Þjóðólfur - 18.06.1895, Side 3
115
eptir framkomu ísafoldar í því máli, en
enginn varð til að styðja þessa tillögu B.
nema Kristján Þorgrímsson. Niðurstaðan
varð sú, að samþykkt var að senda full-
trúa á fundinn og Benedikt prófastur Krist-
jánsson í Landakoti valinn til þeirrar
farar, eins og bent var á í Þjóðólíi síðast,
með 36: 22 atkv. — Því næst var tekið
að ræða um þingmál. Þingmaðurinn tal-
iaði á víð og dreif um stjórnarskrármálið
og var því ekki sérlega hlynntur i þeirri
mynd, sem það er nú; vildi hann láta fund-
inn samþykkja þá ályktun, að skora á
þingið að halda áfram málinu í þá átt, að
þjóðin fái sem mest sjálfsforræði og beiti
þeirri aðferð, sem það sjálft álítur heppi-
legasta, en í þess stað samþykkti fundur-
inu svo látandi tillögu (frá Bened. próf.
Kristjánssyni):
„Fundurinn skorar á þingið að halda
áfram stjórnarskrármálinu obreyttu í frum-
varps/ormiu.
Þá var samþykkt svolátandi tillaga í
samgöngumálinu (frá Haild. Jónssyni banka-
gjaldkera):
Fundurinn skorar á alþingi að koma
á beinum ferðum frá Beykjavík til útlanda,
einu sinni á hverjum hálfum mánuði 6—8
mánuði ársins, að styrkja gufubáta ríflega
og auka að mun strandferðiru.
í háskólamálinu var samþykkt svolát-
andi tillaga (frá Hannesi Þorsteinssyni
ritstjóra):
„Fundurinn skorar á alþingi að halda
áfram háskölamálinu á sama grundvelli og
þingið samþykkti 1893U.
Að lokum var samþykkt tillaga (frá
Jóni Þórðarsyni kaupm.), um að þingið
styrkti ishúsið hér í bænum.
Að ekki voru teknar ályktanir um
fleiri mál á fundinum stafaði af venjulegri
ðþreyju fundarmanna, er tóku að smátín-
ast burtu, þá er fundurinn hafði staðið
rúmar 2 stundir, og varð því að slíta hon-
um, fyr en ella mundi. En ályktanir þær
er fundurinn gerði, hafa ei að síður fullt
gildi, þótt þeir væru tiltölulega fáir, er
atkvæði greiddu með sumum. — Að ísa-
fold gerir lítið úr fundarhaldinu og álykt-
unum fundarins, er skiljanlegt frá hennar
ranghverfa sjónarmiði. Hún er ekki ósvip-
uð karlinum, er sagði í hvert skipti og
honum var skellt ofan í forina. „Það var
ómark!!“. Sama segir ísafold ávallt, þá
er henni gengur erfiðlega, eu til þess að
reyna að breiða yfir það á pappírnum,
bregður hún jafnan öfugum kíkirnum fyr-
ir sjónir lesenda sinna. En meun þekkja
fyrir löngu þær brellur hennar og „draga
frá eða bæta við“ frásögn hennar, eptir
því sem við á í hvert skipti.
Aiþingiskosning í Gullbringu- og
Kjósarsýslu fór fram í Hafnarfirði 15. þ.
m. Var Þórður Tlioroddsen héraðslækn-
ir valinn þingmaður (í stað Þórarins heit.
Böðvarssonar) með 201 atkvæðum. Hann-
es Hafsteinn landritari fékk 85 atkv. Tví-
kjósa varð, þvi að 4 voru alls í kjöri og
dreifðust fyrst atkvæðin. Við fyrri kosn-
inguna fékk Magnús Blöndal kaupmaður
37 atkv., Björn Bjarnarson búfræðingur á
Reykjahvoli 38 atkv. Hannes Hafsteinn
83, en Þórður Thoroddsen 141, og skorti
því ekki nema 9 atkv. til að ná löglegri
kosningu (meir en helming allra greiddra
atkvæða). Þá er svo var komið, lýstu
þeir Magnús og Björn því yfir, að þeir
drægju sig í hlé, og var þá ekki nema
um þá Þórð og Hannes að velja, og fór
það sem fyr segir, að nálega allir, er kos-
ið höfðu þá Magnús og Björn kusu Þ. Th.
við síðari kosninguna.
Kosningar þessar voru sóttar með svo
miklu kappi, að slíks eru varla dæmi.
