Þjóðólfur - 27.09.1895, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.09.1895, Blaðsíða 2
188 Nokkrar athugasemdir um verzlunina. (Srar til Þórólfs fré Yiglundi). Undir eins og eg sá í XXI. árg. 79. tölubl. ísafoldar, grein eptir hr. Þórólf með fyrirsögninni: „Hvenær verður verzlunin frjáls?“, datt mjer í hug, að hann mundi koma með ljósara svar, en eg upp á hana, þar sem honum þykir mitt svar „æði ó- ljóst“ í „Þjóðólfi“; en þegar eg hafði lesið hana, fanst mér hann lítið bæta úr skák með upplýsingar um það, hvenær verzlun- in verður frjáls, nfl. í anda og framkvæmd; allir vita, að hún er frjáls að lögum. Svar hans virðist helzt lúta að því, að rang- færa og vefengja sumt af því, sem eg hef tilfært, sem dæmi upp á ófrelsi í ýmsum greinum verzlunarinnar, og álykta svo gagnstætt því, sem mér hefur komið til hugar. En áður en eg athuga svar hans nákvæmar, skal eg gera þá afsökun og bragarbót, að skýra hr. Þórólfi frá því, að eg var í efa með, að hafa fyrirsögn greinarinnar: „Nokkrir annmarkar á verzl- uninniu, eða þá fyrirsögn, sem var. En af því, að mér fannst annmarkarnir og ófrelsið í svo nánu sambandi, að hvort hafi getið annað af sér í þessu efni, hafði eg heldur spurninguna. I. Hr. Þóróifur virðist gera ofurlítið úr umkvörtunum manna um lágt verð á inn- lendum, en hátt verð á útlendum vörum. En hvers vegna hefur hann, eða aðrir ekki mótmælt þessum kvörtunum, þegar þær hafa komið úr ýmsum áttum, hafi þær á- litizt á litlum rökum byggðar? Svo er þó fyrir þakkandi, að margir aðrir en kaup- menn þekkja „verzlunarganginn" hér á landi svo vel, að þeir vita, að „kaupmenn borga sumar innlendar vörur með ítrasta verði“, því þær hafa stundum verið borg- aðar meir, en þær hafa selzt erlendis t. d. ull. En menn vita það líka, að saltfiskur, hrogn og lýsi hafa ekki ætíð átt því láni að fagna á sumum stöðum. Á þeim vöru- tegundum hafa sumir kaupmenn fengið dálaglega þóknun fyrir ómak sitt, enda mun sjávarmaðurinn æfinlega verða harðara úti í viðskiptunum. Hvað verð á útlend- um vörum snertir, þá lýsir það ekki mik- illi „sanngirni", að leggja mestallan verzl- unarkostnaðinn á útlendu vöruna; eða á- lítur hr. Þórólfur það réttlátt, að skipta- vinirnir! (sem svo eru nefndir af sumum í alvöru eða hræsni), borgi ýmsan óþarfa kostnað og krókaflutning? Álítur hann það frelsi, að verða borga þess háttar, ef til vill óvitandi, t. d., þegar kaupmaður er að elta þá, sem helzt ekkert vilja við hann eiga? Hver biður um þann kostnað? II. Dálítið held eg vanti á, að norskir lausakaupmenn flytji hingað mestallan húsa- við, eins og hr. Þórólfur segir, því þeir koma ekki við á sumum stöðum svo ár- um skiptir og sumstaðar aldrei. Um end- ingarleysi sumra vörutegunda, er alls ekki kvartað um skör fram. Þeir, sem nota vöruna, vita tíðast betur um það en selj- andinn. Hr. Þórólfur meinar þó víst ekki, að það sé eins gott, að kaupa norskan „grána“ með fúarákum af elli og góðan og gallalausan við, sem er fáum krónum dýrari (tylftin). En það er kunnugra, en frá þurfi að segja, að menn neyðast opt til að kaupa hið ónýta fyrir skort á hinu góða, enda þekkist sú aðferð, að ekkert eða lítið nýtt hefur flutzt, meðan nokkurt gamalt rusl hefur verið til, er menn hafa ekki getað án verið. Það er rétt, að fata- efni endist eptir gæðum, en verðið er alls ekki í réttu hlutfalli við notagildi. öóð fataefni eru sumstaðar líka alveg óþekkt. Beztu fataefnin verða í raun og veru hin ódýrustu. „Valborð“ eru ágætur viður (ef þau eru góð, „gránalaus" og órifin) og eru þau