Þjóðólfur - 09.08.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.08.1895, Blaðsíða 4
166 4. Aðalatriðið í því frumvarpi var, að þurrabúðarmenn þyrftu ekki leyfi hlutað- eigandi sveitarstjórnar til að setjast að í hreppnum. Lagaskólinn er samþykkur í efri deild (laun kennara ákveðin 4000 kr. og 2800 krónur. Lög samþykkt af þinginu auk þeirra, er áður er getið: 15. Um kjörgengi kvenna. 16. Um breytingu á 2. gr. laga nr. 13 frá 3. okt. 1884 (að prestsekkjur fái öll ept- irlaun sín greidd úr landsjóði, ef tekjur prestakallsins eru 1200 kr. eða minni, og að tekjur prestsins megi aldrei skerðast svo við prestsekknaeptirlaun, að þær verði minrii en 1200 kr.). 17.—19. Löggilding 3 nýrra verziunarstaðar: við Bakkagerði i Borgarfirði (eystra), við Salthólmavík í Daiasýslu og við Skálavík við Berufjörð. Útlendar fréttir tii 26. f. m., bár- ust hingað með skipinu Stamford. — Þyk- ir það mestum tíðindum sæta, að Stefán Stambulow fyrv. ráðaneytisforseti í Búlgar- íu var myrtnr á strætum úti í höfuðborg- inni Sofia 15. júlí. Réðust fjórir menn á hann með pístóluskotum og hnífstungum. Voru skotnir af honum báðir handleggirn- ir, en þó lifði hann 3 daga við mikil harm- kvæli. Stambulow var mikill óvinur Rússa og beitti miklu harðræði og pyndingum við menn, er hann var ráðaneytisforseti hjá Ferdinand forseta. Hafði áður (1891) ver- ið gerð tilraun tii að myrða hann, og sjálf- ur hafði hann sagt það fyrir, að hann mundi myrtur verða, og sakaði Ferdínand fursta um það á dánardegi, að hann væri valdur að iilvirkinu, og hvílir nokkur grun- ur á, að svo muni vera. Ekkja Stam- buiows gerði apturreka blómsveiga þá, er furstinn sendi á kistu hans og vildi hvorki sjá né heyra sendimennina. Nokkr- ar óspektir urðu við jarðarförina og æpti skríllinn formælingarorð yfir hinum myrta. Búið var að handsama 3, er grunaðir voru um morðið, en engin vissa fengin fyrir sekt þeirra. Kosningar til þings á Englandi voru hér um bil um garð gengnar og höfðu apturhaldsmenn unnið allmikinn sigur, svo að búizt er við, að Salisbury ráðaneytis- forseti muni hafa um 130 atkvæða meiri hluta á þinginu. Tveir hinna helztu for- vígismanna frjálslynda flokksins John Mor- ley og William Harcourt komust ekki að í kjördæmum sínum, þó komst Harcourt síðar að í öðru kjördæmi. Mælt er, að það hafi einna mest spillt fyrir þessum flokki við kosningarnar, að þeir settu einna efst á „program“ sitt eins konar héraðs- samþykktalög um lokun veitingahúsa og vínsölnstaða, án endurgjalds fyrir eigend- urna. Uppreisn geisaði á eyjunni Kúba í Vest- indíum og fara Spánverjar halloka, svo að tvísýnt þykir, að þeim takist að vinna bug á eyjarskeggjum. Látinn er Rudolf v. Oneist háskóla- kennari í Berlín nál. áttræður, einhver hinn langfrægasti þýzkra lögspekinga. Rektorsemhættlð við lærða skóiann er veitt 24. f. m. dr. phil. B. M. Ólsen frá 1. okt. þ. á. Lansn frá embættl hefur Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari fengið s. d. frá 1. okt. og um leið gerður að dannebrogs- manni. Sehierbeek landlæknir hefur