Þjóðólfur - 02.07.1895, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.07.1895, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr Erlendís 5 kr.— Borgtst fyrir 15. Júli Uppsögn, bnndin við áramöt, Agild nema komi tilútgefanda fyrir 1. október. ÞJÓÐÓLFU B. XLYII. árg. ReykjaTÍk, þriðjudaginn 2. júlí 1895. Nr. 32. Þingvallafundurinn hófst föstudaginn 28. júní, kl. 12 á hádegi. Var fyrst sungið kvæði eptir Þorst. Er- lingsson. Því næst flutti Benedikt sýslu- maður Sveinsson alllangt erindi og snjallt um þýðingu fundarins, og afstöðu vora gagnvart Ðanastjórn m. fl. Að því loknu setti hann fundinn, og var þá sungið kvæði það eptir Einar Benediktsson, er prentað var í síðasta tölubl. Þjóðólfs. Forseti fund- arins var valinn í einu hljóði Benedikt prófastur Kristjánsson í Landakoti, full- trúi Reykvíkinga, en varaforseti Indriði Einarsson endurskoðandi, og fundarskrif- arar séra Magnús Helgason og Sigurður próf. Jensson. Á fundinn voru komnir 19 fulltrúar: Fyrir Rángárvallasýslu: séra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað og Tómas Sigurðsson á Barkar- stöðnm. Fyrir Árnessýslu: séra Magnús Helgason á Torfastöðum og Sigurður Sigurðsson búfræðingur. Fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu: Bj'órn Bjarn- arson búfr. á Beykjahvoli og Magnús Th. Blöndal kaupm. í Hafnarfirði. Fyrir Reykjavik: Benedikt prðf. Kristjánsson í Landakoti. Fyrir Borgarfjarðarsýslu: Stefán Gitðmundsson hreppstj. á Fitjnm. Fyrir Dalasýslu: Jens Jónsson hreppstj. á Hóli. Fyrir Barðastrandarsýslu: Sigurður prðf. Jens- son í Flatey. Fyrir ísafjarðarsýslu: Halldór Jónsson búfr. á Rauðumýri og Matthías Ólafsson kaupmaður i Haukadal. Fyrir Strandasýslu: séra Arnór Arnason í Felli. Fyrir Eyjafjarðarsýslu: Friðbjörn Steinsson bók- sali og Stefán Stefánsson kennari á Möðruvöllum. Eyrir Suður-Þingeyjarsýslu: Jakob Hálfdanar- son borgari á Húsavík. Fyrir Norður-Þingeyjarsýslu: Friðrik Guðmunds- son bðndi á Syðralðni. Fyrir Norður-Múlasýslu: Indriði Einarsson end- urskoðandi í Rvík og Sigurður Einarsson á Sævar- enda. Auk þess var fulltrúa kvennfélagsins í Reykja- vík, ungfrú Ólafíu Jóhannsdóttur, veitt fullkomin fulltrúaréttindi. Fulltrúi Mýramanna,, Ásgeir kaupm. Eyþðrs- son í Kðrunesi, kom ekki, og fulltrúi Snæfellinga, séra Eirikur Gíslason alþm., gat ekki komið sakir forfalla, en var þó kominn í nánd við fundar- staðinn. Sex kjördæmi (Austur- og Vestur-Skaptafells- Býsla, Vestmanneyjar, Húnavatnssýsla, Skagafjarðar- sýsla og Suður-Múlasýsla) höfðu ekki valið neina fulltrúa á fundinn, af venjulegri deyfð og áhuga- leysi, sem aldrei verður borið í bætifláka fyrir. Þá er fundurinn hafði veitt öllum, er viðstaddir voru, málfrelsi, var fyrst tekið á dagskrá: 1. Stjórnarskrármálið. Samþykkt um- ræðulaust og í einu hljóði svolátandi tillaga frá fulltrúum íafirðinga: „Fundurinn slcorar á alþingi ad sam- þylckja obreytt stjórnarskrárfrumvarp það, er samþykkt var á aukaþinginu 18.94“. Þá báru einnig fulltrúar ísfirðinga upp svolátandi viðaukatillögu í þessu máli: „ Veiti stjórnin þingi og þjóð sömu svör í þessu máli, eins og hingað