Þjóðólfur - 12.07.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.07.1895, Blaðsíða 4
136 smekklausu samlíkingarnar, sem jafnan hafa átt að vera svo sannfærandi i munni andstæðinga málsins, og komið hafa fram í mörgum útgáfum, ýmist í biðilsfötum, í ísjakaformi eða sem vaðlausar ár, o. m. fl. Þær fara óneitanlega að verða nokkuð kýmilegar. Hinn flutningsmaður tillögunnar Jön Jakobsson, reyndi því næst, að gera grein fyrir, hversvegna hann einn þjóð- kjörinna þingmanna í deildinni, væri ábandi með konungkjörnum þingmanniíþessu máli. Lét hann þá óbífanlegu von í Ijósi, að hefði Þorleifur Jónsson 2. þm. Húnvetninga ver- ið kominn á þing, þá hefði hann einnig orðið samferða hinum konungkjörnu, sem nr. 2. Er iíklegt, að Þorleifur verði ræðu- manni þakklátur fyrir hið góða traust(I) er hann bar til samfylgdar hans í þessu máli. Ennfremur vildi ræðumaður verja afstöðu sína í þessu með skírskotun til yfirlýsinga frá ýmsum þingmálafundum í stjórnarskrármálinu, og tók sér þar til „inntekta" yfirlýsingar frá 6 kjördæmum, er vildu láta halda málinu áfram í sömu (eða líka) stefnu sem fyr, án þess að minn- ast einu orði á skýlausa áskorun á Þing- vallafundi, frá 13 kjördæmum landsins, ura að halda málinu áfram óbreyttu nú í sumár. Flutningsmenn tillögunnar eru nfl. ávallt að bisa við þá staðhæfingu, að þetta, sem þeir þykjast vilja hafa fram sé sama stefnan, sem verið hefur á síðustu þingum, að eins aðferðin sé önnur, þó að þeir vit- anlega taki að eins 3 atriði úr frumvarp- inu, ,sem krufin hafa verið til mergjar í annari grein hér í blaðinu. Siqurður Jens- son andmælti þessari tillögu og kvað hana ofsnemma uppborna, þá er mál þetta væri í nefnd í neðri deild; stakk hann upp á að setja 3 manna nefnd til að íhuga hana, en það var fellt með öllum atkv. binna konungkjörnu (5). Þá beindi Sigurður Stef- ánsson þeirri fyrirspurn til landshöfðingja, hvort hann mundi leggja til við stjórnina, að tillögunni yrði sinnt, en landshöfðingi svaraði því svo, að hann mundi mæla með 1. lið hennar, en ekki með tveimur hin- um síðari, og við það var umræðunum slitið. Yar till. því næst samþykkt í einstökum liðum og í heild sinni með 6 atkv., þ. e. öllum hinum konungkjörnu og Jóni .Takobs- syni, en hinir aðrir þjóðkjörnir þingmenn fjórir (Gutt. Yigfússon, Jón í Bakkagerði, Sig. Jensson og Sig. Stefánsson) greiddu alls ekki atkvæði um þetta. Er nú að eins eptir að samþykkja hana til fullnað- ar við 2. umr. og þarf ekki að efa, að úrslitin verða hin sömu, því að þá er Þorleif vantar og Jón Jakobsson er með konungkjörna flokknum, þá er „spilið" unnið, og forlög stjórnarskrármálsins nokk- urn veginn auðsæ í þeirri deild, þótt það komist svo langt, hvoru megin sem Þor- leifur yrði, er hann kæmi. Samgöngumálin. Til að íhuga þau hefur neðri deild valið 5 manna nefnd: Valtý Guðmundsson, Jens Pálsson, Skúla Thoroddsen, Klemens Jónsson og Jón Þór- arinsson. Á nefnd þessi að vera fjárlaga- nefndinni til aðstoðar í þessu yfirgrips- mikla vandamáli, er miklu skiptir um, að verði ráðið heppilega til lykta. — Einhver tilboð um samgöngur kváðu nú þegar vera komin fram, bæði frá 0. Wathne og Mr. Franz, fjárkaupmanninum enska, er nefnd- in mun taka til athugunar, en