Þjóðólfur - 02.07.1895, Blaðsíða 2
126
„Fundurinn hjsir megnri óánægju yfir
synjunum stjórnarinnar á lögum alþing-
is, og öllum tillögum landshöfðingjans,
er hvetja til þeirrau.
9. Skólamálið. í því máli var svolát-
andi tillaga (frá Stefáni Stefánssyni)
samþ. í e. hlj.:
„Fundurinn skorar á alþingi, að
koma á realkennslu við Reykjavíkur
lærða skóla, þannig, að námstíminn í
skólanum sé alls 7 ár, inntökuskilyrðin
sömu og eru við Möðruvallaskólann; 3
neðstu bekkirnir séu realbekkir, og á
Norðurlandi þriggja ára realskóli, er
samsvari algerlega realbekkjum Reykja-
víkurskóla, þannig, að piltar útskrifaðir
af norðlenzka realskólanum geti gengið
próflaust inn í 4. bekk ReykjavíJcur-
skóla. Hvorttveggja skólinn sé sameig-
inlegur fyrir karla og konuru.
10. Sveitarst,jórnarmál. „Fundurinnskor-
ar á þingið, að hlutast sé til um, að
sett sé milliþinganefnd til að endurskoða
fátækralöggjöfinau. Samþ. með öllum
þorra atkvæða.
11. Yínsölttbannsmálið. Tillaga (frá Indr.
Einarssyni):
„Fundurinn skorar á alþingi, að
halda áfram frumvarpinu frá síðasta
þingi um héraðasamþykktir um vín-
sölubannu. Samþ. með 12 : 7 atkv.
12. Áfnám gjafsókna. Samþ. með sam-
hlj. atkv. svolátandi tillaga (frá Stef-
áni Stefánssyni):
„Fundurinn skorar á alþingi, að af-
nema með lögum allar gjafsóknir, nema
fyrir öreiga menn og stofnaniru. Við-
aukatillaga (frá Indr. Einarssyni): „og
embættismenn, þegar þeim er skipað
að höfða mál“, felld með öllum atkv.,
nema 1 (Indr. Ein.).
13. Atvinnumálin. Nefnd kosin: Björn
Bjarnarson, Eggert Pálsson, Stefán
Stefánsson, Halldór Jónsson, Sigurður
Sigurðsson. Nefndin kom fram með
þessar tillögur:
„Fundurinn skorar á alþingi:
a. að veita búnaðarfélögum landsins rif-
legri styrk en að undanfömu. Sam-
þykkt með öllum atkv.
b. að styrkja sjávarútveginn tiltölulega
við landbúnaðinn, einkum með því,
að veita með sem aðgengilegustum
kjörum lán úr viðlagasjóði til þil-
skipakaupau. Samþ. með öllum atkv.
Viðaukatillaga (frá M. Blöndal): „svo
og með því, að veita fiskiverðlaun
eptir því sem alþingi álítur heppi-
Iegast“, felld með öllum þorra atkv.,
gegn 1.
c. að veita lán úr viðlagasjöði sýslufé-
lögum eða einstökum mönnum með
sem aðgengilegustum kjörum, til að
koma á fót tóvinnuvélumu. Sam-
þykkt í einu hljóði.
Viðaukatillaga (frá Arnóri Árna-
syni): „að hætta að samþykkja lög
um þjóðjarðasölu, en gera leiguliðum
landsjóðs svo góð kjör (t. d. með að
selja. jarðirnar til erfðafestu), að þeir
eigi hafi ástæðu til að æskja kaups á
ábýlum sínum“, felld með 9 : 8 atkv.
14. Skúla-málið. f það var skipuð nefnd
og voru kosnir í hana: Frb. Steins-
son, Magnús Helgason og Matthías Ól-
afsson. Bar sú nefnd upp svolátandi
tillögu:
„ Um leið og fundurinn lýsir megn-
ustu óámægju yfir öllum aðgerðum land-
stjórnarinnar í málarekstrinum gegn
Skúla sýslumanni Thoroddsen, skorar
hann á alþingi, að hlutast til um rann-
sókn á öllum aðgerðum landstjórnarinn-
ar í því máli, og, efunnt er, koma fram
ábyrgð á hendur henni fyrir kostnað
þann, er liún hefur bakað landinu.
Jafnframt skorar fundurinn á átþingi
að sjá um, að Sk. Th. fái skaða þann
bœttan, er hann hefur beðið af mála-
rekstri þessumu. Samþ. í e. hlj.
