
kennara, fékk Hofsþing í Skagafirði haust-
ið 1848 og flutti norður að Brúarlandi
vorið 1849; þar bjó hann full 30 ár, en
1880 var honum veitt Beynisstaðarklaust-
ursprestakall, og bjó hann þá á Sauðárkrók,
unz hann fékk lausn frá prestskap 1887.
Eptir það dvaldi hann. hjá tengdasyni sín-
um C. Holm verzlunarmanni á Oddeyri,
sem er kvæntur Nielsínu dóttur hans. Önn-
ur börn þeirra hjóna eru: Lárus Sig-
mundur bóksali á Seyðisfirði og Birgitta
(núj í Rvík) ekkja Skúla Magnusen í
Frakkanesi (Kristjánssonar kammeráðs á
Skarði).
Séra Tómas var hóglyndur maður, hátt-
prúður og vel þokkaður.
Fyrir skömmu lézt Sigurður Stefáns-
son bóndi á Hánefsstöðum í Seyðisfirði,
dugnaðarmaður og vel greindur,. Hann
var sonur Stefáns Gunnarssonar í Stakka-
hlíð bróður séra Sigurðar Gunnarssonar á
Hallormsstað.
31. f. m. andaðist hér í bænum Jón
Kristjánsson, er fyr bjó lengi góðu' búi í
Skógarkoti í Þingvallasveit og var hrepp-
stjórj, vel metinn sómamaður. Hann var
kominn yfir áttrætt og hafði mörg ár ver-
ið blindur. Síðustu árin dvaldi hann hjá
syni sínum, Pétri blikksmið, hér í bænum.
Jón heit. var kominn af ætt Skúla land-
fógeta, því að Kristján í Skógarkoti faðir
hans var son Magnúsar Marteinssonar og
Guðlaugar Ingjaldsdóttur úr Bárðardal
Markússonar, er var bróðir séraMagnúsar
Einarssonar á Húsavík föður Skúla.
Söngskemmtan. Þeir söngmennirnir
hr. Steingr. Johnsen söngkennari og hr.
Geir Sæmundsson cand. theol. héldu sam-
söng fyrir bæjarbúa á annan hvítasunnu-
dag (3. þ. m.), og var sú skemmtun all-
vel sótt. Sungu þeir allmörg lög einradd
að hvor fyrir sig, en sum í sameiningu.
Alls voru sex lög sungin með íslenzkum
texta og er það framför i áttina til þess,
að menn noti meir falleg íslenzk kvæði
við samsöngva hér eptir en venja hefur
verið. Lögin eptir hina heimsfrægu tón-
snillinga Schumann og Schubert við ís-
lenzkar þýðingar á stökum eptir Heine,
eru mjög falleg, en ekki virtust áheyr-
endur kunna að meta þau að verðleikum.
Lagið eptir séra Bjarna Þorsteinsson á
Siglufirði, er nú var sungið, er mjög snot-
urt og all viðkvæmt
Sjónléikirnir dönsku .voru mjög vel
sóttir næstl, mánudagskveld (annan í hvíta-
sunnu). Hið nýja leikrit, „För Daggryu
eptir Elie Reumert, er þá var leikið, er
ekki efnismikið, en allvel samið. í „Gade-
sangerne“ leikur hr. Carl Petersen mjög
fjörlega, enda tekst honum vel að stæla
ölvaða menn, bæði þar og í „Elskovs-
drikken“, og mikill rómur að því gerður.
í gærkveldi var leikið til ágóða fyrir
hann.
ílr Möðruvallaskóla útskrifuðust í vor
11 piltar og 1 stúlka.
eink. stig.
Sigurður Sigurðsson. . . . með i 58
Ingimar Jónatansson . . . — i 56
Karl Finnbogason . . . . — i 54
Þórður Sveinsson .... . — i 53
Stefán Sigurðsson . . . . — i 50
Jórunn Jónsdóttir . . . . — i 49
Jón Jónsson i 49
Kristinn Erlendsson . . . . i 48
Hartmann Ásgrímsson . . . — H 47
Ludvig Möller II 45
Andrés IUhugason . . . . — H 40
Róbert Bárdal . II 36
Leiðrétting. í grein Béra Jóhannesar á Kvenna-
brekku um „nýtt kúafóður“ í 25. tölubl. Þjóðólfs
bls. 98, 2. d. 4. 1. að neðan hefur misritazt: Berg
á Dýrafirði fyrir: Ellefsen á Flateyri.
Hannyrðabókin og Rauðhetta fæst á
Bkrifstofu „Þjóðólfs“.
Sjal fannst í Laugunum hinn 29. f. m. Rétt-
ur eigandi vitji þess á Laugaveg 24., og borgi
auglýsingu þessa.
Fé það, að upphæð kr. 46,46, sem
Þórður sál. bróðir minn hafði safnað til
að reisa fyrir minnisvarða á leiði séra
Guðmundar sál. Torfasonar, hefur nú verið
lagt í Söfnunarsjóð íslands, og verður á-
vaxtað þar, þangað til upphæðin hefur náð
200 kr.,- en viðskiptabók sjóðsins hefur
verið afhent prófastinum f Árnesprófasts-
dæmi til geymslu. Peir sem því kynnu
vilja bæta við upphæð þessa,. verða að
senda tillög sín til prófastsins, sem sjá
mun um, að þeim verði komið á vöxtu
með höfuðstólnum.
Reykjavík, 4. júni 1895.
Halldór Þórðarson.
Hóffjaðrir
eru billegastar og beztar hjá undirskrif-
uðum. 250, 500 og 1000 í pakkanum.
G. Seh. Thorsteinsson.
Aðalstræti 7.
Vottorö.
Hr. Valdemar Petersen
Friðrikshöfn.
Eg hef yfir 30 ár þjáðzt af brjóst-
krampa, taugaveikiun, hjartslætti ro. ro.
Eg hef leitað ýmsra lækna og brúkað
kynstur af meðulum, meðal annars Brama-
lífs-elixír, eii allt árangurslaust. Loks kom
mér til hugar að reyna yðar heimsfrœga
yKína lífs elixír‘\ og hef eg af brúkun
hans fundið mikla breytingu til hins betra;
hann hefur linað þjáningar rnínar og dregið'
úr sjúkdóminum í hvert skipti, sem eg hef
neytt hans. Eg hef að samtöldu brúkað
16 flöskur, og er sannfærð um, að eg verð
að brúka haun framvegis til að halda
heilsuuni.
Rauðarhól pr. Stokkseyri lr,/9 ’94.
Madama Guðrún Lénharðsdóttir.
Kína-lífs-elixírinn fæBt hjá flestum kaup-
mönnum á íslandi,
Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-
lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir
V P
því, að ý standi á flöskunum í grænu lakki, og
eina eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, og firmauafnið
Valdemar Peterson, Frederikshavn, Danmark.
l^akjárn, farfi, fernis, kopallak, tör-
relse, terpentina, kítti, rúðugler og
alls konar saumur fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
IiOl, góð og ódýr, fást í verzlun
Sturlu Jóussonar.