Þjóðólfur - 16.07.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 16.07.1895, Blaðsíða 4
140 máli í neðri deild: Skúli Thoroddsen, Ei- ríkur öíalason, Klemens Jónsson, Þórður öuðmundsson, Sighvatur Árnason. Kjör- gengi kvenna: Nefnd í því í neðri deild: Pétur Jónsson, Skúli Thoroddsen. Eirikur öíslason. Líijsrgrilding veizlunarstaða. Borin upp frumvörp um löggildingu þriggja nýrra verzlunarstaða: að Bakkagerði í Borgar- firði, Nesi í Norðflrði og Hvammstanga við Miðfjörð. Sóttvarnir. Nefndin í því máli (Einar Jónsson, Þórður Thoroddsen, Klemens Jóns- son, Þórh. Bjarnarsou, Skúli Thoroddsen) hefur gert allmikiar breytingar á því frum- varpi, og vilja nefna það „Frumv. til laga um ráðstafanir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma“. Er frumv. þetta hin mikils- verðasta og þarfasta réttarbót. rtfiutningalögin. Viðauki við þau lög hefur verið samþykkt í neðri deild með 12 atkv. gegn 4 (Sk. Thoroddsen, Jóni Jens- syni, Pétri Jónssyni og Valtýr öuðmunds- syni). Er það samkynja frumv. því, er samþykkt var í neðri deild 1893, en dag- aði uppi í efri deild. Við 3. umr. máls- ins nú hóf landshöfðingi mótmæli gegn frumvarpinu, en flutningsmaður málsins öuðl. öuðmundsson lýsti þvi yfir, að hon- um þætti kynleg þessi aðferð landshöfð- ingja á síðasta stigi málsins og gat þess, að þótt hætta sú, er frumv. vildi koma í veg fyrir, væri ekki nú fyrir hendi, eins og fyr, þá gæti hana borið að höndum, þá er minnst varði, þá er árferði versnaði hér en batnaði vestanhafs, og þá væri betra að lögin væru samþykkt áður, enda væri ofseint að byrgja brunninn, er barnið væri dottið í hann. Viðaukalög þessi miða að eins til þess að tryggja rétt hinna lög- giltu útflutningastjöra, að farandagentar séu jafnt háðir fyrirmælum laganna, sem þeir, og að erfiðara verði að strjúka af landi burtu til Vesturheims. Menntainál. Samkv. till. frá Jóni Þór- arinssyni o. fl. hefur neðri deild valið 5 manna nefnd til að íhuga hin lægri mennta- mál, sveitakennslu og barnaskóla, svo og undirbúningsmenntun barnakennara. Nefndarmenn eru: Jón Þór., Jens Pálsson, Ól. Briem, Einar Jónsson, Þórh. Bjarnars. Fátækramálefni. Sighv. Árnason o. fl. hafa borið upp tiH. um 5 manna nefnd milli þinga til að íhuga sveitarstjórnar- og fátækralöggjöf landsins og semja frumv., er lagt verði fyrir alþing 1897. Ferðir landpósta. Klemens Jónsson o. fl. vilja láta neðri deild skipa 5 manna nefnd til að íhuga og gera tillögur um ferðir landpóstanna. Skúla-málið. öuðjón öuðlaugsson, Valtýr öuðmundsson, Þórður öuðmunds- son og Pétur Jónsson hafa borið upp í neðri deild svolátandi tillögu til þingsá- lyktunar: „Neðri deild alþingis ályktar, að skip- uð sé 5 manna nefnd til þess að rann- saka aðgerðir landstjórnarinnar og tildrög- in, er leiddu til rannsóknar gegn Skúla Thoroddsen, fyrverandi sýslumanni í ísa- fjarðarsýslu og bæjarfógeta á ísafirði, „suspensionar" hans og lausnar frá em- bætti. — Nefnd þessi hefur rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum, samkvæmt 22. gr. stjórnarskrár- innar“. Fyrirspurn til landshöfðingja hefur Skúli Thoroddsen borið upp um það, fyrir hverjar sakir Einari Thorlacius sýslumanni Norðmýlinga hafi verið vikið frá embætti um stundarsakir og hvers vegna iandstjórn- in hafi ekki aptur sett hann inn í em- bættið, eða látið rannsaka þær sakir, er gefið hafi tilefni til afsetningarinnar. — Fyrirspurn þessari svaraði landshöfðingi í gær, og skýrði svo frá, að sýslumaður þessi hefði gert sig sekan í hirðuleysi og vanrækslu í embættisfærslu, ekki fram- kvæmt fyrirskipanir amtmanns um mála- rannsóknir og málshöfðanir, ekki staðið í skilum við landsjóð, o. s. frv. Hefði upp- haflega verið allmikill sjóðþurður hjá hon- um, en landsjóður hefði nú fengið sitt, og nægilegt veð væri fyrir öðru, er ógreitt væri, sem mundi nema um 8—9000 kr. Hann kvaðst því hafa vikið honum frá em- bættinu, en síðar hefði sýslumaðurinn sótt um lausn til ráðgjafans, enda væri hann svo veikur á sál og líkama, að hann yrði ekki