höfð til bátagerðar á Vesturlandi, við Faxaflóa og víðar; en það flytjast líka á suma staði rifin og kvistótt „finnlappa- borð“ (fyrir 8 kr. tylftin), og hálffúin og afardýr eikarborð, hvortveggja notað í neyð til bátagerðar; annað ekki að fá, og til annara kauptúna ekki að leita vegna tor- færna. — Því neitar enginn, að í mörgum skinnum geti fundizt gallað skinn: og ekki tiltökumál. En það virðist eitthvað myglað, þegar sami kaupmaður hefur ónýt skinn á boðstólum ár eptir ár og jafnvel svo tugum ára skiptir, þó skiptavinirnir kvarti. Það ber vott uui eitt af tvennu: skort á samvizkusemi eða skort á þekkingu, að velja þessa vörutegund („gera innkaup“); yfirtekur þegar hin ónýta varan er jafn- dýr og góð vara sömu tegundar á öðrum stöðum. III. Ekki er það mjög frjálslegt, að ámæla mönnum fyrir óvandaðar vörur seinna, en hafa sjálfur dæmt þær ágætar við móttök- una og skemmt þær sjálfur í meðförunum fyrir augum seljanda, og blandað vonda með góðri og góða með vondri. Eg neita því ekki, að kaupfélögin séu „frjáls verzl- un“, því sú verzlunaraðferð virðist mér hin frjálslegasta hér á landi, en hún er líka mjög ólík sumra „selstöðuverzlun" og nýtur ekki sérlegrar kaupmannahylli. Eg játa það, „að því frjálsari sem verzlunin er, því fremur geri hún greinarmun á vand- aðri og óvandaðri vöru“. En þetta frelsi skortir hjá sumum kaupmönnum og gerir bæði kaupanda og seljanda mikið illt. Það er allófrjálslegt, að vera neyddur til að borga eins vonda vöru og beztu vöru, eða sumir kaupmenn jaínvel betur einstöku efnamanni; en „þó hafa tíðkazt þessi hin breiðu sverðin“. Getur hr. Þórólfur von- azt eptir því, að menn vandi almennt eins vel vörur til þess kaupmanns, sem engan mun gerir á góðri og vondri vöru (nema ef til vill laumar í einn og einn efnamann 4°/0 af innlögðu, þó þeir hafi lagt inn verst vandaða vöru allra skiptavinanna!) og til kaupfélags, sem kann að gera greinarmun á illu og góðu, votu og þurru, hreinu og óhreinu. (Meira). Seyðisfirði 14. sept.: „ Veðuráttan hef- ur nú um alllangan tíma verið mjög óhag- stæð, sífelldar úrkomur og óþurkar síðan um miðjan júlí, og seint í ágúst gerði all- mikið kuldakast og snjóaði niður undir sveitir; líkt hefur viðrað það sem af er þessum mánuði, sífelld norðanátt með kuld- um og óþurkum. Hey urðu því allvíðast mjög hrakin, bæði taða og úthey, þó hafa enn meiri vandræði stafað af þessari óþurka- tíð hér við sjávarsíðuna, því naumast hef- ur nokkur fiskur orðið þurkaður allan þennan tíma. Fiskafli var með rýrasta móti framan af sumrinu, en frá því seint í júlí og fram að kuldakastinu í ágúst var hér mesti landburður af fiski, og það jafnvel innst inn í firðinum, enda höfðu menn þá all- optast næga síld til beitu; síðan hefur og verið allgóður afli, þá er gefið hefur að róa. Heilsufar manna er nú gott hér um slóðir, og hin leiðu barnaveikindi vonandi um garð gengin. Kvennmaður réð sér bana á Eiðum 25. f. m., Guðbjörg að nafni Gísladóttir, kaupakona frá Útskálum; hafði hún gengið út, meðan fólk var í kirkju, og drekkt sér í tjörn skarnmt frá bænum. „Heimdalu fór héðan alfari í fyrra dag; lá hann hér inni á fæðingardegi Lovísu drottningar 7. þ. m. Þá var og „Stamford“ hér(kom hingað kveldiðfyrir fráReykjavík) og skip 0. Wathne’s „Egill“ og „Vágen“; voru skip þessi öll skrýdd flöggum og fall- byssuskothríð mikil dundi frá „Heimdal“ um hádegisbilið, og tók vel undir í fjöll- unum báðum megin; um kveldið var svo skotið flugeldum bæði frá „Heimdal11,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.