Þjóðólfur - 07.06.1895, Blaðsíða 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr
Krler.i'.ia 5 kr.— Borgist
fyrir 15. Jtkll.
Dppsögn, bandin við kramöt,
ögild nema komi tilútgefanda
fyrir 1. oktöber.
ÞJÓÐÓLFUE.
XLYII. árg.
Reykjayík, föstudaginn 7. jání 1895.
Nr. 27.
Nýir kaupendur
að síðara helmingi þessa yfirstandandi ár-
gangsÞjóðólfs (frá júlíbyrjuntilársloka)geta
fengið auk blaðsins (30 tölublaða) sex
bækur nfl.
Sögusafn Þjóðólfs V. VI. og Vll.
(1892, 1893 og 1894) og
Sðguna af JÞuríði formanni og
Kambsránsmönnum 1.2.og3. heptieöa alls
með blaðinu um 70 arkir fyrir aðeins
4 krónur alltsaman, er greiðist um leið
og pantað er.
Þeir sem vilja geta og fengið blaðið
frá júlíbyrjun til ársloka fyrir 2 Jcrónur,
og fylgja þá með í kaupbæti 6. og 7. bindi
Sögusafnsins. Áskript að þessum hálfa
árgangi er að minnsta kosti einnig bind-
andi fyrir næsta árgang allan.
Með því að burðargjald undir þetta
allt saman er mjög mikið verður blaðið
með fylgiritunum ekkisent út í óvissu til
neinna nýrra kaupenda.
Þessi óvenjulegukostaboð standa ekki
óbreytt lengur en til septembermánaðar-
loika næstkomandi. Eptir þann tíma verð-
ur t. d. fyrsta hepti Kambsránssögu ekki
til boða með þessu verði handa nýjum
kaupendum, með því að upplag þess er nú
hér um bil þrotið. Menn ættu því að sæta
þessum boðum meðan þau standa.
WÆT Þriðja hepti Kambsránssögu, er allir
skilvísir kaupendur Þjóðólfs þetta ár fá
ókeypis, er nú nýprentað og verður sent
út um land í júlí og ágúst, til allra þeirra,
er ekki skulda fyrir blaðið frá fyrra ári
eða lengur.
Sannleikurinn um Kaupmanna-
hafnarháskóla.
Eptir Jöhannes L. L. Jóhannsson.
í grein minni í aprílnúmeri Kirkju-
blaðsins hef eg haldið því fram, að Hafn-
arháskóli sé einn af hinum lakari háskól-
um í Norðurálfunni, og færði eg dr. Þor-
vald Thoroddsen sem heimildarmann fyrir
þessum dómi. Út af þessu hefur ritstjór-
anum, herra Þórhaili Bjarnarsyni, þóknazt
að setja þá neðanmáls „athugasemd“ að
Þorvaldur kannist eigi við þessi ummæli
sín, enda sé þessi dómur um Hafnarhá-
skólann ósannur. Það er nú ofur-skiljan-
legt, að Þorvaldur, sem nýlega er orðinn
doktor frá Hafnarháskóla vilji halda uppi
heiðri hans, en þarflaust virðist mér samt
að ganga á bak orða sinna fyrir slíkan
hégóma. Það vill svo vel til, að eg get
tilgreint orð hans sjálfs, sem skrifuð eru
í Leipzig 26. febr. 1885, en prentuð í
XII. árgangi ísafoldar 14. tbl.; þar segir
svo: „Þrír háskólar eru haldnir mestir á
Þýzkalandi; háskólarnir í Berlín, Leipzig
og Miinchen. Yið háskólann í Leipzig eru
um 3500 stúdentar. Flestir eru sem eðli-
legt er þýzkir, en þar eru og fjölda margir
útlendir nemendur; frá Englandi og Ame-
ríku kvað vera 4—500 stúdentar og auk
þess margir úr öðrum löndum: Rússar,
Pólverjar, Svíar, Serbar, örikkir, Italir og
af mörgum öðrum 'þjóðum. Þótt bærinn
sé eigi ýkjastór (150,000 íbúar, þegar sam-
vaxnar smáborgir eru ekki taldar raeð),
þá verður maður þó fljótt þess var, að
maður (hann væri hér á síðara staðnum
án efa íslenzkulegra) hér er í miðjum
straumi heimsmenntanna og finnst lífið allt
bærast örara og í stærri öldum, en vandi
er til í smálöndum. Hér er það fjör og
líf í framförum og vísindum, sem skapast
í stórum löndum, þar sem samaneru kom-
in margvísleg öfl úr mörgum áttum, og
er menntalífið hér mun fjörugra en í Kaup-
mannahöfn t. a. m. enda er það eðlilegt.