krafinn ábyrgðar fyrir embættisfærslu sína. Skúli Thoroddsen fór allþungum orðum um hina mismunandi aðferð landsstjórnar- innar gegn embættismönnum og tók til dæmis Skúla-málið, og hvernig það hefði verið hafið, m. fl., er hann mælti í garð landstjórnarinnar og siðar sést á sínum tíma í Þingtíðindunum. Landshöfðingi þagði algerlega við þeirri prédikun. Verra en ekki neitt er það, sem ísafold er að bögglast við að malda í mðinn gegn í>jðð- ðlfi út af þingfundinum í neðri deild 8. þ. m. Það er ekki svo mikið, að hún geti bent á eitt einasta atriti, er sé mishermt í frásögn vorri, en gripnr að eins til sinna venjulegu vopna, útúrsnúninga og vafninga, eins og hún ávallt gerir, þá er hún er staðin að einhverjum ðþokkaskapnum, er hún get- ur ekki varið með skynsamlegum ástæðum. I>að er sannarlega meir en meðalflónBka eða furðuleg bíræfni, ef henni kemur til hugar, að hún geti þvegið sig hreina í almenningsálitinu með jafn staðlausu bulli. Nei, hann er grðmteknari á henni ðþverrinn en svo, að það takist. Hún er svo lag- lega orðin mörkuð, gamla konan, undir eyrnamark landshöfðingjans og stjðrnarinnar, að hún er auð- þekkt alstaðar, hvernig sem hún sveiflar kápudul- unni af einni öxl á aðra. Ein spekin hjá ísaf. síðast er það, er hún blandar saman bráðabirgðar úrskurði neðri deildar um forseta-atkvæðið, við endilegan, algildan úr- skurð um réttan skilning á þingsköpunum í þessu efni. Það þarf þð sannarlega ekki 9 ára gamlan lögfræðisnema til að sjá, að það er sitthvað: úr- skurður, sem önnurhvor deildin verðwr að fella um skilning á þingsköpunum, þá er svo ber undir og alls ekki verður talin sem bindandi skýring eða lagaákvæði fyrir alda og ðborna, eða endilegur úr- skurður frá konungi eða ráðherra, sem algerlega tekur af skarið, tekur fyrir allar vífillengjur fram- vegis og er skoðaður bindandi sem lög. Þeim úr- skurði geta þingdeildirnar ekki haggað, en hins- vegar þarf ekki í ráðherra- eða konungsúrskurðum að taka hið minnsta tillit til þess, hvern skilning þingdeildirnar hafa áður lagt í það, sem um er að ræða. Deildirnar verða auðvitað að skera úr vafa- atriðum á einhvern hátt, þá er þess þarf með, á því og því augnabliki — og þá er forseti gerir það ekki, — svo að þingið geti haldið áfram störfum sínum, en „juridiskt“ gildi hafa þeir úrskurðir ekki. En þetta veit ísafold ekki eða þykist ekki vita það, því að stundum virðist hún hafa gaman af að gera sig vitlausari en hún er, að eins til þess að þegja ekki, því að ekki vantar sauðþráann, þðtt rangt mál og lokleysur sé að verja. Vandræðalegra svar en svarnefnu ísaf. síðast gegn Guðjðni alþm. Guðlaugssyni, er víst varla unnt að hugsa sér. Hún kyngir þar ofur- rólega öllu fleiprinu sinu um gufubátamálið, og væri ðmaksins vert fyrir lesendur blaðsins, að bera saman grein Guðjðns í Þj'óððlfi og svar ísaf., svo að þeir geti séð, hve mikils virði vörn hennar er, og hversu blaðið liggur neyðarlega flatt með allan áburðinn sinn, eins og endrarnær. En það er ekki nýbðla hjá því málgagni, þðtt það verði að kyngja ýmsu miður þægilegu. Sðmatilfinningin er ekki svo ákaflega'næm og samvizkusemin ekk annálsverð þeim megin. Er því ekki úr háum söðli að detta fyrir henni. Meðan hún heldur dauðahaldi aptan í skottið á landssfj'ðrninni, getur hún flotið uppi, og druslast einhvernvegin áfram. En þðtt stofnan verði æði hlykkjótt og blaðið flytji kerlingar yfir sannleikann, hvað gerir það til! Annar flutningsmadur þingsályktnnar- tillögunnar gððu i efri deild, Jón Jakobsson, vill láta þess getið, að hann hafi fyrstur orðið til þess að bera tillöguna upp, og fengið J. A. Hjaltalín í lið með sér, en ekki hinsvegar, að Jðn Hjaltalín hefði orðið skjðtari til bragðs. Það er ekki ðfrðð- legt, að vita þetta með vissu, að það var þjóökjör- inn þingmaður í efri deild, er leitaði liðs hjá hin- um konungkjörnu í þessu máli. Heiður þeim, sem heiður heyrir!! Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. thtol. Fölagsprentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.