Höfðu þingmannaefnin haldið marga und-
irbúningsfundi hingað og þangað um kjör-
dæmið, með faguriegum fortölum fyrir
kjósendum. Til að sækja kjósendur Hann-
esar Hafsteins var t. d. leigð gufukænan
„Elín“ (fyrir 160 kr.?) og send suður í
Voga, en fremur urðu þeir fáir, er notuðu
sér þennan ókeypis flutning á fundinn, því
að aðalstyrkur Þórðar Thoroddseu var
þaðan úr suðurhreppunum. og fjölmenntu
þeir mjög til kosningarinnar, enda báru
þeir hinn glæsilegasta sigur úr býtum,
með aðstoð fylgismanna hinna þingm.
efnanna M. Blöndal og B. B. Munþaðvera
almannarómur, að kosningin hafi tekizt
einkar heppilega, og að góður liðsmaður
bætist á þing, þar sem hr. Þórður Thor-
oddsen er, enda þótt enginn frýi hr. H.
Hafstein vits né góðra hæfileika. Það
ætla margir að útgefanda ísafoldar hafi
nú hjartanlega langað til að fá H. Hafstein
á þing, en alls ekki bróður Skúla Thor-
oddsens. En „margt er manna bölið“.
Á þingmálafundi, er haldinn var í
Hafnarfirði að loknum kjöríundinum voru
þingmannaefnin tvö, er í kjöri höfðu verið:
Björn Bjarnarson og Magnús Blöndal
kosnir sem fulltrúar kjördæmisins á Þing-
vallafund, og átti það mjög vel við. Eru þeir
báðir einbeittir fylgismenn stjórnarskrár-
endurskoðunarinnar. Varla hægist útg.
„ísafoldar" fyrir brjóstinu við þá kosn-
ingu.
Fulltrúakosningar á Þingvallafund
auk þeirra, er nú var getið:
í Rangárvallasýslu 12. þ. m.: séra
Eggert Pálsson á Breiðabólsstað og Tómas
Sigurðsson á Barkarstöðum.
í ísafjarðarsýslu: Halldór Jónsson bú-
fræðingur á Rauðumýri og Matthías ólafs-
son kaupmaður í Haukadal.
í Strandasýslu: séra Arnór Árnason
á Felli.
í Eyjafjarðarsýslu: Friðbjörn Steinsson
bóksali og Stefán Stefánsson kennari á
Möðruvöllum og til vara Páll Hallgríms-
son i Möðrufelli og Guðmundur Davíðsson
á Hofi.
Srandferðaskipið „Thyra“ kom hing-
að vestan um Iand í gær. Með því komu
Júlíus Havsteen amtmaður og Skúli Thor-
oddsen (báðir af amtsráðsfundi í Stykkis-
hólmi), ennfremur frá Patreksfirði sýslu-
mannsfrú Sigríður Árnadóttir (landfógeta)
og Tómas Helgason læknir með heitmey
sinni o. fl.
Drukknun. 17. f. m. drukknuðu 3
menn af bát utarlega á Eyjafirði á leið
úr Hrólfsskeri.
f
Guöjón D. Fjeldsteð
stud. art.
(f. 25. apríl 1876; d. 17. jan. 1895).
Kveíja frá skólabrœðrum hans.
Hve fagnrt að lifa til fræðslu síns anda,
til framkvæmda, til þess að styðja hið góða,
á sjónarhól visinda styrkur að standa
og straumana’ að skoða í lífs-sögum þjóða!
Hve fagurt að lifa, er lífsvorið bjarta
sinn ljómandi blómsveig um hðfuð oss vefur,
er sýður í æðum og svellur í hjarta
hið sí-unga fjörið, er lífskrapt oss gefur!
Svo lifðir þú, bróðir! sem bræðrunum fjærri
með hrár þínar fólvar nú sefur í moldu;
því tökum vér allir þitt andlát oss nærri,
því iðar nú grátvakinn blær yfir foldu.
Hve fagurt að deyja, á fölnaða vanga
er fellir guðs náðarsól Ijós-stafi sína,
og hvíldar að njóta’ eptir stríðið hið stranga
og stefna til hæða þar sorgirnar dvína!
Svo dóst þú. Með sígandi sólinni’ í vestri
vér sendum þér bróður-orð, ást-kveðju hlýja.
Nú lifir þú glaður í lífssælu mestri,
nú lestu með englunum heimspeki nýja.
Guðm. Guðmundsson.