Þjóðólfur - 02.08.1895, Síða 3
151
ekki að láta hugfallast, þótt seint gengi.
Þá mundu þeir tímar koma, að öðruvísi
væri umhorfs hér á landi, þá mundu orð
skáldsins rætast, að „eyjau hvíta á sér
enn vor“ o. s. frv. „Fagur er dalur og
fyllist skógi og frjálsir menn þegar aidir
renna“. En hversu margar aldir ættu að
renna, hversu lengi ætti að bíða eptir
‘þessu? Að vísu vantaði oss menn til að
gangast fyrir þessu, en ef vér notuðum
ekki lyngið, notuðum ekki þá litlu krapta,
sem vér hefðu, þá kæmumst vér aldrei
neitt áleiðis upp eptir hlíðinni. Hér væri
nóg að starfa, nógar hlíðar að klæða, og
vér hefðum nóg lyng, nógan fjalldrapa til
þess. Aðalatriðið væri, að hver þjóð hefði
trú á mátt sinn og megin, og vér ættum
að gleðjast yfir hverju, sem til framfara
horfði m. fl.
Að lokum mælti hann nokkrum þakk-
arorðum til Mr. Vaughan, er ekki hefði
verið hræddur við, að ráðast í þessi fyrir-
tæki hér, þótt þau gæfu honum ef til vill
ekki jafnmikinn arð, sem önnur samkynja
stærri fyrirtæki annarsstaðar. Sagði hann
að reyna ætti brúna með 80 pd. á hvert
erh. fet, en því yrði frestað til næsta árs,
og þá yrði brúnni að fullu skilað úr á-
byrgð yfirsmiðsins. Það hefði ekki þótt
tiltækilegt, að gera þessa reynslu nú þeg-
ar. Að svo mæltu kvaðst hann afhenda
brúna hlutaðeigandi sýslunefndum til gæzlu
og lýsa því jafnframt yfir, að brúin á
Þjórsá hjá Þjótanda væri opnuð til um-
ferðar fyrir almenning, jafnskjótt sem
landshöfðingjafrú (Elín Stephensen), er þar
var stödd, klippti í sundur silkiband það,
er speunt væri yfir þvera brúna.
Þá gekk landshöfðingjafrúin fram og
klippti sundur bandið með silfurskærum,
er smíðuð höfðu verið til þessa og kost-
uðu um 90 krónur(?) Hafði félag það á
Englandi, er stendur fyrir brúarsmíðinni
gefið skærin í þessum tilgangi. Var ekki
trútt um, að sumum þætti klipping þessi
með siifurskærunum fremur skopleg og
hégómleg. Hr. Helgi kaupm. Helgason
og söngflokkur hans þeytti á lúðra Ölfus-
ár-brúardrápu H. Hafsteins, með því að
ekkert nýtt kvæði hafði ort verið. Að því
búnu hóf maunfjöldinu göngu sína austur
yfir brúna í allgóðri reglu og með tilsjón
viðstaddra lögreglustjóra o. fl. manna, er
gættu þess, að ofmargir ryddust ekki út á
brúna í senn. Um það leyti, sem mann-
flöldirin tók aptur að fara vestur yfir, urðu
menn þess varir, að sementssteypustöpull-
inn, eða akkerishleinin í brekkunni að aust-
anverðu, aðalmótspyrnan gegn þyngslum
brúarinnar og því sem á henni er, tók að
rugga dálítið fram og aptur og lyptist upp
svo sem svaraði 2 þuml., þeim megin er
að brekkunni vissi, jafnframt því sem eystri
röndin á stéttinni undir járnsúlum þeim,
er halda brúarstrengjunum uppi, lyptist
upp svo sem svaraði l1/, þuml., þannig að
skrúfurnar í umgerðiuni losnuðu upp úr
múrnum, svo að vel mátti á milli sjá. Þá
er þessa varð vart, var tekið að stöðva
strauminn yfir brúna, svo að sem fæstir
gengju í senn, og tókst það nokkurn veg-
inn einkum fyrir ötula framgöngu sýslu-
mannsins í Rangárvallasýslu, Magnúsar
Torfasonar. Þó sló engum verulegum
felmtri á fólkið. Þessi athugaverða bilun
á brúnni stafaði eflaust ekki af því, að
sementið væri ekki orðið nógu hart, held-
ur blátt áfram af því, að akkerisstöpull-
inn er of lóttur, of veigalítill, og ekki
nógu vel frá honum gengið í hallanum,
hefði þurft að vera miklu stærri og traust-
ari, enda töluðu ýmsir um það, áður en
vígslan fór fram, hversu umbúnaðurinn
að austanverðu virtist lítilfjörlegur, og
stöplarnir litlir í samanburði við Ölfusár-
brúarstöplana. En Mr. Vaughan þykist
geta gert við þetta svo traust verði. Bet-
ur að satt væri. En deigari verða menn
eptir en áður að treysta brúnni, og í öllu
falli var bilun þessi harla óheppileg, og
mikil mildi að eigi hlauzt af voðaslys.
