Þjóðólfur - 27.09.1895, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.09.1895, Blaðsíða 3
189 „Stamford“ og úr landi, og rafmagnsljós- geislum stráð í aliar áttir frá „Heimdal". „Thyrau kom hingað 9. þ. m. norðan um land og fór héðan aptur samdægurs um kveldið. Allmargir farþegar voru með „Thyra“, á leið til útlanda, þar á meðal I)r. Þorv. Thoroddsen, sem nú hefur lokið við að kanna norðausturkjálka landsins; enn- fremur amerísku konurnar þrjár, þær Miss Jessie Ackermaun og förunautar hennar; hafði landferð þeirra frá Reykjavík til Akureyrar gengið mæta vel, veður verið hið ákjósanlegasta, þurrviðri og bjartviðri, og vegir góðir; lýstu þær stakri ánægju sinni bæði yfir landi og lýð, lofuðu fegurð iandsins og hrósuðu mjög fólki því, er þær höfðu kynnzt á ferðinni. Þá voru og með „Thyra“ frá Húsavík þeir Dr. Ehlers og Dr. Eichmiiller, og héðau fór enskur ferða- maður, Howell, sem ferðazt hefur í sumar hér eystra um fjöll og óbyggðir inn af Fljótsdal og Jökuldal, sá hinn sami, er hér var á ferð sumarið 1891 og komst.þá upp á Öræfajökul. Fjárlcaupamennirnir Slimon og Coghill eru nú nýkomnir hingað (með ,,Agli“) og búnir að auglýsa markaði hér eystra; búast menn við, að þeir gefi líkt verð fyrir sauði og í fyrra. Vitinn á Dalatanga er nú fullger og var kveikt á honum í fyrsta skipti 1. þ. m.; ber hann að sögn góða birtu, og talið, að ljósið muni sjást 3 vikur undan landi. Heyrzt hefur, að herra O. Wathne ætli að gefa landinu vitann, og er það all-rausnar- leg gjöf“. Fljótsdalshéraðl 1. sept.: „Grasspretta í meðallagi, nema tún víða ákaflega brunn- in. Nýting á heyi fram að „heyönnum“ sæmileg, en síðan hafa þurkar litlir verið, en þó ekki mikil úrfelli. Einu þurkdagar, sem á þessum tíma hafa komið, er varla að telja nema 22. og 25. f. m., og íram að þeim tíma lá taða óhirt í Fjörðunum“. „Elín“ strönduð. Á laugardagsmorg- uninn 21. þ. m. slitnaði gufubáturinn ’Elin' upp á Straumfirði, í útsynningshroða og rak á land, biluðu festar þær, er báturinn var bundinn við, og kom jafnharðan gat á hann nálægt kolarúminu. Er talið vafa- laust, að hanu verði að strandi fyrir fulit og allt, enda mundi það ákjósanlegast úr því sem komíð er, þvi að óánægjan með þessa fleytu hefur farið dagvaxandi, þótt útgerðarmaður hennar hér, konsúll Guðbr. Finnbogason hafi gert alit, sem í hans valdi hefur staðið til að ráða bót á göll- unum, breiða yfir þá og þagga óánægjuna niður. Kröfurnar um Stærri og hentugri bát voru orðnar svo almennar, að útgerðar- manninum hefði verið nauðugur einn kost- ur að breyta tii hið bráðasta. Fyrir á- byrgðarféð og eitthvað meira getur hann nú fengið nýjau bát, ef hann vill halda þessari atvinuu áfram, sem telja má lík- legt. Væri óskandi, að sá bátur fullnægði betur kröfum manna, en ’Elin' hefur gert, að á honum yrði að minnsta kosti eitt- hvert reglulegt farþegarúm, og að hann yrði betri í ajó að leggja en ’Elin' sáluga, sem alls ekki var fær til milliferða hér um flóann í misjöfnu veðri að haustinu til. Með því að hinn væntanlegi nýi bát- ur verður eflaust veigameiri og að öllu fullkomnari en ’Elín', ætti vel við, að hann væri skírður „Magnús“, enda óskandi, að hanu yrði giptumeiri og bæri nafn með rentu. Er ólíklegt, að útgerðarmaðurinn hefði nokkuð á móti því nafni, og að minnsta kosti væru þá allmiklar líkur til, að „ísafold“ tæki sama ástfóstri við þann bát, eins og við hitt óskabarnið sitt, sem hún nú hefur kastað rekunum á, án þess að „vatna