Þjóðólfur - 19.07.1895, Page 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr
Erlendís 5 kr.— Borgist
fyrir 15. Júli.
Urpsögn, bnndin viö úramöt,
ógild nema komi tilútgefanda
fyrir 1. oktöber.
ÞJÓÐÓLFUE.
XLYII. árg. Reykjatík, íöstudafíinn 19. jálí 1895. Nr. 36.
Heiðraðir kaupendnr Þjáðólfs
eru áminntir um, að gjalddagi blaðs-
ins var 15. þ. m. Hér í Reykjavík og
grendinni verður fylgiritið (3. hepti
Kamhsránssðgu) afhent hverjum kaup-
anda um leið og hann borgar.
Frá fslendingabyggðum í Kanada,
Eptir Gunnstein Eyjólfsson.
III.
(Siðasti kafli).
Stjórn landsins er í stórskuldum, sem
alltaf eru að aukast, enda er hún eyðslusöm
og bruðlunarsöm í meira iagi. Allir safna
hér skuldum. Ríkið er í sökkvandi skuld-
um, eins og eg hef áður skýrt frá í „Þjóð-
ÖIl fylkin eru í skuldabasli, ein
miljónin bætist við aðra, alitaf stöðugt og
hvíldarlaust. Stórbæirnir eru sumir nærri
gjaldþrota. Smábæirnir eru allir í skuld-
um. Landsstjórnin, fylkjastjórnirnar, stór-
bæirnir, smábæirnir, sveitirnar, allar stétt-
ir af öllum tegundum, allt ofan frá stór-
kaupmanninum og niður til bóndans —
allt er í sökkvandi skuldasúpu. Auðurinn er
allur í höndum einstakra manna, og það
eru þeir, sem óbeinlínis stjórna öliu hér í
landinu. Bændastéttin borgar sig atltaf
ver og ver. Allur afrakstur bóndans er
stöðugt að falla í verði, og margt af því
sem hann hefur að bjóða, orðið nærri einsk-
isvirði. Hveitið er nú fallið svo í verði,
að Manitoba-bóndinn getur varla haft at-
vinnu við að rækta það, jafnvel þó vel
láti í ári, livað þá þegar uppskera bregzt.
Sumir eru auðvitað að vona, að það muni
hækka í verði aptur, en það eru lítil lík-
indi til, að svo verði, nema því að eins,
að styrjöld komi npp í Norðurálfunni, sem
ekki er vert að óska eptir. — Aðalorsökin
til þess, að hveitið hefur fallið svo í verði, er
sá, að nú er farið að rækta hveiti víðs-
vegar um heiminn, þar sem það hefur ekki
áður ræktað verið. Lýðveldið Argentina
í Suður Ameríku hefur þessi síðustu árin
nærri eingöngu snúið sér að hveitirækt, og
er nú orðið eitt af stærstu hveitilöndum
heimsins, þar sem það fyrir 12 árum þurfti
að kaupa hveiti tyrir íbúa landsins. Er
tilkostnaður allur við hveitiræktina þar
svo lítill, og verkamannakaup svo lágt,
að hvert „bushel“ af hveiti kostar þá að
eins 16 cents, í staðinn fyrir, að Manitóba-
bóndinn getur ekki ræktað hveitibushelið
fyrir minna en 35—40 cents. Ennfremur
er Indland og Ástralía að taka miklum
framförum í hveitirækt, sérstaklega Ind-
land. Hvað tilkostnaðurinn sé lítill á Ind-
landi, geta menn ráðið af því, að það kost-
ar að eins tvö cent á dag, að fæða hina
innfæddu landsmenn þar (natives), sem
Evrópumenn halda til að vinna á hrís-
grjóna- og hveitiökrum sínum; þeir fá skál
af soðnum hrísgrjónum að morgni og aðra
að kvöldi, og með þetta lifa þeir. Og þó
Ástralia rækti enn ekki svo mikið hveiti,
að þeir selji út úr landinu, þá þurfa þeir
ekki lengur að kaupa það inn í landið,
og takast þess vegna frá heimsmarkaðin-
um. En öll þessi lönd framleiða hveitið
kostnaðarminna en Manitoba, og þess vegna
er það Manitoba-bóndinn, sem verður í
skaðanum.
