Þjóðólfur - 02.08.1895, Side 1

Þjóðólfur - 02.08.1895, Side 1
Árg. (60 arkir) koatar 4 kr Erlendis 5 kr.— Borgist fyrir 15. Júli. tJppsögn, bnndin viB dramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÖLFU Ií. XLYII. árg. KeykjaTÍk, föstudaginu 2. ágúst 1895. Nr. 38. Skúla-málið á þingi. Eins og getið var um í 36. tbl. Þjóðólfs bar séra Signrður Stefánsson í Vigur upp fyrirspuru til landshöfðingja um það, hvers vegna stjórnin hefði ekki sett Skúla Thor- oddsen aptur í embætti það, er hann hefði þjónað, og hvers vegna honum hefði verið boðin Rangárvallasýsla. Fyrirspurn þessi var á dagskrá í efri deild 26. f. m. Tók spyrjandi meðal annars fram, að úrslit Skúla málsins í hæstarétti hefðu vakið al- mennan fögnuð um land allt. Þessi íögn- uður hefði ekki eingöngu verið sprottinn af því, að Sk. Th. var sýknaður, heldur líka af því, að með dómi hæstaréttar þótt- ist almenningur hafa fengið fulla vissu fyrir því, að málareksturinn gegn Sk. hefði að miklu leyti verið óþarfur. Alþýða manna hefði litið svo á, að þessi einkenni- lega röggsemi landsstjórnarinnar væri ekki sprottin af nokkurri brýnni þörf eða nauð- syn; þetta mikla málaþóf hefði ekki verið háð vegna réttvísinnar, þótt það væri í nafni réttvísinnar. Það væri að vísu hart fyrir landsstjórnina, að allur þorri þjóðar- innar skyldi líta svo á mál þetta, en því harðara væri það, að hæstiréttur rikis- ins skyldi staðfesta þetta almennings- álit á íslandi með dómi sínum, og dómur hans þannig verða áfellisdómur yfir lands- stjórninni um leið og hann var sýknudóm- ur fyrir Sk. Th. Landsmönnum þætti að vísu súrt í brotið, að landssjóður skyldi verða að borga fyrir þetta frumhlaup stjómarinnar, en því mundi þó hafa verið tekið með hinni vanalegu íslenzku ró, ef landsstjórnin hefði látið hér staðar numið. Það töldu menn og sjálfsagt, að hún mundi gera, hún, stjórnin sjálf, mundi bera svo mikla virðing fyrir dómi hæstaréttar, að hún þegar í stað mundi setja Sk. Th. inn i embættið^ En svo birtist þetta maka- lausa landshöfðiugjabréf frá 7. maí þ. á., er geri Sk. Th. að velja á milli Rangár- vallasýslu og algerðrar lausnar frá embætti- Hér þótti landsmönnum bætt gráu ofan á svart af landsstjórninni. Hér virtist geng- ið í berhögg við alla sanngirni og réttlæti, hér virtist farið á bug við eða enda brot- in ákvæði stjórnarskrárinnar, embættis- manni þessum sýnt hið mesta harðræði og stórkostlegum útgjöldum dembt á lands- sjóðinn að öldungis óþörfu. Landsstjórnin hafi með þessum tiltektum sett stóran blett á sjálfa sig og geti hæstv. landsh. þvegið þann blett af með svari sínu, mætti hann vera sér (spyrjanda) þakklátur fyrir þessa fyrirspurn. Landshöfðingi tók því næst til máls. Kvaðst hann ekki álíta sér skylt að svara fyrirspurninni, með því að neðri deild hefði skipað nefnd til að rannsaka málið, en sagðist þó ekki vilja skorast undan því. Kvað hann skýring spyrjanda á hæsta- réttardómnum ekki rétta, því að með hon- um væri alls ekki sagt, að málshöfðunin hefði verið „hégóminn einber“, heldur að nægar sannanir hefðu ekki komið fram til að kveða upp áfellisdóm. Skúli Thorodd- sen hefði verið dæmdur í 600 kr. sekt i landsyfirrétti, og þann rétt vildu þó marg- ir gera að hæstarétti. Aðalástæðan til þess, að Sk. Th. var ekki settur aptur í embættið, hefði verið framkoma hans gagn- vart stjórninni að