15. Skýlisbygging á Þingvöllum. Þá
var borin upp svolátandi tillaga (frá
Magnúsi Blöndal):
„Fundurinn skorar á þingmenn, að
byggt verði skýli á Þingvöllum svo fijótt
sem unnt tr, á þann hátt, að þeir leiti
samslcota hver í sínu kjördœmi11. Sam-
þykkt með samhljóða 12 atkv.
16. Loks bar Björn Bjarnarson upp svo-
látandi tillögu :
„Fundurinn lýsir megnri óánægju
sinni yfir því, að nokkur kjördæmi hafi,
vanrækt, að senda fulltrúa á Þing-
vallafund 1895“. Samþ. í e. hlj.
Að því búnu var fundi slitið, er hann
hafði staðið nærfellt 11 stundir.
Það var fagurt um að litast á Þing-
velli fyrri hluta fundardagsins, blæjalogn,
hiti mikill og sólskin. Höfðu tjöld verið
reist austan megin Öxarár, þar er hún
fellur úr Almannagjá, og stóð stærsta tjald-
ið (fundartjaldið) einmitt innan þeirra ve-
banda, er menn ætla að „Búakviðar“ hafi
settir verið á þinginu mikla eptir Njáls-
brennu 1012, en veitingar — vín- og mat-
sala — fóru fram fyrir búðardyrum Þor-
keis háks og þeirra Ljósvetninga. Fólk
dreif að hvaðanæfa, karlar og konur.
Hreiðruðu sumir sig uppi í brekkunni fyr-
ir ofan fundarstaðinn, eða gengu npp á
gjáarbarminn, og lituðust um þaðan, en
aðrir gengu til Lögbergs með hinar ægi-
legu gjár (Flosagjá og Nikulásargjá) á tvær
hendur og er þaðan hin fegursta útsýn
yfir Þingvöll. Þá er leið að hádegi, söfn-
uðust menn saman að tjöldunum, því að
þá höfðu fulltrúar Iokið undirbúningsfundi
þeim, er þeir höfðu haldið þar norður á
völlunum. Söngflokkur Helga kaupmanns
Helgasonar þeytti við og við lúðra, og
þótti það hin bezta skemmtun. Hátt á 3.
hundrað manns sóttu fundinn, þá er flest var.
Eius og fyr er getið, hófst fundurinn
kl. 12, og fór mjög skipulega og reglu-
iega fram. Stóð borð í miðju fundartjald-
inu og bekkir beggja vegna, er fulltrúarn-
ir sátu á, en tjaldskörum var sprett upp
til þess að sem flestir gætu heyrt ræður
þeirra. En um kl. 5 tók að rigna ; var
þá tjaldskörum niður hleypt, og fóru að-
komumenn þá að smátínast burtu. Var
rigning mikil upp frá þvi, allt til mið-
nættis, og spillti það allmjög skemmtan-
inni. Var fuudinum slitið um kl. 11. og
höfðu þá verið afgreidd 16 mál og teknar
ályktanir í þeim öllum, en 3 mál voru
tekin út af dagskrá (um innlent bruna-
bótafélag, um tíundarmál og um fast þing-
fararkaup). Einna fjörugastar umræður
urðu í háskólamálinu og Skúla-rnálinu.
St. Stefánss. var háskólamálinu mjög hlynnt-
ur, en séra Arnór Árnason andþæfði því,
en vildi þó hafa lagaskóla. Lagði þá B.
Sveinsson nokkrar spurningar fyrir haun,
er hann gat ekki leyst úr, en þá tók dr.
Valtýr Gnðmundsson alþna- til máls, og
beiddist leyfis að mega svara fyrir prest-
inn. Hélt hann tölu langa, er B. Sveins-
son hrakti rækilega, enda snerist ræða dr.
Valtýs um „þetta gamla“ hlægilega deilu-
atriði: háskólanafnið. Framsögum. nefnd-
arinnar í Skúlamálinu, séra Magnús Helga-
son, talaði mjög áheyrilega og snyrtilega
um það mál, og gat þess meðal annars,
hve hættuleg áhrif þetta atferli stjórnar-
innar gæti haft á embættisstétt landsins
og sjálfstæði hennar; íjártjónið, sem land-
sjóður biði við þennan málarekstur, væri
að vísu mikið, en hinar óbeinu, illu afleið-
ingar málsins væru þó eun ískyggilegri,
þær yrðu ekki metnar til peninga. Var
gerður mikill rómur að ræðu hans. Einn
nefndarmaðurinn í því máli (Matth. Ólafs-
son) lýsti því yfir, að það væru bein ó-