Þjóðólfur - 19.07.1895, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.07.1895, Blaðsíða 3
143 og í liaust, og rekur mig jafnt minni til þess í haust og áður fyrri. Það er ekki af kjarkleysi eða áhugaleysi mínu, að eg hef ekki ritað um nefndan yeg, fyr; á eg það höfundinum að þakka, að eg fæ nú tramkvæmd til þess, og vil benda á nokkur atriði, sem gr.höf. hefur verið þvi miður ókunnug- ur. Eg er því samdóma, að hr. Sigurður Thor- oddsen sé einfær að ráða því, hvar veginn skuli leggja, en jafnframt ber eg það traust til hans, að hann veiti eptirtekt bendingum kunnugra og greindra manna, hvar hyggilegast væri að leggja veginn fyrir alda og óborna; finnst mér því áríðandi, að þeir menn hefðu það hugfast, að benda S. Thor- oddsen, þar á veginn, sem heppiiegast væri fyrir land og lýð, án þess að hafa eiginn hag í fyrirrúmi, og einkum þegar vegfræðingurinn er hér jafnó- kunnugur þeim áhrifum, er náttúran kann að hafa á vegagerðir hér um pláss, flestar ársinstíðir. Skal eg þá fyrst tala um veginn frá Þjórsár- hrú út fyrir, „Flatholt“. Erþáfyrst: að frá Skálm- holti að Dælarétt liggur laut, sem vegurinn yrði að liggja yfir; á þeim vegi er engin mishæð utan sú, sem Dælarétt stendur á. Þó ber það tíðum við, að vatnsflóðið, sem kemur báðu megin við Skálm- holts-holt, fióir yfir þá mishæð, og þá er Skálms- holt' hólmi innan í vatninu og iítt fært að bænum á neina hlið. Svo vildi eg minnast á „LaunBtíg“ fyrir utan Flatholt, sem vegurinn myndi verða að liggja yfir. Hann verður lítt fær eða ófær i snjóflóðum og vatnagangi. Á þessum vegi ímynda eg mér, að þyrfti mjög upphleyptan veg, ef duga ætti, og stórar brýr. Hverjar torfærur eru á veginum frá LaunBtig út fyrir Ölversholt, er eg ekki svo kunnug- ur að lýsa, en það rekur mig minni til á fyrri dög- um mínum, að eg reið hvergi hærri ís í Flóanum, en frá Ölversholti og upp að Hjálmholti og var það ekki af hlaupi þá úr Hvítá. Eg ímynda mér eins og gr.höf., að veginum verði á þessum stað hætta búin, þegar Flóinn er upphleyptur af snjó og ísalögum og þar á ofan koma þessi stóru hlaup úr Hvítá, sem bæir standa ekki upp úr nema eins og smáhólar og hvergi fært yfir útflóann nema fugl- inum fljúgandi. Þar á ofan sýnist mönnum nokk- uð öfug stefna frá Þjórsárbr. vestan til á Hestfjall, í stað þess að stefnan milli brúnna er fyrir framan Ingólfsfjall. Flestir óska, að vegurinn yrði lagður skammt fyrir utan Urriðafoss, nokkuð fyrir framan Kamp- holt og Hnaus, framan Hurðarbak og útyfir mynn- á Orustudal, — sem liggur ofan í Hurðarbaks- dal — útyfir Hróarsholtslæk fyrir ofan Hróarsholt og framan Vola, þaðan nálægt Sölvholtsholti; þar mun útflóinn liggja hæst; er þá farið að draga úr afli hlaupanna. — Nú Bjá allir menn, að með þessum vegi eru gerðir 2 vegir undir eins, eins og höf. bendir til. A þessum vegi þyrfti ekki stór- kostlegar brýr nema á Hróarsh.læk og dálitla brú á Fosslæk. Mishæðir eru ekki miklar á þesBum vegi 2—3 holt, sem eru lág. Mér finnst vegurinn ^ þessum stað styttri og kostnaðarminni