uudanförnu, þar eð hann hefði gengið í broddi fylkingar með æsing- um gegn henni, einkum í blaði því, er hann hefði gefið út o. s. frv. Það hefði stjórnin ekki getað þolað, en sarat sem áður áliti hún, að hann hefði næga hæfi- leika til að vera embættismaður, og þess vegna liefði honum verið boðin Rangár- vallasýsla í von um, að hann ef til vill breytti þá stefnu sinni, en þsð boð hefði hann ekki þegið. Þá tók spyrjandi aptur til máls. Kvað hann svar landsh, að því leyti fullnægjandi, að með því væri fengin vissa fyrir, hvað í raun og veru hefði komið stjórninni af stað í þeunan leiðangur og valdið þessum síðustu úrslitum. Landsh. hefði ekki hermt rétt orð sín, hann hefði aldrei sagt, að m&Miöfðunin gegn Sk. Th. hefði verið „hégóminn einber“, heldur málareksturinn eptir því sem fram væri komið. Undar- leg ályktun hjá landsh., að ekkert verði dregið út úr hæstaréttardómnum um það, hvort embættisfærsla Sk. Th. hafi verið vítalaus. Annars þyrfti nú ekki lengur að vera að tala um embættisfærslu Sk. Th., því samkvæmt svari landsh., þá væri það ekki hún, heldur framkoma Sk. gagnvart landsstjórninni, er valdið hefði embættis- afsetning hans. Allur þessi gauragangur og málarekstur hefði því verið brúkaður sem yfirskin til að reyna að koma því fram með aðstoð dómstólanna, sem stjórn- in upphafiega vildi fá framkomið, og som hún nú hefði framkvæmt þvert ofan í dóm hæstaréttar, sem sé embættis afsetning. Þessi aðferð hvorki drengileg né hrein- skilin. í stað þess að ganga beint fram- an að þessum embættismanni og segja honum, að hann gæti ekki haldið embætti sínu, ef hann héldi uppteknum hætti að áreita stjórnina, þá hefði stjórnin látið elta þennan embættismann með sakamáls- rannsóknum, er áttu að kosta hann æru og embætti, og síðan, er sú tilraun mistókst, sett hann algerlega frá embætti, án þess að gefa honum kost á að halda því, ef hann hætti framvegis áreitni þeirri, er stjórninni þótti hann hafa sýnt sér. Með því að setja Sk. Th. þá kosti, hefði stjórn- in ef til vill getað komizt hjá þessari pólitisku afsetningu, og þannig frelsað landssjóðinn frá ærnum útgjöldum. Ann- ars kvaðst spyrjandi ekki þekkja þessar æsingar og úlfúð, er embættismaður þessi samkvæmt orðum landsh. hefði vakið gegn stjórninni, hann hefði að eins ritað leið- andi greinar um stjórnarfar vort, en eigi slíkt að varða embættismissi, þá væri það vissulega hart. Þetta mál væri því gott dæmi þess, hvað embættismenn á íslandi mættu bjóða sér gagnvart landsstjórninni, það væri eptir þessu ráðlegast fyrir þá að þegja um almenn landsmál, eða segja það eitt, er á engan hátt getur móðgað þá, er að völdum sitja, þar sem það geti kostað þá embætti að haga orðum sínum þannig, að landsstjórninni þyki sér misboðið. Tilboð stjórnarinnar um Rangárvallasýslu mætti heita hreint og beint smánarboð, og sé það ekki brot á 4. gr. stjórnarskrárinnar, þá eru ákvæði hennar um skaðlausan flutn- ing embættismanna þýðingarlaus. Rangár- vallasýsla er miklu tekjuminni en ísafjarð- arsýsla bæði að föstum og lausum tekjum, þessi embættismaður gat líka búizt við að fá, enda á fyrsta ári í Rangárvallasýslu, ef hann hefði þegið boðið, sömu sending frá landsstjórninni og hann fékk vestur. Það hefði því verið næsta eðlilegt, að hann vildi heldur vera Iaus. En þessi lausn yrði

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.