til, þá telur fundurinn œskilegt, að sam- bandi Islands og Danmerkur væri slitið á löglegan hátt“. Eptir nokkrar umræður var hætt við að bera tillöguna undir atkvæði, með því að sumir fulltrúanna töldu hana of snemma uppborna, þar eð þjóð- inni hefði ekki gefizt kostur á að ihuga þessa hlið málsins, en Iýstu annars ánægju sinni yfir því, að þessi tillaga hefði komið fram. 2. Samgðngumálið. í það var kosin 5 manna nefnd (Sig. Jensson, Stef. Stef., Indr. Ein., Frb. Steinsson, Matth. Ól.), og kom hún fram með svolátandi til- lögur: „Fundurinn skorar á alþingi: a. að koma á tíðum gufuskipaferðum milli Englands eða Skotlands oq aðalkaap- túna landsins, samþ. í einu hljóði. b. ad landsjóður veiti riflegan styrk til gufubátaferða á stœrstu fjörðum og fVoum landsins, er standi i sem nán- ustu sambandi við ferðirnar til út- landa, samþ. í e. hlj. c. að stuðla að því, svo sem með þings- ályktunum og loforðum um fjárfram- lög, að vér komumst sem allra fyrst i fréttaþráðasamband við útlönd, sam- þykkt í e. hlj. d. að varið sé nokkru fé til að láta rann- saka og gera áætlun um, hvað járn- braut frá Rvík austur i Rangárvalla- sýslu mundi kosta“. Samþykkt ept- ir allmiklar umræður, að viðhöfðu nafnakalli, með 12:6 atkv. 3. Kvennfrelsismálið. Eptir litlar um- ræður var samþykkt með 15 samhlj. atkv. svolátandi tillaga (frá Indr. Ein.): „Fundurinn skorar á alþingi, að það með lögum, sem fyrst að unnt er, veiti konum algert sömu réttindi sem körlum“. 4. Afnám hæstaréttar. Samþykkt í einu hljóði svolátandi tillaga: „Fundurinn skorar á alþingi, að halda fram enn að ný)U frumvarpinu um af- nám hœstaréttar sem œzta dómstóls í íslenzkum málum. 5. Eptirlaunamálið. Eptir nokkrar um- ræður var samþ. með 12 : 5 atkv. svo- látandi tiliaga (frá Birni Bjarnarsyni): „Fundurinn skorar á aJþingi, að sam- þykkja lög um algert afnám eptirlauna, eða að minnsta kosti færa þau niður ekki minna en um helming, og í öðru lagi, að þingið samþykki engin lög eða ákvæði, er geri ráð fyrir föstum eptir- launum eða éllistyrk“. 6. Búseta fastakaupmanna. Samþ. með 17 : 1 atkv. (séra Arnór Árnason) svo- látandi tillaga (frá Stefáni Stefánssyni): „Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja samskonar frumvarp í þessu máli eins og 1894“. 7. Hluttaka safnaða í veitingu brauða. Borin upp svolátandi tillaga: „ Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja frumvarp í þá átt, að söfnuðir fái að velja um alla umsækendur“. Sam- þykkt með 17 : 1 atkv. (séra Arnór). 8. Háskólamálið. Eptir allmiklar um- ræður var samþykkt með 16 : 2 atkv. (séra Arnór, Sig. Einarsson) svolátandi tillaga (frá Stefáni Stefánssyni): „Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja enn á ný frumv. um stofnun háskóla á Islandi í þrem deildum: guð- fræðis- læknisfræðis og lögfræðisdeild11. Viðaukatillaga (frá séra Magnúsi Helga- syni) samþ. með 16 samhljóða atkv.: „og kenni auk þess íslenzka málfrœði, sögu og bólcmenntir“. I sambandi við þetta mál var samþ. svolátandi tillaga (frá Matth. Ólafssyni) með 17 samhlj. atkv.:

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.