og eins °g eg áður gat um, eru 2 vegir gerðir með sömu krónunni frá Þjórsárbrú útfyrir Orustudal — fyrir norðan Önundarholt — Einnig er það liugsandi, að hægara verði með áfangastaði á þessum vegi, fremur en hinum. Svo er eg sannfærður um, að þessi vegur yrði miklu varanlegri en sá áður nefndi, því vel get eg hugsað, að hann (efri vegurinn) yrði ófær eftir fá ár, af öflum náttúrunnar, þegar ferða- mönnum iægi mest á, eins og þrátt og opt hefur komið fyrir á undanfarandi tíð. Urriðafossi 5. júlí 1895. Einar Einarsson. Þingmálafundur Rangveilinga var haldinn á Stórólfshvoli 12. júni. Á fundinn komu 2—4 kosnir menn úr öllum hreppum sýslunnar og nokkrir aðrir. Þar voru þessi mál tekin til um- ræðu: 1. Skúlamálið. í Bambandi við lagasynjan- irnar lýsti fundurinn sárri óánægju yfir þeim, svo og yfir aðgerðum landsstjórnarinnar í Skúlamálinu. 2. Stjómarskrármálið. Samþykkt með 17 atkv. gegn 10, að fylgja fram stjórnarskrárfrumv. frá 1893, en felld tillaga um, að senda konungi ávarp um, að leggja fyrir þingið 1897 frumvarp til stjórnar- skipunarlaga. 3. Eptirlaunamálið. Skorað á þing- ið, að fylgja því máli fram enn á ný, eins og 1893 4—6. Prestkosningamálið, um búsetu fastakaup- manna og kjörgengi kvenna. Skorað á þingið, að halda þeim málum áfram. 7. Um kostnað við daufdumbra kennslu. Skorað á þingið, að halda því máli fram. 8. Kirkjugjáldamálinu vildi fund- urinn láta fresta. 9. Skorað á þingmenn kjör- dæmisins, að hlutast til nm, að Bem allra fyrst verði lagt fé til þjóðvegagerðar frá Þjórsárbrúnni að Ytri-Rangá. 10. Að veitt verði fé til gufubáts- ferða með suðurströnd landsins. 11. Að lagt verði fé til umgangskennslu á líkan hátt og verið hefur. 12. Að leggja ríflegri styrk til búnaöarfélaga, en verið hefur. 13. Að mannvirkjafræðingur verði látinn skoða og segja álit sitt um, hvort ekki sé mögulegt, að bæta hafnirnar milli Ölfusár og Þjórs- ár. 14. Eáskólamálið. Borin upp tillaga um, að skora á þingið, að styrkja háskólasjóðinn með 10 þús. kr. tillagi á ári, en meiri hluti fundarins var eígi hlynntur því. 15. Kosnir tveir menn fyrir kjördæmið á Þingvállafund. 16. Holdsveikraspí- tála áleit fundurinn nauðsynlegan. 17.—18. Land- búnaðarmálið og fátækralöggjöf landsins. Að þau væru tekin til gagngerðrar endurskoðunar og skip- uð í þau 5 manna nefnd milli þinga. Pingmálafundur Snæfellinga var hald- inn 18. júní að Syðri-Görðum í Staðarsveit. Fund- arstjóri var kosinn séra Eíríkur Gislason alþm., en skrifari Kjartan Þorkelsson verzlunarfulltrúi á Búð- um. 1. Samþykkt var að skora á þingið, að halda stjórnarskrármálinu áfram í sömu stefnu og á þingunum 1893 og 1894. Samþ. með öllum atkv. 2—3. Að halda fram frumvörpum alþingis 1893 í háskólamálinu og prestkosningamálinu. 4. Að fylgja fram (algerðu) afnámi eptirlauna. 5. Að hrinda samgöngum á sjó í miklu betra horf, en nú er, meðal annars með því, að landssjóður kaupi gufuskip, sem hæfilegt sé til strandferða. 