Þjóðólfur - 09.08.1895, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.08.1895, Blaðsíða 3
155 förum, svo líklegt; væri, að eitthvert þeirra hefði verið lau8t,g en þð svo hefði aldrei verið, að félagið hefði getað notað neitt af sínum eigin skip- um, þá gat því ekki verið vorkunn,| að leigja eitt- hvert annað skip, sem það og hlaut að geta, ef það hefði viijað. Fyrir þennan óleik gufuskipafélegsins, skeyting- arleysi, gerræði, eða hvað það á að kallast, hlutu farþegar þeir, sem skipið ætluðu að nota, að bíða 12—13 daga á hverri höfn, kosta sig þar og missa atvinnu. Kaupmenn fengu vörur sínar 12—13 dög- um seinna en annars og misstu þess vegna af verzlun um þann tíma, en það getur svo farið, að dýrara verði þeim að koma ekki vörum sínum, t. d. saltfiski, fyr en löngu seinna en ella á útlendan markað, ef fiskur skyldi falla, sem vel getur orðið. Það er hvorttveggja, að farþegar' voru grátt leiknir, enda sýndu þeir, að þeir fundu til þess, því flestir farþegar af Austur- og Norðurlandi klög- uðu með „Thyra“ til landshöfðingja og báðu hann að rétta hlut sinn og krefjast skaðabóta hjá gufu- skipafélaginu. Er nú gaman að sjá, hve annt landshöíðingja er um hag íslendinga, þegar til þess kemur, að kretja þetta volduga danska félag um skaðabætur, eða er hugsanlegt, að hann, landshöfð- inginn, meti meira vináttu félagsins, en traust Is- lendinga ? Yonandi er, að alþingi íslendinga reyni að búa svo um, að gufuskipafélagið hafi dálítið aðhald, en geti ekki leikið sér eptir eigin vild í hvert skipti, ef þingið annars getur verið þekkt fyrir að eiga nokkuð við það félag framar. Farþegi. Frá Seyðisíirði er Þjóðólfi ritað 8. f. m. „Reimdallur“, nýja varðskipið, sem Danir hafa sent hingað til landsins í sumar, til að verja oss fyrir ytirgangi botnvörpuveíðaskipanna ensku, er mjög hraðskreitt skip (getur komizt fullar 17 míl- ur á vöku þ. e. 4 klukkust.) og allur útbúnaður þess hinu bezti; yfirforingi skipsins, sjóliðskapteinn P. Schultz er og hiun vaskasti maður og hefur ein- lægan áhuga á þvi, að ferð sín hingað til lands- ins í sumar geti orðið að tilætluðum notum; enda hafa nú botnvörpuskip þessi þegar fengið að kom- ast að raun um, að hér er eigi við lambið að leika sér. 17. f. m. hitti „Heimdai11 3 gufuskip ensk við botnvörpuveiðar í landhelgi fyrir austan Ingólfs- höíða; komst eitt þeirra „Yictoria“ undan, en hin- um tveimur náði „Heimdai“ og kom með þau hing- að daginn eptir (18. júní); skip þessi voru „Scotia" nr. 309 skipstjóri Robert Imrie, og „Ostrich11 nr. 311 skipstjóri James Bashcomb, bæði frá Grimsby °g fékk „Scotia“ 1000 kr. og „Ostrich“ 1500 kr. sekt, auk þess 50 kr. hvort skipið í málskostnað, og borgaði herra stórkaupmaður 0. Wathne fyrir bæði skipin, sem auðvitað höfðu ekkert fé meðferð- Í8 tii að borga með; veiðarfærin voru og gerð upp- tæk, og sömuleiðis eitthvað dálítið af fiski, er „Scotia" hafði aflað, en hitt skipið, „Ostrich" var ekkert búið að afla, er „Heimdal“ tók það, því það var alveg nýkomið frá Jótlandi, og hafði það ný- lega orðið fyrir sektum í Eshjærg, fyrir ólöglega veiði þar við land. Réttri viku eptir að skip þessi urðu laus héðan, kom „Heimdal“ aptur hingað (29. f. m.) með 2 önnur botnvörpuskip, nfl. „Zodiac“ nr. 286 skipstjóri John Forreater og „Tasmania" nr. 554 skipstjóri R. B. Bashcomb, bæði frá Orimsby. Höfðu skip þessi fiskað í landhelgi suður hjá Álpta- firði við Styrmisnes, ásamt tveimur öðrum skipum, er undan komust í þetta sklpti; varð „Heimdal" að elta skip þessi alllengi og skjóta 8 skotum á eptir þeim, áður en þau staðnæmdust. Urðu skip þessi að greiða hér 75 £ — 1350 kr. sekt hvort fyrir sig og 50 kr. í málskostnað, auk þess veiðarfærin gerð upptæk; tók herra 0. Wathne aptur að sér að greiða allt Bektarféð fyrir bæði skipin. Þau lögðu svo út héðan að kvöldi 1. þ. m., en heldur enn eigi urðu menn hér hissa, er bæði skipin komu aptur morguninn eptir brunandi inn fjörðinn. Hafði annað þeirra „Tasmania“ rekizt á sker á suðurleið um nóttina og orðið mjög lekt. Lét yfirforinginn á „Heimdal“ köfunarmann þegar fara niður með skipinu, til að líta eptir skemmdunum, er reyndust að vera tvær rifur og önnur þeirra allstór, og síð- an gera við skipið; var aðgerðinni lokið um kvöld- ið og lögðu skipin svo þegar út aptur héðan. Uppsigling á Lagarfljótsós hefur nú algerlega