nú feng- ið stiptslæknisembætti á Sjálandi (Frið- riksbergi). Prestkosnlng til Uarðaprestakalls á Álptanesi fór f'ram í Hafnarfirði 5. þ. m. 132 kjósendur (af 286 á kjörskrá) greiddu atkvæði og fékk séra Jens Pálsson 79, cand. theol. Geir Sæmundsson 52, og Sig- urður prófastur Jensson 1. Er kosningin ólögmæt, með því að helmingur atkvæðis- bærra manna var ekki á fundi og hefur þá veiting&rvaldið alveg óbundnar hendur við veitinguna. Brauðið er veitt af kon- ungi. Jökulganga. Dr. Heusler frá Berlín, er gekk upp á Eiríksjökul ásamt hr. Þorgr. öudmundsen, eins og getið var um í síð- asta blaði, hefur nú ásamt honum gengið upp á jökulhúfuna á Snæfellsjökli. Lögðu þeir félagar upp úr Bervík að austanverðu við jökulinn og komu að sólarhring liðn- um vestur í Ólafsvík, þvert yfir jökulinn. Miklir öþurkar ganga hér syðra um þessar mundir. Einkum er mjög illt útlit með nýtingu í austursveitum (Árnes- Rangárvalla- og Skaptafellssýslu), því að óþurkar hafa þar verið langvinnari, og liggja töður þar óhirtar á túnum enn að miklu leyti og mjög teknar að skemmast. Heimskringla (ritstjóri Eggert Jó- hannsson), 4 síður, 6 dálkar (lú1/^ XÍS1/^ þumlungur) ásamt mánaðarritinu Öldin, 16 síður þuml.), send kaupend- um á íslandi fyrir 6 krónur. Öldin sér- stök 3 krónur. Eugin blöð send nema borgað sé fyrirfram. Borganir má senda i póstávísunum, eða bankaávísunum frá Landsbanka íslands á Bank of Scotland, London, England, borg- anlegum á Canadion Bank of Commerce, Winnipeg, Man., Canada. Ávísanir verða að stýlast til The Manager of the Heimskringla Prtg. & Publ. Co. P. 0. Box 305. Winnipeg, Man. Canada. E. Olafsson. Kennsla í yfirsetukvennafræði byrjar fyrstu dagana af októbermánuði næstkomandi. J. Jónassen. Ársfundur verður haldinn í hinu ís- lenzka kvennfélagi föstudaginn 16. þ. m. kl. 81/,, e. m. í Good-templarahúsinu. Allar félagskonur eru beðnar að koma. Félagsstjórnin. Frídagur verzlunarmanna. Miðvikudag 14. þ. m., eða fimmtudag 15. þ. m., verður ef veður leyfir almennur frídagur fyrir verzlunarmenn Reykjavíkur, og verður dagurinn notaður á þann hátt, að skemmtisamkoma verður haldin í Ár- túnum. — Verzlunarmenn utan Reykjavík- ur geta einnig tekið þátt í skemmtaninni. — Til bæjarmanna verður sendur listi, sem menn skrifi sig á og hvað mörgum þeir bjóða. Program fyrir daginn verður prentað og útbýtt seinna. í umboði forstöðunefndarinnar. Jón Laxdal. Lambsfóöur til sölu. Hér með auglýsist, að eg hefi í hyggju, að selja 60 lambsfóður í haust, ef einn kaupandi býðst; þeir sem vilja sinna þessu semji við mig fyrir 10. sept. næstkomandi. Gaulverjabæ 30. júlí 1895. Ingvar Nilculásson. Að öllu forfallalausu kemur hvalsrengi það, sem fólk hefur pant- að hjá mér, með „Thyra“ 19. þ. m. og vildi eg helzt geta afhent það kaupendum um leið og það verður flutt á land, svo ekki falli á aukakostnaður fyrir heimflutn- ing eða húsaleigu. Rafn Sigurðsson. Eigandi og ábyrgðarmaðnr: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiöjaii.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.