músum“ og lofræðulaust, sem ber vott um enn meiri stillingu. Fjöldi farþega beið ’Elínar' í Borgar- nesi, en varð að fara hingað suður, þá er svona tókst til, sumir sjóveg, en sumir landveg alla leið, eða mestan hluta leiðar- ar, en farangur eptir skilinn þar uppfrá. Er það allmikið óhagræði fyrir fólkið, sem það verður að una við svo búið, því að eins og eðlilegt er, mun útgerðarmaður ekki telja sér skylt að inna skaðabætur af hendi fyrir guð og náttúruna. Yfir höfuð var það óheppilegt, að ’Elin' fatl- aðist einmitt nú, meðan stóð á flutningi kaupafólks og farangurs þess, því að „betra er að veifa röngu tré en engu“ segir mál- tækið. En fari hún í friði samt, munu margir segja. (xufuskipið „Kjukaii1 kom hingað af Austfjörðum í fyrra kveld og fór aptur austur í nótt. Með því komu um 150 Sunnlendingar af fjörðunum þar eystra. Síldarafli var þar í aðsigi; fjórir síldar- lásar t. d. fullir af síld á Seyðisfirði, þá er „Laura“ fór þaðan. Póstskipið „Laura“ kom hingað í gær- morgun. Hafði komið við á Seyðisfirði og tekið þar sunnlenzkt kaupafólk (um 100 manns). Með „Laura“ kom frá útlöndum ekkjufrú C. Jónassen, Jón Þorvaldsson stúdent (frá Saurbæ), 4 Englendingar og nokkrir (7) íslendingar frá Yesturhéimi, alkomnir hingað; ennfremur Sigurður Sig- urðsson kennari frá Mýrarhúsum af kenn- arafundi í Stokkhólmi og frá Noregi Skúli Guðmundsson (frá Elliðakoti), er numið hefur vegagerð þar. Alþingistíðindin. Umræður í efri deild og sameinuðu þingi eru nú þegar alprentaðar í Félagsprentsmiðjunni. Eru þær með langstyzta móti, ekki nema 34*/^ örk. Af B.-deildinni (neðri deildar um- ræðunum) eru nú fullprentuð rúm 4 hepti (40 arkir). Mannalát. Hinn 25. f. m. andaðist að Stór- holti í Saurbæ séra J'on Bjarnason Thorar- ensen uppgjafaprestur, hálfsjötugur að aldri, fæddur á Gufunesi í Mosfellssveit 30. jan. 1830. Þar bjuggu þá foreldrar hans Bjarni Vigfússon Thorarenseu yfirdómari, síðar amtmaður nyrðra og Hildur Bogadóttir frá Staðarfelli Benediktssonar. Séra Jón kom í Reykjavíkurskóla 1847 og var útskrifaður þaðan 1853, sigldi því næst til háskólans, og ætlaði að lesa lögfræði, en kom heim aptur næsta ár (1854) sigldi aptur 1857 til að lesa læknisfræði, en hætti við og kom heim árið eptir(1858), gekkþvínæst á prestakólann, og tók embættispróf á hon- um 1861, vígður s. á. aðstoðarprestur til Þorleifs prófasts Jónssonar r. af dbr. í Hvammi, fékk Fiátey á Breiðafirði 1863 og Saurbæjarþing 1868, og fór að búa í Stórholti, en fékk lausn frá prestskap 1882 sakir sjónleysis og varð skömmu síðar al- blindur. Hann var kvæntur Jakobínu dóttur séra Jóns Halldórssonar í Stórholti og eiga þau börn nokkur á lífi. Séra Jóni var margt vel gefið, sem hann átti kyn til, þótti meðal annars afbragðs söngmaður. í ágústmánuði lézt Oddur bóndi Þor- steinsson í Klausturseli á Jökuldal, á átt- ræðisaldri. Hann var sonur Þorsteins bónda Einarssonar á Brú í Jökuldal. Móðir Odds sál. var Anna Jónsdóttir Þorsteins- sonar frá Melum í Fljótsdal. Mest afbú- skap sínum bjó Oddur á Vaðbrekku, þá við góð efni, en mjög var farið að sneyð- ast um efni hans, vegna þess að hann naut sin ei við búsýsluna. Hann var stakt val- menni og öllum velþekktur. (R.) Seint í f. m. andaðist Einar Þórðar- son (frá Vigfúsarkoti við Reykjavík Torfa- sonar) bróðir Þorgríms læknis Austur- skaptfelliuga, maður á bezta skeiði. Hann var við vegagerð austur í Múlasýsiu, er haun lézt.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.