6. Að gildandi kirkjugjöld séu úr lögum numin, en sett persónulegt gjald í þeirra stað. 7. Að lögleiða samþykktir til að banna innflutning, sölu og til- búning alls áfengis. 8. Að stofnað sé innlent brunabótafélag. 9. Að samþykkt séu lög um úr- skurðarváld sáttanefnda. 10. Að lög um sóttvarn- ir sé endurbætt. 11. Að kjörstöðum sé fjölgað og að þeir verði að minnsta kosti 3 í sýslunni. »12. Að Sandalega í Neshreppi ytra verði löggilt til verzlunar. 13. Að Skúlamálið sé tekið til ræki- legrar meðferðar á þinginu, jafnframt því, sem fundurinn lýsti óánægju sinni yfir því, að lands- sjóði væri bökuð svo mikil útgjöld við það mál. 14. Að landssjóður hlutist til um, að dýralæknir sé látinn ferðast um Snæfellsnessýslu svo fljótt sem auðið er, til að rannBaka bráðafár í sauðfé og gefa ráð við því. 15. Að aukapóstleiðin frá Arnar- holti um Kerlingarskarð til Stykkishóims sé gerð aðalpóstleið og að aukapóstur sé látinn ganga á sumrum frá Búðum fyrir sunnan Snæfellsnesjökul til Ólafsvíkur. 16. Loks var séra Eiríkur Gísla- son alþm. kosinn fulltrúi fyrir sýsluna á Þingvalla- fund. j, Árnessýslu 14. júlí: „Laxveiðendur við Ölfusá og Hvítá hafa nú sent áskorun til alþingis um ófriðhelgun sels í veiðiám. Undir áskorun þessa skrifuðu allir veiðijarða-ábúendur með ánum frá Hestfjalli og niður fyrir Kotferju. 3 laxveiðendur skrifuðu ekki undir áskorunina, sem kann að hafa komið af því, að prestur þeirra býr á selveiði-jörð, og er ekki um að missa selinn fremur en fyrir- rennara hans. — Af því, er nú hefur verið sagt um tiltektir Árnesinga í þessu máli, sést ljóslega, hvað sannorður „ísafoldar“-ritstjórinn hefur orðið, eða hitt þó heldur, þegar hann er að segja fréttirnar af þingmálafundi okkar o. fl.“ Alþingi. V. Holdsyeikraspítali. Samkvæmt till. neíndarinnar í því máli var stjórnarfrum- varpið um stofnun holdsveikraspítala fellt í neðri deild 16. þ. m. sakir ónógs undirbúnings, en hinsvegar fær frumvarp nefndarinnar, um aðgreining holdsveikra frá öðrum mönnum, góðan byr. Eyðing sela. Jón í Bakkagerði liefur borið upp í efri deild svolátandi frumvarp: „Hvervetna á íslandi skal selur réttdræp- ur“. Eigi er írumvarpið iengra, og er því réttnefnt „stutta frumvarpið“. Það er ekki uunt að hafa það orðfærra. Nefnd sett í það í Ed. í gær: Jón Jónsson, L. E. Svein- björnsson og Þorleifur Jónsson. Eerðir landpóstanna. Samkvæmt tiil. Klemens Jónssonar o. fl. var valin nefnd i neðri deild til að íhuga breytingu á ferðaáætlun póstanna, og hlutu kosningu: Klðmens Jónsson, Guðjón Guðlaugsson, Einar Jónsson, Þórh. Bjarnarson og Sig- hvatur Árnason. Opinberu auglýsingarnar. Sigurður Stefánsson ber upp þá tillögu, að blöðum þeim í Reykjavík, er hafi að minnsta kosti 1500 kaupendur, sé gefinn kostur á með undirboði að flytja opinberar auglýsingar um 5 ár í senn. Má telja vafalaust, að þingmenn taki þessari tillögu vel, og vilji unna landssjóði einhvers arðs af þessum auglýsingum. Skúla-málið. Tillagan um skipun 5 manna nefndar til að rannsaka aðgerðir landsstjórnarinnar í þessu máli, sem minnst

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.