hvernig þeim er í raun og veru háttað, verður ekki fullkomlega sagt um að svo stöddu. Mun almennur áhugi vera á því í þinginu, að láta ekki danska gufuskipafélagið vera hér eitt um hituna eptirleiðis, hvernig sem það tekst. Önnur helztu mál, er hreyft hefur verið á þingi hingað til, eru að mestu leyti uppvakningar frá fyrri þingum, t. d. eptir- launamálið, prestkosningamálið, um varnar- þing í skuldamálum (fellt í gær i n. d. með 12 : 10 atkv.), um breyting á út- flutningalögunum, um fjárráð giptra kvenna og um kjörgengi, auk nokkurra nýmæla. Stjórnarhreyting kvað vera orðin á Englandi, Rosebery lávarður farinn frá, en Salisbury tekinn aptur við forstöðu ráðaneytisins í hans stað. Nánari fregnir um það síðar. Heimdallur og botnvörpuskipin. Ept- ir því sem skýrt er frá í „Austra" 22. f. m. hafði varðskipinu Heimdalli tekizt að ná 2 enskum botnvörpuskipum við ólöglegar veiðar í landhelgi, skammt austur af Ing- ólfshöfða úti fyrir Mýrum í Skaptafells- sýslu. Setti hann hermenn í þau og kom með þau til Seyðisfjarðar 18. f. m. Var jafnskjótt sendur hraðboði eptir A. Tulinius sýslumanni til Eskifjarðar, og sektaði hann annað skipið um 1500 kr., hitt um 1000 kr., en veiðarfæri öll upptæk. Þriðja skipið var fyrir utan landhelgi, er „Heimdallur“ sá það, en þeir seku á hinum skipunum sögðu, að það hefði áður legið jafnvel næst landi. Þótt aukaþingið í fyrra hefði ekki af- rekað annað en að samþykkja botnvörpu- veiðalögin, þá mætti segja, að það hefði borgað sig bæði beinlínis og óbeinlínis, og svo getur optar orðið, ef aukaþing væru tiðari. Það getur verið ýmislegt, er ekki þolir uppihald milli tveggja reglulegra þinga. Sjálfsmorð. Einhver efnaðasti bónd- inn í Mjóafirði eystra, Stefán Árnason að nafni, hengdi sig i f. m., eptir því sem Þjóðólfi er ritað úr Fljótsdalshéraði. Prestaskólakennari, séra Jón Helga- son prédikar í dómkirkjunni á sunnudaginn kem- ur kl. 5 e. h. Hvanneyrarskólinn. Að búnaðarskólanum á Hvanneyri verð- ur alls fjórum námspiltum veittur aðgang- ur á komandi hausti, og verða bænarskár hér að lútandi að vera komnar til undir- skrifaðs amtmanns fyrir 15. ágúst næst- komandi. Námspiltum á skólanum veitist 10 kr. styrkur til bókakaupa. Skrifstofu Suðuramtsins 6. júlí 1896. J. Havsteen. Glært íslenzkt, Dobbelt-Spath, bæði stór og lítil stykki, verð- ur keypt fyrir hátt verð hjá J. Salomon, Bredgade 20, K.jö- benhavn. • Ekta anilínlitir w •fH 97 •f-i fást hvergi eins gððir og ðdýrir eins og 80 £ í verzlun 80 ö Ö Sturlu Jónssonar Hs C8 Aðalstræti Nr. 14. Á W H-* •JUHUJIjUT! BJHJ • ' TJndirskrifaður tekur að sér alls konar venju- legt járnsmíði, og leysir það fljðtt og vel af hendi, gegn vægri borgnn út í hönd. Smiðja mín er í Skálholtskots-húsinu. Reykjavik 1. júlí 1895. Samúel Huðmundsson. Fjármark Ragnhildar Þorsteinsdðttur Briem á Gili í Sauðárhreppi í Skagafjarðarsýslu: Sneið- rifað framan hægra, biti aptan. Sýlt vinstra og gagnbitað. Tapazt hefur gamalt einskeptutjald, bætt með léreptsbðtum, í hærupokagarmi, á Reykjavíkur- plássi. Finnandi er beðinn að skila því til Gísla Vigfússonar á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theoL FélagsprentsmiSJan

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.