Það má heita líttfært að komast með
hesta að brúnni að austanverðu sakir veg-
leysu, því þar er bratti mikill og blautt
mýrarfen, niður að ánni. Það er á sinn
hátt svipuð vegleysa eins og þjóðvegurinn
yfir Flóann, sem víðast hvar er miklu
verri en enginn vegur.
Engum ræðupalli var slegið upp við
brúna, og varð laudritarinn að standa á
tómri sementstunnu, er hann hélt ræðuna.
Mun þessi lélegi útbúnaður hafa orðið til
þess, að engir fleiri héldu þar ræður, því
það mátti heita frágangssök með því fyr-
irkomulagi og í slikum manngrúa. At-
höfnin varð því nokkru snubbóttari en
ella mundi og ekki svo hátíðleg, sem vænta
mátti.
Brúin sjálf er öllu fegurri og haglegar
gerð að sjá en Ölfusárbrúin, en ekki jafn
stórfengileg; að öðru leyti er hún mjög svip-
uð henni, en hér um bil 1 alin breiðari eða
ÍO1/^ fet millum handriðanua, sem eru
hærri en á Ölfusárbrúnni, og öll úr járni
með krossslám.
Eptir kl. 7 fóru menn að tínast burtu
og um kl. 11 voru allir aðkomumenn farn-
ir. — Þess má geta, að hinn elzti maður,
er við þessa athöfn var staddur var séra
Benedikt Eiríksson í Saurbæ í Holtum,
fyrrum prestur í Efriholtaþingum, og er
hann nú hartnær níræður (f. 1806) og
annar elzti skólagenginn maður á íslandi.
Er hann frábærlega ern eptir aldri.
Alþ ingi.
VII.
Fjárlögin eru nú loks komin til um-
ræðu í neðri deild. Nefndarálitið er að
vanda allumfangsmikið og verður hér að
eins stuttlega drepið á hinar helztu breyt-
ingartillögur, er nefudin hefur farið fram
á. Hún vill veita hinum umboðslega end-
urskoðanda (Indriða Einarssyni) 300 kr.
launaviðbót árlega, hækka styrkinn til bún-
aðarskólanna fyrra ár fjárhagstímabilsins
um 3500 kr. alls, ennfremur hækka styrk-
inn til búnaðarfélaga og veita 4000 kr. á'
fjárhagstímabilinu til allsherjar-búnaðarfé-
lags fyrir land allt, ef það kemst á fót á
þeim tíma, enufremur að varið sé 4500
kr. úr landsjóði til að flytja frakknesku
fiskimannahúsin úr stað, og landið eignist
svo þann lóðarblett, er þau standa nú á,
vill láta byggja nýja vita á Skagatá (Garð
skaga) og á Gróttu á Seltjarnarnesi og
ætlar til þess 11,000 kr., ennfremur að
Skúla Thoroddsen séu veittar 5000 kr.
fyrra árið upp í skaðabætur fyrir launa-
missi við embættisfrávikningu og 500 kr.
árlega sem viðbót við eptirlaun hans, að
aukalæknar séu skipaðir í Árnessýslu og
Húnavatnssýslu og að Öræfingar fái 100
kr. styrk á ári til að kosta til sín 2 ferð-
ir læknisins í 16. læknishéraði, að veittur
sé 1200 kr. styrkur fyrra árið handa
lækni til ferðar og dvalar í Noregi, til að
búa sig undir læknisstörf við hinn fyrir-
hugaða holdsveikisspítala, og 600 kr hvort
árið til nauðsynlegs undirbúnings við spit-
alabygginguna, að veittur sé 1000 kr.
styrkur til að brúa Langá á Mýrum og
120 kr. til að byggja sæluhús á Arnar-
vatnsheiði fyrir kaupafólk, að veitt sé alls
32,000 kr. hvort árið til gufubátsferða með
ströndum landsins og 45,000 kr. til að
leigja gufuskip til strandferða, en 5000
kr. handa fiskifélaginu „Dan“ til að flytja
póst til útlanda 14. hvern dag um sum-
armánuðina frá Vestfjörðum og Reykjavík,
að ölmusur við latínuskólann séu færðar
niður í 5000 kr. og 300 kr. styrkurinu til
vísindalegrar ritgerðar aptan við skólaskýrsl-
una falli niður, en sama upphæð veitist Jóni