mistekizt. Lagði herra 0 Wathne af stað héðan 3 þ. m. með „Vágen“ hiaðna allskonar vörum til Úthéraðsmanna, hafði og meðferðis eins og i fyrra gufubát sinn og uppskipunarpramma nýjan, er ætl- aður var til ferða um ósinn, en nú varð með engu móti komizt í ósinn sökum grynninga, og var svo vörum þeim, er fíira áttu í Jöknlsárhlið, skipað upp í vog vestan við sandinn, er nefnist „Ker“, en hin- um vörunum sumum skipað upp í Borgarfirði, en sumar fluttar hingað aptur. Tíðarfar hið ákjósanlegasta nema hvað helzti þurrviðrasamt hefir verið einkum á Miðhéraði, og hafa þar tún víða brunnið, en í Fjörðum og á Út- héraði er grasvöxtur allvíðast í góðu lagi og sömu- leiðis inn til daianna; er slátur nú allvíðast ný- byrjaður. Fiskqfli hér með rýraata móti það sem af er sumrinu, og hefur nú um tíma sáralitið aflazt, enda hefir verið mjög tregt um síld til beitu, og stund- um gæftaleysi bannað. Bamaveikindi, difteritis og croup, hafa geng- ið nú um nokkurn tima hér í Seyðisfirði, og fáein börn dáið. Eitt barnið veiktist meðan „Heimdal“ lá hér, og læknaði yfirlæknir skipsins, Dr. L. Horne- mann barn þetta með hinni nýju lækningaaðferð, sem sé hlóðvatns-innspýtingu og heppnaðist mæta vel. Vitann á Dalatanga er herra 0. Wathne nú farinn að láta byggja og búið að flytja efni og á- höld þangað. „Egili“ nýkominn frá Leith. Alþingi. vm. Stjórnarskrármálið var samþykkt við 3. umr. í neðri deild 5. þ. m. með 12 atkv. gegn 10. Gtegn frumv. töluðu þeir Guð- laugur Guðmundsson og Björn Sigfússon, en með því Pétur Jóusson, Skúli Thorodd- sen og Sigurður G-unnarsson. Eins og vænta má, flytur ísafold allítarlegt ágrip af ræðu Guðlaugs, sem raunar er litið anijað en endurtekning þess, sem hann áð- ur hafði sagt við 1. umr., svo að í þetta sinn hefði mátt sleppa því. Við 2. umr. málsins töluðu Jens Páls- son, Jón prófastur Jónsson og Þorlákur Guðmundsson, allir til að gera grein fyr- | ir atkvæði sinu. Skýrði Jens frá því, að úr því ekki hefði tekizt að sporna gegn framkomu frumvarpsins með þingsályktun- artillögunni, þá mundi hann greiða atkvæði með því, en ei að síður var hann einn þeirra, er sátu, þá er málinu var vísað til 3. umr. Er ekki trútt um, að öll frarnmi- staða lians í þessu máli sé á heldur miklu reiki. Við 3. umr. slapp hann við að greiða atkvæði, því að þá var hann staddur á prestskosningarfundi i Hafnarfirði. Jón prófastur Jónsson talaði einkum um, að hann hefði verið með málinu hingað til, án þess að geta gert sér það fullkomiega Ijóst, en væri nú loks orðinn staðráðinn í að greiða atkvæði gegn því, og það af sann- færingu, og Þorlákur lýsti því einnigyfir, að hann greiddi atkv. gegn því, en lét þess ógetið, að hann hefði verið eindregið með máiinu fyrir 1889, orðið þá miðlunar- maður, greitt atkv. gegn frv. í neðri deild 1891, en svo aptur með því 1893 og 1894. Það er svona dálítið sanníæringar-hring- sól. Þeir, sem greiddu atkvæði gegn frv. við 3. umr. voru: Björn Siglússofi, Guðl. Guðmundsson, Halldór Daníelsson, J. Jens- son, Jón próf. Jónsson, Jón Þórarinsson, Ól. Briem, Tr.Gunnarsson, Valtýr Guðmundsson og Þorl. Guðmundsson allir tiilögumennirn- ir í einurn hóp, nema Jens Pálsson, sem líklega hefði greitt atkvæði með frumv. samkvæmt yfirlýsingu sinni. Meiri hlut- inn í neðri deild hefur því í þetta sinn gert skyldu sína samkvæmt yfirlýstum vilja þjóðarinuar og þrátt lyrir römmustu mót- spyrnu tillögumannanna. Það verða því þjóðkjörnir þingmenn í efri deild, er stytta frumv. aldur í þetta skipti, eius og eflaust mun ákveðið á einhvern hátt, hvort held- ur það verður með niðurskurði þegar við 1. umr. eða með svæfingu í nefnd. Málið er á dagskrá þar í dag. Eimskipskaup á kostnað landssjóðs. Það mál er nú afgreitt frá neðri deild ept- ir langar og harðar umræður, og varð það loks ofan á, að kaupa skyldi skipið en ekki leigja. Fyrir efri deild var málið fyrst lagt i fyrra dag, og hélt þá Hall- grimur biskup að vanda alllanga inngangs- ræðu, en ei að því skapi efnismikla. Stakk hann loks upp á 3 manna nefnd, en 5 manna nefnd var samþykkt og í hana kosnir: Sigurður Jensson, Sigurður Ste- fánsson, Jón Jakobsson, Jón A. Hjaltalín og Hallgr. Sveinsson með hlutkesti millum hans og Þorleifs Jónssonar. I'urrabúðarmaiinalögin voru felld í efri deild í fyrra dag með 6 atkv. gegn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.