Höfn er dálítið afskekkt, þjóðin lítil, fáir
tala málið, þangað sækja engir útlend-
ingar. Háskólanum (háskólinn væri
betra mál) þar hefur farið hnignandi
á seinni tímum hvað vísindalíf snertir.
Svíar eru Dönum miklu fremri í þeim
greinum, og, ef til vill, Norðmenn líka.
Þessu verður eigi á móti borið, ef óvilhallt
er dæmt, þótt Danir vilji eigi við það
kannast, sem við er að búast. Þeir ímynda
sér margir, að heimurinn snúist allur í
kringum Kóngsins Nýjatorg". Þannig eru
þessi Þorvaldar orð og geta allir af þeim
séð, að hann telurj Hafnarháskóla með hin-
um lakari háskólum, þar sem hann álítur
eigi að eins stórþjóðirnar, heldur aðrar
eins smáþjóðir sem Svía vera Dönum miklu
fremri í þessu efni. Doktor Þorvaldur og
eg erum hér því ágætlega samdóma, hann
hefur einungis gleymt ummælum sínum
frá fyrri tíð, og getur slíkt alla menn
hent. Lektor Þórhallur hefur okkur báða
og víst marga fleiri á móti sér í þessu
máli, enda hefur hann engin rök fært fyrir
orðum sínum, er hann segir, að þessi dóm-
ur minn um Hafnarháskólann sé ósannur.
Eg ímynda mér líka, að það verði torvelt
að verja málstað Daua í þessu máli. Það
má taka einstakar vísindagreinir hverja
fyrir sig til skoðunar og mun þá brátt
koma í ljós, að Hafnarskóli er einn af hin-
um ómerkilegri. í guðfræði er t. d. Nor-
egsháskóli miklu betri, í læknfræði Vínar-
háskóli og háskólar á Frakklandi, í nátt-
úruvísindum, enskir, frakkneskir og þýzk-
ir háskólar, í tungnafræði fornri og nýrri
standa rússneskir, þýzkir og enda hol-
lenzkir háskólar langt um framar. í lög-
fræði er háskólinn í Miinchen víst merkari,
og í sagnafræðum eru háskólarnir á Ítalíu
og í Belgíu fullt svo góðir. í heimspek-
inni hafa Danir heldur aldrei rist djúpt,
þótt Þorsteinn Gislason (sem ritstj. Kirkju-
blaðsins virðist halda svo mikið upp á),
sé hrifinn af spekinni við danska háskól-
ann, einkum herra Höífdings, en raunar
mun hún mest lapin úr þýzkum og ensk-
um lindum. Svona má telja upp allar vís-
indagreinir; í engri þeirra skarar Hafnar-
háskóli fram úr; í einstaka atriði kann
hann að vera öðrum jafn, en í flestum
síðri. í norrænni málvísi mætti ætla að
hann væri öðrum háskólum betri, þar sem
svo margir íslendingar hafa verið þar
kennarar í þeirri grein, og svo var líka
áður, en nú eru jafnvel háskólar Svía og
háskólinn í Kristjaníu komnir fram fyrir
Dani í þeim fræðum. Vottur þekkingar-
leysisins í þessu eina, er nýlega orðinn
svo áþreifanlegur, þar sem íslendingnum
Þorsteini Gíslasyni (er eflaust veit marg-
falt meira í íslenzku en allir vísindamenn
Dana til samans), hefur verið meinað af
háskólastjórninni að taka próf í íslenzkum
miðaldabókmenntum, af því að þær væru
svo ómerkar, sem þó eru þúsund sinnum
merkari en öll ritverk Dana fram á síð-
ustu aldamót. Það dugir eigi að vitna í
það t. d. að um miðja öldina hafi Danir
átt ágæta menn við háskóla sinn, sú tið
er nú úti, enda voru þá ágætir vísinda-
menn við aðra háskóla líka. Sá er að
eins munurinn, að Kaupmannahafnarhá-