Annar aðalatvinnuvegur bóndans hér,
griparæktin, er orðin jafn-arðlaus. Kemur
það af því, að mikið fleira er orðið af
gripum, heldur en fylkið þarf til fram-
færslu íbúum sínum, en ekkert er út úr
fylkinu sent. Sölubannið við England
helzt enn, sökum lungnasýkinnar, sem sagt
er að sé í kanadiskum gripum. Á siðast-
liðnu hausti gaus upp kvittur um það, að
markaður fyrir gripi mundi fást á Frakk-
landi; höfðu verið sendir þrír skipsfarmar
þangað, og álitist að vera heilbrigðir og
selst vel; svo datt allt, í dúnalogn og hef-
ur ekki verið minnst á það síðar.
Sauðfjárrækt er í mjög smáum stíl hér
í fylkinu, enda er hún ýmsum annmörk-
um undirorpin, Fé hér er yfir höfuð smátt,
óhraust og kveifaralegt, alveg ólíkt fjalla-
fénu á íslandi, en þó þurftarfrekt, lifir að
eins við bezta fóður, og þarf að ætla kind-
inni fjóra til fimm hesta af góðu heyi yfir
veturinn. Ull selst að eins sjö til átta
cent's puudið, og þrjú til fjögur pund fást
af fullorðinni kind. Sauðakét selst að vetr-
inum 3—5 cents pundið.
Að endingu vil eg leyfa mér að ráða
íslendingum frá, að flytja hingað til Kan-
ada, meðan ástandið er, eins og það er nú.
Eg veit vel, að bændastéttin á íslandijá
ekki við nein sældarkjör að búa, en það
er að fara í geitarhús að leita ullar, að
leita að auðlegð og sælu hér.
Kveð eg svo yður, herra ritstjóri, og
alla lesendur blaðs yðar, og vona að þetta
nýbyrjaða sumar verði yður öllum giptu-
samt og happadrjúgt.
a75. ’95.
Yðar með virðingn.
G. Eyjolfsson.
Rausnarleg gjöf.
Með vestanpósti síðast voru ritstjóra
þessa blaðs sendar 100 kr. að gjöf til Há-
skólasjóðsins frá félagi nokkru í Gufudals-
sveit. Sóknarpresturinn þar, séra Guðm.
Guðmundsson í Gufudal, sendi peningana,
og á hann að sjálfsögðu mestan og beztan
þátt í, að þessi rausnarlega gjöf var send
sjóðnum. Væru margir prestar á íslandi
jafn áhugamiklir í velferðarmálum vorum
og jafnhlynntir góðum og fógrum fyrir-
tækjum, mundi vera öðruvísi umhorfs hér
á landi og meiri manndáðarbragur að fólk-
inu. En því er miður, að svo er ekki. Pen-
ingar þessir hafa þegar verið afhentir fé-
hirði sjóðsins og settir á vöxtu í lands-
bankanum. Jafnmikil og rausnarleg gjöf
og það frá fáraennn og fátæku sveitar-
félagi verður aldrei nógsamlega þökkuð.
Betur að fleiri sveitir gerðu slíkt hið sama.
Með gjöfinni fylgdi bréf frá sóknarprest-
inum, og er oss ánægja að birta það í
blaðinu. E»að er svo látandí:
Herra ritstjóri!
Hér með sendi eg yður 100 krónur, sem
gjöf til „Háskólasjóðsins" og bið yður koma
þeim á sjóðinn. Gjöfin skal afhendast i
nafni Gufudalssveitar.
Vil eg jafnframt leyfa mér að láta fá-
ein orð fylgja gjöfinni, og vona þér Ijáið
þeim rúm í blaði yðar.
Hér í sveit hefur yngra fólkið félag
með sér í þeim tilgangi, að styðja eptir
mætti sérhvað, er sveitinni þykir til heilla
horfa, og engu síður hitt, er landinu öllu
má að gagni verða.
Félag þetta hafði um 100 krónur til